Morgunblaðið - 19.07.1989, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.07.1989, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ' MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989 31 Steinunn Ólafs- dóttir - Kveðjuorð Fædd 6. september 1893 Dáin 9. júlí 1989 Steinunn Ólafsdóttir er látin. Hún varð nærri 96 ára gömul. Við sem þekktum hana vissum að hún átti fyrir sér eilíft líf, en við vorum oft jafnvel farin að gleyma því að einhvern tíma mundi hún yfirgefa okkur hér á jörðinni. Steina frænka var alveg sérstak- lega dásamleg manneskja, alltaf í góðu skapi, vildi aðeins sjá björtu hliðar lífsins, trúuð, góðgjörn, hjálp- söm og hvers manns hugljúfi. Hún var svo lánsöm að búa við góða heilsu allt sitt líf og þurfti aðeins á Borgarspítalann með hvíldum síðasta mánuð lífs síns. Hún var svo ern að hún gat búið alein á sínu heimili til 93 ára aldurs og séð um sig sjálf. Síðustu árin bjó hún þó á Droplaugarstöðum. Alveg til hinstu stundar vann heili hennar óskertur. Hún fylgdist vel með ölu og hafði áhuga bæði á þjóðmálum, stjórnmálum og kjörum fólks og vitanlega vissi hún allt um sína nánustu. Ég fór stundum í eftirmiðdagskaffi hjá henni og undraðist hvað svo gömul kona hafði víðan sjóndeildarhring og al- menn áhugamál og gaman af að ræða þau. Hún var gáfuð kona, eins og hún átti kyn til, og hafði oft frá mörgu skemmtilegu og áhugaverðu að segja. Steinunn var föðursystir mín. Með henni og föður mínum var mikill kærleikur og gagnkvæm virð- ing. Hann heimsótti hana oft á leið sinni heim úr vinnunni. Þau áttu svo mörg sameiginleg áhugamál, skiptust á skoðunum og töldu sig bæði öðlast dýpri skilning á við- fangsefnunum og verða reynslunni ríkari. • Við systkinin 4 fórum oft í heim- sókn til Steinu frænku á Grettis- götu 29. Það voru alltaf gleðistund- ir ásamt börnum hennar og frænd- systkinum. Hún var dugnaðar- húsmóðir og hafði sérstakt lag á því að láta öllum líða vel og að all- ir hefðu eitthvað að gera við sitt hæfi. Maður hennar var Magnús G. Guðnason steinsmiður, sem ásamt Steinþóri, föður Steingríms búnað- ■ armálastjóra og síðar forsætisráð- herra, lærði steinsmíði hjá dönskum byggingameistara Alþingishússins Bald að nafni. Síðar vann hann við ýmsar merkar byggingar í svipuð- um stíl t.d. símstöðvarhúsið í Póst- hússtræti, seinna lögreglustöð, stalla undir styttur Jóns Sigurðs- sonar forseta og dönsku konung- anna fýrir utan Stjórnarráðið. Hlað- ið hús við Skólavörðustíg 6, sem enn stendur, byggði hann fyrir móður sína. Steinunni þótti vænt um að Magnús var virtur og metinn af samstarfsmönnum sínum, heiðr- aður af samtökum iðnaðarmanna og veitt fálkaorðan sem síðasta lif- andi iðnaðarmanninum sem byggðu Alþingishúsið 1880-1883. Margar spaugilegar sögur heyrðum við frá þeirri merku byggingu m.a. að gips- ið, sem notað var í loftin innan- húss, væri blandað Carlsberg-bjór og passaði Bald vel uppá að þeir sem töldu þar illa farið með góðan mjöð fengju litlu ráðið. Hjónaband þeirra var mjög far- sælt, þau voru mjög samhent og þóttu glæsilegt par, þegar þau óku um götur borgarinnar og reyndar einnig um sveitir, í svonefndri kon- ungskerru, sem hafði verið flutt til landsins í tilefni af komu Kristjáns X Danakonungs 1907 og Magnús síðar eignaðist. Það þótti víst stíll yfir þeim hjónum og bæjarprýði. Við kveðjum Steinunni með trega og söknuði og sendum öllum ástvin- um hennar samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning hennar. Birgir G. Frímannsson t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, .JÓHANN GUÐMUNDSSON, Höfðagötu 13, Hólmavík, andaðist á Landakotsspítala þann 15. júlí. Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 22. júlí kl. 14.00. Sigurbjörg Jónsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Marinó Jóhannsson, Guðrún Hupfeldt, Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Jón Þórðarson, Gunnar Jóhannsson, Arndfs Hansdóttir, Rakel Jóhannsdóttir, Jónbjörn Bogason, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir og bróðir, ÁSKELL S. O. KJERULF, Bogahlið 11, lést í gjörgæsludeild Landakotsspítala 17. júlí. Sigrún Kjerulf, Áskéll Kjerulf, Sigrfður Þ. M. Kjerulf. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SAMÚEL JÓHANNSSON prentari, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 20. júlí kl. 13.30. Lilly Alvhilda Samúelsdóttir, Margeir Pétur Jóhannsson, Karl Jóhann Samúelsson, Berit Ingibjörg Samúelsson, Anna María Samúelsdóttir, Garðar Olafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN HALLBJÖRNSSON símvirkjameistari, Sörlaskjóli 82, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. júlí kl. 15.00. Halldóra Guöný Sigurjónsdóttir, Baldur Karlsson, Erna Sigurjónsdóttir, Guðmundur K. Arnmundsson Berglind Baldursdóttir, Sigríður Baldursdóttir, Maria Guðmundsdóttir, Jessica Ásdis Brigham. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lángamma, INGIMUNDA ÞORBJÖRG GESTSDÓTTIR, Austurtúni 2, Hólmavfk, verður jarðsungin fimmtudaginn 20. júlí kl. 10.30 í Fossvogskap- ellu. Jóhann Guðmundsson, Soffía Þorkelsdóttir, Ingimundur Guðmundsson, Ásdís Ólafsdóttir, Halldór Guðmundsson, Sóley Tómasdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. FURUHÚSIÐ Grensásvegi 16 — 108 Reykjavík — Sími 687080 Wí—3-*—j' X íX í" i. ■ Í 1 J-f-4- 'ft' jH-f-T-n-} S'á-ijO i ifft-irj-t-R'K^gcSTll'H TÍ' 9'TgTtW

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.