Morgunblaðið - 23.07.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.07.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1989 7 Ifilfe'ú:?:'- -Margarita VENEZÚELA BRASILIA MACCHU PICCHU .CUZCO • FSA: Nýjar leiðir farnar til að fá starfsfólk Litprentaður bæklingur sendur til vel- flestra hjúkrunarfræðinga á landinu FYRIRSJAANLEGUR er nokkur skortur á hjúkrunarfræðingum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri í haust. Vegna þessa hafa hjúkrunarforstjóri og hjúkrunar- framkvæmdastjórar FSA sent frá sér litprentaðan bækling til vel flestra hjúkrunarfræðinga lands- ins. Fyrsta sendingin fór út í vor og önnur var send nýlega. Vegna samdráttaraðgerða í sumar hefúr skorturinn ekki verið áberandi. Svava Aradóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri sagði skort á hjúkr- unarfræðingum nú ekki meiri en á undanfömum árum. „Þetta er hér eins og annar staðar á landinu, það er viðvarandi vöntun á þessum sér- menntaða hópi, hjúkrunarfræðing- um,“ sagði Svava. Hún sagði að mik- ið hefði verið auglýst eftir fólki til starfa, en lítið komið út úr því. Þess vegna hefði verið ákveðið á síðasta vetri að reyna nýjar leiðir og því hefði verið ráðist í gerð bæklingsins. í umræddum bæklingi er almenn kynning á sjúkrahúsinu og deildum þess um leið og auglýst er eftir hjúkrunarfræðingum og ljósmæðr- um. Bæklingurinn er sendur til vel flestra hjúkrunarfræðinga ál- andinu.„Það er mikilvægt fyrir okk- ur að sýna fólki fram á að hér á Akureyri rekum við eitt af stærstu sjúkrahúsum landsins og við höfum í vaxandi mæli lagt á það áherslu að kynna sjúkrahúsið.“ Svava sagði að vissulega væri nokkru til kostað vegna útgáfu bækl- ingsins, en rétt hefði þótt að reyna þessa leið í þeirri von að hann skil- aði meiri árangri en hefðbundnar auglýsingar. Vegna samdráttaraðgerða í sumar hefur reynst auðveldara að manna þær deildir sem í gangi eru.„Það hefur sýnt sig að það reynist okkur mjög erfitt að loka deildum. Við erum með bráðaþjónustu allan sólarhring- inn allt árið um kring á flestum deild- anna og hér er enginn annar spítali sem getur leyst okkur af. Að mínu mati er óraunhæft að ætla okkur að loka deildum, það hefur verið mjög mikið álag á köflum í sumar, sérstak- lega á lyf-, handlækninga- og bækl- unardeild og einnig á gjörgæsludeild. En það sem bjargar okkur hér er mjög gott starfsfólk sem tilbúið er að taka við holskeflum af þessu tagi,“ sagði Svava. Á myndinni sjást sæluhús Ferðafélagsins á Hveravöllum. Hveravellir: Sæluhús fluttúr stað NÝRRA sæluhús Ferðafélags ís- lands á Hveravöllum hefúr verið flutt í heilu lagi frá Breiðamel niður að tjaldstæðinu á móts við eldra sæluhús Ferðafélagsins. Það voru. sjálfboðaliðar frá Land- sambandi íslenskra vélsleða- manna sem tóku flutninginn að sér og tókst hann vel. Nýtt salernishús hefur einnig verið flutt til Hveravalla og sett niður skammt frá sæluhúsun- um. í fréttatilkynningu frá Ferðafé- lagi íslands segir að aðstaða ferða- manna við Hveravelli hafi batnað mikið við þessar breytingar. Myndbönd um golf og veiðar á flugu GOLF og veiðar með flugu er efini tveggja fyrstu fræðslumyndband- anna frá Fjölmiðlun hf, nýstofnuðu fyrirtæki um myndbandaútgáfú. Fyrirhugað er að gefa út á mynd- bandi knattspyrnuskóla Bobby Charlton sem ýmsir kannast við. Aðalverkefni Fjölmiðlunar er Qöl- földun og útgáfa á hvers konar fræðsluefni með íslenskum texta á myndböndum. Amyndbandinu „Leiktu golf“ (Golf like a Pro) sýnir Billy Casper ýmsar hliðar golfíþróttarinn- ar, svo að gagnist gamalreyndum jafnt sem byijendum. „Settu í þann stóra“ (Catch the Big Ones) heitir myndband þar sem Bandaríkjamað- urinn John Tibbs skýrir eðli veiðanna í smáatriðum og kastar að lokum . fyrir urriða og landar honum. Mikil áhersla er, að því er segir í fréttatilkynningu, lögð á sambönd við helstu framleiðendur fræðslu- myndbanda, svo sem Visnews og Master Class í Bretlandi. Sölu mynd- bandanna annast m.a. íslenski bóka- klúbburinn hf, bóka- og sportvöru- verslanir víða um land auk Fjölmiðl- unar hf. Baldur Hólmgeirsson annast íslenskun textans á myndböndunum. Glæsilegasta feróatilboð ársins SUÐUR AMERIKU o de Janeiro uenos Aires Dvöl í höfuðborginni LIMA og hinni fornu höfuðborg Inkanna, CUZCO og ferð til MACCHU PICCHU, síðasta vígis Indíánanna. Gisting: Linta Sheraton og Cuzco Liberator. ARGIHTÍNA Eitt stærsta og fegursta land jarðar með ótrúlegri fjölbreytni. Höfuðborgin, Buenos Aires er glæsileg heimsborg, miðstöð lista og menningar Suður- Ameríku. M.a ferð til Iguazu, stærstu fossa veraldar. Gisting: Buenos Aires Sheraton. BRAStLÍA Fyrir þá sem vilja má bæta inní ferðina Rio de Janeiro og dveljast þar í 2 daga. 'Ttý cOtcuutMiý&id ác KARABISKA HAFIÐ 21.0KT. Verð aðeins kr. 124.800.- 4 dagar í einu heimsborginni við Karabískahafið, Caracas, á glæsilegu 5 stjörnu hóteli. 9 dagar á nýjasta Hilton hótelinu, á Margarita, einni fegurstu eyju Karabískahafsins. Tollfrjáls ferðamannaparadís, ótrúlegt verðlag. eóa vilcu sigling um sunnanvert Karíbahaf á glæsilegu lúxusskipi. Viðkomustaðir: Martinique, St. Thomas, Puerto Rico, Curacao. 4 dagar á Margarita. Til skamms tíma hefur Venezuela verió best geymda undur ferðamannsins. Hér er allt sem augaó og hugurinn girn- ist: Fagurt, frjósamt land, frumskógar, stórfljót og fagrar pálmastrendur, Karabíska hafsins. Dvalió er á lúxus- hóteli t Caracas og dvölinni lokið á splunkunýju Hilton hóteli á Margarita sem margir telja fegurstu eyju Karabíska hafsins. islensk fararstjórn. Verð: Caracas - Margarita kr. 124.800,- Caracas - sigling - Margarita kr. 157.800,- Veró m.v 2 i herbergi. Ferðaáætlun og frekari upplýsingar á skrifstofu Veraldar kl.9-18. mm AUSTURSTRÆTI17. SÍMI622200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.