Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUR 30. JULI 1989 ? , . 1 ' i ; ■' ) Kveðjuorð: Áskell S.O. Kjerulf Fæddur I. febrúar 1912 Dáinn 17. júlí 1989 Áskell lést á gjörgæsludeild Landakotsspítala 17. júlí sl. Foreldrar hans voru Eiríkur Þ. Kjerulf, læknir á ísafirði, fæddur 19. des. 1877 á Ormstöðum í Fella- hreppi, N-Múlasýslu, dáinn 23. nóv. 1949, og k.h., Sigríður Þórðardótt- ir, fædd 6. ágúst 1879 í Reykjavík, dáin 14. okt. 1953. Áskell vinur minn fæddist á ísafirði í byijun þessarar aldar og hefur því runnið lífshlaup sitt á því mesta umbyltingarskeiði sem íslenska þjóðin hefur farið í gegnum frá því að landnám hófst. Systkini hans tvö voru bæði eldri: Þorvarður Karl, sem dó ungur, og Sigríður, sem nú lifir bróður sinn og býr á Vífilsgötu 14 í Reykjavík. Ég hygg að bernsku- og upp- vaxtarár Askels á ísafirði hafi átt dijúgan þátt í að móta þroska hans og lífssjónarmið, því þar hefur allt- af verið hvað mest lifandi stjórn- mála-, menningar- og atvinnumála- líf sém þekkst hefur með þjóðinni. Má þaðan nefna margan manninn sem markað hefur spor í Islands- söguna í þeim efnum. Það var gott veganesti, að hafa gengið í bama- og unglingaskóla eins og þeir gerðust bestir, sem Áskell hafði þegar hann yfirgaf bernskustöðvar sínar og hélt suður til Reykjavíkur. Áskell varð ungur að árum ein- dreginn sjálfstæðismaður. Því var það e.t.v. engin tilviljun að hann réðst til starfa hjá hlutafélaginu Kveldúlfi þegar suður kom, þá inn- an við tvítugt. Það var svolítið skemmtilegt, að það er innan við mánuður frá fæðingu Áskels þar til hlutafélagið Kveldúlfur var form- lega stofnað. En þar vann hann við skrifstofu- og gjaldkerastörf um aldarfjórðung. Þar kynntist hann framsýnustu og dugmestu athafnamönnum sem þjóðin hafði á að skipa, Thor Jensen og hans sonum. Þeir töldust til fmmkvöðla íslenskrar togaraút- gerðar og áttu dijúgan þátt í ný- sköpun togaraútgerðar eftirstríðs- áranna. Þegar dró úr rekstri Kveldúlfs hf. á sjötta áratugnum réðist Áskell til starfa hjá Blikksmiðjunni Gretti í Reykjavík og vann hjá því ágæta fýrirtæki næstu rúma þijá áratug- ina við svipuð störf og áður, þó í annarri grein væri, allt til dauða- dags. Askell var dagfarsprúður, hæg- látur maður, sem vann sér traust samstarfsmanna jafnt sem yfirboð- ara með samviskusemi og ástund- un. Orð fór af honum í sambandi við handbragð, rithönd og frágang bókhaldsgagna. Hann var mjög víðlesinn, átti gott bókasafn og var fyrir mér og mínum systkinum gangandi al- fræðiorðabók uppvaxtaráranna. Blómastofa Friöfinns Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öllkvöid til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Minnist ég þess vel að oft var leitað til Kella, eins og við gjarnan kölluð- um hann, eftir aðstoð í námi. Hann talaði og las mörg tungumál og fór utan til náms í þeim efnum. Hann giftist móðursystur minni Sigrúnu Hallbjömsdóttur, ættaðri frá Bakka í Tálknafírði, snemma árs 1947. Þau eignuðust einn son, Áskel Kjemlf yngri, sem var auga- steinn þeirra beggja. Hann er verk- fræðingur að mennt og hefur um langt árabil starfað við „Kongelige Tekniska Högskolan" í Stokkhólmi og var alítaf mikið um dýrðir hjá þeim hjónum þegar sonurinn var í heimsókn. Hann er hér heima nú til að fýlgja föður sínum til grafar og vera móður sinni stoð og stytta, en hún dvelur nú á Hrafhistu í Reykjavík ásamt systur sinni Þuríði, móður minni. Þær tvær em einar eftir af tólf systkina hópi. Hjónaband þeirra Sigrúnar og Áskels var bæði farsælt og gott og má segja að þau hæfðu hvort öðm einstaklega vel. Hún smitaði hvem mann með kátínu sinni og stríðni, en hann með gáfum sínum og prúð- mennsku. Með þessum orðum kveð ég góð- an dreng og vil fyrir hönd móður minnar, systkina og ijölskyldna okkar votta’ þeim Sigrúnu, Áskeli yngri og Sigríði okkar dýpstu sam- úð. Bálför hans fór fram 27. júlí sl. frá Fossvogskapellu. Ingvar Jóhannsson, Njarðvík Vinnu- og knffiskúrar ú hjólum 4-8 manna. Einnig tilvaldir sem veiðihús eða sölu- skúrar. Útfærðir eftiróskum kaupanda. Auð- veldir í drætti. Vel einangraðir og klósett. Fáanlegirmeð eða án hjóla. Veljum íslenskt. VIKURVAGNAR hf. VIKURVAGNAW hf LAUFBREKKU 24 (DALBREKKUMEGIN) - 200 KÓPAVOGI SÍMAR 43911 -45270 Lokað vegna sumarleyfa Endurskoðunarskrifstofa Eyjólfs K. Sigurjónssonar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 8. ágúst til 4. september 1989. Athugið að eftir sumarleyfi verður nýtt símanúmer 627900. Eyjólfur K. Sigurjónsson, löggiltur endurskoðandi, Flókagötu 65, 105 Reykjavík. Símar 627900 og 27909. Einstök íbúð til leigu Til leigu er nú þegar ný 140 fm íbúð í nýja mið- bænum. íbúðin er sérstaklega vönduð og vel búin tækjum og verður húsaleiga með hliðsjón af því. Eign- inni fylgir óvenjulega mikil sameign. íbúðin hentar sérstaklega vel barnlausum hjónum. íbúðin leigist til eins árs í senn. Upplýsingar veittar á skrifstofu minni virka daga, einn- ig sunnudaga, milli kl. 14.00 og 16.00. Tryggvi Agnarsson Héraðsdómslögmaður Garðastræti 38, 101 Reykjavik, sími 28505 hefst á morgun P O N G LAUGAVEGI 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.