Morgunblaðið - 23.07.1989, Síða 3

Morgunblaðið - 23.07.1989, Síða 3
EFIVII MORGU.NBUjjH? SUNNU-DAGUR. 23., JIJLI 1989 3 Glasnost með gests- augum ►Það er hitabylgja á Hótel Rossi- ya með kaupahéðnum, blaðamönn- um, kakkalökkum og bíófrömuð- um, sem komnir eru til að vera á 16. kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Morgunblaðið var þar líka og ræddi m.a. við pólska kvikmynda- meistarann Andrzej Wajda /10 Hugsað upphátt ►Stefán Valgeirsson, höfuðpaur Samtaka um jafnrétti og félags- hyggju, veltir fyrir sér jafnaðar- stefnunni /14 Kokkabækur fullar af augum ► Kristín Gunnlaugsdóttir, ungur Akureyringur, hefur lagt fyrir sig óvenjulega listgrein, íkonamálun sem hún nam í Fransiskuklaustri í Róm /16 Bheimili/ FASTEIGNIR ► l-20 Híbýli/Garður ►Að hurðarbaki /2 Viðhald hefst strax á byggingarstigi ► Rætt við Magnús Sædal Svav- arsson hjá Reykjavíkurborg um við hald húsa í eigu borgarinnar /10 Smiðjan ►Hvernig á smíða garðhlið? /13 Kóngurinn Carl ►Frjálsíþróttagarpurinn Carl Lewis er í viðtali við Morgunblaðið og segir þar að uppræta verði lyijamisferli í íþróttum með öllum tiltækum ráðum /1 Soðin ýsa og saltkjöt ►Könnun á lífsstíl ’68-kynslóðar- innar sem lét hvað hæst fyrir um. 20 árum leiddi sitthvað athyglis- vert í ljós /6 Lockerbie-mennirnir ►Leitin að glæpamönnunum sem sprengdu í loft upp PanAm-far- þegaþotuna yfir Skotlandi stendur enn og handtökur á Norðurlöndum beina athygiinni í vaxandi mæli að skæruliðasamtökum Palestínu- manna /8 Varnarræða vitfirr- ings ►Þorsteinn J. Vilhjálmsson telur meira spunnið í Fredda Kruger í Álmstræti heldur en kvikmynda- gagnrýnandi Morgunblaðsins og heldur hér uppi vörnum fyrir þetta hrollvekjufyrirbæri kvikmyndanna /10 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 2/4/bak 'Minning 21c Dagbók 8 Minning 22c Leiðari 18 Minning 23c Helgispjall 18 Minning 24c Reykjavíkurbréf 18 Myndasögur 25c Konur 30 Stjörnuspeki 25c Fólk í fréttum 30 Bridds /25c Útvarp/sjónvarp 32 Bíó/dans 26c Mannlifsstr. llc Velvakandi 28c íjölmiðlar 18c Samsafnið 30c Mennstr. 20c Bakþankar 32c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4 Slegið upp fyrir þyrlupalli Þessa dagana er unnið hörðum höndum við byggingu þyrlupalls á Kolbeinsey. Pallurinn á að auðvelda rannsóknir við eyjuna, en hún eyðist hratt vegna ágangs sjávar. Kolbeinsey er grunnlínupunktur fiskveiðilandhelginnar og því mikilvæg. Að sögn skipverja á varðskip- inu Óðni, sem lónar við eyna meðan á verkinu stendur, var í gær unnið að því að steypa upp grunn pallsins í hitabeltisveðri. Á stóru myndinni sést varðskipið úti fyrir eyjunni, en á innfelldu myndinni eru trésmiðir að vinna að uppslætti móta fyrir grunninn. Coldwater bauð umboðsmönnum sínum til Islands: Ótráleg breyting á fiskvinnslmmi - segir Steven W. Meier sem kom áður til íslands fyrir 12 árum Morgunblaðið/Rax Umboðsmennirnir 9 sem komu til Islands í boði Coldwater Seafood. Fremst silja Marvene Fischer, Dan Halling og Steven Meier. Fyrir aftan standa Gene Gatewood, Lee Kohlman, Dick DeWitt, Carolyn Hasselman, Bob DeWitt og Mike Schuessler. NÍU umboðsmenn Coldwater Seafood Corporation í Banda- ríkjum voru hér á landi fyrir skemmstu í boði fyrirtækisins að kynna sér fískvinnslu á Is- landi og starfsemi Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna. Coldwater hefur umboðsaðila á 44 stöðum um öll Bandaríkin, og er hlutverk þeirra að koma íslenskum sjávarafurðum á fram- færi. Ferð umboðsmannanna hing- að til lands var til þess ætluð að styrkja þá í þessu starfi. Umboðsmennirnir komu til landsins fyrir síðustu helgi, og var fyrst boðið í laxveiði í Þverá, en fæstir þeirra höfðu snert á slíkum veiðiskap áður. Nokkrir veiddu vel og fékk einn þeirra m.a. 22 punda lax. Eftir laxveiðiná heimsóttu um- boðsmennirnir frystihús Haralds Böðvarssonar & Co á Akranesi. Þar næst fóru þeir til Akureyrar og skoðuðu Utgerðarfélag Akur- eyrar. Síðan fóru þeir til Grímseyj- ar, og stóðu á Norðurheimskauts- baugnum í 20 stiga hita, og loks skoðuðu þeir Granda í Reykjavík og Hvaleyri í Hafnarfirði. , Þrír ættliðir selja íslenskan fisk í lok íslandsferðarinnar ræddi Morgunblaðið við tvo umboðs- mannanna, þau Steven W. Meier og Marvene Fischer, sem hafa umboð fyrir Coldwater í nágranna- fylkjunum Wisconsin og Illinois. Afi Stevens W. Meiers gerðist umboðsmaður fyrir Coldwater Seafood í Wisconsin-fylki árið 1941. Nú er Coldwater stærsti ein- staki söluaðili sjávarafurða í fylk- inu, og Meier, sem tók við umboð- inu fyrir Coldwater af föður sínum fyrir fimm árum, segir að allur fiskur sé miðaður við íslenska fisk- inn. Hann sé einfaldlega bestur. Fiskneysla hefur alltaf verið talsverð í Wisconsin, en fylkið ligg- ur að Michigan-vatni og Superior- vatni. Einnig byggir fiskneysla á gamalli hefð úr kaþólskum sið, þegar fastað var um helgar. Þá voru haldnar miklar fiskveislur á föstudögum og þeim sið er enn víða haldið við, að sögn Meiers. Hann sagði að neysla á fiski hefði aukist verulega í Wisconsin á undanförnum árum, eins og ann- ars staðar í Bandaríkjunum, þótt vaxandi umhverfismengun, og mengunarslys í höfum, hefði upp á síðkastið orðið til þess að ýmsir hafa gerst fráhverfir sjávarréttum. „Við höfum reynt að hagnýta okkur þessa þróun, með því að leggja áherslu á að íslenski fiskur- inn sé veiddur í ómenguðum sjó og það hefur tekist nokkuð vel,“ sagði Meier. Steven W. Meier kom áður til Islands fyrir 12 árum, og hann segir að breytingin á fiskvinnsl- unni á þessum tíma sé ótrúleg. „Þá var fiskurinn að mestu leyti unninn í höndunum en nú er vinnsl- an nær sjálfvirk í stórum verk- smiðjum. Á þann hátt hefur íslend- ingum tekist að halda gæðunum þrátt fyrir aukna framleiðni með færra starfsfólki," sagði Meier. Hann sagði það vera viðsjárverð þróun hvað íslendingar flyttu mik- ið út af ferskum óunnum fiski og minnkuðu áhersluna á framieiðslu fyrir Bandaríkjamarkað. „Samt er það skiljanlegt, þegar litið er á verðþróunina og vinnuaflsskortinn í fiskvinnslunni; ég myndi senni- lega gera þetta sjálfur ef ég væri í sömu aðstöðu," sagði Meier. Hann taldi ólíklegt að Banda- ríkjamarkaður þyldi á næstunni mikið hærra verð á íslenskum fiski en nú er. Of mikil samkeppni væri frá ódýrum fiski frá Kanada, og ýmsum tískutegundum með fram- andi nöfnum, sem þættu meira spennandi en þorskur og ýsa. „Markaðurinn fyrir íslenskan fisk er þó traustur, og ég hef ekki áhyggjur af framtíðinni ef gæðin haldast,“ sagði Steven W. Meier. Rolls Royce fisksins Chicago-borg í Illinois tengist ekki fiski í hugum íslendinga, frek- ar nautgripasláturhúsum. Sjávar- útvegur er þó talsverður í fylkinu og íslenskur fiskur er í hávegum hafður í Chicago, að sögn Marvene Fischer, sem hefur haft umboð fyrir Coldwater Seafood í 20 ár. „Þegar ég fékk umboðið höfðu fáir borgarbúar bragðað íslenskan fisk. Hann hefur þó unnið sér tryggan sess og ég hef heyrt marga lýsa því yfir að þeir tryðu ekki að fiskur gæti bragðast svona vel,“ sagði Marvene Fischer í sam- tali við Morgunblaðið. Fischer hreifst af landi og þjóð í ferð sinni hingað. Hún sagði að fegurð landsins og víðáttan hefði haft mikil áhrif á sig, svo og ein- lægni og dugnaður fólksins. Það væri örugglega helsta ástæða þess að fiskurinn sé jafn góður og raun bæri vitni. „íslenskur fiskur er mjög vin- sæll í Chicago. Þar leggja neytend- ur áherslu á að fiskur sé vel unn- inn; vilja meðal annars hafa hann beinlausan, og vörumerki Cold- water, Icelandic, svarar þeim kröf- um. Það er haft á orði, að það sé ekki Cadilac fisksins heldur Rolls Royceinn," sagði Fischer. Hún sagði þó að íslendingar yrðu að rækta markaðinn vel. „Við eigum oft erfitt með að skilja hvers vegna framboðið er sveiflukennt. Við fáum mikið af eldisfiski og þar er framboðið alltaf stöðugt en ekki háð sveiflum í veiðum. Svo er gengishlutfallið milli landanna að sjálfsögðu þýðingarmikið. En á meðan íslenskur fiskur er á Banda- ríkjamarkaði verður hann etinn,“ sagði Marvene Fischer.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.