Morgunblaðið - 23.07.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.1989, Blaðsíða 20
20, MORGUNBLAÐIÐ VERÖLD/HLAÐVARPINIU SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1989 --—--------------!------- Að gera það sem rétt er MITT í hitamollu sumarsins og holskeflu rándýrra framhaldsmynda frá Hollywood hefur kvikmynd, sem fjallar um kynþáttavandamál í stórborginni, vakið deilur og umræður í Bandaríkjunum. Sumarvert- íðin er talin vænlegust til að lokka að bíógesti af yngri kynslóðinni hér vestanhafs og þegar sumra tekur fara nýjar myndir að streyma út úr kvikmyndaverum eftir gúrkutíð B-mynda sem sýndar eru í kvikmyndahúsum í nokkra daga og koma út á myndbandi viku síðar. Meirihluti sumaruppskerunnar hefúr verið léttvægur fúndinn og muna menn vart annan eins ófrumleika í herbúðum Hollywood: Star Trek XIV, Lethal Weapon VII, James Bond XVI, Ghostbusters CXII og Batman n (eða hver man ekki eftir ævintýrum leðurblökumanns- ins og glóbrystingsins, hins síkáta aðstoðarmanns hans, I Nýja bíói forðum daga). Reyndar hafaþessar myndir notið metaðsóknar, en engin þeirra hefúr komið af stað öðru eins Qaðrafoki og kvikmynd- in Do the Right Thing eftir einhvem efnilegasta leikstjóra Banda- ríkjamanna um þessar mundir, Spike Lee. Kvikmynd þessi hefur verið til umræðu í leiðurum og dálkum dagblaða og fjallað um hana í um- ræðuþáttum í sjónvarpi. Flestum ber saman um að þessi mynd sé tímabær, en gagnrýnendur deila um það hvort efni hennar sé sett fram á réttan hátt. Einkum og sér í lagi eiga menn erfitt með að koma sér saman um hvort hún boði ofbeldi eða friðsamlegar leiðir til að draga úr kynþáttamisrétti. Spike Lee seg- ir fráleitt að ætlast til þess að mynd sín leysi á tveimur klukkustundum vanda sem betri mönnum hafi ekki enst ævin til að vinna bug á. Hann hafí einfaldlega viljað glíma við þann vanda sem sambúð tveggja kynþátta getur haft í för með sér og taka á málum, sem athygli kvik- myndafrömuða í Hollywood hefur lítt beinst að. í stuttu máli fjallar Do the Right Thing, um Sal, ítala, sem áratugum saman hefur rekið pizzeríu á sama stað í New York. í upphafi bakaði hann fyrir ítalska Ameríkana en þegar myndin hefst búa aðeins svartir í hverfinu og nú lagar hann ítalskt flatbrauð handa afrískum Ameríkönum. Það er sumar í New York, hitinn óbærilegur og einn við- skiptavinur Sals bregst ókvæða við þegar hann sér að veggirnir á piz- za-staðnum eru aðeins prýddir ljós- myndum af frægum mönnum af ítlöskum uppruna. Hann skorar á hverfið að setja viðskiptabann á Sal þar til svartar stjömur komi í stað þeirra ítölsku. Eitt rekur annað þar til hverfið stendur í ijósum logum. Það em þó hvorki Sal né viðskipta- vinir hans sem hleypa öllu í bál og brand, þótt gmnnt sé orðið á því góða, heldur lögreglan, sem skerst í leikinn, verður völd að dauða eins svertingjans og hypjar sig við svo búið. Eftir standa Sal og synir hans andspænis svörtum íbúum hverfis- ins og hafa aðeins hvorir aðra til að fá útrás á þegar löggan er far- in. Þessi atburðarás minnir um margt á atburði í Miami á Flórída :i haust þegar óeirðir bmtust út í hverfum svartra eftir að lögreglu- þjónn skaut mann á vélhjóli. Eitt er víst: Oft reynist gmnnt á kynþáttafordómum hér þótt ekki gangi allir um í hvítum kuflum með hettur, brenni krossa að næturlagi og kenni sig við Ku Klux Klan. Annað atriði sem stendur eðlilegum samskiptum svartra og hvítra fyrir þrifum er að svartir og hvítir eiga erfítt með að vera eðlilegir og blátt áfram í návígi. Það er til dæmis furðulegt að sjá Jesse Jackson og Edward Kennedy koma saman. A fundum þessara málsvara jafnréttis er eins og þeir standi á glóandi kolum og geti ekki beðið eftir að uppákomunni ljúki. Þeir eru yfir- máta kurteisir og hver setning ein- Eddie Murphy, Prince og Michael Jordan — ekki svartir heldur öðruvísi. kennist af varkárni og ótta við að verða ber að fordómum. Málið er líka að þeir vita einfaldlega ekki hvar þeir hafa hvor annan. Þeir þekkjast ekki. Og þar liggur líkast til hundurinn grafinn (eins og það séu ný sannindi): hvítir og svartir þekkjast ekki. í Boston sem annars staðar búa svartir í sínum hverfum og hvítir í sínum hverfum. Og manni er sagt að ekki sé fyrir hvítan mann að fara í sum hverfí svartra: hann eigi á hættu að verða rifinn í sundur. Að sama skapi eru svart- ir hræddir við að hætta sér í sum hverfi hvítra af ótta við að á þá verði ráðist. Rithöfundurinn Toni Morrison heldur því fram að Bandaríkin hefðu „balkaniserast" ef ekki hefði verið fyrir svarti maðurinn, sem þeir vissu frá því að þeir fyrst stigu fæti í Nýja heiminn að væri ætíð lægra settur en þeir. Undirokun svartra hafi sem sagt komið í veg fyrir linnulaus átök og væringar og geri í raun enn. írskir innflytjendur og ítalskir hafi til dæmis getað bókað það frá upphafi að þeir þyrftu ekki að byija í neðstu rim þjóð- félagsstigaps. Ég mætti manni einum á götu sem var mikið niðri fyrir. Hann hélt því fram að rasismi næði upp í efstu valdasetur Bandaríkjanna og kallaði sér til vitnis stefnu Bandaríkjamanna gagnvart að- skilnaðarstefnu stjómvalda í Suð- ur-Afríku: „Stjómin í Washington fjármagnar her til að beijast gegn sandinistum í Nicaragua í nafni lýðræðis og mannréttinda. í Suður- Afríku em lög, sem kveða á um að röskur meirihluti íbúa skuli rétt- laus á grundvelli húðlitar eins sam- an. Ef jafn skýlaus mannréttinda- brot em nokkurs staðar annars staðar sett í lög þá er ég blindur og eina ástæðan fyrir því, að Bandaríkjastjórn er ekki sjálfri sér samkvæm og lætur Afríska þjóðar- ráðið hafa vopn til að varpa stjórn- inni í Pretoríu, er rasismi," sagði maðurinn. Þegar svört söguhetja í mynd Spikes Lees spyr son Sals hvernig á því standi að hann þoli ekki svarta þrátt fyrir að uppáhaldsstjörnurnar hans séu svartar — leikarinn Eddie Murphy, tónlistarmaðurinn Prince og körfuknattleiksmaðurinn Mic- hael Jordan — er svarið: „Já en þeir em ekki svartir ... sjáðu til... þeir eru svartir... en þeir eru í raun og vem ekki svartir... þeir em öðmvísi.. .“ Skólameistarinn til Kanada á skólabekk Hjálmar Árnason skólameistari Fjölbrautaskóla Suðumesja hefúr fengið árs námsleyfí frá skólanum. Hjálmar er nú á forum til Van- cuver í Kanada ásamt fjöiskyldu sinni, þar sem hann ætlar að dvelja næsta ár við framhaldsnám í skólaþróun og skólastjórnun við Háskól- ann í fylki bresku Kólumbíu. Kanadamenn hafa starfrækt fjölbrauta- skóla með svipuðu sniði og hér á landi í 10 ár með góðum árangri og sagði Hjálmar vonast til að koma heim með þekkingu sem gæti '*'* orðið að gagni. Hjálmar Árnason hefur verið skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja undanfarin 5 ár, en hann hefur starfað við kennslu í 19 ár frá því hann lauk BA-prófi ‘frá Háskóla íslands í íslensku og færeysku árið 1970. Hjálmar er fæddur í Kópavogi, en á ættir að rekja til Færeyja þar sem hann var í sveit í 6 sumur á sínum yngri árum. Afabróðir Hjálmars var Einar Vog frá Klakksvík sem nýlega er látinn 92 ára, en fjölskylda hans á hið þekkta fyrirtæki Færeyjabjór. Eftir að Hjálmar lauk- prófi frá Háskóla íslands dvaldi hann einn vetur við nám í Fróðskaparsetri í Þórshöfn og gerði þá 15 fræðslu- þætti um Island sem hann flutti í færeyska útvarpinu. Á þessum árum var útvarpað þrisvar á dag, á morgnana, um miðjan dag og á kvöldin, í stuttan tíma í hvert skipti. Útvarpið átti óskiptan hug Færeyinga á þessum tíma og þeir sem þar komu fram áttu virðingu allra. Um vorið fór Hjálmar til sjós með Færeyingum og var legið úti og veitt á línu. Hver skipveiji beitti sjöunda hvert bjóð og átti Hjálmar í erfiðleikum með að halda í við frændur sína í beitingunni. Stóð hann marga mat- ar- og kaffitíma við að beita til að halda í við hina. Afli var góður, svo góður að stýrimaðurinn sem ísaði fískinn í lestinni varð að fá aðstoð. Hjálmar Árnason skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þá var Hjálmar, sem sagði að hann hefði verið skipsfíflið um borð, sendur niður í lest og beitti ekki meira eftir það. Þegar þeir nálguðust Færeyjar eftir vel heppnaða veiðiferð söfnuð- ust skipveijar eitt kvöldið sem oftar saman í borðsalnum til að hlusta á útvarpið. Þetta kvöld_ tilkynnti þul- urinn að nú myndi íslendingurinn Hjálmar Ámason flytja eitt af 15 erindum sínum um Island. Þetta var áhrifamikil stund, Færeying- arnir horfðu lengi á útvarpið og Hjálmar til skiptis áður en einn úr áhöfninni þorði að spyija hvort hann og maðurinn í útvarpinu væru einn og sami maðurinn. Eftir þetta var Hjálmar hetja í augum fær- eysku sjómannanna sem sögðu hreyknir frá því að íslenski útvarps- maðurinn hefði verið með þeim til sjós. En af hveiju valdi Hjálmar að fara alla leið til vesturstrandar Kanada? „Tækifæri sem þptta býðst manni ekki nema einu sinni á ævinni," sagði Hjálmar. „Norður- lönd og Evrópa eru svo nálægt að ég ákvað að fara eins langt í burtu og kostur væri til að öðlast nýjar hugmyndir og stækka sjóndeildar- hringinn. Kanada féll vel inn í þenn- an ramma, vegna skólakerfisins, fjarlægðarinnar og málsins. Skrif- finnskan við ferðalag sem þetta er með ólíkindum og ég hefði ekki trúað því að óreyndu. Undirbúning- ur hefur nú staðið í næstum ár og ég er kominn með stóra möppu fulla af pappírum og enn er ekki allt á hreinu. Formaður Islendinga- félagsins í Vancuver, Róbert Ás- geirsson, hefur verið okkur ákaf- lega hjálplegur og við eigum von á góðum móttökum þegar vestur kemur.“ HÚSGANGAR okkar á milli ... ■ AÐ sumarlagi sitja Þjóðveij- ar gjarnan langt fram á nótt í sk. „bjórgörðum" og sötraþar bjór. Á þetta helst við um suður- hluta Vestur-Þýskalands en þar eiga bjórgarðarnir í harðri sam- keppni við hylli bjórunnenda. I norðurhluta landsins hefúr hins vegar borið á því að bjórgarðar reyni frekar að hrella gesti í burtu. í borginni Liibeck er til dæmis að finna bjórgarð þar sem úðakerfi fer í gang á slaginu tíu á kvöldin og sprautar köldu vatni yfir gesti sem hefðu hug á að silja Iengur að drykkju. ■ SAMKVÆMT könnun sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hef- ur framkvæmt í 46 löndum eru ítalir heimsmeistarar í skattsvik- um. Allt að 40% af þeim tekjum, sem eiginlega ættu að falla ríkinu í skaut, eru þar í landi sviknar undan skatti. Fjármálasérfræð- ingar telja að skýringuna á þessu sé að finna i „sögu og menningu" landsins. ■ ÞRÍTUGUR Egypti, með tvö gjörsamlega mislukkuð hjóna- bönd að baki, taldi sig loks hafa fúndið hamingjuna er hann gift- ist átta ára gamalli stúlku. En Adam var ekki lengi í Paradís. Samkvæmt egypskum lögum verða stúlkur að hafa náð a.m.k. sautján ára aldri til að geta geng- ið í hjónabönd og fjónim vikum eftir giftinguna birtust verðir laganna og námu manninn á brott. Sú litla brást hin versta við og hrópaði á eftir lögreglu- mönnunum: „Látið manninn minn í friði." Það benti því ýmis- legt til þess að manninum hefði getað vegna betur í þessu „hjóna- bandi“ en þeim íyrri. ■ FIMMTÁN flugfélög, er sýna bandarísku kvikmyndina „Rain man“, með þeim Dustin Hoffman og Tom Cruise, á langleiðum sinum, hafa ákveðið að ritskoða myndina. Ætlaþau að klippa burt þriggja minútna langt atriði þar sem aðalpersóna myndarinn- ar, Raymond (Hofifinan), telur upp fjölda flugslysa og þau flug- félög sem í hlut áttu. Telja flugfé- lögin að þetta atriði gæti stuðlað að vanlíðan farþega þeirra á meðan á fluginu stendur. Ástr- alska flugfélagið Qantas hefúr hins vegar ákveðið að halda þessu atriði í myndinni enda kemst Raymond að þeirri niður- stöðu að vél frá því flugfélagi hafí aldrei lent í flugslysi. ■ SVISSNESKA stofnunin Business International fram- kvæmir á hálfsárs fresti könnun á því hveijar séu 105 dýrustu borgir heims. Tókýó hefúr und- anfarin fjögur ár borið titilinn „dýrasta borg heims“ en nú er komin nýr heimsmeistari sem getur státað sig af þessum vafa- sama titli, nefnilega Teheran, höfiiðborg írans. Vanskráð gengi og vöruskortur stuðla þar að dýrtíðinni. Dýrasta borg Evrópu er sögð vera Ósló. ■ AUSTUR-ÞÝSKA ríkisflugfé- lagið Interflug festi fyrir nokkru kaup á tveimur Airbus-þotum. Sovésku þotumar sem flugfélag- ið hefúr notað hingað til voru nefinilega ekki taldar líklegar til árangurs í samkeppninni um vestræna farþega. Fyrsta Air- bus-þotan var aflient á dögunum og flaug einn flugmanna Inter- flug, Gerd Köhler, vélinni frá Frankfúrt í Vestur-Þýskalandi til Austur-Berlínar. Að lokinni þess- ari fyrstu ferð reiknaði hann það út að nýja Airbus-vélin notaði einungis 0,6 lítrum meira af elds- neyti á farþega miðað við hveija hundrað kílómetra en Trabant- bifreið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.