Morgunblaðið - 19.07.1989, Page 5

Morgunblaðið - 19.07.1989, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JULI 1989 5 Morgunblaðið/Einaj- Falur Ungir húsbyggjendur Á hverju sumri færist mikil gróska í bygginga- framkvæmdir um allt land. Þá er unnið myrk- ranna á milli, til að nýta veðrið, því öllu óhægara er um vik í vetrarhörkum. Fullorðna fólkið bygg- ir hús yfir sig og sína og út um allt rísa blokkir, raðhús eða einbýlishús. Svo þarf líka að reisa skóla og verslanir. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft og frá auðum svæðum, þar sem full- orðna fólkið hefur enn ekki byggt, heyrast hamar- högg ungra húsbyggjenda, eða kofabyggjenda. Þessir ungu herramenn ákváðu að byggja sinn eigin kofa, enda er alltaf gott að eiga afdrep til að ræða næstu prakkarastrik. Sumardagskrá Norræna hússins: Fyrirlestur um sögu Reykjavíkur í 200 ár Ragnheiður Þórarinsdóttir, forstöðumaður Árbæjarsafiis, flytur fyrirlestur í Norræna hús- inu annað kvöld, fimmtudags- kvöld, og hefst hann kl. 20.30. Fyrirlesturinn er liður í sumar- dagskrá Norræna hússins og nefiiir Ragnheiður hann „Saga Reykjavíkur í 200 ár“. Fyrirlest- urinn verður fluttur á norsku. Eftir stutt kafflhlé verður síðan sýnd kvikmyndin „Þijú andlit íslands" með norsku tali. Sumardagskráin hefur verið fast- ur liður í starfsemi hússins allt frá árinu 1979. Hún er einkum sett saman með tilliti til norrænna ferðamanna og flutt á einhvetju Norðurlandamálanna. íslenskir fræðimenn halda erindi um ísland, sögu, þjóð, land og náttúru. Fyrir- lestrar verða á dagskrá hjá Norr- æna húsinu á öllum fimmtudags- kvöldum í sumar, en síðasti fyrir- lesturinn verður þann 24. ágúst. Á dagskrá 27. júlí flytur Helga Jó- hannesdóttir fyrirlestur á sænsku um íslenska alþýðutónlist fyrr og nú. Að því búnu verður sýnd kvik- myndin „Mývatn“ eftir Magnús Magnússon með ensku tali. Þess má að lokum geta að kaffi- stofa hússins býður upp á veitingar og bókasafnið er opið þessi kvöld til kl. 22.00. Þar liggja frammi þýðingar íslenskra bókmennta á öðrum norrænum málum og bækur um ísland. Aðgangur að sumardag- skrá Norræna hússins er ókeypis. Hrefiiuveiði- menn stofha félagsskap FYRRUM hrefnuveiðimenn hafa stofhað með sér hags- munasamtök og heita þau Félag Hreftiuveiðimanna. Félagið ætlar að vinna að því að hrefnuveiðar hefjist á ný á íslensku hafsvæði og stuðlað verði að frekari rannsóknum á hrefnu- stofninum. Fjórtán hrefnuveiðimenn voru á stofnfundi félagsins úr flestum landsljórðungum. Formaður þess er Konráð Eggertsson á ísafirði. Meðstjórnendur eru: Gunnlaugur Konráðsson, Árskógssandi og Guð- mundur Haraldsson, Reykjavík. SUMARHÚS ÍÞÝOUUNU r að býður enginn betri möguleika til gistingar í Þýskalandi en Ferðaskrifstofan Úrval, hvort sem flogið er til Frank^urt eða Luxembourg. Liggi leiðin til Frankfurt, þá gefst farþegum okkar kostur á þægilegum íbúðum í Ferienpark Rhein-Lahn í bænum Lahnstein, sem er í um 120 km fjarlægð frá miðborg Frankfurt og eyða 1 -2 vikum við góðar aðstæður í Lahnstein og fara í skoðunarferðirum Rínardalinn og önnurfögurhéruð Þýskalands. Langflestir þeirra sem fara um Luxembourg þekkja Daun Eifel og Biersdorf. Engin önnur sumarhúsasvæði í Þýskalandi hafa náð öðrum eins vinsældum hjá landanum. Úrval býður upp á dvöl á þessum svæðum í samvinnu við hótel- og sumarhúsafyrirtækið DORINT, en þar er allt til þess að fríið hdppnist fullkomlega, fallegt umhverfi, glæsileg aðstaða og góð stemmning. Farastjóri Úrvals tekur á móti öllum farþegum, sem þar ætla að dvelja, aðstoðarþá við aðfá bílaleiguþílinn afhentan og leiðbeinirvið val á akstursleið til Daun Eifel og Biersdorf. Til Daun Eifel er um 1 'h klst. akstur frá Luxembourg og 1 klst. til Biersdorf. í tengslum við ferðir til Frankfurt og Luxembourg er einnig völ góðra hótela í báðum borgunum. Frankfurt - flug og bíll: Verð frá kr. 24.338,- á mann (Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára í bíl í c flokki í 1 viku) íbúð íviku/Rhein-Lahn: Verð frá kr. 14.100,- (2farþegar) Luxembourg — flug og bíll: Verð frá kr. 20.793, LAHNSTEIN (Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára í bíl í B flokki í 1 viku) íbúð í viku/Daun Eifel: Verð frá kr. 17.800,- (2 farþegar). íbúð í viku/Biersdorf: Verð frá kr. 23.800,- (2-4 farþegar) Öll verð eru miðuð við staðgreiðslu. FARKORT FÍF FEMASKRIFSTOFAN ÚRVAl - fólk sem kann silt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900. FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.