Morgunblaðið - 19.07.1989, Side 43

Morgunblaðið - 19.07.1989, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞRÖTTIR MÍDVlRUUAGUK 19. JÚLÍ 1989 43 KNATTSPYRNA / ENGLAND Sigurður Jónsson er á leið til Arsenal, ef marka má brezk dagblöð. Hér er hann hinsvegar í leik með íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli. Brezku blödin veðja á Arsenal Sigurður Jónsson er að öllum líkindum á leið til ensku meist- aranna Arsenal, að því er brezk blöð greindu frá í gærmorgun. Sig- urður ræddi í gær við George Gra- ham, framkvæmdastjóra Arsenal, en að því er Sigurður sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi á enn eftir að útkljá ýmis deilumál. Að sögn brezkra blaða er fram- kvæmdastjóri Arsenal, George Gra- ham, aðeins tilbúinn til að bjóða 400 þúsund pund í Sigurð en Sheff- ield Wednesday vill fá 750 þúsund pund eða sömu upphæð og Celtic bauð í hann á sínum tíma. Ef samningar takast um allt nema upphæð, mun sérstakur dóm- stóll skera úr um þá tölu en búast má við að hún verði nær því sem Sheffield Wednesday vill fá. „Ég á eftir að ræða við fram- kvæmdastjóra Chelsea og það verð- ur ekki fyrr en þá að ég tek endan- lega ákvörðun,“ sagði Sigurður Jónsson í gær. „Ég hef talað við Graham og Clough en ýmis atriði ber á milli. Tilboðin eru í sjálfu sér svipuð og því erfitt að gera upp á milli þeirra," sagði Sigurður. Það sem gerir það að verkum að brezku blöðin telja nú líklegra, að Sigurður fari til Arsenal fremur en til Nottingham Forest, er að allt bendir til að John Sfteridan sé á leiðinni frá Leeds til Forest en þeir leika sömu stöðu. KNATTSPYRNA Guðmundur gerir þriggja ára samn- ing við St. Mirren Morgunblaðið/Stuart Cunningham Guðmundur Torfason og Gordon Smith, lögfræðingur St. Mirren, tak- ast í hendur eftir samningagerðina í gærkvöldi. GUÐMUNDUR Torfason, landsliðsmaður f knatt- spyrnu, hefur komist að sam- komulagi við skoska úrvals- deildarliðið St. Mirren. Guð- mundur mun skrifa undir þriggja ára samning og fer líklega með liðinu í keppnis- ferð um helgina til eyjunnar Manar þar sem St. Mirren tekur þátt í sex liða móti. Það sem stendur í vegi fyrir að gengið verði frá endanlegum samningi er að St. Mirren og Genk, belgfska liðið sem á söluréttinn á Guðmundi, eiga eftir að koma sér saman um kaupverðið en líklegt er að það verði um 300-400.000 sterlingspund. Mér líst mjög vel á liðið og allar aðstæður hér í Paisley eru mjög góðar. Ég hef verið á þvælingi um Evrópu undanfarin ár og kominn tími til að finna sér fast heimilisfang," sagði Guð- mundur i samtali við Morgun- blaðið í gær. „Genk bauð mér tveggja ára samning en boð St. Mirren er mun betra. Ég átti einn- ig í viðræðum við tvö austurrísk lið, Sportclub Vín og Austria Salz- burg en það varði ekkert úr því. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu og líst vel á að leika í Skotlandi. Áhugi _St. Mirren vaknaði á landsleik íslands og Austurríkis á Laugardalsvellinum. Meðal áhorf- enda voru forstjóri og þjálfari Celtic sem höfðu augastað á Guð- mundi. Ekkert varð úr því en þjálfari Celtic benti forráðamönn- um St. Mirren á Guðmund. Guðmundur lék sinn fyrsta leik með aðailiði St. Mirren í gær- morgun, gegn varaliði liðsins og skoraði eitt mark. „Við erum mjög ánægðir með að fá hann 5 í okkar raðir,“ sagði Frank McGarvie, aðstoðarframkvæmdastjóri St. Mirren í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hann les leikinn vel, getur skorað mörk, hefur góðar stað- setningar, og hann veit upp á hár hvemig á að {júka dæminu upp við markið,“ sagði McGarvie. KNATTSPYRNA /.BIKARKEPPNI KSÍ Umdeilt sigur- markí Garðinum VÍÐISMENN léku einn sinn besta leik á sumrinu þegar þeir mættu íslandsmeisturum Fram í gærkveldi. Þegar frá upphafi börðust þeir af miklum krafti, spiluðu af skynsemi og áttu ágæta leikkafla. Framarar voru hins vegar sterkari aðilinn í leiknum og áttu sigurinn ski- lið, þrátt fyrir að sigurmarkið hafi verið mjög umdeilt, svo ekki sé meira sagt. Víðismenn byijuðu leikinn af miklum krafti og strax á 13. mínútu náðu þeir forystunni, þegar Vilberg Þórðarson gaf góða stungu- IHH sendingu á Klemenz Frá Kristínu Sæmundsson, sem Bjömsdóttur skoraði örugglega á Suðumesjum. með föstu skoti frá markteig. Víðismenn voru ekki á því að gefa neitt eftir þrátt fyrir þessa góðu byijun og héldu áfram að sækja. Þeir fengu alveg upplagt tækifæri til að bæta öðru marki við á 23. mínútu þegar Vilberg fékk boltann einn og óvaldaður frammi fýrir markinu og átti einungis eftir að sigrast á markverði Fram, Birki Kristinssyni. Birkir sá hins vegar við Vilbergi með góðri markvörslu. Framarar voru mun ákveðnari í síðari hálfleik og strax á þriðju mínútu eftir leikhlé fengu þeir gott færi eftir að Kristinn R. Jónsson hafði gefíð á: Guðmund Steinsson, sem skaut boltanum í fæturna á einum vamarmanni Víðis. Jöfnun- armarkið kom svo á 60. mínútu. Pétur Ormslev gaf fyrir markið, Gísli Hreiðarsson, markvörður Víðis, sló knöttinn beint til Ómars Torfasonar, sem skoraði úr þröngu færi. Það var hins vegar alveg ljóst að markið lá í Ioftinu og það kom fyrr en varði, þó heldur hafi það nú verið umdeilt. Ragnar Margeirs- son fékk boltann fyrir utan teig eftir langa stungusendingu, lék nær markinu, og hörkuskot hans var óveijandi fyrir Gísla. Allt ætlaði um koll að keyra vegna þessa marks, því heimamenn vildu meina að Ragnar hefði verið rangstæður. Dómarinn, Magnús Jónatansson, var hins vegar ekki í neinum vafa og dæmdi markið gilt. Úrslitin voru þar með ráðin og Framarar héldu áfram að sækja til leiksloka. :. Daníel Einarsson var besti maður Víðis í gærkveldi. um félaga sinn hjá ÍBK, Ragnar Margeirsson, MorgunblaðíÖ/Júlíus Hér stöðvar hann fyrr- Eyjamenn í undanúrslit LIÐ ÍBV, sem leikur í 2. deild, gerði sér lítið fyrir og sló Skagamenn út úr bikarkeppn- inni í gær, 4:2. Eyjamenn voru einfaidlega betri, þrátt fyrir að þeir væru á útivelli og aðeins stórgóð markvarzla Svein- bjarnar Allanssonar kom í veg fyrir enn stærra tap Skaga- manna. Eftir aðeins 52 sekúndur af leiknum kom Hlynur Stefáns- son Eyjamönnum S 1:0 eftir mikinn darraðardans í vítateig Skaga- ■HHI manna en aðeins Frá Sigþóri fimm mínútum síðar Einkssyni jafnaði Guðbjöm áAkranesi Tryggvason metin fyrir IA, 1:1 og bjuggust áhorfendur þá við að heimamenn myndu færa sig upp á skaftið en það var öðm nær. Eyjamenn tóku völdin í sínar hendur og á 19. mínútu skallaði Ingi Sigurðsson í netið eftir góða sendingu fyrir markið, 2:1. Þeir áttu auk þess fjöida færa og þríveg- is varði Sveinbjörn Allansson mjög vel þegar þeir komust S opin færi. Strax á fyrstu mínútu siðari hálf- leiks jafnaði Bjarki Gunnlaugsson fyrir heimamenn, 2:2, með föstu skoti eftir ágæta sókn. Við það hresstust heimamenn en tókst ekki að skora. En á si'ðasta stundarfjórðungnum gerðu gestirnir út um leikinn með tveimur mörkum. Hið fyrra skoraði Hlynur Stefánsson á 77. mínútu eftir að hann og Sigurlás Þorleifs- son höfðu spilað sig i gegnum Skagavörnina, 3:2. Fjórða og síðasta Eyjamanna gerði siðan „gamli maðurinn" sjálfur, Sigurlás Þorleifsson aðeins fjórum mínútum siðar. Sigur Eyjamanna var fyllilega sanngjarn. Þeir vörðust vel, voru sterkir í vörn og eru auk þess með eldfljóta og hættulega framheija. Hlynur Stefánsson, Ólafur Ámason og Sigurlás Þorleifsson áttu sérlega góðan leik. Skagamenn vom hins vegar afar slakir. Sveinbjöm Allansson, mark- vörður, og Guðbjöm Tryggvason vora þeirra beztir og komu í veg fyrir enn stærra tap. Valur—KR | “ íkvöld I ÚRSLIT í KVÖLD fer fram síðasti leik- I ................... urinn í 8-liða úrslitum bikar- I keppni KSÍ. Þá eigast við I 4. deild E: Valur og KR á Hlíðarenda. ■ KSH-Leiknir..........0:4 ■■■■■■•- -A®íét§ií«rðsf9n3.R4bert.gw£ánsson.j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.