Morgunblaðið - 19.07.1989, Page 4

Morgunblaðið - 19.07.1989, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989 Alþjóðleg nútímalist sýnd á Kjarvalsstöðum Sýningin frá listasafininu í Epinal í Frakklandi SÝNING á nútímalistaverkum í eigu listasafnsins í Epinal í Frakkl- andi verður opnuð á Kjarvalsstöð- um á laugardaginn. Á sýningunni eru verk eftir ýmsa kunna lista- menn, svo sem Frank Stella, Andy Warhol, Gilbert og George, Tony Cragg, Donald Judd og Sigmar Polke. Segir í fréttatilkynningu frá Kjarvalsstöðum að sýningin gefí gott yfirlit yfir þá þróun, sem átt hafi sér stað í myndlist samtím- ans í Bandaríkjunum og Evrópu, sérstaklega á Ítalíu, Þýskalandi og Frakklandi. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum getur að líta úrval nútímalistaverka safnsins í Epinal, en þar hefur verið lögð áhersla á þær liststefnur sem komu fram í byrjun sjöunda áratug- arins, svo sem popplist, minimalisma, arte povera og conceptlist. Er það mat Gunnars B. Kvarans, forstöðu- manns Kjarvalsstaða, að á safninu í Epinal sé eitt besta úrval nútímalist- ar í heiminum í dag. Undirbúningur þessarar sýningar hefur staðið í ár og hefur franska menntamálaráðuneytið veitt margv- íslegan stuðning og fyrirgreiðslu til þess að af henni gæti orðið, að sögn Gunnars. Verkin eru samtals metin á þijú- til Qögurhundruð milljónir króna og eru þau tryggð hjá norsku tryggingafélagi. Eftirtaldir listamenn eiga verk á sýningunni: Carl Andre, Giovanni Anselmo, Richard Artschwager, Mic- hael Buthe, Philippe Cazal, Tony Cragg, Dan Flavin, Gilbert og Ge- orge, Jenny Holzer, Donald Judd, Joseph Kosuth, Richard Long, Mario Merz, Bob Morris, Helmut Newton, Pino Pascali, Sigmar Polke, Jean Pierre Raynaud, Frank Stella, Niele Toroni, Richard Tuttle, Bemer Ve- net, Jaques Mahé de la Villeglé, Wolf Vostell, Andy Warhol og Gil- berto Zorio. Deildarsljóri í stað blaða- fulltrúa STAÐA deildarstjóra í forsætis- ráðuneytinu hefur verið auglýst laus til umsóknar eftir að ákvörð- un var tekin um að leggja niður stöðu blaðafulltrúa ríkisstjómar- innar. Að sögn Guðmundar Benedikts- sonar ráðuneytisstjóra hefur staða blaðafulltrúa verið lögð niður og henni breytt í stöðu deildarstjóra við ráðuneytið. Er þá miðað við að deild- arstjórinn eða einhver anriar úr ráðu- neytinu riti fundargerðir á ríkistjórn- arfundum. VEÐURHORFUR IDAG, 19. JÚLl' YFIRLIT í GÆR: Yfir Brettandseyjum er 1.026 mb hæð en 1.005 mb lægð á Grænlandssundi, þokast norðaustur. Hiti breytist lítið, SPÁ: Suðvestanátt, kalt eða stinningskaldi og skúrir suðvestan- og vestanlands, en þurrt i öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Hæg suðlæg átt með súld og síðar rign- ingu sunnan til en þurrt og bjart nyðra. Hlýtt, einkum norðan til. HORFUR Á FÖSTUDAG: Breytileg átt og víðast súld eða rigning framan af degi en síðan léttir til um norðanvert landið. Litið eitt kólnandi. 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir Él — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —[* Skafrenningur Þrumuveður TAKN: Q - Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma. httl weftur Akureyri 19 hálfskýjaö Reykjavík 10 súld Bergen 14 léttskýjað Helsinki 13 þrumuveður Kaupmannah. 18 léttskýjað Narssarssuaq vantar Nuuk 3 rigning Osló 17 hálfskýjað Stokkhólmur 17 hálfskýjað Þórshöfn 13 súld Algarve 31 léttskýjað Amsterdam 17 skýjað Barcelona 29 heiðskfrt Berlfn 13 skúr Chicago 21 skýjað Feneyjar 26 hálfskýjað Frankfurt 20 skýjað Glasgow 21 skýjað Hamborg 18 hálfskýjað Las Palmas 26 heiðskfrt London 22 skýjað Los Angeles 19 mistur Lúxemborg 18 skýjað Madríd 36 heiðskfrt Malaga 28 léttskýjað Mallorca 22 vantar Montreal vantar New York vantar Orlando 26 léttskýjað Paris 25 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Vfn 17 rigning Washlngton 22 þokumóða Winnlpeg vantar Morgunblaðið/Sverrir Frá uppsetningu sýningar Kjarvalsstaða á alþjóðlegri nútímalist frá listasafiiinu í Epinal í Frakklandi. Hér afhjúpa þeir Gunnar B. Kvar- an forstöðumaður Kjarvalsstaða og Helgi Árnason starfsmaður safiis- ins verk eftir Helmut Newton. Borgin kaupir Broadway: Kaupverðið samtals um 118 milljónir króna BORGARRÁÐ hefiir samþykkt samning, sem undirritaður heftir verið við Ólaf Laufdal, um kaup á skemmtistaðnum Broadway. Kaup- verðið er samtals um 118 milljónir króna; þar af verða 100 milljón- ir greiddar með skuldabréfi til tólf ára, borgin fellir niður fjögurra og hálfrar milljónar króna skuld eiganda skemmtistaðarins vegna vangreiddra fasteigagjalda og afgangurinn, þrettán og hálf niilljón, er aridvirði tveggja lóða við Aðalstræti og Túngötu, sem seljandi Broadway fær nú til eignar. í Broadway hyggst borgin reka áfelngis- lausan skemmtistað fyrir unglinga auk þess sem þar verður aðstaða fyrir félagsmiðstöð unglinga í Seljahverfi og félagsstarf aldraðra. Við afgreiðslu kaupsamningsins í fundi borgarráðs í gær lögðu full- trúar minnihlutans fram bókun þar sem sagt er að skemmtistaðurinn Broadway muni sjálfsagt nýtast Reykvíkingum ekki sist unglingum og því séu fulltrúar minnihluta- flokkanna samþykkir kaupunum. Hins vegar komi Broadway ekki í stað þess unglingahúss í miðbæ Reykjavíkur, sem sijórnarandstað- an hafi ítrekað flutt’ tillögur um og auk þess eigi enn eftir að koma upp félagsaðstöðu fyrir unglinga í Selja- hverfi. í bókuninni segir einnig, að þau vinnubrögð borgarstjóra.að undirrita fyrst samninga og kynna þá síðan borgarráði, séu nú sem oft áður andlýðræðisleg og ámælis- verð. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu þá fram bókun, þar sem seg- ir: „Borgarstjóri hefur bæði í borg- arstjórn og borgarráði kynnt fyrir borgarfulltrúum að hann ætti í óformlegum viðræðum vegna hugs- anlegra kaupa á Broadway. Full- yrðingu í bókun minnihlutans um andlýðræðisleg og ámælisverð vinnubrögð borgarstjóra í þessu máli er því vísað á bug.“ Að sögn Davíðs Oddssonar, borg- arstjóra, verður húsið afhent Reykjavíkurborg þann 1. nóvember næstkomandi og er gert ráð fyrir því að hægt verði að taka það í notkun þá þegar. Borgarráð samþykkti tillögu Katrínar Fjeldsted borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að efnt verði til samkeppni meðal unglinga um nýtt nafn á skemmtistaðinn. íþrótta- og tómstundaráði verður falin framkvæmd keppninnar. Lyngholt sf: Mariane Dan- ielsen seld þriðja aðila Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi yfirlýsing frá Lyngholti sf. Lyngholt er eigandi danska skipsins Mariane Danielssen, sem strandaði við Grindavík í janúar síðastliðnum. „Samningar hafa ekki tekizt milli fyrirtækisins og Finnboga Kjeld, sem hugðist kaupa skipið. Því mun skipið verða selt þriðja aðila. Telja forráða- menn Lyngholts sf að með þessu fyrirkomulagi verði hagsmunir allra tryggðir." Egill Jónasson látínn Húsavík. EGILL Jónasson skáld á Húsavík lést í gær, 18. júlí, tæpra 90 ára, fæddur 27. desember 1899. Egill vann mestan sinn aldur við verslunar- og skrifstofustörf, hóf þau ungur hjá Bjama Benediktssyni kaupmanni en var lengst af starfs- maður hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Egill var snjall og þjóðþekktur hagyrðingur og var hann oft hvatt- ur til þess að gefa út ljóð sín í bók en það vildi hann ekki. Lausavísur hans munu lifa með þjóðinni svo lengi sem hún hefur áhuga á rímuð- um ljóðum. Konu sína, Sigfríði Kristinsdótt- ur, missti hann fyrir 10 árum. Þau eignuðust þijú börn sem öll lifa foreldra sína. - Fréttaritari Egill Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.