Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989
C 7
sannleikans en virði hann ekki. Sannleikurinn
sé ekki sagna bestur; hann sé of leiðinlegur.
Gilliam er í nöp við skynsemis- og reynslu-
hyggju og vill gefa ímyndunaraflinu lausan
tauminn og sögur Miinchhausens þjóna vel
því markmiði. Leikstjórinn notar ekki neinn
staðaltexta sem forskrift en það má segja
að „andi Miinchhausen s“ birtist á hvíta tjald-
inu. Myndin er lygileg.
Það er e.t.v. í samræmi við skemmtanas-
mekk leikstjórans, að í myndinni er sterklega
gefið í skyn að hefðarfólk á tunglinu stundi
sínu og skemmti þar stéttarbræðrum sínum
með frásögnum af afrekum sínum. í kunn-
ingjahópi var hann nefndur „Iygabaróninn".
— Og nú fóru sögurnar á kreik, nokkrar
þeirra birtust í bók Cristophers Friedrichs
Nicolais (1733-1811), Ferðabók handa gam-
ansömu fólki 1781-83.
Nú verður að nefna til sögunnar Rudolf
Erich nokkur Raspe (1737-1794) prófessor
og bókavörð landgreifans í Kassel. Auk bóka-
gæslunnar varðveitti Raspe gimsteinasafn
greifans. Raspe varð uppvís af því árið 1775
að selja þessa eðalsteina sjálfum sér til
ábata. Hann varð að leita hælis í Englandi.
Flóttamaðurinn átti í fjárhagsörðugleikum
og sér til framfæris gaf hann út árið 1785
nokkrar af sögum Múnchhausens. Raspe mun
hafa stuðst við bók Nicolais að nokkru leyti
en auk þess mun hann hafa verið málkunnug-
ur Múnchhausen meðan báðir dvöldu í borg-
inni Göttingen. — Sumar enskar heimildir
telja Raspe vera upprunalegan höfund að
ævintýrum Múnchhausen s og enska útgáfu
frá 1793 vera nokkurs konar „staðaltexta“.
Raspe varð síðar að yfirgefa Bretland þar
eð afskipti hans af námagreftri þóttu ekki
fullkomlega trúverðug. Hann sannfærði hús-
bónda sinn og verndara, Sir Sinclair frá Ulst-
er, um að verðmætar námaæðar væni á landi
hans, en það reyndist eitthvað málum bland-
ið. Raspe lést í Muckross á írlandi árið 1794.
Það varð þó ekki einungis útgáfa Raspes
sem vann Múnchhausen þann orðstír sem af
honum fer. Gottfried August Búrger (1747-
1794) þýddi enska textann á þýsku og bætti
nokkrum sögum við árið 1787. Útgáfa Búr-
gers varð sérlega vinsæl. Næstu ártugi var
bókin margsinnis endurprentuð — og umsam-
in uns Eduard Grisebach bjó frumtexta Búr-
gers til prentunar og gaf út árið 1890. Eftir
því sem næst verður komist er sá texti oft-
ast viðurkenndur sem „réttur“ um Norður-
álfu. — Annars má segja að Múnchhausen
hafi hlotið þau örlög að menn hafa ekki lagt
sig sérlega eftir því að hafa frásögur hans
trúlega eftir.
Miinchhausen á íslandi
Ævintýri barónsins komu fyrst út á ís-
landi árið 1913 í þýðingu Þorsteins Erlings-
sonar. Þorsteinn þýddi sögurnar úr ensku en
ekki er vitað hvað texta hann notaði. Þýðing
Þorsteins var endurútgefin árið 1921.
Árið 1951 birtist á íslensku texti Gott-
frieds Augusts Búrgers í þýðingu Ingvars
Brynjólfssonar. Sú útgáfa var prýtt myndum
sem franski listamaðurinn Gustave Doré
(1830-1883) gerði árið 1862.
En að útgáfu Ingvars Biynjólfssonar óla-
staðri hafa sennilega fleiri Islendingar kom-
ist í kynni við frásagnir Múnchhausens í
barnablaðinu Æskunni sem stórstúka íslands
gefur út. Múnchhausen var fastur liður í blað-
inu frá febrúar 1964 fram til mars 1971.
Ævintýri barónsins voru þar myndasaga með
teikningum eftir Mogens Juhi en textinn var
stuttaralegur útdráttur. Lygasögurnar nutu
mikillar hylli meðal lesenda blaðsins og eru
þær ýmsum minnisstæðari en mörg varnaðar-
orðin um skaðsemi áfengis og tóbaks.
Logið á hvítu tjaldi
Hver kynslóð segir og túlkar sögur Múnch-
hausens með sínum hætti. Kvikmyndir eru
frásagnarmáti nútímans. Múnchhausen hefur
nú að minnsta kosti komist þrisvar sinnum
á hvíta tjaldið. 1942-43 í Þýskalandi hjá
þýska kvikmyndafyrirtækinu UFA og 1961
gerði Tékkinn Karin Zeman mynd um barón-
inn. — Og nú síðast en ekki síst árið 1989
kemur mynd sem Bandaríkjamaðurinn Terry
Gilliam leikstýrir.
Gilliam lýgur með sínum hætti. Maðurinn
hefur látið svo ummælt í viðtali að hann leiti
LYGILEGUR SJUKDOMUR
Milndihausen
-spdrom
í uppsláttarbókum læknisfræðinn-
ar er getið um ákveðna geðveilu
sem nefnd hefur verið eftir fríher-
ranum söguglaða.
Múnchhausen-syndróm. Sjúkleg
uppgerð, stöðug uppgerðarsýki,
spítalaflakk. Sjúklingur gerir sér endur-
tekið upp einkenni sjúkdóma, yfirleitt
bráð og áhrifamikil og sannfærandi.
Viðkomandi einstaklingur flakkar milli
spítala í leit að meðferð. Oft sýnir sjúkl-
ingurinn — eða líkir mjög nákvæmlega
eftir ýmsum kvillum og sjúkdómsein-
kennum, s.s. kransæðastíflu, blóðug-
um uppköstum og blóðspýtingi, bráð-
um kviðverkjum og hitaeinkennum af
illgreinanlegum uppruna.
Einnig er þekkt óhugnanlegt afbrigði
af sjúkdómnum; að barn sé notað sem
staðgengill. Það er að kölluð eru fram
sjúkdómseinkenni hjá barninu, t.d.
með lyfjum, eða þvagsýni eru blönduð
blóði eða bakteríum.
Sjúklingur bregst yfirleitt reiður við
ef sjúkrasaga hans er dreginn í efa og
flytur sig um set á annað sjúkrahús.
Oftast er sálfræðimeðferð afþökkuð
eða sneitt framhjá henni...“
Morgunblaðið spurðist fyrir hjá
nokkrum heilbrigðisstofnunum hvort
vart hefði orðið við Múnchhausens-
syndrómið á íslandi. Enginn viðmæ-
lenda Morgunblaðsins kannaðist við
að þessi sjúkdómur hefði verið greind-
ur hér á landi, enda væri hann tiltölu-
lega óalgengur.
Fríherrann segir frá.
fslenskir lygaiai
Fljótur á skautum
íslendingar telja sjálfa sig ekki vera eftirbát^
ar annarra í bókmenntum og frásagnarlist.
Það er engin ástæða til að ætla að þeir geti
ekki „krítað liðugt“ síður en aðrir.
Guðmundur Magnússon hét maður er var uppi
á fyrri hluta nítjándu aldar. Hann var hrepp-
stjóri á Bessastöðum eða Bessastaðagerði í Fljóts-
dal og síðar bóndi í Fannardal í Norðfirði. Heimild-
ir geta hans sem Sögu-Guðmundar eða jafnvel sem
Lyga-Gvendar. Eftirfarandi saga er eftir honum
höfð:
„Ég var svo fljótur á skautum á yngri árum
mínum, að enginn hesturfylgdi mér. Einu sinni kom
ég utan af sveitum og fór á skautum yfir Lagar-
fljót. Átti ég heim að sækja og var að flýta mér.
Þegar ég fór fram hjá Vallanesi, lenti ég ofan í
bölvaða vök, sem ég átti enga von á, og út undir
ísinn á fleygiferð; en skömmu síðar skaut mér upp
um aðra vök. Ekki vissi ég, hvað ég var lengi á
leiðinni, en víst hefur það ekki verið lengi, því að
mér leið ekkert illa. Ég fór svo að horfa í kringum
mig og sá þá, að mér hafði skotið upp um brynning-
arvök undan Hallormsstað." (Þessi leið er um 15
kílómetrar og mót straumi að fara, þótt lítill sé.)
Miinchhausen Æskunnar og Mogens Juhl.
fjörugt kynlíf á meðan höfuð þeirra sinni
andlegum málum annars staðar. Múnch-
hausen segir einfaldlega: „Unaður ástarinnar
þekkist ekki á tunglinu.“
Flestum sem séð hafa myndina þykir hún
augnakonfekt en á hinn bóginn hafa erlendir
gagnrýnendur haft á orði að vanda hefði
mátt handritið betur; það sé full laust í reip-
unum. Handritahöfundar eru Gilliam sjálfur
og Charles McKeown, sem einnig leikur eitt
aðalhlutverkanna í myndinni.
Ótrúlegi en satt
Það lygilegasta við þessa mynd er víst
satt; nefnilega kostnaðurinn; 43 milljónir
bandaríkjadala (2.465,62 milljónir íslenskra
króna miðað við tollgengi júnímánaðar 1989,
innskot blm.). Upphafleg kostnaðaráætlun
var 23 milljónir bandaríkjadala (1.318,82
milljónir íslenskra króna) og þótti ýmsum
nóg um. Talsmaður fjármögnunarfyrirtækis-
ins Film Finances telur þessa mynd vera víti
til varnaðar. Ástæðurnar fyrir þessum hrika-
lega inismun munu vera þær að ímyndunar-
afl Múnchhausens og leikstjórans Gilliams
reyndist þurftarfrekt varðandi sviðsmynd og
tæknibrögð. Einnig voru gerðar breytingar
á handriti og hlutverkaskipun á meðan á
tökum stóð. Samskiptaörðugleikar voru einn-
ig meðal starfsmanna og milli þeirra stjórn-
enda. Líka hafa breytingar á gengi dollarans
og háum fjármagnskostnaði verið kennt um.