Morgunblaðið - 23.07.1989, Page 14
\
14
J aftiaðar steftian
í framkvæmd
AÐALUMRÆÐUEFNI manna á meðal nú um stundir er hvernig
jafnaðarstefiian sé í framkvæmd hjá því fólki sem kennir sig við
jafnaðarsteftmna. Tökum dæmi.
Húsnæðisbréfafrumvarpinu var nauðgað í gegnum þingið í vor.
Húsnæðisbréfin eiga að bera markaðsvexti eins og þeir verða á
hvetjum tima. Sýnt var fram á að slík löggjöf mundi verða til þess
að auka fólksflutningana frá landsbyggðinni, því tekjumöguleikar
þar að öllu óbreyttu væru það litlir að engin leið væri að standa
undir slíkri vaxtabyrði.
umræðu um þetta mái sagði
félagsmálaráðherra að þörf
landsbyggðarinnar að þessu
leyti yrði að mæta með kaupleigu-
íbúðum og vitnaði í því sambandi í
málefnasamning ríkisstjómarinnar,
en þar segir um þetta mál eftirfar-
andi:
„Ríkisstjómin mun láta fara fram
endurskoðun á'fjármögnun og
skipulagi húsnæðislánakerfisins og
treysta fjárhagsgrundvöll þess.
Átak verður gert í uppbyggingu
félagslegra íbúða og sérhannaðra
íbúða fyrir aldraða. Ahersla verður
lögð á íbúðarbyggingar á lands-
byggðinni m.a. með kaupleiguíbúð-
um og búseturéttaríbúðum.“
Nú hefur Húsnæðismálastjóm
úthlutað lánsloforðum úr almenna
kaupleigukerfinu fyrii' 1989 og
1990. Frá Reykjavík og Reykjanesi
sem er eitt atvinnusvæði komu 140
umsóknir um byggingar á kaup-
leiguíbúðum. Loforð var gefið fyrir
84 sem er 60% af umsóknununum.
Frá landsbyggðinni komu umsóknir
um 279 kaupleiguíbúðir, en lánslof-
orð gefin út fyrir 60 íbúðum eða
21,5% af umsóknum. Þrátt fyrir
þetta allt lýsir félagsmálaráðherra
yfir fullu trausti á Húsnæðismála-
stjórn og þar með samþykkir hún
þessi vinnubrögð. Einhvern tíma
hefði ráðherrann hótað að segja af
sér af minna tilefni.
En hvað segja þeir þingmenn nú
sem samþykktu húsbréfafrumvarp-
ið? Ekki trúi ég því, að sumir þeirra
a.m.k., taki þessari úthlutun þegj-
andi, því ef hún stendur óbreytt þá
munu fólksflutningar frá lands-
byggðinni aukast til muna frá því
sem verið hefur jafnvel þó fyrir
hendi verði næg atvinna þar. Það
þýðir lítið að benda á, að ríkisstjórn
og þorri þingmanna segist vilja efla
landsbyggðina ef vinnubrögðin eru
þau að stefnt er í gagnstæða átt á
flestum sviðum og
eignatilflutningurinn
heldur áfram í stórum
stíl.
Húsnæðismála-
stjórn o g fram-
kvæmdastjóri hennar
reyna að kenna
Byggðastofnun um
hvemig niðurstaða
úthlutunarinnar varð.
Það þýðir ekki fyrir
Húsnæðismálastjórn
eða félagsmálaráð-
herra að reyna að
hafa Byggðastofnun
fyrir skálkaskjól í
þessu máli. Byggða-
stofnun var beðin um
skýrslu um þróunina
í byggðamálum og
stöðuna nú. Starfs-
maður hennar gerði þessa skýrslu,
stjórn Byggðastofnunar hefur ekk-
ert um hana fjallað og ég sé ekki
betur en Húsnæðismálastjórn mi-
stúlki hvað í skýrslunni stendur.
Það er ekki stórmannlegt að kenna
öðrum um eigin vinnubrögð né held-
ur að bera fyrir sig að umsóknir
af landsbyggðinni hafi skort. Þær
tölur tala sínu máli sem að framan
greinir.
Annað dæmi. í stjórnarsáttmál-
anum segir um vaxtamál: „Nafn-
vextir á almennum skuldabréfum
sem voru 40% í júlí og ágúst verða
þannig komnir niður í 15% í októ-
bermánuði. Og lækkun raunvaxta:
Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir
lækkun meðal raunvaxta á spari-
skírteinum og öðrum skuldabréfum
ríkissjóðs í samningum við innláns-
stofnanir og lífeyrissjóði. Ríkis-
stjórnin hefur falið Seðlabankanum
að hlutast til um hliðstæðar breyt-
ingar á öðrum sviðum
lánamarkaðarins.
Þetta mun koma til
framkvæmda á næstu
vikum.“
Sem sagt, stefnt
var að því að raun-
vextir yrðu komnir í
6% um síðustu ára-
mót. í dag eru þeir í
bönkunum og spari-
sjóðum auglýstir frá
Seðlabankanum frá
7% upp í 8,25%, hæst-
ir hjá einkabönkun-
um. Til viðbótar þess-
um vöxtum segir í til-
kynningu Seðlabank-
ans eftirfarandi 11.
júlí sl.:
„Álag m.a. vegna
vanskila til viðbótar
HUGSAD
UPPHÁTT
/ dag skrifar Stefán
Valgeirsson formabur
Samtakajafnréttis og
félagshyggju.
kjörvöxtum eru 2,25% til 3% hjá
þeim bönkum sem hafa kjörvexti,
en hjá öðrum 2%.“
Ef bankar og sparisjóðir fara
nákvæmlega eftir þessum heimild-
um þá sé ég ekki betur en að raun-
vextir geti farið upp í 9,5% fyrir
þá sem eru í greiðsluerfiðleikum og
þurfa að skuldbreyta. rer það þá
eftir geðþóttaákvörðun bankastjór-
anna á hveijum stað hvernig slík
vaxtataka er framkvæmd. Er það
samkvæmt jafnaðarstefnunni að
mismuna þegnunum á þennan hátt?
Erfiðleikar einstaklinga og atvinnu-
fyrirtækja eru af ýmsum toga, en
höfuðástæðan er vaxtaokur. sem
Teikning/Pétur Halldórsson
hefur sett okkar þjóðlíf í helfjötra
og hófst með valdatöku ríkisstjórn-
ar Þorsteins Pálssonar, því má eng-
inn gleyma. Sú ríkisstjórn reyndist
þjóðinni dýr og þó fyrst og fremst
landsbyggðinni.
Þriðja dæmið. Stjórnvöld og leið-
beinendur bænda hvöttu þá til að
fara út í loðdýrarækt og draga að
sama skapi úr framleiðslu á mjólk
og sauðfjárafurðum á fyrri hluta
þessa áratugar. Gengisþróun, fjár-
magnsokur og verðfall á minka- og
refaskinnum hefur leitt það af sér
að þessi atvinnugrejn leggst af verði
ekki af hendi ríkisins ásamt Iánar-
drottnum veitt umtalsverð aðstoð.
Svæðissljórn um
máleftii fatlaðra á
Reykjanesi:
Mótmæla 4%
niðurskurði
SVÆÐISSTJÓN um málefiii fatl-
aðra á Reykjanesi hefur sent Jó-
hönnu Sigurðardóttur félags-
málaráðherra og Ólafi Ragnari
Grímssyni fjármálaráðherra,
ályktun og mótmælt 4% niður-
skurði á rekstrargjöldum stofti-
ana fyrir fatlaða. Lýsir sljórn
Félags þroskaþjálfa yfir áhyggj-
um vegna niðurskurðarins og
bendir á að stjórnvöld torveldi
þroskaþjálfum, með aðgerðum
þessum, að uppfylla lögboðnar
skyldur og trúnað við skjólstæð-
inga sína.
*
Iályktun svæðisstjónar er lýst
furðu á að stjórnmálamenn og
flokkar, sem kenna sig við félags-
hyggju skulu, þegar þeir komast til
valda, rýra hag þeirra sem verst eru
settir í samfélaginu í stað þess að
rétta. Minnt er á lög um málefni
fatlaðra en þar segir að; „Markmið
þessara laga er að tryggja fötluðum
jafnrétti og sambærileg lífskjör við
aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim
skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi
og harsla sér völl í samfélaginu þar
sem þeim vegnar best. Enn fremur
að tryggja heildarsamtökum fatl-
aðra og félögum þeirra á ákvörðun-
artöku um málefni sín, s.s. með því
að leita umsagnar heildarsamtaka
fatlaðra eða sérstakra félaga þeirra
eða styrktarfélaga fatlaðra, sem hlut
eiga að máli hveiju sinni við gerð
og framkvæmd áætlana, laga og
reglugerða, er þau varða.“