Morgunblaðið - 23.07.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1989, Blaðsíða 12
M GLASNOST MEÐ GESTSAUGUM HITABYLGJA Á HfiTEL ROSSIYA Og bandaríski sigurvegarínn frá síðustu Cannes-hátíð, Sex, Lies and Videotape er sýndur einhvers staðar annars staðar fyrir fullu húsi kátra Moskvubúa; allt ætlar vitlaust að verða þegar sovéski túlkurinn sem glymur yfir salinn í gegnum hátalara- kerfið reynir að þýða orðið „fuck“. Við erum í fullu fæði á Hótel Rossiya. Þar er nógur matur en undarlega ólekker. Eitthvert kjöt, einhver fiskur. Skinkan, osturinn og ísinn seðja sárasta hungrið. Sama á við um aðra ríkisrekna veit- ingastaði. Óaðlaðandi matur en umfram allt óaðlaðandi þjónustu- fólk, fúlt, áhugalaust, ef ekki hrein- lega dónalegt. En þegar við förum á co-opveitingastaðina, þar sem starfsfólkið qálft stendur sameigin- lega að rekstrinum er annað upp á teningnum. Slíkum stöðum hefur fjölgað í seinni tíð, en okkur er jafn- framt sagt að nú sé verið að sauma ;að þeim með aukinni skattlagningu. Einn slíkur er við annan endann á göngugötunni Arbat. Eins og flestir samkomustaðir virðist hann nánast ómerktur. Inni er niðamyrkur og miðpunktamir eru gosbrunnur og sjónvarpstæki með dynjandi vest- rænum poppmyndböndum. En þama fáum við fyrirtaksmat og elskulega þjónustu. Verð máltíðar- innar fyrir fímm manns er vel á annað hundrað rúblur eða meðal- mánaðarlaun í landinu. Og þegar gengið er út Arbat í rökkrinu er þar fjöldi músíkanta með frumstæð hljóðfæri, ljóðskálda og ræðumanna sem þmma ádeilur um ástandið í landinu yfir áhuga- sömum vegfarendum. Ein undirdeilda hátíðarinnar er kvikmyndamarkaðurinn. Þar sýnir Sovexportfilm erlendum kaupahéðnum mikið úrval sov- éskra kvikmynda — og reyndar annarra þjóða líka. 16. kvik- myndahátíðin í Moskvu markar 70 ára afmæli sovéskrar kvik- myndagerðar, sem í upphafi var í fararbroddi í heiminum en varð harðstjóm, ritskoðun og stöðnun að bráð. En núna er listgreinin óvíða með meira lífsmarki en í Sovétríkjunum. Sá tími er von- andi liðinn að sovésk kvikmynd í íslenska sjónvarpinu þýði met- aðsókn að vídeóleigunum. Opin- ber afskipti af kvikmyndagerð- inni, hvort heldur er með ritskoð- un eftirá eða stjórnun fyrirfram, hafa veríð afnumin að verulegu leyti; kvikmyndagerðarmennirnir sjálfir hafa frelsið og ábyrgðina. Þetta hefur skilað sér í fjöl- breyttu efnisvali, — ekki síst gegnumlýsingu á lífi og viðhorf- um unga fólksins, krufningu á stöðnuðu þjóðfélagi, sögulegum fölsunum fortíðarinnar, — og Ijölbreyttum aðferðum, — gam- anleikjum, tónlistarmyndum, sál- fræðistúdíum, stríðsmyndum, glæpamyndum o.s.frv. Auðvitað eru gæðin misjöfn; hvernig má annað vera íiðnaði sem framleið- ir um 300 myndir áríega? En þjóð sem á leikstjóra eins og EI- em Klimof, Gleb Panfilof, Teng- hiz Abuladze, Sergei Paradjanof, Sergei Solovyof og Nikita Mik- halkof, svo einhveijir séu nefnd- ir, er ekki á flæðiskeri stödd. Ef slíkir menn fá að vinna í friði verða þeir fljótlega annað og meira en framandi nöfn fyrir okkur. Sú staðreynd að leyfðar hafa verið sýningar á milli 50 og 60 myndum sem áður höfðu verið bannaðar vekur góðar von- ir um framhaldið. Sovéski kvik- myndaiðnaðurinn bindur sjálfur miklar vonir við samframleiðslu og samstarf við Bandaríkin og önnur Vesturlönd; Fox hefurgert við þá gagnkvæman dreifingar- samning og Warner og UIP hyggjast byggja bíó í Moskvu og Leningrad. Oleg Rudnef, yfir- maður Sovexportfilm er bjart- sýnn, ekki aðeins á áframhald- andi velvilja heldur einnig raun- hæfan árangur, beinharðan gjaldeyrí. „Þær myndir sem munu ná lengst verða þær sem fjalla um okkur sjálf og okkar eigin lífsstíl, “ segir hann. Lauk- rétt; frelsi í vestrænum anda má ekki leiða til formúla í vestrænum anda. Samkvæmislífíð er fjörugt. Sov- éski kvikmyndaiðnaðurinn starf- rækir klúbb á hverju kvöldi sem kallaður er PROCC; þar er bóðið til skiptis upp á kynningar á sov- ésku leikhúsi, þjóðlagatónlist, feg- urðardrottningum, rokktónlist og svo framvegis. Þetta er hávaðasam- ur staður og háður sérkennilegum afgreiðslureglum áfengis. Enginn hefur getað útskýrt fyrir mér hvers vegna sumir sovéskir veitinga- og samkomustaðir selja allar þær þijár tegundir áfengis sem fáanlegar em yfirleitt, þ.e. vodka, kampavín og hið prýðilega koníak frá Georgíu, hvers vegna sumir selja bara kampavín, á meðan aðrir selja ekk- ert en leyfa gestum að koma með sitt eigið áfengi, enn aðrir ekkert en banna gestum að koma með sitt eigið áfengi, og svo aðrir sem selja ekkert en leyfa gestum að hafa sitt eigið áfengi undir borðum. Mér sýn- ist útkoman verða yfírleitt sú sama, sumir verða fullir, sumir kenndir, aðrir bláedrú. Bjór er ófáanlegur fyrstu dag- ana. Sultublandað vatn eða anan- asdjús gjörðusvovel. Þegar bjór- inn kemur selst hann upp á auga- bragði. Ekkert sérlega góður bjór. Pepsi hefur potað sér inná sovéskan markað. Kók fæst hins vegar bara í dollarabúðunum, svokölluðu, þar sem útlendingum gefst kostur á alls kyns vestræn- um og sovéskum neysluvarningi, auk minjagripa, gegn greiðslu í gjaldeyri. Þar er líka nóg af bjór. Fyrsta „Kringlan“ í Moskvu er líka aðeins fyrir útlendinga og útvalda gæðinga. Hún heitir Sov- incenter og er eins og geimstöð í eyðimörk, byggð af bandaríska auðjöfrinum Armand Hammer. Þar er kvikmyndamarkaðurinn til húsa, en einnig alls kyns skrautbúðir, enskur pöbb og franskur restaurant. Fyrir doll- arafólkið. Engin furða þótt bank- að sé upp á hjá manni um miðjan dag og þrír unglingsstrákar vilji óðir kaupa dollara eða gallabuxur eða Maríborough eða háskólaboli eða bara eitthvað vestrænt. Og svo kemur einn til mín rétt við Rauða torgið þar sem hermenn eru á hverju strái og býður Moskvuplötuna hans Pauls McCartney til sölu, — fyrir doll- ara. Það er rífandi aðsókn að hátíð- inni. Vemlega erfítt fyrir venjulega borgara að fá miða. Að meðaltali fara Sovétmenn 14 sinnum á ári í bíó sem er með því mesta í heimi. Annað af dagblöðum hátíðarinnar, Kaleidoscope kvartar yfír hitanum og ringulreiðinni, en umfram allt einu: Það vantar stjörnur. „Þessa ómótstæðilegu, heillandi súper- menn og súperkonur með langa leggi sem almenningur elskar ...“ eins og komist er að orði. Rétt er það, — stjörnurnar hafa látið sig vanta. Á síðustu hátíð var sjálfur Robert DeNiro formaður dómnefnd- ar, — maður sem annars er yfirleitt í felum. Hvernig maður er hann? spyr ég einn af starfsmönnum há- tíðarinnar. „Fullur á kvöldin, timbr- aður á daginn. Ósköp geðugur," er svarið. En sovéska súperstjarnan og kynbomban Natalya Negoda, orðin nánast heimsfræg sem Vera litla og, í framhaldi af því, Playboy- fyrirsæta, mætir á svæðið. Hún ber sig vel en kvartar yfir því í einka- samtölum að maðurinn sinn lemji sig. Þótt almennt vanti stjömur er hér ijöldinn allur af velmetnum leikurum og leikstjórum, — ef MARK PEPLOE MARK PEPLOE var búinn að finna túlkinn sinn þegar við hitt- umst um miðbik hátiðarinnar og drukkum saman hinn geysivin- sæla sovéska ananasdjús. Peploe er nettur maður, rétt undir fer- tugu, nánast hlédrægur. Ég rifja upp að við afhendingu Óskars- verðlaunanna fyrir handritið að Síðasta keisaranum hafi hann virst sallarólegur en vinur hans, Bernardo Bertolucci, leikstjóri verið yfirkominn aftilfinningum. Hann hlær: „Kannski var það vegna þess að hann er ítali en ég er Skoti. En þú mátt ekki leyma því að Bernardo fékk níu kara en ég bara einn.“ Mark Peploe er í Moskvu með eiginkonu sinni sem er bún- ingahönnuður og hefur unnið við sumar mynda hans. Þau eiga bæði erfítt með að lýsa hrifningu sinni á því sem borið hefur fyrir augu og eyru. Fyrir mig tengjast þessar breytingar sem við erum að upplifa hér með sérstökum hætti Síðasta keísaranum sem þeir hafa ekki áður treyst sér til að sýna,“ segir hann. „Rétt eins og myndin okkar reynir að fylla inní eyður í kínverskri sögu eru menn hér núna að uppgötva fortíð sína uppá nýtt. Þetta er eins og William Tell að vakna eftir hálfa öld. Til að skilja samtíðina og móta framtíðina _ verðum við að þekkja fortíðina. Ég elska sögu; hún var stór hluti af námi mínu í Oxford. En þegar ég fór að skrifa Síðasta keisarann uppgötvaði ég að sú ver- aldarsaga sem ég hafði lært var nánast fölsk eða í það minnsta mis: vísandi; hún var evrósentrísk. í Kína er Kína í miðju heimskortsins. Sovétríkin eru það hér. Evrópa hjá okkur. Þegar ég fór að rannsaka fáanlegar heimildir um ævi síðasta keisarans, Pu Yi — og þær heimild- ir eru ófullkomnar og mengaðar lygum — þá vaknaði ég aftur til vitundar um samhengið: jörðin er kúla sem snýst og við snúumst með. Ekki ný hugsun en gleymist oft. Og þetta samhengi rifjast núna upp fyrir mér héma í Moskvu." Hann segir að viðbrögð Kínveija við myndinni hafi sum verið afar gagnrýnin. Þeir hafi sakað sig um sögulegar falsanir. „En þótt ég hafi ekki frekar en þeir fundið hinn eina sögulega sannleik um þetta tímabil í fortíð Kína held ég að okkur hafi tekist að leiða fram skáldlegan sannleik um óvenjulegt líf venjulegs manns.“ En hver er lykillinn að alþjóð- legri velgengni Síðasta keisarans? „Eg held að það sé þessi sköpun leyndarheims sem kvikmyndalist- inni tekst stundum — að flytja áhorfandann inn í dularfullan fram- Morgunblaðið/Sigmundur Emir Rúnarsson IVIark Peploe á Moskvuhátíðinni: „Þetta er eins og William Tell að vakna eftir hálfa öld ...“ andi heim, sem geymir töfra goð- sagnarinnar. Við lifum öll með ein- hveijum hætti ófullnægðu lífí; við lítum á okkur sem fanga þess lífs. Síðasti keisarinn hafði allt vald sem hann þurfti; samt var hann fangi þessa valds. Ég held að hið öfga- fulla dæmi af Pu Yi leiði okkur fyrir sjónir að við erum öll jöfn, þrátt fyrir ólíkar aðstæður, auð og völd, við erum öll jöfn í fangelsi okkar.“ Þeir Mark Peploe og Bemardo Bertolucci kynntust fyrst fyrir tveimur áratugum. „Mig minnir að það hafi verið í Paris heima hjá Agnes Varda,“ segir hann. „Svo kvæntist hann Claire systur minni sem einnig er leikstjóri fyrir tíu árum og samband okkar hefur ver- ið náið síðan.“ Hann viðurkennir að þeir Bertolucci hafi vissulega oft orðið ósammála á margra ára vinnsluferli Síðasta keisarans, sem raunar átti fyrst að verða sjónvarps- þáttaröð í tíu hlutum. „En það voru miklu frekar skoðanaskipti en ágreiningur. Kosturinn við Bern- ardo er sá að hann gerir svo miklar kröfur að ég næ betri árangri við að starfa með honum. Hann er þeirri gáfu gæddur að telja allt mögulegt.“ Mark Peploe þreifaði fyrst fyrir sér við blaðamennsku og heimilda- myndagerð eftir að hann útskrifað- ist frá Oxford. Hann fór yfir í leikn- ar kvikmyndir af því hann hélt að auðveldara væri að hafa stjórn á skáldlegum veruleika en raunveru- leikanum. Það reyndist misskilning- ur. Fyrst skrifaði hann handrit að vestra sem byggði á sögu eftir Heinrich von Kleist og Joseph Losey ætlaði að leikstýra, en eftir langa leit að aðalleikurum, Clint East- wood eða Lee Marvin, dó Loseý þegar allt var klappað og klárt. Tvö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.