Morgunblaðið - 23.07.1989, Side 23

Morgunblaðið - 23.07.1989, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ATVININíA/RAÐ/SMA^nnÍiKir 23'JÚLÍ' 11989 23 AIVINNU/AUGÍYS/NGAR 32ja ára maður með háskólapróf frá Tækniháskólanum Chal- mers í Svíþjóð á sviði verkstæðis- og málm- iðnaðartækni óskar eftir starfi frá og með 1. ágúst. Margt gæti komið til greina. Kunn- átta m.a. í: Hönnun og teiknun, framleiðslu- tækni - eftirlit - stjórnun, rekstrarhagfræði fyrirtækja, Pn.-Hy. útbúnaði og stýrikerfi ásamt almennri tölvumeðferð og forritunar- gerð fyrir sjálfvirkar verkstæðisvélar o.fl. Nokkurra ára reynsla af verkstæðisstjórnun, vélsmíðum og viðgerðum í Svíþjóð ásamt hefðbundnum vélvirkjastörfum hérlendis. Upplýsingar í síma 78442 eftir kl. 18.00 á kvöldin. íþróttakennari/ leiðbeinandi Öflug heilsuræktarstöð á Stór-Reykjavíkur- svæðinu óskar að ráða íþróttakennara/leið- beinanda til að kenna leikfimi/eróbikk. Reynsla æskiieg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í september. Góð laun í boði fyrir réttan starfskraft. Áhugasamir leggi inn nöfn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merktar: „í - 13541“ fyrir 1. ágúst. Fyllsta trúnaðar er gætt. Hafnarfjörður Fóstrur, þroskaþjálfar, starfsfólk. Deildarfóstrur óskast til starfa á nýjan leik- skóla, sem mun taka til starfa í haust. Gott tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu upp- eldisstarfs frá grunni við góðar aðstæður. Fóstrumenntun áskilin. Forstöðumaður, Margrét Pála Ólafsdóttir, verður til viðtals á félagsmálastofnun og veitir nánari upplýsingar í síma 53444. Fóstrur og deildarfóstrur óskast á eftirtalin heimili: Skóladagheimilið við Kirkjuveg, leik- skólana og dagheimilin Álfaberg, Norður- berg, Hvamm, Smáralund og Víðivelli. Fóstrumenntun áskilin. Þroskaþjálfar óskast á sérdeild Víðivalla og til stuðnings fötluðum börnum á almennum deildum. Þroskaþjálfamenntun áskilin. Starfsmann vantar í eldhús. Menntun á sviði matvæla og næringarfræði æskileg. Einnig vantar áhugasamt og dugmikið starfs- fólk á hina ýmsu leikskóla bæjarins. Upplýsingar gefur dagvistarfulltrúi í síma 53444. Félagsmálastjórinn íHafnarfirði. Túlkar Finnska - skandinavíska Óskum að komast í samband við aðila sem hafa reynslu sem ráðstefnutúlkar. Um er að ræða störf á norrænni ráðstefnu og þurfa viðkomandi að geta túlkað jöfnum höndum finnsku, skandinavísku og íslensku. Ráðstefnan verður haldin seinni hluta ágúst- mánaðar nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skólavörðustig la - Wt Reykjavik - Simi 621355 BORGARSPÍTALINN Lausar Stödur Sjúkraþjálfarar athugið! Okkur vantar sjúkraþjáifara til afleysinga í haust. Nánari upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 91-696366. RÍKISSPÍTALAR Kópavogshæli Deildarþroskaþjálfi óskast á deild 2 frá 1. september. Víðtæk starfsreynsla æskileg, þar sem um krefjandi starf er að ræða sem m.a. felur í sér skipulagningu, stjórnun og þjálfun atferlistruflaðra einstaklinga. Deildarþroskaþjálfi óskast á deild 19, starfs- hlutfall samkomulag. Starfsreynsla æskileg í þjálfun barna og unglinga. Sjúkraliðar óskast, starfshlutfall samkomu- lag. í starfinu felst þátttaka í þjálfun þroska- heftra einstaklinga. Starfsmenn óskast í 100% starf sem fyrst. í starfinu felst umönnun vistmanna, útivera, þátttaka í þjálfun, almenn heimilisstörf, þrif og ræsting. Æskileg starfsreynsla við sam- bærileg störf og að umsækjandi sé orðinn 18 ára. Upplýsingar um ofangreind störf gefa yfir- þroskaþjálfi og hjúkrunarforstjóri í síma 602700. Reykjavík, 23.júií 1989. Kennarar Af sérstökum ástæðum eru nú lausar til umsóknar tvær kennarastöður við Garða- skóla. Kennslugreinar: Tónmennt, samfé- lagsfræði og bekkjarkennsla í 6. bekk. Nánari upplýsingar gefa skólafulltrúi Garða- bæjar í síma 42311, skólastjóri í síma 657694 og yfirkennari í síma 74056. Skólafulltrúi Garðabæjar. LANDSPITALINN Almenn lyflækningadeild Nú vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á almenna lyflækningadeild. Um er að ræða hjúkrun sjúklinga með meltingarfæra-, smit- og innkirtlasjúkdóma, en einnig er mikið um innlagnir annarra bráðveikra sjúklinga. í boði er fullt starf eða hlutastarf, ein fræðslustaða (k-staða), fáar næturvaktir og einstaklings- bundin aðlögun eftir þörfum hvers og eins nýráðins starfsmanns. Upplýsingar gefur Hrund Sch. Thorsteinsson hjúkrunarframkvæmdastjóri í símum 601290 og 601300. Reykjavík, 23. júlí 1989. RÍKISSPÍTALAR Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast á vistheimilið Kumbaravog, Stokkseyri. Einnig vantar okkur hjúkrunarfræðing til sumarafleysinga. Gott húsnæði. Upplýsingar í síma 98-31310. IMetagerðarmenn óskast Netagerðarfyrirtæki í Ástralíu óskar eftir að ráða tvo netagerðarmenn með sérþekkingu á botn- og flotvörpugerð. Þeir þurfa að geta unnið sjálfstætt. Starfið er aðallega fólgið í uppsetningu og viðgerðum á trollum. ÓtaK- mörkuð vinna á aðal vertíðum. Um er að ræða samning til eins, tveggja eða fleiri ára. Fríar ferðir og atvinnuleyfi tryggt af hálfu fyrirtækisins. Laun fyrirtækisins eru hliðstæð samsvarandi vinnu í Ástralíu. Aðstoð við útvegun á húsnæði, skóla, dag- heimili, sjúkratryggingum og fleiru eru sjálf- sögð af hálfu fyrirtækisins, ef óskað er. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Vinsam- lega skrifið á íslensku eða ensku og sendið til: Portland Nets, Po./Box831, 3305 Portland, Victoria, Australia. nlÐNT/EKNISTOFNUN ÍSLANDS Efnistækni - keramik Iðntæknistofnun óskar að ráða rannsóknar- mann, karl eða konu, til starfa á efnistækni- sviði að rannsóknum á hátæknikeramiki. Æskilegt er að umsækjendur hafi stúdents- próf af náttúrufræði-, eðlisfræði, eða stærð- fræðibrautum. Reynsla af rannsóknarvinnu er æskileg en nýstúdendar koma einnig til greina. Hann/hún mun starfa með sérfræðingi og þarf bæði að geta sýnt frumkvæði í starfi og eiga auðvelt með að vinna með öðrum. Með skriflegri umsókn skal senda gögn um menntun og fyrri störf. Nánari upplýsingar veitir Dr. Hans Kr. Guð- mundsson, í síma 687007. Fræðslustjóri Norðurlands- umdæmis vestra óskar að ráða fólk til eftirtalinna starfa á fræðsluskrifstofunni á Blönduósi: Sálfræðing, æskileg reynsla af kennslu eða skólastarfi. Deildarstjóra rekstrardeildar, reynsla af skólastjórnun og/eða rekstri fyrirtækis eða stofnunar nauðsynleg. Ritara með góða íslenskukunnáttu ásamt þekkingu á Norðurlandamáli og ensku og nokkra færni í ritvinnslu og bókhaldi. Sérkennara, sérmenntun ítalkennslu æskileg. Nánari upplýsingar veitir fræðslustjórij Guð- mundur Ingi Leifsson, í síma 95-24369 eða 95-24249 utan vinnutíma. Fræðslustjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.