Morgunblaðið - 23.07.1989, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1989
NORDJOBB
60 ungmenni hér á landi
Brúðhjónin, Ásdís Ósk Erlingsdóttir og Helgi Rúnar Óskarsson
með Evu Sif dóttur sína.
A
Island miðja
heimsins
Arve Svardal frá Noregi og
Louise Buttenschan frá Dan-
mörku starfa á vegum Nordjobb á
íslandi í sumar. Blaðamaður vék
sér að þeim og spurði hvað hefði
vakið áhuga þeirra á landinu.
Arve verður fyrir svörum. „Eg fékk
áhuga á íslandi gegnum íslensku
fomsögumar," segir hann. „Við
vorum látin lesa Gunnlaugssögu
Ormstungu og Njálu í skólanum.
Eftir það las ég Egils sögu og
Heimskringlu sjálfur. Ég hef sér-
stakt dálæti á Heimskringlu. í
henni er mikið flallað um sam-
skipti Norðmanna og íslendinga."
Louise hefur starfað á vegum
Nordjobb í Svíþjóð og Finnlandi.
Þar kynntist hún íslenskum
Nordjobburum og fékk áhuga á að
koma til Islands. Hún kom hingað
í stutta heimsókn síðasta haust og
í sumar hefur hún fengið starf á
vegum Nordjobb á Islandi.
„Þegar ég kom fyrst til íslands
Louise Buttenschon og
Arve Svardal.
íslensku vísakortin," bætir Louise
við. „Á þeim er ísland miðja heims-
ins. Hin löndin liggja öll útfrá þess-
ari litlu eyju.“
Þessu verður ekki neitað, blaða-
maður vendir sínu kvæði í kross
og innir Arve eftir því hvernig
gangi að læra íslensku.
„Agætlega," segir Arve á
íslensku og brosir. „Ég skil flest
og reyni að tala þó ég eigi oft í
erfiðleikum með orðaröð og beyg-
ingar.“ Það er greinilegt að Arve
leggur sig fram um að læra
íslensku enda hefur það skilað góð-
um árangri.
Arve fór með hinum Nordjobbur-
unum á Islandi í Þórsmörk í vor.
„Það var mjög gaman í ferðinni,"
segir Arve. „en ég hef sjaldan séð
svona marga drukkna krakka. í
Noregi er fjörugt 17. maí en þar
drekka menn ekki svona mikið um
venjulega helgi.“
En er ísland eins og þau ímynd-
uðu sér. Louise svarar þessari
spumingu. „íslendingar eru miklu
nútímalegri en ég hafðiímyndaði
mér,“ segir hún. Tískubylgjur eru
jafnvel fyrr á ferðinni hér en í
Danmörku, sama er að segja um
popplög og þvíumlíkt."
Nú er greinilega eitthvað að
gerast frammí í sal og við drífum
okkur þangað til að missa ekki af
neinu.
Norðmenn og Finnar taka lagið.
Hér á landi dvelj-
ast nú á vegum
Nordjobb 60 ung-
menni frá hinum
Norðurlöndunum.
Nordjobb er sjálf-
stæð stofnun sem
allar Norðurlanda--
þjóðirnar eru aðilar
að. Hlutverk stofn-
unarinnar er að
miðla norrænum
ungmennum at-
’ vinnu á öðrum Norð-
urlöndum. Stofnun-
in sér um að útvega
ungmennunum hús-
næði og skipuleggur
tómstundastarf
hveiju landi.
Ungmennin, sem
dveljast á íslandi í
sumar, koma saman
vikulega. Blaða-
maður brá sér á
fund þeirra í vikunni og ræddi við
Árdísi Sigurðardóttur, tómstunda-
fulltrúa Nordjobb á íslandi.
„Þetta er fjórða árið sem
. Nordjobb starfar hér á landi," segir
Árdís. „í vor sendum við 130 manns
til starfa á hinum Norðurlöndunum
og tókum við 60. Flestir eru frá
Svíþjóð, þá frá Noregi og Dan-
mörku en fæstir frá Finnlandi.
Sumir dvelja í stuttan tíma en aðr-
ir allt sumarið. Krakkarnir eru í
ýmsum störfum. Sumir eru í stór-
mörkuðum, aðrir í bönkum og
nokkrir eru á sveitabæjum á Suður-
landi.Auk þess starfa margir hjá
Sambandinu. Nordjobb á íslandi sér
um að skipuleggja fundi og ferðalög
fyrir Nordjobbana. Við höfum farið
í tvær helgarferðir og nokkrar
styttri ferðir það Sem af er sumri."
Auk Árdísar, sem er í sumar-
vinnu hjá Nordjobb, er Ásta Erl-
ingsdóttir í fullu starfi hjá stofnun-
inni. „Það þarf ýmsu að sinna,“
segir Árdís. „Á veturna er unnið
að því að útvega vinnu og hús-
næði. Svo þarf að taka á móti
Ekki er hægt að sjá annað en undirtektir séu góðar.
Morgunblaðið/Sverrir.
og sá allt hraunið á leiðinni frá
flugvellinum hélt ég að ég væri
komin til tunglsins,“ segir Louise.
komst ég að því að það var
á íslandi en hraun.“ bætir
hún við og brosir.
Arve og Louise eru sammála um
að íslendingar séu viðkunnalegt
fólk. „Þeir eru opnir og áhugasam-
ir um að kynnast manni," segir
Louise. „Að vísu líta þeir svolítið
stórt á sig en það er ekki til baga.“
Blaðamaður kváir við. „Líttu t.d. á
umsóknum og velja úr þá sem koma
til greina. A vorin tökum við á
móti Nordjobburum, sem koma til
íslands, og veitum þeim ýmsar hag-
nýtar upplýsingar."
Það var mikið um að vera hjá
Nordjobburunum á miðvikudaginn.
Nprðmenn og Finnar sáu um kvöld-
ið, buðu upp á veitingar og voru
með skemmtiatriði. Aðrir fundar-
gestir létu ekki sitt eftir liggja og
tóku hraustlega undir þegar boðað
var til fjöldasöngs. Þama var
greinilega lífsglatt fólk á ferð.
Morgunblaðið/Sverrir
BRÚÐHJÓN VIKUNNAR
A leið til Bandaríkjanna
Brúðhjón vikunnar eru að þessu
sinni Helgi Rúnar Óskarsson
og Ásdís Ósk Erlingsdóttir. Þau
voru gefin samap í Dómkirkjunni
15. júlí af séra Áma Bergi Sigur-
bjömssyni.
Helgi Rúnar og Ásdís Ósk höfðu
í ýmsu að snúast í vikunni því þau
flytja búferlum til Bandaríkjanna í
dag, rúmri viku eftir brúðkaupið.
Ungu hjónin gáfu sér þó tíma til
að rabba við blaðamann sem leit inn
til þeirra í vikunni.
Helgi Rúnar og Ásdís Ósk kynnt-
ust á árshátíð hjá MS árið 1984.
„Það má eiginlega segja að þá hafi
ég gripið í hana og ekki sleppt
síðan,“ segir Helgi Rúnar. „Við
höfðum reyndar tekið hvort eftir
öðru í skólanum nokkrum dögum
áður,“ segir Ásdís Ósk. „En ekki
talað saman fyrr en á árshátíðinni.
Að vísu hafði ég komið heim til
Helga því ég vann hjá mömmu
hans, sem á hárgreiðslustofu, þegar
ég var 14 ára og ætlaði að verða
hárgreiðslukona. “
Það varð dálítill ruglingur með
tímasetningu kirkjuathafnarinnar.
Ákveðið hafði verið að giftingin
færi fram klukkan fímm en nokkr-
um dögum fyrir brúðkaupið kom í
ljós að hún hafði verið bókuð klukk-
an fjögur. Tímasetningunni var
snarlega breytt og athöfnin fór
fram klukkan sex. Það var heldur
ekki svo slæmt því þoka tafði flug-
vél sem systir Helga Rúnars kom
með frá Flórída. Systirin kom í
kirkjuna tíu mínútur yfir sex en
hefði misst af athöfninni ef hún
hefði verið klukkan fjögur.
Við athöfnina í kirkjunni var flutt
létt tónlist. Pálmi Gunnarsson söng
„Þitt fyrsta bros“ og „Ó, þú“ við
undirleik Magnúsar Kjartanssonar
og Jón Sigurðsson spilaði á tromp-
ett. „Við vorum hálfhrædd um að
eldra fólkið kynni illa við að ekki
væri flutt klassísk tónlist í kirkj-
unni,“ segir Helgi Rúnar. „En sá
ótti reyndist ástæðulaus. Margir
höfðu orð á hve tónlistin hefði ver-
ið skemmtileg."
Fjórar litlar brúðarmeyjar fylgdu
brúðhjónunum í kirkjunni. „Þær
stóðu sig eins og hetjur,“ segir
Ásdís Ósk. „Verst þótti þeim að
þurfa að skila kjólunum aftur."
Eftir athöfnina var haldin heljar-
mikil veisla til heiðurs brúðhjónun-
um. Meðal þess sem þar var á boð-
stólum var þriggja hæða brúð-
kaupsterta semlris, systir Ásdísar
Óskar, bakaði og skreytti. Brúð-
kaupstertan var að þvf leyti sérstök
að hún var ekki hvít eins og al-
gengt er heldur dökkbrún súkku-
laðiterta. „Alveg frábærlega góð,“
eins og Helgir Rúnar orðar það.
Með þessum orðum lauk spjallinu
og blaðamaður óskaði hjónunum
og Evu Sif, 8 mánaða gamalli dótt-
ur þeirra, góðrar ferðar vestur um
haf.
Þau giftu si g
Helgi Rúnar Óskarsson og
Ásdís Erlingsdóttir
Sólveig Þórðardóttir og
Loftur Erlingsson, Reykjavík
Ómar Þór Eyjólfsson og
Þórey Þórðardóttir
Þórður Kristjánsson og
Bergdís Kjartansdóttir,
Reykjvík
Sjöfn Sóley Kolbeins og Sig-
urður Jensson, Reykjvík
Anna_ María Urbancic og
Finnur Ámason, Reykjavík