Morgunblaðið - 19.07.1989, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.07.1989, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989 17 Vandfenginn mun mér þykja sessunauturinn ef við skiljum Heimskringla Vinátta er meðai æðstu gæða lífsins. Vinir eiga ánægju saman í velgengni, en í mótlæti hyggjum við að því hver mér hugaður á hlið standi annar þegn við óðræði. í erfiðleikum finnum við bezt, hvers virði vinátta er. Sannir vinir standa eins og sterkir stofnar hlið við hlið, skýla og hlífa hvor öðrum, eftir því sem vindar blása. Mikill er missir þegar annar fell- ur, svo sem skyndilega höggvinn upp, en hinn stendur eftir einn og óvarinn. Svipað gerist þegar sessu- nautur er farinn, sætið autt, annar vandfenginn, verður raunar ekki fenginn svo að fylli sessinn vel. Það er eins og steinn falli úr vegg; skarðið verður ekki fyllt til hlítar með öðrum steini. Missir góðs vinar verður ekki bættur. Hitt verður þó enn þyngra á metum að hafa átt góðan vin, mátt deila með honum sorg og gleði. Og fagrar minningar verða aldrei af okkur teknar. Vjnur minn og mágur, Olafur M. Ólafsson, er horfinn. Ólafur var eftirminnilegur maður í sjón og raun. Hann var virðulegur að sýn og hlaut að vekja athygli hvar sem hann fór. Hann var fríður sýnum, með hærri mönnm á vöxt, beinvaxinn og svaraði sér vel, léttur í spori, enda útivistarmaður, iðkaði einkum göngur og sund, snyrtimað- ur hinn mesti í hvivetna. En þótt Ólafur væri gervilegur að vallarsýn og glæsimenni, var þó skapferli hans og eðliseinkenni eigi síður eftirminnileg og glögg eins og þau birtust við nánari kynni. Ólafur var heilsteyptur maður. Hann var nákvæmur og vandvirkur með afbrigðum. Ekkert lét hann frá sér fara fyrr en hann hafði unnið það svo sem bezt mátti verða. Lof- orðum hans mátti treysta að fullu. Aldrei hefði honum komið til hugar að láta það bregðast sem hann hafði heitið öðrum. Samviskusamari og áreiðanlegri manni hef ég aldrei kynnzt þau nærfellt fimmtíu ár sem við þekktumst. , Vinátta Ólafs, tryggð og gest- risni verður mér ætíð í glöggu minni. Ólafur var eins og Gunnar á Hlíðarenda vinfastur og vinavand- ur. Hann gerði ekki alla sér að vin- um, en sá sem hlotið hafði trúnað hans, átti þar vin sem aldrei brást. Tryggur var hann vinum sínum. Áttu þeir þar jafnan hauk í horni og öruggan málsvara ef við þurfti. Ólafur var höfðingi heim að sækja og þau hjón bæði, Anna og hann. Eigum við, ég og Kristín kona mín, margar ánægjulegar minningar frá boðum á heimili þeirra að Grundalandi 8, þar sem saman fóru rausnarlegar veitingar og ánægjulegar samræður. Einnig eru mér minnisstæðar heimsóknir þeirra, er þau komu til okkar, stund- um boðin, stundum óvænt í stuttar heimsóknir. Voru það glaðir góðra vina fundir. Einkum eru mér í ljósu minni síðustu samfundir okkar. Seint í maí s.l. auðnaðist okkur Kristínu að koma á heimili þeirra Ólafs og Önnu og dveljast þar mikinn hluta dags. Það var eitthvað sérstakt við þennan samfund, einhver glaðværð, björt og opinská, umtalsefni margt, m.a. ýmislegt sem sjaldan ber á , góma, meðal þess um líf og dauða. Ef til vill var það tilviljun, eða var það óljós fyrirboði þess er brátt skyldi koma? Nokkru síðar, 16. júní, á afmælisdegi Ölafs, komu þau til okkar, og við áttum glaðværar og ánægjulegr samræður. Ekki grun- aði okkur að þær yrðu hinar síðustu. Ólafur og Anna fóru skömmu síðar til Þýzkalands á ráðstefnu fræði- manna. Þar andaðist Ólafur skyndi- lega. Mikill harmur er kveðinn að frændum Ólafs og öðrum vanda- mönnum, mestur þó hinum nán- ustu, Önnu, eftirlifandi eiginkonu, og börnum, Guðrúnu Bimu og Ólafi Magnúsi. En þó að harmur sé sár, eiga við orð Njálu: „en þó er það vel, að þú grætur góðan mann“. Eg bið þann sem öllu ræður að léttá þeim byrði í sárri sorg. Ég kveð Ólaf vin minn með lýs- ingu Snorra á Kvernbít, sverði Há- konar góða: „Aðalsteinn konungur gaf Há- koni sverð það er hjöltin voru úr gulli og meðalkaflinn, en brandur- inn var þó betri.. . Það sverð hefur bezt komið til Noregs.“ Haraldur Matthíasson Fyrir okkur, sem komin eru á efri ár, kemur fátt eitt á óvart nú orðið, enda hefur lífið sjálft kennt okkur þá staðreynd, að við mörgu megi búast með hækkandi aldri. Eitt er það þó, sem við virðumst nær alltaf óviðbúin, þegar á hólm- inn kemur, og það er skyndileg burtför góðs vinar úr samferða- hópnum hér á jörð. Á þetta var ég minntur enn einu sinni, þegar mér bárust þau óvæntu og sviplegu tíðindi, að góður vinur og samferðamaður um nær hálfa öld, Ólafur Markús Ólafsson, fyrrv. menntaskólakennari, hefði skyndi- lega látizt suður á Þýzkalandi. Við höfðum átt smárabbstund saman á heimili hans nokkru áður en hann og Anna, kona hans, héldu til Þýzkalands til þess að taka þátt í sextugsafmæli góðs vinar í Giessen 7. þ.m. Var auðheyrt, að Ólafur hlakkaði mjög til þeirrar afmælis- hátíðar með vinafólki sínu. Hann naut einnig nokkurra ánægjulegra daga með þessum vinum sínum og hélt á sjálfan afmælisdaginn ágæta ræðu til heiðurs vini sínum og fjöl- skyldu hans. En þá gerðist hið óvænta, þegar hann hafði setzt við hlið konu sinnar. Stundaglas hans sjálfs rann út, og hann hné örendur niður. Tæplega er unnt að óska góðum vini betri brottfarar af þess- um heimi, en engu að síður eru umskiptin snögg — já allt of snögg — fyrir okkur, sem eftir sitjum og höfum notið samfylgdar hins látna um áratugi. Ekki er það síður vegna þess, að ekki var annað vitað en Ólafur væri við góða heilsu, enda gat engum dottið í hug, að þar færi maður á áttragðisaldri, sem Ólafur gekk um götur. Hér varð hann samt að lúta sömu örlögum á aldurtilastund og bræður hans tveir og systir höfðu lotið á undan hon- um. Ekki ætla ég að setja hér á langa ræðu um hinn látna vin, enda þekkti ég hann svo vel, að ég veit, að slíkt hefði ekki verið honum að skapi. Engu að síður vil ég að leiðarlokum þakka honum margar ánægju- stundir allt frá því, að fundum okk- ar bar fyrst saman í heimspekideild Háskóla íslands haustið 1942. Þá sat hann þar fyrir frá haustinu áður, en stúdent varð hann utan- skóla frá Menntaskólanum í Reykjavík með lofsverðum vitnis- burði vorið 1941, 25 ára gamall. Áður hafði hann lokið prófi úr Yerzlunarskóla íslands árið 1935. Árin þar á eftir dvaldist hann í Þýzkalandi við nám, en því miður einnig um skeið vegna veikinda. Yfir þau komst hann þó, svo að hann gat hafið bæði nám við Menntaskólann í Reykjavík og síðan Háskólann, þaðan sem hann lauk cand. mag.-prófi í íslenzkum fræð- um vorið 1946. Á háskólaárum sínum gerðist hann samstarfsmaður hins frábæra kennara og vísindamanns, Bjöms Guðfinnssonar prófessors, við hljóð- • fræði- og framburðarrannsóknir íslenzkrar tungu og kenndi m.a. í veikindaforföllum Björns við Há- skólann. Veit ég vel, að Björn mat Ólaf og störf hans mikils og þá ekki sízt þá miklu nákvæmní og alúð, sem Ólafur sýndi í öllu því, sem hann tók sér fyrir hendur. Það voru einnig þeir eiginleikar, sem fylgdu Ólafi æ síðan í hveijum þeim verkefnum, sem honum var trúað fyrir. Þegar Bjöm Guðfinnsson féll frá löngu fyrir aldur fram síðla árs 1950, áttu margir von á því, að Ólafur gerðist eftirmaður hans í íslenzkri málfræði við Háskólann, enda hafði hann J)á þegar allan lærdóm til þess. Eg veit líka, að kennsla á háskólastigi var nær vísindaeðli hans og hefði látið hon- um betur en kennsla á lægri skóla- stigum. Því miður fór svo, að Ólaf- ur hlaut ekki náð fýrir augum ráða- manna í heimspekideild, og er ég sannfærður um, að þar réð mikil skammsýni. Margt hefði örugglega farið á annan veg í ævi Ólafs og sögu íslenzkra fræða, ef hann hefði fengið að setjast í sæti Björns Guð- finnssonar og stunda óskiptur þau vísindastörf, sem hugur hans stóð til. __ Árið 1951 varð Ólafur svo fast- ráðinn kennari við Menntaskólann í Reykjavík og kenndi þar nær óslit- ið, þar til hann hvarf frá skólanum fyrir aldurs sakir haustið 1986. Lengst af kenndi hann íslenzku í efri bekkjum skólans, en einnig þýzku. Hann var nákvæmur í allri kennslu sinni, og hef ég fyrir satt, að hann hafi ekki sízt notið sín við þýzkukennsluna, enda vita þeir, sem eitthvað þekkja til þeirrar tungu, að þar býr lengst að fyrstu §erð. Hygg ég, að margur nemandi lafs minnist hans fyrir vandaða Sjá nánar bls. 34-35 SIEMENS-ðæðf TRAUSTUR OG AFKASTAMIKILL ÞURRKARIFRÁ SIEMENS íslenskar fjölskyldur í þúsundatali telja SIEMENS þvottavélar og þurrkara ómissandi þægindi. Þú getur alltaf reitt þig á SIEMENS. WT 33001 ■ Þurrkar mjög hljóölega. Tromla snýst til skiptis ■ réttsælis og rangsælis. ■ Tímaval upp í 140 mínútur. ■ Hlíföarhnappur fyrir viökvæman þvott. ■ Tekur mest 5 kg af þvotti. ■ Verð kr. 39.500,— Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Skafís, kramarhús og kúluskeið er allt sem þarf til að framleiða ódýra ísrétti heima. Líttu á dæmið hagnaðurinn er augljós. i c aneó r í:i’ st i AUK/SlA k3d42-749

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.