Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 8
 MANNLffSSTRÁÍJKflAlU .il'ÍJ !:;5v LÆKNISFRÆDI / / v«i kosta mannslíf? MISLINGAR Loksins hefur tekist að hemja flestar þær pestir sem öldum saman sóttu okkur heim, tóku sinn toll og létu einatt skammt stórra höggva milli. Ein þeirra var mislingasóttin. Hún er veirusjúkdómur eins og flestar útbrotapestir og á í því sam- merkt við þær að lyf hrífa lítið á hana. Undantekning frá þeirri reglu er skarlatssótt enda er ekki veira að verki þar. Að jafnaði líða um tíu dagar milli þess sem mislingasmitun verður og fyrstu einkenni koma fram — almennur lasleiki, smá- vægileg hitahækkun, hósti og fleiri einkenni sem minna á kvef. Ef litið er upp í sjúklinginn koma í ljós hvít- leitir nabbar á slímhúð kinn- anna. Þeir eru á stærð við títu- pijónshausa og eru sönnun þess að mislingar séu á ferðinni en ekki venjulegt kvef. Þá er þess varla langt að bíða að útbrotin birtist, mislingamir komi út sem kallað er; venjulega fyrst í andliti og breiðast svo um kropp- inn allan, dökkrauðir smáblettir en eðlilegur húðlitur á milli. Um svipað ieyti hækkar sótthitinn veralega á ný og getur orðið 40 stig eða vel það næstu daga með- an flekkirnir era í blóma. Um leið og þeir fölna lækkar hitinn, nema fylgikvillar séu komnir í spilið en lungnabólga er þeirra algengust og olli flestum dauðsföllum meðan virk sýklalyf vora ekki á boðstól- um. Stundum veldur mislingaveir- an sjálf lungnabólgu og bíta hana þá engir brandar úr vopnabúri fúkalyfjanna. — Mislingar hafa löngum verið taldir til barnasjúk- dóma og víst er um það að þegar faraldrar ganga þétt eða veikin liggur í landi eins og víða á sér stað taka flestir hana á bams- aldri. Bömum á fyrsta og öðru ári er hún sjaldnast þung í skauti; þau njóta þá enn ónæmis frá mæðram sínum sem flestar hafa fengið mislinga í æsku. Börnum á aldrinum 2-5 ára er hættast við fylgikvillum og einnig fólki sem komið er á efri ár og hefur alla ævi sloppið við veikina. Á því fékk margur að kenna fyrram hér á landi þegar langt leið milli far- aldra eða veikin náði ekki til af- skekktra sveita áratugum saman. Þýskur læknir fann upp á því um 1920 að gefa bömum, og öðr- um sem þóttu illa undir mikinn sjúkleika búnir, blóðvatn úr misl- ingasjúklingum í afturbata og reyndist í því mikil hjálp þeim sem það fengu á réttum tíma. Ýmist varð veikin þeim léttbær eða sniðgekk þá með öllu. Til þessa ráðs var stundum gripið hér á landi, einkum að framkvæði Níelsar Dungals, og mest í slæm- um faraldri sem gekk 1943. Þessi aðferð var þó aldrei viðhöfð Lstór- um stíl vegna þess hve erfitt var að ná í nógu marga afturbata- sjúklinga til blóðgjafa. — Síðar var með flóknum vísindaaðferðum unnið gamma-glóbúlín úr blóð- vatni; og reyndist það allgott mótefni og bjargaði mörgum sem annars hefðu lotið í lægra haldi fyrir óvættinni. En stærsta skref- ið var stigið snemma á sjöunda áratugnum þegar menn fóru að búa til mislingabóluefni og fljót- lega var því beitt hérlendis. Nú er það gefið 18 mánaða gömlum börnum, vonandi öllum, ásamt með vörn gegn rauðum hundum og hettusótt. í annálum er mislinga fyrst getið hér á landi 1644 en sögu- fróðir menn telja vafalítið að þeir hafi borist hingað áður, þótt eng- inn viti hvenær eða hversu oft. Fyrr á öldum var lítill greinarmun- ur gerður á útbrotasjúkdómum sem síðar fengu hver sitt nafn. Mislingar, skarlatssótt, rauðir hundar, hlaupabóla og jafnvel bólusótt — allt var þetta sett í eina raslakistu og kallað krefða eða kregða, stundum krefðubóla eða krefðusótt. I gömlum heimild- um er líka talað um kregðuár og krefðuvetur. Um árið 1644 segir svo í annál: „Á ljðnu sumri kom út mislinga- sótt á Eyrarbakka. Dó úr henni meir en 100 í hverri sýslu norðan- lands og á Vestfjörðum, en færra syðra og eystra.“ í öðram annál segir um sama ár: „Þá gekk mik- il sótt um landið. Varð víða mann- skæð ... Var með rauðum flekkj- um um holdið á fólkinu ... Sú sótt hefur aldrei fyrr á ísland komið.“ Þessi fullyrðing sagnarit- arans telja síðari tíma fræðimenn að hafi lítið gildi og þýði einungis það að honum hafi ekki verið kunnugt um fyrri faraldra af þessu tagi. Þótt ekkert sé með vissu vitað um mislinga hér fyrr en um miðja 17. öld þykir mega ráða af annál- um að þeir hafi gengið tvisvar á fimmtándu öld og einu sinni á þeirri sextándu. Auk mislinganna 1644 komu tveir faraldrar til við- bótar áður en öldinni lauk og að minnsta kosti einn um miðja þá næstu. „Mikil sótt var allan þenn- an vetur og vorið líka,“ segir um árið 1747. „Deyðu og margir menn. Þessi sótt var annars hald- in flekkusótt eða mislitasótt; hana fengu flestallir menn, ungir sem gamlir...“ Ef við lítum okkur nær og at- hugum skýrslur um farsóttir og manndauða síðustu sex áratugi kemur í ljós að 1929 dóu 13 manns úr mislingum; sjö áram síðar gekk skæður faraldur og vora þá skráð rúm 8 þús. með mislinga en' 55 dóu og hefur dán- artala af völdum þessa sjúkdóms áldrei síðan orðið neitt svipuð því. í næsta stórfaraldri á eftir, árið 1943, dóu 18 manns og eftir miðja öldina aldrei fleiri en 10. Þegar áhrifa bólusetninganna fór að gæta tók fyrir manndauðann, þótt enn væra nokkram sinnum skráðir 3-4 þús. sjúklingar; eng- inn mun hafa látist úr mislingum hér á landi síðustu rúma tvo ára- tugi. Borgar sig ekki að taka alvöra- lækningar í þjónustu sína? Það kostar peninga. En hvaða talna- meistari kann að meta mannslíf til fjár? TÆKNI/r ósongatib af manna völdum? Veðurfarslegar ástæð- urfyrirgatinu yfir Suðurheimskautinu Osongat yfir Suðurskautinu er annað af tvennu því helsta $em tæknisamfélag manna er talið hafa framkallað í átt til stórskaða á umhverfi jarðar. Þótt mikið sé ritað og rætt um þessa mengun, ber enn að útskýra og leggja áherslu á hvað um ræðir. En enn er t.d. ekki óalgengt að heyra þessu máli ruglað saman við gróður- húsahrifin I fj'öl- miðlum. Þetta era tvö — að vísu ofurlítið skyld — mál. Óson er sér- gerð súrefnis, með þremur fram- eindum hringtengdum í sameind (03), sem safnast í efri loftlög and- rúmsloftsins og hlífir okkur við hættulegri útfjólublárri geislun. Enn hefur ekkert voðalegt gerst, því að gatið er yfir óbyggðustu svæðum jarðar, og ekki er enn sleg- ið föstu hvort það er komið til að vera, hvort það er nýmyndun eða kemur og fer í náinni framtíð. Það eitt er vitað sem stendur, að rétt sé að fara að öllu með gát. Það má nefnilega slá föstu, að enn sé ekkert samsvarandi gat yfir norður- skauti jarðar, en efnafræðileg skil- yrði era hins vegar fyrir hendi. Veðurfræðileg skilyrði virðast geta skýrt út að gatið sé einungis sunnan megin á Jörðunni. Skýring- arinnar er að leita í hinum mikla kulda og stillum Suðurskautsins, sem eiga sér landfræðileg-- ar orsakir. Á norðurhveli er loft ókyrr- ara og ekkj eins kalt. í vissri hæð yfir Suður- skauti getur kyrrt loft náð allt að níutíu gráða frosti. Við það myndast ský (ískristallar) sem örva óæskilegar breytingar. Skýin,(þ.e. ískristallarnir) og klórs- ambönd valda að ósonið klofnar í vanalegt súrefni og klóroxíð. Ekki -er ljóst hvernig þessi efnahvörf verða í smáatriðum, en hinsvegar liggur fyrir að nóg er af þeim efnum sem til þarf yfir Norðurskautinu. Ekki er þannig ástæða til eintómrar bjartsýni meðal okkar sem búum rétt við Norðurskautið. Hvaðan kemur klórið? Klórið sem þarf að vera fyrir hendi getur bæði komið úr náttúr- unni og frá umsvifum manna. Nokkuð er ljóst, að eldfjöll Jarðar era mesta uppspretta klórs í formi klórvetnis. Verulega mikið berst einnig af klór upp í andrúmsloftið frá sjónum. Mestur hluti þess skol- ast aftur til hafs með regnvatni, og aðeins hverfandi hluti þess nær upp í tuttugu og fimm kílómetra hæð, þar sem ósonlagið fyrirfinnst. Tækni mannkyns verður til að ár- lega eru sendar nærri tvær og hálf milljón tonna af klórsamböndum út í andrúmsloftið. Meginmáli skipt- ir að þessi sambönd eru mjög stöð- ug efnafræðilega, og ná því mikilli hæð. Hins vegar er óljóst enn hvert er vægi hinna náttúralegu orsaka gangvart mengunaráhrifum manna. Enn liggur málið því ekki Ijósar fyrir en svo, að alls ekki eru allir sannfærðir um að um sé að ræða mengunarvanda af manna völdum. Ýmsir vís- indamenn hallast að því að ósongat Suðurskauts- ins hafi alltaf verið fyrir hendi, aðeins breytiiegt að stærð, eða að efnamengun mannkyns hafi ekki gert nema að auka við það. eftir Egil Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.