Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 11
MÓRGUNBLAÐIÐ mennimgarstr>9|MHKAMud.. M;JÚljf:1989 3 C 11 Paul McCartney og John Lennon McCartney hefur líkt samstarfi sínu og Elvis Costello við samstarfið við Lennon. DÆGURTÓNLIST7 'ekur McCartney/MacManus vib af Lennon/McCartneyt Paul og Elvis eftir Arno Motthíasson ÞAÐ þykja alltaf nokkur tíðindi að Paul McCartney sé að senda frá sér plötu, þó mjög hafi honum verið mislagðar hendur á þeim átján plötum sem hann hefur sent frá sér síðan Bítlarnir sungu sitt síðasta. Fyrir stuttu sendi hann frá sér nítjándu plötuna, Flowers in the Dirt, sem er hans besta hljóðversplata síðan 1973, er Band on the Run kom út. Það er engum blöðum um það að fletta að Paul McCartney þarf ekki að leggja það á sig að vera að gefa út plötur eða halda tónleika, eins og hann ætlar sér í kjölfar Flowers in the Dirt. Paul, sem er 46 ára, á eignir upp á fjörutíu milljarða íslenskra króna og herma bresk blöð að hann vinni sér inn um átta milljónir á dag í höfundar- réttargreiðslur af lögum sínum. Hann hefur þó haldið þeim hætti að senda frá sér plötur nokkuð reglulega, þó ekki hafi þær allar fengið náð fyrir eyrum gagnrýn- enda eða fallið í geð plötukaup- enda. Síðasta plata hans sem gefin var út í heimalandinu, Press to Play, kom út 1986 (safnplatan All the Best, kom út 1987) og þótti mörg- um þá sem nú væri Pau McCartney endanlega búinn að vera. McCart- ney var ekki sammála því og á síðasta ári sendi hann frá sér plöt- una Back in the USSR, sem ein- göngu var gefin út í Sovétríkjunum. A þeirri plötu voru 27 rokklög eftir ýmsa flytjendur og hefur hún selst í yfir milljón eintökum. Segja má að með þeirri útgáfu hafi Paul ver- ið að leika sama leikinn og John Lennon gerði á sínum tíma, er hann sendi frá sér plötuna Rock ’n’ Roll; að leita aftur til rótanna og reyna að ná áttum. Næsta plata Lennons á eftir, Double Fantasy, var hans besta í langan tíma og sama má segja um Flowers in the Dirt. Samstarfsmaður Pauls á plötunni nýju er Declan MacManus, sem flestir þekkja sem Elvis Costello. Costello hefur lengi verið yfirlýstur aðdáandi McCartneys og þegar McCartney svipaðist um eftir ein- hverjum til að vinna með plötu, var honum bent á Costello. Þeir unnu saman lagið Back on My Feet, sem var á b-hlið smáskífu 1987. McCart- ney kom síðan fram sem gestur á nýjustu plötu Costellos, Spike, þar sem hann lék á bassa í einu Iagi og tók þátt í að semja tvö. Þeir McCartney og -Costello sömdu saman níu lög fyrir Flowers in the Dirt og völdu síðar úr þeim flögur sem eru á plötunni. Það heyr- ist kannski einna best í laginu You Want Her Too, hvað samstarfið minnir á Lennon og McCartney, er McCartney syngur hugljúfar ást arstrófur að Costello kemur með háðsk innskot til að fá hann niður á jörðina, en lagið My Brave Face, minnir einnig á gamla tíma. McCartney hefur sjálfur lýst því hve samstarfið við Costello hafi minnt hann á að vinna með John Lennon og líkt og Lennon hafi Costello átt það til að vera heldur langorður og vilja leggja of mikið í texta lag- anna. Þeir hafi deilt um sitthvað í lagasmíðinni en alltaf í góðu og báðir hafi haft sitt fram að nokkru. Paul McCartney er óneitanlega einn fremsti lagasmiður rokksög- unnar, en honum hættir til að vera of þægilegur; hann hefur vantað herslumuninn til að gera eftirminni- lega plötu; plötu sem nálgast það besta sem hann gerði með Bítlunum sálugu. Flowers in the Dirt er því glata sem lengi hefur verið beðið. Á henni hjálpast að platan rússn- eska, þar sem McCartney leitaði aftur í uppruna sinn, og samstarfið við Costello sem vonandi verður framhald á. Niðurstaðan er tvímælalaust besta plata Pauls McCartneys síðan Band on the Run kom út sem stendur nálægt því besta sem hann gerði með Bítlunum á sínum tíma. Djass/ Hver bardi trommumar í landhelginni r Iminningu Bjame Rostvolds ÞAÐ hvíldi skuggi yfir Djass- hátíð Kaupmannahafhar þetta sumar. Klukkutíma áður en kvartetttrommarans Bjarne Rostvolds átti að leika á Grá- bræðratorgi lést hljómsveitar- stjórinn. Hann varð aðeins fimmtíu og (jögurra ára gam- all. Félagar hans Lars Togeby, Jan sum Vohrde, Niels Thybo og Klavs Hovman stóðu á svið- inu; Svend-Erik Narregárd settist við trommurnar og þeir léku þrjú lög í minningu Bjarna. Bjarne Rostvöld var einn helsti trommari Norðurlanda og óefað einn af fremstu stórsveitar- trommurum Evrópu. Hann hóf feril sinn með hljómsveit gítarist- ans Jorns Grau- engards og lék með honum frá 1959 til 1964. Sú sveit hljóðrit- aði mikið með Hauki Morthens og það er Bjarni sem ber húðimar í hetjulagi okkar: I landhelginni. Bjarni var trommari í Stórsveit danska útvarpsins frá 1964 til 1978 og eftir það trommari Eslipse; stórsveitar Thad Jones. Það var engin tilviljun að Thad Jones, einn mesti meistari stór- sveitardjassins, valdi Bjama — betri stórsveitartrommari fyrir- fannst ekki í Evrópu. Bjarni lék auk þessa með fjölda hljómsveita s.s. Boon/Jædig- kvintettinum auk eigin sveita — og þá valdi hann gjarnan unga efnispilta eins og þá er leika áttu með honum á Grábræðratorgi 12. júlí sl. Ég kynntist Bjarna fyrst árið 1978. Þá var hann að leika í Vognporten, djassklúbbnum góða í Húsinu í Kaupmannahöfn. Með honum vom Bent Jædig, Dough eftir Vernharð Linnet Raney, Ole Koch Hansen og Mads Vindig. Við spjölluðum mikið þetta kvöld og hann sagði mér að það hefði verið dálítið merki- legt að hann gerðist trommari. Hann vann hjá nótnaútgáfu og byijaði ekki að spila á trommur fýrr en 1959. Að vísu hafði hann lamið bongótrommur og djammið á Gíraffanum, sem var vinsæll klúbbur á þeim tíma og stundum sló hann bongóbumbumar með tríói Jorn Grauengárds og þegar Jörn stækkaði hljómsveitina vant- aði hann trommara. Allir helstu djasstrommuleikarar danskir vom ráðnir annars staðar svo hann tók það ráð að sannfæra Bjarna um að hann ætti að verða trommari og hætta hjá nótnaútgáfunni. „Ég veit ekki um neinn annan hljóm- sveitarstjóra sem hefur gert það sem Jorn gerði fýrir mig,“ sagði Bjarni mér. „Hann keypti fýrir mig trommusett og borgaði fýrir trommutíma. Ég var í sumarfríi þá og lærði og lærði og eftir fríið bytjaði ég að spila með Jern. Þeg- at' Aleks Riel fór til Bandaríkjanna að læra tók ég sæti hans í Rad- iojazzgruppen og þegar Stórsveit-' in var stofnuð 1964 fór ég að slá kongótrommurnar." Þess má geta að þegar Aleks hélt heím frá Bandaríkjunum 1966 lék hann eitt síðdegi hjá Jazzklúbbi Reykjavíkur í Tjarnar- búð. Þegar ég ræddi við Bjarna í Vognporten 1978 var hann að hætta með Stórsveitin danska útvarpsins og sagði: „Fjórtán ár em langur tími og nú er mál að linni — ég hef upplifað mikið og þrír stjórnendur líða aldrei úr minni: Thad Jones, Dizzy Gillespie og Stan Kenton. Nú er ég farinn að leika með Cream Fresh-stór- sveitinni og Putte Wichman og hef mikið að gera.“ Það var stórkostlegt að spjalla við Bjama, örvhenta trommarann með sígarettuna, eins og hann var stundum kallaður, og hann sagði mér margt um trommuleik þetta kvöld — margt sem gagnrýnendur heyrðu ekki fyrr en löngu seinna. „Roy Haynes er einn mesti trommari allra tíma. Sjálfur lærði ég mikið af Shely Manne, en Roy er meistarinn. Elvin Jones er magnaður en það er Roy sem hefur haft mest áhrif á nútíma- trommuleik. Hlustaðu á Tony Williams og Jack Dejohnette — þeir bergmála Roy Haynes. Hann er alltaf nýr — hlustaðu á hann með Chick Corea: Now he sobbs, now he sings. Þegar ég skellti þeirri skífu á fóninn og spyr félag- ana: Hver er á trommur? svara þeir: Tony Williams. Bjami hlær hjartanlega og segir síðan: „Svo eru allir hinir trommararnir sem ég held upp á: Enginn kýlir ein- leikarana eins áfram og Art Bla- key og enginn tryllir eins undir í stórsveit og Buddy Rich.“ Bjarne Rostvöld var ekki aðeins kunnur íslendingum fyrir trommuleik með Hauki Morthens. Hann gerði líka nokkra þætti fyr- ir danska útvarpið um íslenskan djass. Þar var Olafur Þórðarson ráðgjafi hans. Bjami er horfinn en það er allt- af hægt að skella á fóninn Thad Jones-bandinu þar sem hann tryll- ir á trommumar eins og besti Buddy Rich. KVIKMYNDIR/£r enskan abgera út afvib evrópskar myndirf DO DUHABLA EVRO-ENSKU? Enskan er að verða mjög áber- andi tungumál í evrópskum myndum með vafasömum afleiðing- um. Tökum mynd eins og „Fransc- esco“ eftir Liliana Cavani, byggða á ævi heilags Fran- cis frá Assisi. Þótt hún sé ítölsk og gerð á Ítalíu og aukahlutverkin séu leikin af ítölum, var hún tekin á ensku með eftir Arnold Indriðason bandaríska leikaranum Mickey Ro- urke og bresku leikkonunni Helenu Bonham Carter í aðalhlutverkun- um. Sérðu það fyrir þér? Hann með bandaríska götuframkomu, hún með breska fágun og eðalhreim og allir auka-Italarnir með bjagaða ensku á vörum. Útkoman er þessi, ef marka má orð gagnrýnanda „The New York Times“: Það var ekki eins og myndin hefði verið gerð í neinu kunnugu landi heldur á tungl- inu. Það á við um fleiri evrópskar myndir þessa dagana. Þjóðerni og þjóðareinkenni þeirra verða sífellt óskýrari eftir því sem krafan um að hafa þær á ensku verður kröft- ugri. Við höfum skýrt dæmi um þetta í ríkissjónvarpinu á þriðju- dagskvöldum þegar sýndir eru „spennuþættir“ sem heita Blátt blóð. Þeir eru gerðir í samvinnu Bandaríkjamanna og Evrópubúa og fyrir utan að vera arfalélegir hvað snertir leik og leikstjórn alla er töluð svo skrautlega fjölbreytileg enska í þáttunum að það er eins og þeir hafi verið gerðir á sumarskóla fyrir útlendinga í Englandi. Annað dæmi höfum við í Regn- boganum sem er mynd Júgóslavans Dusan Makavejev, Manifesto. Það er Cannon-framleiðsla frá ísraelun- um Yoram Globus og Menahem Golan með bandaríska unglinga- leikaranum Eric Stoltz í einu aðal- hlutverkanna og mýgrút af leikur- unt héðan og þaðan: Camilla Soe- berg (dönsk), Alfred Molina (bresk- ur), Rade Serbedzija (júgóslavnesk- ur). Þú gætir ekki fyrir þitt litla líf sagt hvaðan úr heiminum myndin er komin. Fleiri mætti nefna. Fyrir utan „Francesco" voru á síðustu Cannes- hátíð myndir eins og „Torrents of Spring" eftir Jerzy Skolimowski, sem er pólskur, með Timothy Hutt- on (bandarískur), Nastassju Kinski (þýsk) og Valeriu Golino (ítölsk) í aðalhlutverkunum og „Reunion“, frönsk-þýsk framleiðsla sem gerist í Þýskalandi og fjallar um þýskar persónur en er skrifuð af Harold Pinter á ensku að sjálfsögðu með Jason Robards og Samuel West (bandarískir) og Christian Anholt (þýskur) í aðalhlutverkunum. Og það er framhald þar á. Claude Chabrol, Francesco Rosi og Tav- iani- bræður, Paolo og Vittorio, eru allir að gera myndir á ensku. Heyrst hefur að jafnvel Federico Féllini ætli að gera næstu mynd sina á ensku. Það sem af er árinu hefur einn þriðji franskra rnynda verið á ensku. Hvað er að gerast? Með samein- ingu Evrópu 1992 verður kvik- myndamál álfunnar án efa enska. Ekki lifandi, virk alvöruenska held- ur enska eins og hún er kennd í skólum, algerlega geld úr munni leikara sem hafa kannski aldrei talað hana og mundu aldrei taia hana nema fyrir myndina sem þeir leika í. Eðlileg hrynjandi, eðlilegar áherslur hverfa í samevrópskan framburðarbastarð. En sameining Evrópu er ekki svarið eða samevrópsk tilfinning kvikmyndagerðarmanna. Svarið liggur í dollurum og líklega jenum líka. Hugsunarhátturinn er einfaldur: Áhorfendur í hvetju landi munu bregðast betur við myndum teknum á ensku en þeim sem teknar eru á öðru tungumáli. Einnig er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að enskumæl- andi mynd komist vestur yfir hafíð til Bandaríkjanna og S-Ameríku og til Austurlanda fjær, ekki aðeins í gegnum kvikmyndahúsin heldur sjónvarp og myndbönd líka. Og hvað um þjóðareinkennin? Það eru eftir allt til menn sem hafa áhyggjur af menningu og menning- ararfleifð einstakra þjóða og segja að með því að setja n.k. plastensku á allar evrópskar myndir sé ekki verið að skapa samkennd meðal Evrópulanda heldur gersamlega einkennalaust eyðiland. Það eru ekki síst smáþjóðir í kvikmyndagerð sem verða að hafa þetta í huga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.