Morgunblaðið - 23.07.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JULI 1989
TTT
-r
17
en síðan lýsast þeir, færast nær ljós-
inu. Andlit dýrlinganna eru í svo-
kölluðum „níu ljósum", litirnir lýs-
ast með hverri af hinum níu um-
ferðum, og andlitsdrættir eru gerð-
ir með hvítum strikum sem tákna
himneskt ljós. Lögð er áhersla á
hið guðlega við mannsmyndimar.
Nefið er langt og mjótt, vísar upp
og beinir þar með athyglinni að
augunum, sem eru stór og angur-
vær vegna þess að þau sjá sorg
heimsins. Munnurinn er lítill og lok-
aður; segir fátt og er laus við hold-
legar girndir.
Olían gengur fyrir
Kristín segist fara nákvæmlega
eftir fyrirmyndum, einungis þaul-
vanir málarar bregði út af venj-
unni. „En þegar upp er staðið er
mín mynd ætíð frábrugðin fyrir-
myndinni. Við sem málum íkonana
erum að túlka sömu sinfónínuna á
mismunandi hátt. Ég heid mig við
rússneska tækni við gerð íkonanna.
Hún er erfiðari en gríska tæknin,
þar sem í henni er meiri mýkt og
tjáning og litirnir eru erfiðari viður-
eignar. Gríska tæknin er meira
byggð upp á nákvæmni og iitirnir
em ekki eins fljótandi."
Saga íkonanna spannar minnnst
1500 ár og til er dæmisaga af því
hvernig fyrsti íkoninn varð til. Þar
segir frá því er Kristur var á ferð
frá sjálfri mér að mála íkonanana
auk þess sem ég tengist fortíðinni
á heillandi hátt.“
Fortíðin heillar mig
Olíumyndir Kristínar em stórar
og fremur einfaldar. Flestar eiga
þær sér hliðstæður í myndlist lið-
inna alda og eru oftar en ekki með
trúarlegu ívafi. Ef til vill lýsir það
sér best í myndinni sem Kristín
málaði af sjálfri sér þar sem hún
heilsar íslenskri biskupsfrú frá
löngu liðinni tíð. í bakgrunni er
landslag sem minnir mest á Ítalíu,
en myndin er máluð nokkmm mán-
uðum áður en Kristín hélt þangað.
Andlitin eru ekki ósvipuð ásjónum
dýrlinganna á íkonunum, fíngerð
og fáguð. Kristín viðurkennir fús-
lega að hún sæki myndefni mikið
í fortíðina, þó menn greini oft á um
tímabil og túlkun verkanna. „For-
tíðin heillar mig, þegar ég var í
MHÍ dvaldi ég langdvölum á Þjóð-
minjasafninu. Ég málaði til dæmis
myndir af Ragnheiði Brynjólfsdótt-
ur, biskupsdóttur frá Skálholti, í
lengri tíma. Litirnir í myndunum á
þessum tíma voru dökkir og þung-
ir. Þegar ég kom til Ítalíu létti mik-
ið yfir myndunum enda var ég kom-
in í nýtt og spennandi umhverfi.
En ég hef ekki síður áhuga á fram-
tíðinni og því sem er óháð tíma og
rúmi.
Kristín vinnur nokkra íkona
í einu þar sem þeir þurfa
að ná að þorna á milli um-
ferðanna, sem leikmanni
kann að þykja óteljandi
margar.
með lærisveinum sínum. Til hans
kemur maður frá fjarlægu landi og
biður hann hjálpar; húsbóndi hans
sé mikið veikur. Kristur segist ekki
komast til mannsins en gengur að
laug skammt frá og þvær andlit
sitt. Hann þurrkar sér í klút sem
hann réttir manninum og segir hon-
um að færa húsbónda sínum, sem
hann og gerir. í klútnum mótar
fyrir andlitsdráttum Krists og
blautt skeggið myndar totu, sem
gætir enn í Kristsmyndum. Klútur-
inn varð fyrsti íkoninn og eftir hon-
um hafa síðar verið gerðar myndir,
sem hafa lítið breyst í 1500 ár.
Kristín hefur vakið mesta at-
hygli fyrir íkonana, enda eru þeir
fátíð sjón hérlendis. En vinnan við
þá tekur ekki nema brot af tíma
hennar. Olían er tímafrekari enda
segist Kristín fyrst og fremst vera
málari. „Ég læt gamminn geysa í
fantasíum þegar ég þarf að fá út-
rás, fyrir sköpunarþörfina. En ég
þarf líka að æfa handbragðið og
þar koma íkonarnir til sögunnar.
Að baki þeim liggur mikil ná-
kvæmnisvinna, hver einasti dráttur
verður að vera í lagi. Það tekur
mig töluverðan tíma að ná skjálft-
anum úr höndunum eftir átökin við
olíuna. Mér er það einnig góð hvíld
Hvað býr að baki myndunum?
„Ég ákveð ekki hvað ég ætla að
mála þégar ég stend fyrir framan
auðan strigann, myndin málar sig
sjálf. Ég veit ekki hvað býr í sjálfri
mér en hef kynnst því svolítið í
gengum myndlistina. Ég ætla mér
ekki fyrirfram að segja eitthvað
með myndunum en það er eflaust
merking í þeim fullgerðum. Myndin
er lausn á því sem hefur verið að
brjótast um í mér.“
Kristín segist ekki hafa fundið
fyrir því að olíuverkin hverfi í
skugga íkonanna. Hún hefur tekið
þátt í tveimur samsýningum og
sýnt íkonana á kirkjulistasýningu í
Akureyrarkirkju. En nú einbeitir
hún sér að því að mála og í haust
fer hún til Flórens, þar sem hún
stundar nám í freskugerð. „Ég hef
málað á sumrin undanfarin ár, kann
ekkert annað. Og Ítalía er ágæt,
full af list. Þar er jákvætt viðhorf
til myndlistarmanna og mikið að
skoða á söfnum, torgum og hús-
veggjum. Svo er ég sjálf komin í
meira jafnvægi, ég vinn ekki lengur
eins og óhemja, heldur jafnt og
þétt. Víst hef ég einangrast dálítið
og það er slæmt, en ég geri jógaæf-
ingar á morgnana og hitti vini mína
eins oft og ég get. Það er nauðsyn-
legt að gæta sín á naflaskoðuninni."
Þegar ég arka út í sólskinið eftir
að hafa kvatt Kristínu og heimilis-
köttinn, fer ekki hjá því að ég vor-
kenni henni að sitja ein inni og
mála þegar allir aðrir virðast vera
utandyra. En henni er án efa félags-
skapur í myndunum, sem eru svo
lifandi að persónurnar gætu sem
best stokkið ljóslifandi út úr þeim
á hveiju augnabliki.
HLUTHAFA-
FUNDUR
Hluthafafundur í Útvegsbanka íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu við Haga-
torg í Reykjavík, þriðjudaginn 1. ágúst 1989 og hefst fundurinn kl. 17:00.
1.
2.
3.
Dagskrá:
TiIIögur bankaráðs að breytingum á samþykktum félagsins, fluttar að ósk aðiia að
samningi um kaup á hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka fslands hf. dags. 29.
júní 1989, og m.a. lúta
að breytingum á nafni félagsins
að breytingum á ákvæðum um hlutafé sbr. 3. dagskrárlið
að breytingum á ákvæðum um takmörkun afls atkvæða
að breytingum á ákvæðum um bankaráð þ.á m. kjör þess og samsetningu
að breytingum á ákvæðum samþykkta til samræmis við þær breytingar sem leiða
af nýsettum breytingalögum nr. 15 og nr. 32/1989 á lögum um viðskiptabanka nr.
86/1985 um breytt hlutverk bankaráðs og hæfiskröfur til bankaráðsmanna.
að breytingum á ákvæðum um breytingar á samþykktum og félagsslit.
Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
TiIIaga bankaráðs um hækkun hlutafjár, að fjárhæð kr. 1.500.000.000.00, flutt að
ósk aðila að samningi um kaup á hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf.
dags. 29. júní 1989.
Skv. tillögunni skulu hluthafar eiga áskriftarrétt að hlutafjáraukningunni í réttu
hlutfalli við hlutafjáreign sína, að Fiskveiðasjóði íslands frátöldum. Þá gerir tillag-
an ráð fyrir því að hluthafarnir, Alþýðubankinn hf., Iðnaðarbanki íslands hf. og
Verslunarbanki íslands hf., megi greiða hlutafjárauka sinn með bankarekstri sín-
um og eignum bankanna þriggja, sbr. samning þeirra og viðskiptaráðherra um
kaup þeirra, að Vi hluta hver, á hlutafé ríkissjóðs í bankanum, dagsettan 29. júní
1989, en að öðru leyti verði áskrift greidd með reiðufé.
Skv. tillögunni á áskriftarskrá að liggja frammi á skrifstofu bankans að Austur-
stræti 19, Reykjavík, í þrjá mánuði eftir hluthafafundinn og hluthafar að skrá sig
þar fyrir hlutafjárauka innan þeirra tímamarka.
4» Kosning í bankaráð.
5 • Kosning skoðunarmanna.
6* Önnur mál, löglega upp borin.
Hluthafar, sem vilja fá ákveðið mál borið upp á hluthafafundi, skulu í samræmi við
ákvæði 25. greinar samþykkta bankans senda skriflega beiðni þar að lútandi. Hún þarf
að berast bankaráði í síðasta lagi mánudaginn 24. júlí.
Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðs-
mönnum þeirra í aðalbankanum að Austurstræti 19, 3. hæð dagana 27., 28. og 31. júlí
nk. svo og á fundardag við innganginn.
Viku fyrir fundinn munu eftirtalin gögn liggja frammi hluthöfum til sýnis og afhending-
ar að Austurstræti 19, Reykjavík.
Tillögur skv. 1., 2. og 3. dagskrárlið og ef berast skv. 6. lið dagskrár.
1.
2 • Eftirrit reikninga síðasta reikningsárs með áritun um afgreiðslu aðalfundar og
eftirrit endurskoðunarskýrslu varðandi þessa reikninga.
3 • Skýrsla bankaráðs, þar sem gefnar verða upplýsingar um þau atriði, sem verulegu
máli skipta um fjárhagslega stöðu félagsins og breytingum hafa tekið, eftir að reikn-
ingar voru gerðir.
4. Umsögn endurskoðenda um fyrrgreinda skýrslu bankaráðs.
5 • Skýrsla löggilts endurskoðanda um greiðslu hlutafjárauka hluthafanna Alþýðu-
bankans hf., Iðnaðarbanka íslands hf. og Verslunarbanka íslands hf. með banka-
rekstri sínum og eignum bankanna og skjöl þau er þetta varða sbr. 31. gr. hluta-
félagalaga.
6* Samþykktir bankans.
7 • Samningur viðskiptaráðherra og Alþýðubankans hf., Iðnaðarbanka íslands hf. og
Verslunarbanka Islands hf. dags. 29. júní 1989.
Reykjavík, 17. júlí 1989
Bankaráð Útvegsbanka íslands hf.
úo
Útvegsbanki íslands hf
ósarfslA