Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 24
24 C
MQRQUNBIiA&JÐ) VEtVAKfllTO JýM im
nmnmn
» He.rrcu mlnir og frúr. - -
þru&burvM. 09 grixénur. "
Ég segi þér. Sláðu hiklaust
á móti...
Með
morgunkaí'linu
Þú hlýtur að hafa borðað
eitthvað...
HÖGNI HREKKVÍSI
Bjargvætt-
ur þjóð-
arinnar
Kæri Velvakandi.
Mikið er fárast yfir þeim styrkj-
um sem renna til landbúnaðarins
og sérstaklega þeim krónum sem
farið hafa til loðdýrabænda að
undanförnu. Lítið er hins vegar
talað um allan þann óþarfa og
glingur sem heildsalamir maka
krókinn á að flytja inn engum til
gagns. Sauðkindin hefur verið
bjargvættur þessarar þjóðar allt
frá landnámi og þá væri þjóðin illa
komin ef landbúnaður legðist hér
niður.
Þá yrði líka tómlegt um að lit-
ast í sveitum landsins ef hvergi
sæist sauðkind á beit. Ég vona að
þjóðin beri gæfu til að skella skolla-
eyrúm við þessum hjáróma röddum
sem sífellt leita lags að koma land-
búnaðinum á kné og vilja að sveit-
ir landsins fari í eyði.
Gamall bóndi
Týndur köttur
Stálpaður kettlingur, svartur
með hvítum blettum á löppum, haus
og hálsi, tapaðist frá Freyjugötu
16. Síðst þegar sást til hans var
hann með hálsól en hún gæti hafa
dottið af.
Finnandi vinsamlegast hafi sam-
band í síma 14009 eða 22847.
Á FÖRIMUM VEGI
Grindavik:
Golf er holl útivera
Grindavík.
ÞRÁTT fyrir að Grindvíkingar
hafí fengið sinn skammt af vætu
I sumar eins og aðrir íbúar á
sunnanverðu landinu er það eins
víst og að dagur kemur eftir
nótt að fólk eltist við hvítu kúl-
una á golfvellinum við gamla
íbúðarhúsið að Húsatóftum. Þar
er 9 holu völlur sem er fjölsóttur
af Grindvíkingum.
Golfklúbburinn var stofnaður 1981
að frumkvæði Jóhanns Möller og
Elísabetar konu hans og fengið var
leyfi frá vamamálanefnd utanríkis-
ráðuneytisins sem hafði yfirráð
yfir Tóftajörðinni og gamla Tófta-
húsinu að útbúa golfvöll. Útbúinn
var 9 holu völlur og gamla húsið
innréttað sem klúbbhús og var
mestallt unnið í sjálfboðavinnu.
Aldrei of seint að byrja
Þegar fréttaritara var gengið
vestur í golfskála var svokallað
háforgjafarmót eða „skussamót"
í fullum gangi. Magnús Jónsson,
Gunnar Sigurgeirsson og Steinþór
Þorvaldsson voru í sama holli og
voru að ljúka við 4. holu. Þeir
voru sammála um að golfið væri
skemmtileg íþrótt sem sameinaði
útiveru og félagsskap auk þess
sem hægt væri að keppa við jafn-
ingja. „Ég var orðinn sextugur
þegar ég byrjaði að slá,“ sagði
Steinþór „þannig að það er aldrei
of seint að byija.“ Þeir sögðust
leika goif þrisvar til fjórum sinn-
um í viku og þeim tíma væri vel
varið. Tíðindamanni var síðan vin-
samlega bent á að frekari upplýs-
ingar fengi hann sennilega í golf-
skálanum því menn þyrftu á fullri
einbeitingu að halda!
Gefiir manni kraft við
heimilisstörfin
í næsta holli voru þær nöfnur
Sigrún Sigurðardóttir og Sigrún
Jónsdóttir ásamt Bylgju Guð-
mundsdóttur. „Einn hringur á
dag,“ sagði Sigrún Sigurðardóttir
„og maður er miklu duglegri við
heimilisstörfin á eftir.“ A hennar
bæ stunda 3 af 5 golfið og það
yngsta, 6 ára, er víst búið að fá
kylfu. Þær sögðu að hjón stun-
duðu golfið mikið í Grindavík og
þær stunduðu golfið ekki síst
vegna félagsskaparins og hollrar
og góðrar hreyfingar úti. Tímaf-
rekt? Jú, en tímanum er vel varið
sögðu þær að lokum.
Félagar í Golfklúbbi Grindavík-
ur eru um 100 og Halldór Ingva-
son sem hefur verið viðloðandi
klúbbinn frá stofnun sagði að fé-
lagsstarfið væri mjög gott en það
vantaði unglinga og til að laða
þá að væri meðal annars boðið
upp á ókeypis kennslu fyrir þá.
Halldór Ingvason
Víkverji skrifar
jóðviljinn er ekki uppáhalds-
lesning vakthafandi Víkveija,
allra sízt leiðarar hans. Þeir koma
þó stundum að gagni þegar
Víkveija er svefns vant. Fljótvirk-
ara svefnmeðal þekkir hann ekki.
Það hefur og þann kost að vera
alls ekki vanabindandi!
Stöku sinnum sér Víkveiji þó
íhugunarvert efni á þessum vett-
vangi. Hér skal tíundað dæmi þar
sem ijallað er um stýringu húsnæð-
islána til höfuðborgarsvæðis og
stijálbýlis:
„Þingmenn létu til sín heyra og
það var athyglisvert, að strax fyrsta
dag fréttaflutnings af máli þessu
fengu menn að heyra tvö fullkom-
lega andstæð sjónarmið úr einum
0g sama flokki. Sighvatur Björg-
vinsson fann úthlutuninni allt til
foráttu og taldi hana svik við dreif-
býlið og stjórnarsáttmálann — en
Karl Steinar Guðnason sagði út-
hlutunina fagmannlega unna og í
samræmi við þarfir.
Þetta dæmi — og þeim mætti
Ijölga — minnir mjög rækilega á
það, að hver stjórnmálaflokkur á
Islandi geymir í sér vísi að tveim:
að höfuðborgarflokki og dreifbýlis-
flokki. Þessi staðreynd er í rauninni
stórpólitískt vandamál sem menn
þora vart að gefa gaum sem
skyldi...“
xxx
jóðviljinn hefur oft skotið íjær
marki en að þessu sinni.
Reyndar þarf ekki flokk til að finna
slíkan „tvískinnung". Einstaklingur
nægir.
Víkveiji, sem er- búsettur Reyk-
víkingur og hefur hagsmuna að
gæta sem launþegi og neytandi, á
rætur í stijálbýli og skilur (að
minnsta kosti að hluta til) viðhorf
landsbyggðarfólks, sem sækir við-
urværi sitt í frumframleiðslu.
Reyndar hafa öll mál, einföld sem
margbrotin, fleiri en eina hlið,
stundum víðfeðmar rætur svo og
fjölþættar afleiðingar. Sá, sem
byggja vill skoðun sína á þekkingu
og láta hana leiða til góðs, verður
að skoða alla málavexti, mót- og
meðrök. Hann verður hinsvegar að
þora að taka afstöðu að vendilega
athuguðu máli — og fylgja henni
eftir meðan sannfæring stendur til.
Það gildir bæði um flokk og ein-
stakling. Og þar sem lýðræði og
þingræði ríkja, þar sem ríkisstjómir
hafa meirihlutafylgi, ræður fólkið
ferðinni.
xxx
Aþessum síðustu og dæmigerð-
ustu tímum jafnréttis og fé-
lagshyggju, þegar „ríkisstjórn
hinna vinnandi stétta“ byggir heið-
an himin yfir rangláta sem réttláta,
kom eftirfarandi fréttaklausa í
„málgagni sósíalisma, þjóðfrelsis og
verkalýðshreyflngar eins og köld
vatnsgusa yfir Víkveija:
„Félagsmálastofnanir í stærstu
bæjum landsins sjá fram á að þurfa
að heija út aukafjárveitingu hjá
bæjaryfirvöldum til að geta veitt
sívaxandi fjölda skjólstæðinga ein-
hveija úrlausn.
Það er samdóma álit talsmanna
þeirra félagsmálastofnana, sem
Þjóðviljinn ræddi við í gær, að mun
fleiri leiti nú aðstoðar vegna fjár-
hagserfiðleika en undanfarin ár.
Ástæðumar má að stærstum hluta
rekja til mikils samdráttar á vinnu-
markaði."
Félagsmálastjórinn í Kópavogi
segir í viðtali við blaðið:
„Samkvæmt fjárhagsáætlun
fékk stofnunin 14 m.kr. til fjár-
hagsaðstoðar við einstaklinga.
Fyrstu sex mánuði ársins var búið
að greiða út 10 m.kr. Ef fram fer
sem horfir mun íjárhagsaðstoðin
hátt í tvöfaldast miðað við áætlun
. . . Ég held að það verði ekki litið
fram hjá þeirri staðreynd að fólki
gengur vem en áður að láta enda
ná saman.“
Undir þessum kringumstæðum
vill fjármálaráðherra auka tekjur
ríkissjóðs í verði vöm og þjónustu,
ef marka má fréttir um tillögur
hans um 1% hækkun söluskatts,
sem að vísu hafa ekki náð fram að
ganga ennþá. Hvergi á byggðu
bóli hefur skattheimta ríkissjóðs
jafn mikilvirk áhrif til hækkunar á
verði vöm og þjónustu (til hækkun-
ar á heimilisútgjöldum) með vöru-
gjöldum og söluskatti og hér á
landi. Víkveija finnst tímabært að
slaka á klónni fjármálaráðherrans
að þessu leyti.