Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989
GOÐSAGMR
í LIFANDAIÍFI
iSIGRtÐUR PETURSDOTTIRí
HUNDADAMAN
þau þrjú börn. Mikil hrossaræktun
er á Ólafsvöllum en kúabúskapur-
inn er þó helsta lifibrauðið og hún
segir mér að það sé nú skammar-
legt að viðurkenna það, en hún
hafi alltaf verið hrædd við kýr.
Gersemi
Sigríður var ein af stofnendum
hundaræktarfélagsins og er al-
þjóðadómari í hundaræktun. Nú
er hún aðeins með þijá hunda
GULUR, GAMALL hundur
mókti úti á stétt á bænum
Miklholtshelli í Hraungerðis-
hreppi og var einn af örfáum
sem eftir voru af íslensku kyni
á landinu. Sennilega hefðu
hans líkar dáið út með tíman-
um ef dama úr Reykjavík
hefði ekki orðið hugfangin af
þeim gamla þar sem hann lá
þarna fram á lappir sínar og
bitið það í sig að slíkan hund
skyldi hún eignast hvað sem
tautaði.
Sú reykvíska var Sigríður
Pétursdóttir, nú bóndakona á
Ólafsvöllum á Skeiðum í Ár-
nessýslu, og er löngu orðin
landsþekkt fyrir að hafa
bjargað íslenska hundakyn-
inu.
Konan með hundana eða
hundadaman var nafnið
sem festist við hana og
ekki var það óalgengt
að erlendir menn sem
hafa vildu uppá Sigríði .
bæðu stúlkumar á
símanum um að gefa
sér samband við „The Doglady".
— Hvað var það sem þú sást
við þann gula? spyr ég hana einn
daginn fyrir austan og hún svar—
ar:„Hann var svo blíður, svo
greindur, — hann geislaði af
sjarma. Nú, sem kvenmaður hlýt-
urðu að skilja það!
Þennan dag þegar örlög íslenska
hundsins vom ráðin var Sigríður
að leita sér að jörð ásamt eigin-
manni sínum, Kjartani Georgssyni.
Þetta var árið 1959, þau nýgift
og Kjartan, sem var búfræðik-
andídat, hafði ákveðið að nú skyldu
þau borgarbömin flytja í sveit. Og
Sigríður sem alla tíð hafði verið
mikill dýravinur, „aldrei hundlaus
eða hestlaus verið“, var því ekki
mótfallin og hófu þau búskap á
Ólafsvöllum á Skeiðum.
Ekki var Sigríður alveg hund-
laus þegar hún hreifst af þeim
gamla, því hún átti einn fox terri-
er og hafði jafnvel gælt við þá
hugmynd að flytja þá tegund inn
og rækta. En henni var bent á,
að nær væri nú að rækta íslenska
hundinn, það væri mikið verkefni
og verðugt því hann væri að deyja
út.
Sigríður fór að grafast fyrir um
íslenska hundinn og komst að því
að aðeins örfáir, eða um 15 íslensk-
ir hundár voru til á öllu landinu,
flestir gamlir mjög. Hún hafði
síðan samband við Pái Agnar Páls-
son, þáverandi yfirdýralækni, og
hann útvegaði henni þijá hunda
og tvær tíkur. Þrisvar fór hún til
Bretlands til að læra hundaræktun
með fáar ættir í höndum. Var það
íslandsvinurinn Mark Watson sem
stóð á bak við þær ferðir og kom
henni í samband við fólk sem hafði
þekkingu og reynslu af þeim mál-
um. Hjá honum fékk hún síðar fjar-
skyldan hund og tík, en Watson
hafði fyrr á ferðum sínum um ís-
land safnað saman nokkrum
íslenskum hundum og haft með
sér út.
Andlegt álag
Framtak Sigríðar vakti mikla at-
hygli á sínum tíma og segja menn
sem til hennar þekkja, að hún sé
merkiskona og mikill dýravinur,
en einnig „dugnaðarfantur" og
hafi verið býsna ýtin meðan hún
var að ná sínum málum fram.
Þeir sem standi í hundaræktun
þurfi líka að vera ansi harðir af sér.
Sigríður skyldleikaræktaði eftir
vissum reglum og prufuræktaði,
þ.e. lét systkini eiga hvolpa sam-
an, valdi þá bestu úr sem síðan
áttu hvolpa, og þannig gekk það
í þijá ættliði. Hún þurfti að lóga
mörgum til að gera kynið stöðugt.
„Eg þurfti að hleypa í mig hörku
til að framkvæma þetta,“ segir
hún, „því ekki gat ég ætlast til
að aðrir gerðu það sem ég sjálf
vildi ekki gera. Ég skyldleikarækt-
aði bókstaflega út í það ómögulega
og þeir sögðu við mig erfðafræð-
ingar, að mér hefði tekist það sem
ekki ætti að vera mögulegt. Ég
hafði ekki nógu mörg óskyld dýr,
en með þessu úrvali tókst mér að
gera kynið sterkt. Eftir þijá ætt-
liði eru flestir gallar komnir fram.
Það sem máli skiptir hér eru eigin-
leikar, útlit og bygging, en ég hef
t.a.m. oft fengið gjörólíka hvolpa
úr sama goti.“
Þegar mest gekk á voru hund-
arnir 30 talsins heima hjá
Sigríði.„Ég var með hundahús og
garð hér fyrir utan, öll herbergi í
kjallaranum voru yfirfull og aldrei
minna en 6 eða 7 hér uppi. Þetta
var að kollkeyra öllu, ekki einung-
is var kostnaðurinn óheyrilegur
heldur var þetta andlegt álag fyrir
okkur öll.
Það er alveg makalaust að mað-
urinn minn skyldi halda þetta út!“
Heimskona
En hver er þessi dæmalausa
kona sem hafði það að hugsjón að
bjarga þessum íslenska arfi?
Sigríður er Reykvíkingur, einka-
barn hjónanna Margrétar Guð-
laugsdóttur og Péturs Jóhannsson-
ar framkvæmdastjóra. Hún ferð-
aðist mikið erlendis með foreldrum
sínum og tólf ára gömul var hún
komin í klausturskóla i Sviss með
börnum heldri manna og hinna
ríku. Vinkonur hennar voru ekki
af verra taginu, franskar og ítalsk-
ar auðmannadætur, og varð hún
því fljótt nokkuð heimsvön.
Segir sagan að eitt sinn hafi hún
verið á ferð í lest frá Gardavatni
til Bologna og sat ein í klefa á 1.
farrými. Koma þá nokkrir menn
inn í klefann til hennar og biðja
hana um að færa sig því kommún-
istaleiðtoginn ítalski Nenni eigi að
fá klefann. Sú heimsvana, þá að-
eins 16 ára, harðneitaði og fóru
því leikar svo að leiðtoginn varð
að láta sér lynda að setjast gegnt
íslensku ungfrúnni, sem hann þó
varla hefur harmað síðar, því vel
fór víst á með þeim í ferðinni.
Hún stundaði síðan nám í fé-
lagsfræðum við Háskólann í Genf
og átti aðeins eitt próf eftir þegar
hún varð alvarlega veik. Var hún
uðum síðar kom Sigríður á heimili
hans í Þýskalandi og brá þá heldur
en ekki brún. „Hvolpurinn var
búinn að rífa niður allar gardínur,
naga stóra bita úrhandgerðu pers-
nesku gólfteppi, narta í nokkrar
bækur úr neðstu bókahillunum og
var langt kominn með antikstól-
ana. En hjónin voru samt yfir sig
hrifin af honum! Með þessum
sjarma sínum hafði hann unnið
hjörtu þeirra og var því allt fyrir-
gefið.“
Ekki einungis er íslenski hund-
urinn sá geðbesti af öllum, að sögn
Sigríðar, hann er líka geysilega
greindur, enginn annar er nám-
fúsari og betri björgunarhund er
vart hægt að fá. En Svisslendingar
hafa þó kunnað að nýta sér þá
kosti hans betur en íslendingar.
„Á miðöldum þótti íslenski
hundurinn gersemi og var m.a.
fluttur út til Bretlands, en á
millistríðsárunum hættu íslending-
ar að leggja rækt við hann og
gerðu hann að hálfgerðri grýlu.
Sullaveiki hafði komið upp og það
var um 1923 sem konungur gaf
út þá tilskipun að fækka skyldi
íslenska hundinum. Hann var sem
sé ranglega gerður að sökudólgi
og mátti ekki í hús koma.
Þegar ég hóf ræktunina vildi
ég þekkja eiginleika hans og kosti
sem best, gróf því í gömlum bókum
og ritum og ferðaðist um landið
og talaði við eldra fólk sem þekkti
eiginleika hans. Gamli íslenski
hundurinn fékk alltaf að vera með
manninum þótt hann þyrfti vitan-
lega að hlýða vissum reglum og
þannig hef ég alið upp mina
hunda.“
Ég spyr Sigríði út í kosti hans
sem fjárhunds og eiginleika hans
miðað við þann skoska sem marg-
ir bændur hafa nú og Sigríður
Morgunblaðið/Sigurður .
Konan með hundana er sögð
merkiskona og mikill dýravinur
en einnig „dugnaðarforkur“
Hún skyldleikaræktaði og
henni tókst það sem erfðafræð-
ingar sögðu að væri ekki mögu-
legt.
þá komin með æxli við heilann,
en var heppin því skólabróðir henn-
ar sem var læknanemi sótti tíma
hjá hinum þekkta Alois Werner,
frumkvöðli í heilaskurðlækningum
og geislalækningum, og það var
hann sem skar hana upp og lækn-
aði.
Baldur, Tinni og Katla, geð-
góðir, greindir og námfúsir.
Eiginmanni sínum kynntist hún
í gegnum hestamennskuna og eiga
heima sem ekki er nú mikið að
hennar áliti. Hún kallar á Baldur,
Kötlu og Tinna og segir þeim að
heilsa, sem þeir og gera með mikl-
um sóma og elskuverðugheitum.
Baldur er hundurinn hennar og ef
hún leggst veik þá verður hann
enn veikari.
Margir mætir menn fengu
hvolpa hjá Sigríði og hún minnist
þess sérstaklega þegar efnaður
Þjóðveiji, sem oft hafði verið með
sjefferhunda, fékk einn 2ja mán-
aða hvolp hjá henni og átti ekki
orð yfir það hversu skemmtileg
skepna þetta væri. Tveimur mán-
segir mér að stór munur sé á að-
ferðum þeirra við smalamennsk-
una. Sá skoski reki féð að mannin-
um, sé þjálfaður til að reka fé í
hópum úr einu hólfi í annað, en
íslenski hundurinn reki féð frá
manninum og á undan eins og
best henti í íslenskri smölun. „Sá
skoski geltir ekki og lætur því
kindur eiga sig þar sem hann nær
ekki til þeirra, eins og t.d. í gjótum
og líkum stöðum, en sá íslenski
geltir þar til hann hefur þær af
stað.
Menn hafa ásakað íslenska
hundinn fyrir geltið og dæmt hann
heimskan af þeim sökum, en aldr-
ei nokkurn tíma hefur íslenskur
hundur gelt í mínum húsakynnum.
Vandamálið liggur nefnilega oftast
hjá eigendunum en ekki hjá hund-