Morgunblaðið - 19.07.1989, Page 18
13
MORGUNBLABJÐ, MIÐyiKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989
Séð yfír höfriina í Höfh í Hornafirði.
Höfii í Hornafirði:
Staldrað við í bryggju
stússi í vertíðarlok
Morgunblaðsmenn heim-
sóttu Hornafjörð í vetrarvert-
íðarlok og römbuðu um
bryggjur þar sem sjómenn
voru að gera klárt, ýmist frá
því að koma úr róðri eða að
fara í róður. Það var góð
stemmning á bryggjunum eftir
ágæta vertíð og hugur í mönn-
um þrft fyrir kul í lofti. Floti
Hornfirðinga er glæsilegur og
honum er vel við haldið. Sigur-
geir Jónasson ljósmyndari
Morgunblaðsins smellti mynd-
um af nokkrum þeirra sem
voru að vinna við bryggjustús-
sið.
Æskan hefur mestan kvóta allra báta á humrinum.
Björgvin,
Óskar og
Bjarnar að
brasa við
humartrol-
lið, en þeir
eru á Sigurði
Ólafssyni SF
44.
Guðfinna, II.
vélstjóri á
Lyngey SF
61, en þau
voru að gera
klárt fyrir
humarinn.
Guðfinna
sagðist vera
með punga-
prófið og
hefur verið á
sjónum frá
því í ágúst í
fyrra.
Þj óðhátí ðarsj óður:
Tólfta úthlutunin
LOKIÐ er úthlutun styrkja úr
Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 1989
og þar með tólftu úthlutun úr
sjóðnum.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðs-
ins, nr. 361 frá 30. september 1977,
er tilgangur sjóðsins að veita styrki
til stofnana og annarra aðila, er
hafa það verkefni að vinna að varð-
veislu og vemd þeirra verðmæta
lands og menningar, sem núverandi
kynslóð hefur tekið í arf. Fjórðung-
ur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins
skal renna til Friðlýsingarsjóðs til
náttúruvemdar á vegum Náttúru-
vemdarráðs, annar fjórðungnr skal
renna til varðveislu fomminja, gam-
alla bygginga og annarra menning-
arverðmæta á vegum Þjóðminja-
safns.
Að öðm leyti úthlutar stjórn
sjóðsins ráðstöfunarfé hveiju sinni
í samræmi við megintilgang hans,
og komi þar einnig til álita við-
bótarstyrkir til þarfa, sem getið er
hér að framan.
Við það skal miðað, að styrkir
úr sjóðnum verði viðbótarframlög
til þeirra verkefna, sem styrkt em,
en verði ekki til þess að lækka önn-
ur opinber framlög til þeirra eða
draga úr stuðningi annarra við þau.
í samræmi við 6. gr. skipulags-
skrár fyrir sjóðinn skipa eftirtaldir
menn stjóm sjóðsins á yfirstand-
andi kjörtímabili, sem hófst í árs-
byijun 1986: Magnús Torfi Ólafs-
son, fyrrv. blaðafulltrúi ríkisstjóm-
arinnar, formaður, skipaður af for-
sætisráðherra, Jóhannes Nordal,
seðlabankastjóri, varaformaður, til-
nefndur af Seðlabanka Islands,
Bjöm Bjamason, aðstoðarritstjóri,
Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráðherra,
og Gils Guðmundsson, fyrrv. forseti
sameinaðs Alþingis, sem kjömir em
af sameinuðu Alþingi. Ritari sjóðs-
stjórnar er Sveinbjöm Hafliðason,
lögfræðingur.
í samræmi við 5. gr. skipulags-
skrár sjóðsins vom styrkir auglýstir
til umsóknar í fjölmiðlum í lok des-
ember 1988 með umsóknarfresti tii
og með 24. febrúar sl.
Til úthlutunar í ár koma allt að
kr. 6.500.000,00 þar af skal fjórð-
ungur, 1.625 þús. kr., renna til
Friðlýsingarsjóðs til náttúmvemdar
á vegum Náttúmvemdarráðs og
fjórðungur, 1.625 þús. kr., skal
renna til varðveislu fomminja, gam-
alla bygginga og annarra menning-
arverðmæta á vegum Þjóðminja-
safns, skv. ákvæðum skipulags-
skrár.
Allt að helmingi úthlutunarfjár á
hveiju ári er varið til styrkja skv.
umsóknum og vom því allt að kr.
3.250.000,00 til ráðstöfunar í þenn-
an þátt að þessu sinni.
Alls bámst 42 umsóknir um
styrki að fjárhæð um 20,0 millj. kr.
Hér á eftir fer skrá yfir þá aðila
og verkefni, sem hlutu styrki að
þessu sinni, en fyrst er getið verk-
efna á vegum Friðlýsingarsjóðs og
Þjóðminjasafns.
Friðlýsingarsjóður
Skv. skipulagsskrá Þjóðhátíðar-
sjóðs skal Friðlýsingarsjóður veija
árlegum styrk til náttúmverndar á
vegum Náttúmvemdarráðs. Nátt-
úmverndarráð hefur ákveðið að
veija styrknum, eftir því sem hann
hrekkur til, í eftirtalin verkefni:
1. Áframhaldandi frágangur við
þjónustumiðstöð í Asbyrgi
m.a. uppbygging tjaldsvæðis,
plöntun, stígagerð o.fl.
2. Lagfæring og merking
göngustíga í Skaftafelli.
3. Bygging þurrkhjalls í Skaftafelli.
4. Búnaður á tjaldsvæði í Skaftafelli (slökkvibúnað-
ur, hreinlætismál, leiktæki).
5. Skiltagerð og merkingar á öðmm friðlýstum
svæðum.
Þjóðminjasafii
Samkvæmt skipulagsskrá Þjóðhátíðarsjóðs skal
Þjóðminjasafnið veija árlegum styrk til varðveislu
fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar-
verðmæta á vegum safnsins. Þjóðminjavörður hefur
gert grein fyrir ráðstöfun styrksins í ár og mun hann
m.a. renna til eftirgreindra verkefna:
1. Til framhalds fomleifarannsókna á Stóm-Borg
undir Eyja^öllum.
2. Til viðgerðar á Tungufellskirkju í Hreppum.
3. Til að halda áfram tölvuskráningu allra safngripa.
Úthlutun styrkja skv. umsóknum:
Umsækjandi: 1. Húsfriðunarnefnd ísafjarðar, Engjavegi 14, Ísafírði. Verkeihi: Framhald viðgerða áverslunarhúsum í Neðstakaupstað. Fjárhæð: 205.000,00
2. Byggðasafn Skagfirðinga, Glaumbæ, Skagafirði. Viðgerðágamalli gestastofu frá miðri 19. öld sem var fyrsta sýsluskrif- stofa héraðsins. 195.000,00
3. Sjóminjasafn Austurlands, Eskifirði, Hátúni 9, Eskifirði. Lokaáfangi viðgerða á Randulffssjúhúsi og bryggju á Eskifirði. 105.000,00
4. Stofnun Sigurðar Nordals, Þingholtsstræti 29, Reykjavík. Framhald viðgerða, utanhúss, á húsi stofnunarinnar. 205.000,00
5. Byggðasafn Rangæinga og V.-Skaftfellinga, Skógum. Endurbygging bæjarhúsa frá SkáláSíðu. 100.000,00
6. Safnastofnun Austurlands, Skógariöndum 4, Egilsstöðum. Framhald við- gerða á Löngubúð á Djúpavogi. 170.000,00
7. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Byggjavið safn- húsið og ljúka uppsetningu á varanlegri sýn- ingu I safnhúsinu. 160.000,00
Umsækjandi: Verkefni: Fjárhæð:
8. Héraðsskjalasafn A.-Húnavatnssýslu, Blönduósi. Skírauppogtaka eftir gömlum ljósmyndum. 90.000,00
9. Byggðasafn Borgarfjarðar, Bjarnarbraut4-6, Borgarnesi. Lagfæring á flygli, sem smíðaður var 1863. 60.000,00
10. Héraðsskjalasafn A.- Skaftafellssýslu, Höfn, Homafirði. Skipuleg söfnun og (rágangur ljósmynda úr héraðinu. 95.000,00
11. Listasafn íslands, Reykjavík. Kaupa lágþrýsti- borð til viðgerða á safnmunum. 265.000,00
12. Sögufélag, Garðastræti 13B, Reykjavík. Til útgáfu heimildarrita. 170.000,00
13. Anna F. Gísladóttir og ívar Gissurarson, Frostafold 20 (306), Reykjavík Gerð bókar um varð- veislu og skráningu gamalla og nýrra ljósmynda. 110.000,00
14. JónÓl. Isbergog Ámi D. Júlíusson, Suðurgötu 13, Reykjavík. Gefa út íslenskan söguatlas. 150.000,00
15. Glímusamband Islands íþróttamiðstöðin, Laugardal, Reykjavík. Útgáfa rits um þróun og sögu glímunnar 185.000,00
16. Fuglavemdarfélag íslands, Bræðraborgarstíg 26, Reykjavík. Vemdun íslenska hafamarstofnsins. 50.000,00
17. Náttúruverndarsamtök Austurlands, Sæbakka 1, Neskaupstað. Kanna og skrásetja náttúraminjar og sögulegar minjar á Upphéraði. 130.000,00
18. Náttúruvemdarráð Hverfisgötu 26, Reykjavík. Úttektáfrið- lýstum svæðum og svæðum sem era á Náttúruminjaskrá. 260.000,00
19. Landsbókasafn ísl. Hverfisgötu, Reykjavík. Styrkja Sigurþór Sigurðsson, til að kynna sér viðgerð bóka og annarra gagna hjá Konungsbókhlöðu og Rfkisskjalasafni í Kaupmannahöfn. 100.000,00
20. Sumartónleikar í Skálholtskirkju, Helga Ingólfsdóttir, Strönd, Bessastaðahreppi. Kaupa barokkhljóð- færi til að nota á tónleikum í Skál- holti. 255.000,00
21. Safnkennsla við Þjóðminjasafn íslands og Minjasafnið á Akureyri. Bryndís Sverrisdóttir, Þjóðminjasafni íslands Reykjavík. Gera farandsýningu um landnám Islands til kennslu grann- skólanema á lands- byggðinni. 190.000,00