Morgunblaðið - 19.07.1989, Síða 29

Morgunblaðið - 19.07.1989, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989 29 Yfirskyggðir dalir eftir Gylfa Knudsen Á baksíðu Morgunblaðsins 30. apríl sl. birtist falleg ljósmynd af Prestahnjúki á Kaldadal. Fjall þetta er talið myndað við líparítgos undir jökli og hefur að geyma gnægðir perlusteins. Þær námur hafa verið rannsakaðar ítarlega en ekki hag- nýttar. Fyrr á öldum leituðu menn ekki að námum á þessum slóðum heldur að draumum sínum um betra veraldargengi, gósenlöndum úti- legumanna. I myndartexta er sagt, að hnjúkurinn dragi nafn af tveim- ur prestum, sem farið hafi að leita útilegumannabyggðar í Þórisdal árið 1644. Þeir eru sagðir hafa verið sr. Helgi Grímsson frá Húsa- felli og sr. Björn Jónsson frá Snæ- foksstöðum á Grímsnesi. Nokkuð er missagt í frásögn blaðsins. Þar sem ætla má, að nútíðin vanmeti framtak klerkanna, sem var hið merkasta, er ekki nema réttmætt, að öllu sé óbrengluðu til skila haldið. Það þurfti ekki litla hugdirfð að leita Þórisdals á 17. öld og talið óðs manns æði að leggja upp í slíka reisu óvopnaður og iiðfár. Þekking á öræfum landsins og óbyggðum var mjög takmörkuð. Atti mögnuð útilegumannatrú ekki lítinn þátt í því. Helsti sérfræðingur landsins í þessum efnum var þá Jón lærði, sem réit um „hulin pláz“ og „yfir- skyggða dali“. Alræmdasta útilegu- manna- og tröllabyggðin voru Áradalir, en svo nefndist Þórisdalur á þessum tíma. Jafnframt var talið, að þarna væri rétt varnarþing verstu ókinda og illvætta. Skegg- Ávaldi fann plássið í öndverðu og „gerðist guð yfir“ segir Jón lærði. Sá lærði maður rak saman Áradals- _________Brids____________ Arnór Ragnarsson Bikarkeppnin Bridssambandinu hafa borist nokkur úrslit úr Bikarkeppninni. Sveit Guðmundar Eiríkssonar frá Reykjavík vann sigur á sveit Ragn- ars Haraldssonar frá Grundarfirði með 94 impum gegn 71. Leikurinn fór fram þann 14. júlí síðastliðinn. Laugardaginn 15. júlí fóru fram fjórir leikir í annarri umferð bikar- keppninnar. Sveit Sigmundar Stef- ánssonar frá Reykjavík atti kappi við sveit Frímanns Frímannssonar frá Akureyri og var sú keppni mjög jöfn og spennandi. Fyrsta lotan var hnííjöfn, sveit Frímanns komst 10 impum yfir eftir aðra lotu, en fyrir síðustu lotuna áttu Sigmundur og félagar 12 impa umfram Frímann. Frímanni tókst ekki að vinna nema 7 impa til baka í síðustu lotu og lokatölur urðu því 100-95 Sigmundi í vil. Sveit Valtýs Jónassonar frá óð. Hann segir bæn dalbúa vera þessa: j „Skegg-Ávaldi, skygg þú land þitt, svo ekki verði Áradalir fundnir." Og enginn hafði fundið staðinn. Vísindi þessi studdust við Grettissögu og ýmsar kynja- og tröllasögur. Grettir á að hafa dval- ist í dalnum einn vetur í útlegð á tímum Þóris þurs. í sögunni er plássinu lýst og kennt við Þóri þenn- an. Það var því ekki ómerkur at- burður, þegar tveir valinkunnir klerkar, samtíðarmenn Þorleifs Kortssonar og sr. Páls í Selárdal, gerðu lykkju á leið sína suður Kaldadal á fögrum sumardegi og stefndu til Geitlandsjökuls að leita að þessum voðalega „yfirskyggða dal“. Þessi atburður gerðist árið 1664 en ekki 1644 eins og segir í myndar- textanum. Þessi ártalsvilla er á kreiki hjá Birni Gunnlaugssyni, þeim merka vísindamanni, í tveimur ritgerðum hans um könnun Þóris- dals, sem birtust í Skírni 1835 og Sunnanpósti 1836. Prestarnir tveir voru þeir sr. Helgi Grímsson á Húsafelli og sr. Björn Stefánsson á Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Þeir voru þjónandi prestar á þessum stöðum. í þann tíma voru Húsafell og Snæfoksstaðir kirkjustaðir og prestsetur. Á báðum stöðunum voru kirkjurnar af teknar og sóknirnar lagðar annað í byijun 19. aldar. Prestarnir voru mágar. Guðríður, systir sr. Bjöms, var kona sr. Helga. Hann var prestssonur frá Húsa- felli, fæddur um 1622 og andaðist 1691. Fékk Húsafellsbrauð 1654 og sat þar til æviloka. Svo segir um sr. Helga í ísl. æviskrám: „Hann var mikill maður vexti og rammur að afli, vel að sér, unni mjög forn- Siglufirði gerði góða ferð til Reykjavíkur og vann nauman sigur á sveit Guggu Þórðar frá Reykjavík. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann, þó Valtýr og félagar hafi haft fmmkvæðið allan leikinn. Fyr- ir síðustu lotu voru Valtýsmenn 6 impum yfir, og bættu 27 impum við í síðustu lotunni, lokatölur 109-76. í þriðja leiknum vann sveit Braga Haukssonar öruggan sigur á sveit Gunnars Berg frá Akureyri. Lokatölur í þeirri viðureign voru 117-38, og unnu Bragi og félagar ömggan sigur í öllum _ lotunum. Sveit Sigfúsar Amar Árnasonar vann öruggan sigur á sveit Guðjóns Bragasonar, 167-73. Eftir 20 spil í þeim leik stóðu leikar næstum jafnir, en Sigfús og félagar sigu örugglega framúr í þriðju lotu. Fyrir austan áttust við sveitir Trésíjdar og Guðmundar Jónssonar frá ísafirði. Sveit Trésíldar frá Reyðarfirði vann fyrstu lotuna auð- veldlega og hélt þeim mun út leik- inn. Leikurinn endaði 105-49. „Nokkuð er missagt í frásögn blaðsins. Þar sem ætla má, að nútíðin vanmeti framtak klerk- anna, sem var hið merkasta, er ekki nema réttmætt, að öllu sé óbrengluðu til skila haldið.“ fræðum og eru til uppskriftir hans nokkurar, merkur maður og mikils metinn." Nafn sr. Björns hefur fyrr brenglast en í myndartexta Morg- unblaðsins, þar sem hann er rang- feðraður og sagður Jónsson. Þegar hjá Eggerti og Bjarna er öræfaþok- an tekin að leggjast yfir nafn hans. Þeir gera hann að sr. Stefáni Bjömssyni í ferðabók sinni. Reynd- ar var Björn nokkur Jónsson með í förinni, fylgdarmaður nafna síns Stefánssonar, ungur maður, skóla- genginn, er síðar varð prestur í Hrepphólum. Þá var þar einnig sveinninn Þorsteinn Þórðarson í fylgd með sr. Birni. Sr. Björn Stefánsson var fæddur um 1636, ættaður af Seltjarnar- nesi. Foreldrar hans vom sr. Stefán Hallkelsson, prestur í Seltjarnar- nesþingum, og kona hans Úlfhildur Jónsdóttir. Hún var hálfsystir sam- mæðra sýslumannsins harðdræga, Torfa Erlendssonar, föður Þormóðs sagnaritara. Úlfhildur og sr. Stefán bjuggu fyrst í Breiðholti en síðan í Nesi við Seltjörn. Úlfhildur var afar stórlynd og skaphörð kona. Presta- þvarg okkar tíma bliknar í saman- burði við atganginn, þegar hún var að reyna að koma Birni, syni sínum, í brauðið eftir lát sr. Stefáns. Sr. Björn fékk veitingu fyrir Snæfoks- stöðum 1660. Bjó þar en hafði ann- að bú á Kiðjabergi. Sat sr. Bjöm í brauðinu til 1716 og andaðist ári síðar. Kirkjustaðurinn gengur reyndar undir þremur nöfnum í heimildum: Snæfoksstaðir, Snæ- fuglsstaðir eða Snæúlfsstaðir. Lagðist staðurinn í auðn út af draugagangi landsfrægum snemma á þessari öld. Nefnd Sálarrannsókn- arfélagsins var teppt í Reykjavík vegna ófærðar. Málið leystist þann- ig að Páll bóndi á Hjálmsstöðum vatt sér í verkið og kvað niður draugana með Draugsrímu sinni snarpri. Sr. Bjöm Stefánsson var sagður „spakferðugur, forsjáll mað- ur, eitt hið mesta hraustmenni og gestrisinn". Kona hans var Hildur, dóttir Högna bónda í Gufunesi Sigurðs- sonar. Finnur Jónsson, Skálholts- biskup, var dóttursonur sr. Björns, þar af komnir Finsenar. Högni, son- ur sr. Bjöms, var bóndi og lögréttu- maður á Laugarvatni. Svo þolfrár var Högni, að hann hljóp uppi tóf- ur. Niðjar hans sátu Laugarvatn fyrst mann fram af manni og síðan kvenmann fram af kvenmanni, uns staðurinn lagðist undir lærdóms- menntir. Frásagnir prestanna af þessari merku för eru til og hafa birst á prenti. Ferðasaga sr. Helga birtist i Blöndu 1948. Frásögn sr. Björns er aðgengileg í III. bindi ritsafnsins Híakningar og heiðavegir. Sr. Helgi fylgir mági sínum og sveinum hans á leið suður Kaldadal að endaðri heimsókn að Húsafelli. „Veður var gott og sólskinshiti mikill,“ segir sr. Björn. Klárarnir fara fetið. Grettir sterki berst í tal og dvöl hans í Þórisdal. Sr. Björn spyr mág sinn, hvað hann viti til þess dals og í hvaða jökli hans sé að leita. Þeir stöðva klárana og stíga af baki, sttjúka svitann af enninu og staupa sig. Sr. Helgi bendir á Geitlandsjök- ul og sýnist þeim hann ekki fjarlæg- ur. „Og með því að veðrið var harla gott, loptið skírt og ekki mjög á dag liðið, þá er þetta bar til ræðu, vegurinn sýndist og ekki heldur svo langur, að ekki mætti nokkuð frækilegt að hafast, ef lukkan vildi það ljá, þá réðist það af þeirra á millum, að þeir vildu reyna til að leita að Þórisdal," segir sr. Björn í ferðaskýrslu sinni. Stíga þeir nú á bak hestum sínum og stefna á jökul- inn miðjan. Ríða þeir nú yfir urð og grjót, skriður og skominga, uns þeir koma að steini einum miklum uppundir jökli. Stíga þar af baki og láta eftir farteski sitt og hesta í gæslu sveinsins Þorsteins. Keifa nú klerkar og Bjöm lærisveinn upp á jökul í nafni kristilegs kærleika. Hafa þeir vín og brauð sér til endur- næringar og styðja sig við tjaldsúl- ur. Ef dalbúar fyndust „þá skyldu þeir telja trú fyrir þeim og öllum gott gjöra, en ekkert illt ef að hlýða vildu“. Ekki ganga þeir á Presta- hnjúk heldur fara skriðjökul bak hnjúknum sunnan og upp á mó- bergshrygg vestan Helgatinds. Þeir finna móbergshelli mikinn, sem nú er horfinn. Á bergi einu reisa þeir vörðu. Hrafn flöktir yfir þeim. Hann sest á bergið og einblínir á þá, úf- inn og þegjandalegur. Og sem þeir horfa á hann fljúga spaklega í burtu yfir þverhnípisbrúnir, sjá þeir í út- norðri snjólausan fláa liggja frá jökulbrún niður í dýpi mikið. Halda þeir austar en ofan fyrir verðuc ekki komist. Svo skuggar í dýpið, að dalbotninn verður ekki gerla greindur. Dal þennan vill Húsa- fellsklerkur halda Þórisdal. Það varð séð, þótt daldimmt væri, að hér var ekki gott undir bú hvorki útilegumönnum né tröllum og varla illvættum. Höfundur er lögfræðingur. —— ' . mnmouglymgar Wélagslíf FERDAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 Ofl 19533. Helgarferðir Ferðafélags- ins 21 .-23. júlí Þórsmörk - Fimmvöröuháls. Gist i Skagfjörösskála/Langadal. Gangan yfir Fimmvöröuháls tek- ur um 8 klst. Gönguferöir um mörkina. Landmannalaugar - Gist i sælu- húsi Feröafélagsins í Laugum. Gönguferðir um nágrenni Lauga. Hveravellir - Gist í saeluhúsi Ferðafólagsins á Hveravöllum. Gönguferðir um nágrenniö m.a. i Þjófadali. Brottför í ferðirnar er kl. 20.00 föstudag. Upplýslngar og farmiðasala á skrifstofu F.I., Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. M Útivist Miðvikudagur 19. júlí kl. 20 Nátthagavatn - Selvatn. Létt kvöldganga milli fallegra vatna á Miðdalsheiði. Verð 600 kr. Ferð I Strompahella er frestað til mið- vikudagskvölds 2. ágúst. Brott- för frá BSl, bensinsölu. Munið miðvikudagsferðirnar i Þórsmörk. Brottför kl. 8.00 aö morgni. Tilboðsverð á sumar- dvöl. Dvalartími að eigin vali. Uppl. á skrifst. Grófinni 1, simar 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533 Ferðir FÍ miðvikudaginn 19. júlí: Kl. 08.00. Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2000,- Þórsmörk skartar sinu fegursta nú. Kynniö ykkur tilboðsverð Ferðafélagsins fyrir sumarleyfis- gesti. Kl. 20.00. Búrfellsgjá - Kaldársel. Ekið að Hjöllum, gengið um Búr- fellsgjá og áfram að Kaldárseli. Brottför frá Umferðamiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bll. Fritt fyrir börn I fylgd fullorð- Inna. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11796 og 19533. Helgarferðir Ferðafélagsins 14.-16. júlí 1) Snæfellsnes - Elliðahamrar - Berserkjahraun Gengið þvert yfir Snæfellsnesið skammt vestan við veginn um Kerlingarskarð. Þarna er fjall- garðurinn mun lægri en viöast annars staðar. Lagt verður af stað i gönguna frá Syðra-Lága- felli. Gist i svefnpokaplássi. Fararstjóri: Jóhanna Magnús- dóttir. 2) Landmannalaugar. Gist i sæluhúsi F( i Laugum. Göngu- ferðir um nágrennið með farar- stjóra. Fararstjóri: Magnús Guð- laugsson. 3) Þórsmörk. Gist I Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir með fararstjóra. 4) Hveraveílir. Gist I sæluhúsi FÍ á Hveravöllum. Eftir erfiðan vetur er sumarið loksins komið á Hveravöllum. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Fl, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. [Blj Útivist Helgarferðir 21 .-23. júlí. 1. Þórsmörk - Goðaland. Gist í Útivistarskálunum góöu í Básum á miðju Goðalandi. Hressandi gönguferðir við allra hæfi. Munið sumardvöl í þessari sumarleyfisparadís. Fararstj. Hákon I. Hákonarson. 2. Veiðivötn - Útilegumanna- hreysið. Kynnist þessari perlu öræfanna. Hugað að fjallagrös- um. Tjöld. Fararstj. Lovísa Christiansen. Ferðir um verslunarmanna- helgina: 4.-7. ágúst. 1. Hornstrandir - Hornvfk. 2. Þórsmörk. 3. Núpstaðarskógar. 4. Langi- sjór-Sveinstindur-Lakagígar- Fjallabaksleið syðri. Ath. að nauðsynlegt er að panta tjaldstæði á umsjónar- svæði Útivistar á Goðalandi (Þórsmörk) um verslunar- mannahelgina vegna fjöldatak- markanna. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1. (v/Vesturgötu 4). Opið kl. 9.30-17.30. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. Afmælisferð í Þórsmörk 22.-23. júlí. Farfuglar fagna 50 ára afmæli félagsins með afmælisférð í Þórsmörk helgina 22.-23. júli nk. Dagsferö og helgarferö i boði. Brottför kl. 9.00 frá Sundlauga- vegi 34 (nýja Farfuglaheimilið). Nánari upplýsingar og þátttöku- tilkynningar á skrifstofu félags- ins, Laufásvegi 41, í simum 24950 og 10490. Farfuglar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.