Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 28
28 C -I iJÖl ^ÖftGÖMSÍÍAÐÍÐ' SUNNUDAtíUR 30:'jÍSlÍíi^9iaVLU05iCiM VALIA TówmtvKfV^ ZLi Uinhyggja fra kaffíbaun í bollann þinn Símai 35408 og 83033 AUSTURBÆR Skipasund 47-92 Flókagata 53-69 Tunguvegur Fossvogur Selvogsgrunnur Drekavogur Langagerði VESTURBÆR Lynghagi KOPAVOGUR Hófgerði BREIÐHOLT Þverársel HEBI90NUSTUNA AÐ LEIÐARIJOSI umhmdallt Eftir langa dagleið er Ijúft að láta ferðaþreytuna líða úr sér á þægilegum gististað. íslensku hótelin víðs vegar um landið bjóða góða þjónustu og gistingu við lágu verði. Greiðslumiðatilboð á gistingu og Sumarréttir SVG verða til þess að pyngjan léttist ekki um of á ferð um ísland. Hringdu í síma 91-623350 eða líttu inn á skrifstofu íslensku hótelanna, Rauðarárstíg 18, frá kl. 10-12 alla virka daga. Þar getur þú bókað gistingú á öll aðildarhótelin á einum og sama stað og fengið allar nánari upp- lýsingar. Qreiðslumiðana er hægt að fá á öllum aðildarhótel- um og helstu ferðaskrifstofum. íslensku hótelin eru: Hótel Lind, Reykjavík hótel Borgames, Borgarnesi Hótel Stykkishólmur, Stykkish. Hótel (safjörður, ísafirði Vertshúsið, Hvammstanga Hótel Husavík, Húsavík Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum Hótel Bláfell, Breiðdalsvík Hótel Höfn, Höfn Hótel Hvolsvöllur, Hvolsvelli ISLENSKU HÖÍELIN s. 91-623350 BAIiÞANKAR Á milH ffalls og fjöru Við vorum að brjóta um það heilann um daginn vinur minn og ég hvernig á því stæði að allir unglingarnir nú til dags væru svona hávaxnir. Þetta er svona vel alið, sagði vinur minn og átti við unglingana. í rökréttu fram- haldi tókum við að ræða hvað verið hefði á borðum hjá mæðrum okkar og feðrum í gamla daga og þá kom i ljós að tæpast var hægt að halda því fram að við sjálfir hefðum verið á neinu nástrái. Fyrir nú utan öll þau óskup sem má tilreiða úr lambakjöti, steik, kjöt í karrý, kótilettur, svið, hrútspunga og hangikjöt, hrygg og kjötsúpu, kjöt í káli og kjötbollur með kartöflumós (ég vildi hafa það mós, vinur minn bar orðið fram, mús, rétt að báðar útgáfurnar fylgi), þá snæddum við soðinn fisk og steiktan með remúlaði og ýmsar gerðir af grautum. Við áttum okkur meira að segja uppáhalds sérrétti. Hans var nougatbúð- íngur, slíkan dessert hafði ég aldrei heyrt nefndan, minn var flauelisgrautur með saft. Hann dauðlangaði strax að smakka slíkan. Af þessu má sjá að ekki stóð fábreytnin okkur fyrir þrif- um. Ekki létum við heldur okkar eftir liggja við sætmeti ýmiskon- ar. Við veittumst með oddi og egg að pönsum og vöfflum. Við réðumst með grimmd á brauð- tertur. Við snæddum hauga af tartalettum. Við sátum og röð- uðum í okkur snittum í stóraf- mælum og okkur var alveg sama þótt svellandi feit lærin flettust út yfir setuna á stássstólunum bara ef við fengum okkar ríflega snittu-skammt. Samt erum við báðir þetta rétt meðalmenn á hæð. En ungl- ingarnir stækka og stækka. Þeir vilja reyndar ekkert með saltkjöt og baunir hafa, þeir sitja og snæða pipársteikur og ham- borgara og grill-mat ýmsan, allt nær óþekkt í minni æsku en þeir eru allflestir himnaspírur. Vinur minn kom með þá kenningu að þetta væri ávöxt- unum að kenna. Ég held þetta sé rétt hjá honum. I gamla daga þegar eplin komu i búðir nær eingöngu á jólum þá hét það að „jólalyktin" væri komin í bæinn. Nú er stöðug jólalykt hjá kaup- mönnum og í stórmörkuðum lika og þar eru ávextir í f]öllum og unglingarnir graðga í sig ávöxtum sem við gamlingjarnir kunnum tæplega að nefna. Ég á nítján ára son og hann er hálfum haus hærri en ég. Ég er hins vegar hálfum haus hærri en faðir minn var og þetta leiðir hugann að þvi hversu háir í loft- inu frumbyggjar þessa lands hafi í raun og veru verið. Og átu þó skarf og súlu og tuggðu söl væjtt í lýsi. í eina tíð á landið að hafa verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Ég hef alla mína tíð dregið þetta mjög svo í efa. Gæti verið að fornmönnum hafi sýnst kyrkingurinn ærið hávaxinn? Og þá af þeirri einföldu ástæðu að þeir voru svo litlir. Enda lítið af suðrænum aldinum á boðstól- um í búðunum þá. Kannski Þorsteinn drómund- ur sem hefndi Grettis sterka í Miklagarði hafi orðið 42 senti- metrar á hæð vegna þess að hann komst í appelsínur þar í austurvegi með væringjum en ég þori að veðja að Ingólfur Arn- arson hefur ekki verið hótinu hærri en fet þegar hann kom hingað fyrst. Ef hann var þá það. Ekki að furða þótt þeir hafi litið kyrkinginn öðrum augum en við, og talið landið skógi vax- ið, miUi fjalls og fjöru. eftir Ólof Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.