Morgunblaðið - 19.07.1989, Side 19

Morgunblaðið - 19.07.1989, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVÍKUDjVGUR ÍÖ. 'jÚLÍ' 1989 Þórir S. Gröndal skiáfar frá Flórída: Ræðismaðurinn Lítið land sem ísland, er á óvenju- mikit samskipti við umheiminn og stendur og fellur með verzlun við útlönd, verður að hafa einhvers kon- ar utanríkisþjónustu. Sendiráð eru starfrækt hjá þeim löndum, sem okkur eru mikilvægust, og tekið er þátt í starfí ýmissa alþjóðastofnana. Þar i viðbót hafa landsmenn skipað 184 ræðismenn í 54 löndum. Næstum allir þessir vararæðis- menn, ræðismenn og aðalræðis- menn eru kjörræðismenn (honorary consuls), þ.e. þeir eru ólaunaðir og stunda ræðismannsstörfin í viðbót við aðra atvinnu. Þeir eru ekki at- vinnudiplómatar, heldur áhuga- menn, sem sækjast eftir því að verða eins konar umboðsmenn íslands i útlandinu. Margir þessara manna vinna íslandi vel, og eyða í það eig- in tíma og fjármunum. Rithöfundurinn frægi, Graham Greene, skrifaði bókina „The Hon- orary Consul", sem gerist í Arg- entínu. Þar dregur hann dálítið dár að kjörræðismönnum. I sögunni er brezki kjörræðismaðurinn, Charley Portnum, tekinn gísl í misgripum fyrir bandaríska sendiherrann. Til- ræðismennirnir ræða um það, hve hátt lausnargjald þeir geti fengið fyrir konsúlinn. Komast þeir að þeirri niðurstöðu, að hann sé ekki alvöru konsúll, og það bezta, sem þeir geti farið fram á í lausnar- gjald, sé kassi af góðu, skozku viskíi. Starf ræðismanns fyrir ísland hérna í henni Ameríku er mjög for- vitnilegt og oft skemmtilegt. Þau eru svo margvísleg málin, sem fyrir koma, og aldrei er að vita, hvað muni gerast næst. Hér á eftir ætla ég að nefna nokkur atvik, sem ekki er hægt að kalla mikilvæg, en flokka má undir kostulega hluti. Eitt sinn hringdi bandarísk kona. Sagði hún, að þau hjón hefðu áhuga á að skreppa til íslands í frí. Vand- inn væri sá, að hún ætti hund, sem hún skildi aídrei við sig. Þegar henni var sagt, að mikil vandkvæði væru á því að fara með hund til landsins, spurði hún, hvort ekki væri hægt að ræða málið og komast að ein- hveiju samkomulagi eða málamiðl- un. Bauðst hún strax til þess að skilja mann sinn eftir, ef seppi fengi að fara með henni inn í landið! Fyrir nokkru hringdi sjötugur Ameríkani, sem hafði verið í banda- ríska hemum á íslandi í stríðinu. Hann sagðist hafa átt íslenzka kær- ustu, sem ekki var óalgengt. En hann hafði skilið hana eftir með loforði um að koma til baka og gift- ast henni. Þegar heim til Ameríku kom, hafði hann svo gleymt ástinni sinni á ísa köldu landi, sem ekki var óalgengt. Giftist hann gamalli skólakærustu og höfðu þau eignast börn og buru, en nú var hún dáin eftir margra ára sambúð. Fyrrver- andi hermanninn langaði að reyna að finna út, hvort íslenzka kærastan væri ef til vill enn að bíða eftir honum! Ekki er óalgengt áð hringt sé og spurt um „au pair“ stúlkur frá ís- landi. í Flórída hefir reynslan hjá slíkum stúlkum ekki alltaf verið góð. Einni þeirra var sparkað út á götu af húsmóðurinni vegna þess, að henni fannst eiginmaðurinn vera farinn að gefa henni hýrt auga. En um daginn hringdi maður og vildi kanna, hvernig hægt væri að ná í „au pair“, ekki stúlku, heldur pilt. Hann þyrfti að vera ljóshærður og hávaxinn, sagði maðurinn. í ljós kom, að hann var í sambúð með öðrum manni og vildu þeir fá piltinn til að hjálpa með heimilisstörf og vera þeim almennt til ánægju! Maður nokkur kom á skrifstofuna í vetur er leið. Hann stundaði nám í kvöldskóla í Miami, og ætlaði að skrifa ritgerð um jarðfræði íslands. Sagðist hann hafa góða þekkingu á Iandinu og kvaðst m.a. vita, að það væri land frosts og funa. Líka sagð- ist hann vita allt um stöðyvatn hið fræga norður í landi, sem væri ískalt í djúpinu en bullsjóðandi við yfirborðið. Hafði hann heyrt, að hægt væri að draga silung úr hinu kalda dýpi og syðist hann við yfir- borðið og væri tibúinn beint á di- skinn! Varð maðurinn bæði undr- andi og hneykslaður, þegar ræðis- maðurinn varð að viðurkenna, að hann hefði ekki heyrt um þetta merka vatn. í síðustu viku hringdi maður frá ferðaskrifstofu í Miami. Sagðist hann vera að vinna að verkefni fyr- ir stórt auglýsingafyrirtæki, sem væri að undirbúa töku á sjónvarps- auglýsingu fyrir Coca Cola. Sagði hann, að það vantaði nokkra íslenzka eskimóa til að nota í auglýs- ingunni. Það varð löng þögn í síman- um, þegar manninum var tjáð, að engir eskimóar væru á íslandi, en aftur á móti væru þeir allmargir hér í hans eigin landi, uppi í Alaska. Að endingu var það svo konan, sem var tiltölulega nýkomin frá Is- landi. Hún hringdi og bytjaði að spjalla um heima og geima. Eftir um tíu mínútur, þegar ræðismaður- inn þóttist hafa fundið út, að hún ætti ekkert annað erindi en að fá sér spjail, fór hann kurteislega að reyna að leiða símtalið til lykta. En þá firrtist hún við og sagðist nú alltaf hafa haldið, að ræðismenn landsins ættu að hafa tíma til að ræða við landsmenn í útlandinu. Hétu þeir einmitt ekki þess vegna ræðismenn? Aðalfiindur Verndar: Bú'gir Kjartansson kjörinn formaður BIRGIR Kjartensson var kjörinn formaður Félagasamtakanna Verndar á fyrsta fundi nýkjör- innar sljórnar samtakanna, sem kjörin var á aðalfundi fyrir skömmu. Jóna Gróa Sigurðar- dóttir, sem gegnt hefur embætti formanns í sjö ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Henni voru á aðalfundinum þökkuð störf i þágu samtakanna og var hún ein- róma kjörin heiðursformaður Verndar. Hún er annar formað- urinn, sem hlýtur þann titil, en Þóra Einarsdóttir, fyrsti formað- ur Verndar, ber einnig þennan titil. Birgir Kjartansson, nýkjörinn formaður Verndar, er kominn í fullt starf hjá samtökunum frá síðustu mánaðamótum. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann kynni vel við sig í nýja starfinu og hefði góða tilfinningu fyrir því. „Það sem hefur verið erfiðast undanfarin ár og verður áfram er að afla fjár til starfsemi samtakanna. Það sem ég mun annars stefna að er að skoða stöðuna í málefnum Verndar, hvar skórinn kreppi og hvað sé til úr- bóta, hveiju þurfi að sinna mest,“ sagði hann. Birgir starfaði áður sem ráðgjafi hjá SAÁ, meðal annars sem dag- skrárstjóri á göngudeild fyrir alkó- hólista í Síðumúla. Seinustu mánuði hefur hann unnið sem ráðgjafí og dagskrárstjóri hjá íslenzku með- ferðarstöðinni. Hann hefur einnig nýlega haft með höndum stjóm meðferðarstöðvar í Svíþjóð. Hann sagði að stór hluti skjólstæðinga Verndar hefðu átt við vímuefna- vanda að stríða, og hann þekkti því vel til á þessu sviði. í framkvæmdastjórn Vemdar em nú auk Birgis sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson varaformaður, Siguijón KriStjánsson, Stella Magnúsdóttir og Hróbjartur Lúthersson. Vara- menn í framkvæmdastjórn em Hrafn Pálsson, Sigríður Heiðberg, Þórhallur Runólfsson, Aslaug Cass- ata og Edda Gísladóttir. Birgir Kjartansson, formaður Verndar. í aðalstjórn samtakanna em sr. Árelíus Níelsson, Axel Kvaran, Birgir ísleifur Gunnarsson, Björn Einarsson, Bragi Sigurðsson, Bryn- leifur Steingrímsson, Elísabet Hauksdóttir, Friðrik Sophusson, Guðmundur Árni Stefánsson, Hall- dór Einarsson, Hanna Johannessen, Hermann Gunnarsson, Ingibjörg Björnsdóttir, sr. Jón Bjarman, Jón Guðbergsson, Jóna Gróa Sigurðar- . dóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Kristján Guðmundsson, Már Egils- son, Margrét Sigurðardóttir, Ottó Örn Pétursson, Olafur Hauksson, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Sveinn H. Skúlason, Unnur Jónasdóttir, Þorsteinn Guð- laugsson og Þórarinn Sveinsson. Auk þeirra situr í stjórninni fulltrúi dómsmálaráðherra, sem ekki hefur verið tilnefndur. Varamenn í aðal- stjórn eru Ásgrímur P. Lúðvíksson, Frank Cassata, Sigríður Hannes- dóttir, Guðrún Beck og Helga Guð- mundsdóttir. Endurskoðendur em Hannes Þ. Sigurðsson og Guðrún Halldórs- dóttir. Varamenn þeirra em Carl Brandt og Ottó Öm Pétursson. Aðalfimdur norrænu bændasamtakanna: Rætt um milliríkja- verslun með búvörur MILLIRÍKJAVERSLUN með landbúnaðarvörur verður helsta umræðuefíiið á aðalfundi nor- rænu bændasamtakanna, NBC, sem haldinn verður í Reykjavík 8. til 10. ágúst næstkomandi. Kalevi Sorsa, forseti þjóðþings Finnlands, flytur aðalræðuna og Glenn Flaten, forseti Alþjóða- sambands búvöruframleiðenda, verður sérstakur gestur fundar- ins. Formaður NBC er Haukur Halldórson formaður Stéttar- sambands bænda. Um 250 er- lendir gestir koma vegna fiind- arsins. Aðalfundurinn verður settur með viðhöfn í Háskólabíói þriðjudaginn 8. ágúst, klukkan 9. Þá verður opn- uð kynning á menningarstarfí stijálbýlis. Haukur Halldórsson flytur skýrslu stjórnar. Glenn Flat- en og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra flytja ávörp. Kalevi Sorsa flytur ræðu sína og Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri flytur fyrirlestur um íslenska bændamenningu. Fundinum verður fram haldið miðvikudaginn 9. ágúst. Þá er með- al annars á dagskránni afhending menningarverðlauna NBC. Fundin- um lýkur 10. ágúst með kynnisferð fundargesta um Suðurland. I/ELKOMINÍ TESS Útsalan hefstídag. 40% afsláttur af öllum vörum. TESS v NEi NEÐSTVIÐ DUNHAGA. S. 622230.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.