Morgunblaðið - 23.07.1989, Síða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
oser IJÍTT, .85 HTJDAdUHMU3 aifíA,[fJ/.UOíIOM
MÖRGUNBESÐErSUNNUDAGUR' 23. JÚLJ 1989'
Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis;
Þykir ekki fara í graf-
götur með skoðanir sínar
JÓHANN G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis, hefur staðið í eldlín-
unni undanfarnar vikur vegna ágreinings á milli fyrirtækis hans
og fjármálaráðuneytisins. Að sögn þeirra sem til þekkja er Jó-
hann afar rökfastur maður, og missir ekki sjónar af grundvallarat-
riðum mála þrátt fyrir að umræður verði heitar. Hann mun eiga
stóran þátt í þeim góða starfsanda sem ríkir innan fyrirtækisins,
og þykir hafa staðið orustur undanfarinna vikna af sér með prýði.
laxveiði þegar færi gefst. Einn
viðmælenda Morgunblaðsins orð-
aði það sem svo, að frístundir
Jóhanns yrðu að vera hlaðnar við-
fangsefnum sem hrifu huga hans
frá verkefnum fyrirtækisins. í
ferðalögum er hann þannig sagð-
Jóhann G. Bergþórsson fæddist
12. desember 1943 í Hafnar-
firði, þar sem hann hefur alið
manninn lengst af. Hann stundaði
framhaldsnám í Flensborgarskól-
anum og við Menntaskólann í
Reykjavík, og hélt síðan til Kaup-
mannahafnar, þar sem hann lagði
stund á nám í byggingaverk-
fræði. Eftir heimkomuna starfaði
hann um stundarsakir hjá bæjar-
verkfræðingi Hafnarijarðarbæjar,
en setti eigin verkfræðistofu á
stofn árið 1973. Áður en til þess
kom, eða 1966, kvæntist hann
Ambjörgu Guðnýju Björgvins-
dóttur, og eiga þau fjögur böm.
1981 var svo Hagvirki stofnað,
og standa þeir Svavar Skúlason,
Gísli Friðjónsson og síðar Aðal-
steinn Hallgrímsson að fyrirtæk-
inu, ásamt Jóhanni. Auk þessa
hefur Jóhann starfað mikið að
bæjarmálum í Hafnarfirði.
Halldór Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir samstarf
sitt og Jóhanns þann áratug sem
hann hefur staðið í tengslum við
virkjunarfram-
kvæmdir á veg-
um Landsvirkj-
unar hafa verið
með hinum
mestu ágætum.
„Hlutur Jóhanns
í þróun á nýtingu á vatnsorku
hérlendis er dijúgur, og hefur
hann reynst laginn og ósérhlífinn.
Honum er eflaust enginn dagur
að skapi án þess að dagsverkið
standi vel fyrir sínu,“ sagði Hall-
dór.
Árni Grétar Finnsson, iögfræð-
ingur og félagi Jóhanns í bæjar-
stjórnarmálum í Hafnarfirði, seg-
ist fyrst muna eftir honum sem
rúmlega 10 ára sölukóngi Ham-
ars, málgagns Sjálfstæðisflokks-
ins í Hafnarfirði, en Árni annaðist
útgáfu Hamars á þeim tíma.
„Næst man ég eftir Jóhanni þegar
hann kom frá námi og hóf störf
hjá bæjarverkfræðingnum í Hafn-
arfirði. Þá vakti það athygli
manna hversu fljótt hann af-
greiddi verk sem setið höfðu á
hakanum í langan tíma. Nægir
þar að nefna
malbikun gatna-
kerfisins," sagði
Árni. Hann sagði
það dæmigert
fyrir Jóhann að
ganga með upp-
brettar ermar til verks, og lipna
ekki látunum fyrr en því væri lok-
ið. „Auk þess að vera svona fast-
ur fyrir er Jóhann mikill skap-
maður. Ég man hins vegar varla
til þess að hafa séð hann skipta
skapi í öll þau ár sem við höfum
þekkst, og þess munu varla dæmi
að hann missi stjórn á sér eitt
andartak." Undir þetta sjónarmið
tóku aðrir þeir er til Jóhanns
þekkja.
Manngerð Jóhanns er sögð þess
eðlis að frístundir gefist honunf
ekki margar, en hann mun einna
helst njóta ferðalaga, útiveru og
ur vera hin mesta hamhleypa, og
ekki sú manngerð sem leggst á
bakið og horfir upp í himininn.
Jóhanni er lýst sem afar bón-
góðum manni og þeir séu ófáir
sem leitað hafi á náðir hans, og
fundið fyrir hjálpfýsi og ósérhlífni.
Afskipti Jóhanns af stjórn-
málum hófust snemma. Hann tók
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins
við bæjarstjórnarkosningarnar
1978, en dró sig út úr baráttunni
1982, enda í nægu að snúast við
Hagvirki á þeim tíma. 1986 tók
hann upp þráðinn þar sem frá var
horfið. Magnús Jón Árnason, Al-
þýðubandalagi, hóf feril sinn í
bæjarstjórnarmálunum í Hafnar-
firði á sama tíma og Jóhann,
1978. „Ég hef allt gott um Jóhann
að segja. Við höfum átt gott sam-
starf, og hann hefur aldrei verið
staðinn að tvöfeldni svo ég þekki
til. Hann fer ekki í grafgötur með
sínar skoðanir, og er honum þá
ekki mikilvægast að feta flokks-
línuna, heldur er Jóhanni gefið
að fylgja eigin sannfæringu,“
sagði Magnús.
SVIPMYNP
_____________
eftir Sigpór Einarsson
Morgnnblaðið/Sigurður Sigmundsson
Sigurbjörn Bárðarson á Skjanna frá Kýrholti. Fyrir úrslitakeppnina
er Sigurbjöm efstur í ijórgangi og situr einnig í efsta sæti í fimm-
gangi, ásamt Guðna Jónssyni.
íslandsmót í hestaíþróttum:
Jöfti ogspennandi
keppni í Borgamesi
Borgarnesi. Frá Sigurði Sigmundssyni.
Fjölmennasta íslandsmót í hestaíþróttum til þessa er haldið
nú um helgina í Borgarnesi. Alls taka 123 keppendur þátt í
mótinu, en sumir keppa í mörgum greinum. Mótið er haldið á
félagssvæði Hesteigendafélagsins Skugga í Borgamesi og er
aðstaða þar.öll til fyrirmyndar. Hún hefúr verið byggð upp á
skömmum tíma og er svæðið nú vafalaust eitt besta hestaíþrótta-
svæði landsins.
Mótið hófst klukkan átta á
föstudagsmorgun. Fyrir úr-
slitakeppnina í fimmgangi stóðu
þeir Guðni Jónsson og Sigurbjörn
Bárðarsson, báðir frá Fáki, efstir
og jafnir með 56.60 stig, en næst-
ur þeim var Einar Öder Magnús-
son, Sleipni, með 56,20 stig.
í fjórgangi fullorðinna er Sigur-
björn Bárðarson einnig efstur með
53,89 stig.
í fjórgangi í barnaflokki stendur
Guðmar Þór Pétursson frá Herði
efstur með 44,37 stig og í íjór-
gangi unglingaflokki eru Hjörný
Snorradóttir, Fáki, og Halldór
Victorsson, Gusti, efst með 46,07
stig.
Daníel Jónsson og Hjörný
Snorradóttir, bæði úr Fáki, eru
efst í fimmgangi í unglingaflokki
með 46,20 stig.
Börkur Tómasar Ragnarssonar
fór 150 m. skeið á 13,98 sek., sem
er lang besti tíminn í ár.
Margir keppendur eru jafnir að
Guðni Jónsson á Atlas frá Gerð-
um. Eftir undankeppni er hann
í efsta sæti í fimmgangi í flokki
fúllorðinna, ásamt Sigurbirni
Bárðarsyni.
stigum sem bendir til þess að úr-
slitakeppnin á íslandsmótinu, sem
fer fram í dag, verði jöfn og spenn-
andi.
í safj ar ðarpr estakall;
Sr. Karl Matthíasson
kjörinn sóknarprestur
Suðureyri.
SR. KARL V. Matthíasson sóknarprestur Súgfirðinga hefúr verið
kjörinn sóknarprestur í ísaQarðarprestakalli. Karl var eini umsælq-
andinn og fór kjörfúndur fram á Isafirði þann 20. júlí. Kjörmenn
voru sóknar- og varasóknarnefhdarmenn á Isafirði, í Súðavík og í
Hnífsdal, 26 talsins. Sr. Karl var vígður í febrúar 1987 til Staðarpre-
stakalls í Súgandafirði og hefúr þjónað þar síðan. Karl er 37 ára
gamall. Eiginkona hans er Sesselja Björk Guðmundsdóttir og eiga
þau einn son.
Sr. Karl fæddist á Akureyri.
Hann ólst upp í Reykjavík
fyrstu 10 árin en þá fluttu foreldr-
ar hans Matthías Björnsson og
Fjóla Guðjónsdóttir til Húsavíkur
og bjuggu þar í 5 ár. Karl lauk
stúdentsprófi frá MR 1974. Þaðan
fór hann á Snæfellsnesið og bjó
þar um tíma uns hann hóf nám
við guðfræðideild Háskóla íslands.
í móðurættina rekur hann ættir
sínar til Borgaifyarðar og Svarvað-
ardals, en í föðurætt til Fljóta og
Vopnafj'arðar. Sesselja er frá Mið-
hrauni i Miklholtshreppi á Snæ-
fellsnesi.
í samtali við undirritaðan sagði
sr. Karl: „Mér hefur líkað mjög
vel hér á Suðureyri. Það var tekið
vel á móti mér, þegar ég kom hing-
að til starfa. Messusókn er mjög
góð svo og aðsókn bama í sunnu-
dagaskólann. Fólkið tók mér strax
sem einum af því og það má líkja
þessu litla og góða samfélagi við
eina stóra fjölskyldu þar sem állir
þekkja alla og vinna saman í blíðu
og stríðu. Það sem ég hef skynjað
og lært betur af starfi mínu og
veru hér á Suðureyri er hvað mað-
urinn er smár og vonlaus án Guðs.
Þá hef ég fundið enn betur hversu
mikilvægt það er að fólkið standi
og vinni saman. Hér skynja ég vel
hvað skilyrði fólks til að bjarga
sér eru orðin miklu háðara utanað-
komandi röddum sem á stundum
eru all falskar. Þess misskilnings
gætir hjá mörgum að þetta byggð-
arlag, Suðureyri við Súgandafjörð
sé vandamál. Öll umræða undan-
farna mánuði hefur verið frekar
neikvæð og stundum ósanngjörn.
Ég hef mikla trú á Suðureyri og
á meðan fólkið sem hér býr trúir
á staðinn þarf enginn að óttast
að allt fari niður á við heldur þvert
á móti, en þá verða íbúamir að
njóta sanngirni og heilinda.
Mér líður eins og manni sem
er að hleypa heimdraganum frá
góðu heiffiili, Við hjónin flytjum
til ísafjarðar meo haustinu. Hvað
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Séra Karl Valgarður Matthíasson
nýja starfið varðar vil ég ekki vera
með neinar yfirlýsingar. Ég bið
Guð að fylgja mér í því og leiða
mig og vænti góðs samstarfs við
söfnuðina þijá og er ég mjög þakk-
látur fyrir það traust sem þeir
sýndu mér með vali sínu.
I lokin vi' ég segja að sá prest-
ur sem tekur vlð af iT.ér þarf engu
Suðureyrarkirlqa
að kvíða. Hér er gott og heilt fólk,
honum verður vel tekið. Öllu sam-
starfsfólki, kórfélögum, sóknar- |
nefndarmönnum, starfsmönnum
og nemendum skólans vil ég þakka
fyrir ánægjulegar stundir og bið
ég Súgfirðingum öilum Guðs
blessunar.“
- R.Schmidt