Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989
SMEKKLEYSA/m'/r
heitir íslenskt út-
gáfufyrirtæki sem ,
hefúr að leiðarljósi
þá einföldu stað-
reynd að góður
smekkur er banabiti
allrar sköpunar.
Fyrirtækið stofnuðu
meðlimir Sykurmol-
anna á sínum tíma ÉSg Á
þegar þeim þótti
fullreynt að ekki
væri til íslenskt út-
gáfúfyrirtæki sem vildi starfa
með hljómsveitinni á þeim list-
ræna grundvelli sem hún kaus.
Starfsemi sína hóf Smekkleysa
með því að senda frá sér póstkort
með teiknaðri mynd af þeim Ron-
ald Reagan og Mikhaíl Gorbatjof
þegar þeir ræddust við í Höfða
sæUa minninga og síðan hefúr
hver útgáfan rekið aðra. Nú eru
útgáfúgripirnir orðnir sautján,
bækur og plötur og Smekkleysa
hefiir hafíst handa við stuðla að
útgáfú ytra.
eftir Árno Matthíasson;
myndir Björg Sveinsdóttir
v -rnekkleysa stóð
m fyrir ferð
# þriggja
m íslenskra
v hljómsveita,
Ham, Bless og
Risaeðlunnar, til New York fyrir
skemmstu á árlega tónlistarráð-
stefnu sem ber heitið New Music
Seminar (NMS) í þeim tilgangi að
koma sveitunum á framfæri og var
blaðamanni Morgunblaðsins boðið
að slást í förina. New Music Semin-
ar sækja um 9.000 manns sem all-
ir eiga það sameiginlegt að lifa að
nokkru eða öllu leyti á að gefa út,
kynna eða leika tónlist. Ráðstefnan
sjálf stendur í fjóra daga, en sam-
hliða henni er haldin tónlistarhátíð
í New York, sem kallast New York
Nights. Að þessu sinni var meira
um að vera en nokkru sinni fyrr
og alls komu ,fram ríflega 260
hljómsveitir þá sex daga sem hátíð-
in stóð og því í nógu að snúast.
íslensku sveitirnar léku á þrenn-
um tónleikum í New York og einum
í Albany. í New York var leikið á
stöðunum Down Town Beirut II og
Pyramid, en í QE2 í Albany. Verður
sagt lítillega frá tveimur fyrstu tón-
leikunum.
Aðai tónleikarnir voru tvímæla-
laust tónleikarnir í Pyramid, sem
haldnir voru á vegum NMS og bú-
ast mátti við að flestir fyrirmenn
kæmu á þá tónleika. (Á hátíð sem
þessari skiptir ekki öllu máli að fá
sem flesta á tónleika; það skiptir
öllu hverjir koma.) Pyrstu tónleik-
arnir, sem haldnir voru i Down
Town Beirut II, voru þó lítið ómerk-
ari, þvi þeir gæfu tóninn fyrir það
sem á eftir kæmi; væru þeir illa
heppnaðir og ómögulegir var næsta
víst að það setti alla út af laginu.
Down Town Beirut II
Down Town Beirut I og II eru
búllur í eigu eldri líbanskrar konu.
Staðimir eru í suð-austur Green-
wich Village, sem verður óhrjálegri
eftir því sem komið er austar og
sunnar. Þar ber fátt fyrir augu
annað en fátæklinga, drykkjumenn
og dóphausa sem hírast í hálfgerð-
um húsarústum, en staðurinn hefur
Sveitameðlimir utan við Down Town Beirut II. Á efri myndinni stilla Blessmenn sér upp utan við Pyramid.
JBS - ,/- ■ w Pl I ws
H :Hp H * p * ■* * n| i