Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 18
I 3
18 C
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR sunnuua.
íIG
ian'JD
SUNNUDAGUR 30. JULI 1989
4
Oskar Orn Jóns-
son — Minning
Mánudagurinn 24. júlí rann upp
og þáð sást loks til sólar í Reykjavík.
Hugurinn var bundinn við birtu
þessa fagra dags þegar helfregnin
barst og allt varð dimmt og kalt.
Það er oft erfitt að skilja þetta
líf og maður spyr í vanmætti sínum:
Hver er eiginlega tilgangurinn með
þessu öllu? Og það fæst ekkert svar.
Lífi ungs manns er lokið og minn-
ingarnar streyma fram. Ég man það
eins og gerst hafi í gær þegar ég
sá Óskar Örn nýfæddan í vöggnnni
sinni á Sólvangi og frá þeirri stundu
átti hann hluta hjarta míns. Þetta
var fyrsta bamabamið og það eina
í næstu átta ár. Hann varfrumburð-
ur sonar okkar, Jóns Grétars
Óskarssonar, og fyrri konu hans,
Lilju Guðmundsdóttur. Þau vom
ung og bæði í námi, svo ömmunni
var trúað fyrir þessum litla snáða.
Han var ljúfur og brosmildur við
ömmu sína en grenjaði þeim mun
hærra á nóttunni fyrstu mánuði
ævinnar og það var oft ósofín móð-
ir sem fór í skólann, en aldrei var
skrópað. Mér fannst ég alltaf eiga
meira í þessum dreng en ömmu á
að fínnast og söknuðurinn varð því
mikill þegar íjölskyldan fórtil nokk-
ura ára dvalar í Kanada. Það bætti
þó úr að það kom bréf frá Grétari
í hverri viku öll þessi ár og við
gátum fylgst með þroska drengsins
úr fjarlægð.
Svo lá leiðin til íslands á ný.
Samband okkar við Óskar Öm var
alltaf mikið og það breyttist ekki
við skilnað þeirra Lilju og Grétars.
Eftir það var drengurinn í umsjá
móður sinnar og varð aðnjótandi
ailrar þeirrar ástar og umhyggju
sem góð móðir getur veitt.
Óskar Öm las mikið á bemsku-
árum sínum en hann hafði líka
gaman að öllum rebbasögunum sem
afí hans bjó til um leið og þær vom
sagðar. Ég fylgdist oft með þessari
sagnagerð og eitt sinn þegar rebbi
var sérlega slæmur og átti allt illt
skilið þá bað drengurinn honum
vægðar og sagði: „Afí, ekki láta
hann deyja“. Oskar Öm fór ungur
að vinna með afa sínum og stundum
að vinnudegi loknum hurfu þeir
nafnar en ef ég lagði við hlustir
þá heyrði ég í þeim skrafíð úti í
garði, þar sem rótað var eftir orm-
um og síðan var haldið til veiða í
eitthvert vatnið í grenndinni. Þetta
era ljúfar minningar.
Árin liðu. Óskar Öm varð fall-
egur ungur maður og góðum gáfum
gæddur. en svo fór að draga ský
fyrir sólu. Hann veiktist skyndilega
þegar hann var 16 ára gamall, en
náði góðri heilsu á ný. Þá kom
annað áfall. Hann missti föður sinn
fýrir fjórum ámm og þar missti
hann jafnframt sinn besta vin. Um
það leyti hafði hann kynnst góðri
stúlku og þau stofnuðu heimili en
það samband slitnaði.
Við emm oft minnt á hve stutt
er milli lífs og dauða og enginn
veit hver næstur fer. Það hvarflaði
síst að mér síðastliðinn sunnudag
þegar sonarsonur minn kom í heim-
sókn með Ósk frænku sinni að hans
ferð yfír landamærin væri svo stutt
undan. En enginn fær snúið stunda-
glasinu við og á morgun verður
hann lagður til hinstu hvfldar við
hlið föður síns. Eftir sitja ættingjar
og vinir og syrgja góðan dreng.
Elsku Lilja, þú hefur alltaf verið
okkur kær síðan þú dvaldir ung á
heimilí okkar og við vitum hve sorg
þín er sár. Við Óskar og böm okk-
ar vottum þér og þínum okkar
dýpstu samúð.
Anna Jónsdóttir
Andlátsfregn Óskars Amar Jóns-
sonar frænda míns og mjög náins
vinar er sárari en támm taki. Aldr-
ei fyrr hefur maður sest jafn agn-
dofa og máttlaus eftir nokkra frétt,
aldrei fyrr hefur maður fundið jafn
átakanlega til vanmáttar síns, aldr-
ei fyrr hafa vegir almættisins verið
jafn órannsakanlegir. Ungur maður
í blóma lífsins er kvaddur á braut
aðeins 22ja ára gamall.
Óskar Öm Jónsson fæddist í
Hafnarfírði 9. desember 1966, son-
ur systur minnar, Lilju Á. Guð-
mundsdóttur, og Jóns Grétars
Óskarssonar. Hann ólst upp í Hafn-
arfírði fyrstu ár sinnar stuttu en
viðburðaríku ævi. Þegar hann var
fjögurra ára gamall fluttist fjöl-
skyldan til Kanada þar sem Jón
Grétar fór til náms. Árin í Kanada
vom Óskari um margt ógleymanleg
enda minntist hann þeirra gjama
með söknuði þegar þau bar á góma.
Fljótlega eftir heimkomu íjölskyld-
unnar slitu þau Lilja og Jón Grétar
samvistum sínum.
Á þeim ámm sem í hönd fóm
bast Óskar mjög nánum bímdum
við afa sína og ömmur, bæði Óskar
Ágústsson og Önnu Jónsdóttur föð-
urforeldra sína í Garðabæ, og Guð-
mund Á. Guðmundsson og Sig-
urlínu Ágústsdóttur móðurforeldra
sína í Hafnarfírði enda vom heimili
þeirra honum kærkominn griða-
staður alla tíð.
Árið 1979 hélt Óskar enn utan
og nú var förinni heitið til Svíþjóðar
þar sem Lilja og sambýlismaður
hennar, Snæbjöm Kristjánsson,
fóm í framhaldsnám. Eftir 2ja ára
vem í Svíþjóð fluttist Óskar heim
aftur til föður síns sem stofnað
hafði heimili með Kristínu Jóns-
dóttur.
Á næstu ámm stundaði Óskar
skólanám sitt af kappi jafnframt
því að vinna og læra múraraiðn af
föður sínum og Óskari afa. Gekk
hann jafnan að starfi sínu af elju
og vandvirkni enda harðduglegur
og laginn verkmaður svo af bar.
En þegar allt lék í lyndi og leiðin
fram á veginn virtist björt og greið
kom reiðarslagið. Faðir hans sem
verið hafði fasti punkturinn í lífínu
var hrifínn á brott í einu vetfangi.
Hann hafði reynst Óskari sú kjöl-
festa sem ávallt var hægt að treysta
á þegar mótvindar blésu og and-
streymi lífsins varð óbærilegt. Þeir
feðgar höfðu orðið mjög samrýndir
og raunvemlegir félagar og vinir
bæði í leik og starfi. Jón Grétar
varð öllum þeim sem kynntust hon-
um ógleymanleg persóna sem |
markaði djúp spor hvar sem hann
fór. Ég fæ honum seint þakkað
þann stuðning sem hann veitti mér
á erfiðum tímum. Hvemig getur
nokkur mannlegur skilningur áttað
sig á þeim örlögum sem hér hafa
gerst. En nú hafa þeir fundið hvor
annan á ný eftir aðeins fjögurra
ára viðskilnað.
Óskar Öm var mjög tilfínninga-
ríkur maður sem ekkert aumt mátti
sjá. Hann gat haldið uppi löngum
og hjartnæmum viðræðum um
óréttlæti heimsins og misskiptingu
gæða þessa lífs og oft gátum við
talað saman fram á nætur í enda-
lausum bollaleggingum um lífíð og
tilvemna. Hann kom jafnan í heim-
sókn með reglulegu millibili annað
hvort til að tefla skák eða bara
rabba saman. Stundum urðu skák-
imar langar því margt þurfti að
segja á milli leikja og ýmsar athuga-
semdir fóm á milli sem við einir
skildum og áttum fyrir okkur. Það
verður aldrei frá okkur tekið sama
hvað lífið verður miskunnarlaust
og óvægið á stundum. Minning-
amar um samvemstundirnar munu
lengi ylja hjartaræturnar og sefa
sorg og trega.
Síðustu árin þurfti Óskar að
glíma við erfiðan sjúkdóm. í þeim
átökum stóð móðir hans við hlið
honum og efldi og styrkti og var
sá klettur sem flestir boðar brotn-
uðu á. En enginn má sköpum renna.
Óskar Örn er farinn frá okkur.
Blíða brosið, glettnislega augnaráð-
ið, stríðnislegi svipurinn, prakkara-
legi hárbrúskurinn og hnarreista
fasið hans stendur ekki aftur í dyra-
gættinni og skorar í skák. Hnitmið-
uðu athugasemdirnar og hvelli hlát-
urinn heyrist þó óma í minningunni
um góðan og traustan dreng sem
var hvers manns hugljúfí. Blessuð
sé minning hans.
Megi algóður guð styrkja alla þá
sem um sárt eiga að binda á þess-
ari erfíðu stundu.
Ársæll Guðmundsson
Jólin nálguðust. í flestra hugum
em þau tími gleði, ástar og friðar
en hjá þeim sem hafa elskað og
misst em þau oft sá tími sem minn-
ingarnar sækja fast á og söknuður-
inn er hvað sárastur. Ég var í miðj-
um jólabakstrinum þegar útidymar
opnuðust á þennan sérstaka hljóð-
láta hátt. Eitt andartak hvarf ég
fjögur ár aftur í tímann og mér
fannst Grétar vera að koma heim
úr vinnunni. I því birtist bjart og
sviphreint andlit Óskars sonar hans
í gættinni. Hann settist við eldhús-
borðið að venju og við tókum tal
saman. Rólegt en þó spyijandi and-
litið gaf til kynna að hann þyrfti
að segja mér eitthvað sérstakt. Það
var ekki fyrr en við kvöddumst að
hann rétti mér umslag. Hann hafði
legið andvaka um nóttina og reynt
að skrifa það sem hann var of dul-
ur til að geta nokkurn tíma tjáð.
Heitar tilfinningar streymdu yfir
arkirnar fyrir framan mig og
brenndu gómana. Sorgin og inni-
byrgður söknuður eftir föðurnum
fylltu síðurnar og flóðu fram í
ákalli á styrk til að komast yfír það
áfall að missa þann sem við elskuð-
um umfram aðra menn. Engum
hafði Óskar treyst jafn vel, enginn
hafði verið honum slík fyrirmynd.
Honum fannst það skarð sem dauð-
inn hafði hoggið í líf sitt opið og
óvarið og það yrði aldrei fyllt.
Nú þegar þeir feðgar hafa náð
saman aftur minnist ég þess hve
Grétar var stoltur þegar hann
kynnti Óskar son sinn fyrir mér í
fyrsta skipti. Ég horfði framan í
myndarlegan dreng með greindar-
legan svip og skýrleg blá augu. Það
brá fyrir í þeim kímniglampa sem
átti eftir að þroskast og dýpka með
árunum. Skugginn — sem seinna
brá svo oft yfir sviphreint andlitið
og varð fyrirboði þess sem koma
skyldi — sást ekki. Engum duldist
að hér fór efnispiltur gæddur góð-
um námsgáfum. Fram undan lá
lífsins vegur bjartur og breiður,
varðaður góðum fyrirheitum.
Á fyrsta ári hans í menntaskóla
gripu örlaganornirnar í taumana.
Þá blossaði upp sá sjúkdómur sem
fylgdi honum þar til hans stuttu
ævi lauk. Hann vakti ógn og skelf-
ingu. Stundum veitti hann grið en
lá í vari og beið færis að læsa klón-
um aftur í allt of ungan dreng til
að hljóta slík örlög.
Óskar átti móður sem vafði hann
ást, umhyggju og hlýju, föður sem
hann virti og treysti öðrum fremur.
Þó að foreldrar hans hafí slitið sam-
vistum þegar hann var níu ára gam-
all máttu þau hvorugt af honum
sjá. Eftir skilnaðinn bjó hann þó
lengst af hjá móður sinni, Lilju
Guðmundsdóttur dagskrárstjóra
hjá Ríkisútvarpinu. Tvö ár bjó hann
á heimili mínu og föður síns Jóns
Grétars Óskarssonar, lífeðlisfræð-
ings. í Garðabæ biðu afí og amma
með opinn faðm alltaf reiðubúin til
að veita skjól og elsku.
Minningarnar sækja á og kalla
fram myndir af föður og syni. Það
var yndislegt að sjá hvemig sam-
band þeirra feðga þróaðist upp í
nána vináttu þegar tímar liðu fram.
Vináttu sem var þeim báðum mik-
ils virði. Grétar taldi kjark í Óskar
þegar á móti blés og veitti honum
styrk og öryggi. Þeir áttu sameigin-
legt áhugamál í íþróttum. Þrisvar
í viku æfðu þeir og hlupu saman.
Það vom gleðistundir. Á eftir var
sest inn í eldhús og málin rædd
lengi kvölds. Þá var oft í för Ragna
Jónsdóttir unnusta Óskars frá þess-
um tíma. Aldrei hafði samband
feðganna verið nánara, vináttan
meiri eða tengslin sterkari.
Þá kom reiðarslagið. Jón Grétar
dó úr heilablóðfalli 12. mars 1985.
Óskar missti ekki aðeins föður held-
ur líka sinn besta vin.
Nú er Óskar farinn líka. Eftir
sitjum við harmi slegin. Hann tók
sína ákvörðun og hana ber að virða.
Því er oss erfitt að dæma þann dóm,
að dauðinn sé hryggðarefni,
þó ljósin slökkni og blikni blóm. -
Er ei bjartara Iand fyrir stefni?
(E. Ben.)
Systkini hans fyögur eiga sínar
góðu minningar um stóra bróður.
Móður hans sem nú hefur misst
sína dýrmætustu gjöf, afa og ömmu
í Garðabæ — sem hann dvaldi Iöng-
um hjá og átti ómældar ánægju-
stundir með — sendi ég innilegar
samúðarkveðjur. Einnig föður-
systkinum hans Ósk og Omari sem
voru honum sem systkin alla tíð.
Hvorki fjarlægð né tími lækna
slíkan missi. Það er einungis hægt
að læra að lifa með honum.
Kristín Jónsdóttir
t
Amma okkar,
FRÚ JÓRUNN NORÐMANN,
Skeggjagötu 10,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 23. júlí sl. verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 1. ágúst kl. 15.00.
Sigurður Sigurðsson,
Eva Geirsdóttir,
Jón Geirsson,
Sturla Geirsson,
Þóra Geirsdóttir.
Legsteinar
MARGAR GERÐIR
Marmorex/Gmít
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
________um gerð og val legsteina._
ÍB S.HELGASON HF
I STEINSKfllÐJA
■ :.....
í SKEKWU'ÆGI 48-SÍMt 76677
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 681960
t
SIGURMUNDUR EINARSSON,
Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
andaðist 19. júlí. Útförin verður gerð frá Fíladelfíukirkjunni í
Reykjavík, þriðjudaginn 1. ágúst kl. 13.30.
Barnabörnin.
Útför móður t minnar, tengdamóður, ömmu, tengdaömmu og
langömmu, KLÖRU RÖGNVALDSDÓTTURr
Furugerði 1,
Reykjavík,
fer fram frá nýju kapellunni í Fossvogi mánudaginn 31. júlí nk.
kl. 13.30. Kristrún Skúladóttir, Hervald Eiríksson, Skúli Eggert Þórðarson, Dagmar Sigurðardóttir, Gunnar Þorsteinsson,
Kiara Lísa Hervaldsdóttir, Gfsli ívarsson
og barnabarnabörn.