Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 12
h - MORG-UNBliVÐIÐ MINNINGÁR i?. nj SUNNUÐAGUR 30. JULI 1989 Guðjón Pétursson skipsijón Fæddur20. september 1902 Dáinn20. júlí 1989 Nú þegar vinur minn, Guðjón Pét- ursson, skipstjóri og fiskmatsmaður hefur kvatt þetta tilverustig vakna margar minningar um þann heil- steypta sómamann. Leiðir okkar lágu fyrst saman á haustdögum 1939 eða fyrir hartnær 50 árum. Síðan hefur hann verið einn af mínum bestu vinum og aldrei bor- ið blett eða hrukku á þann vinskap. Guðjón var fæddur á Stóru-Vatns- leysu á Vatnsleysuströnd 20. septem- ber 1902, sonúr hjónanna Péturs Jóakimssonar og Agnesar Felixdótt- ur. Hann mun hafa alist upp frá ungum aldri hjá "fósturforeldrum. Fyrst í Flekkuvík og síðar í Hafnar- firði, þar sem hann gekk í barna- skóla. Snemma fór Guðjón að stunda sjó- inn. Hann var sjómaður í 34 ár sem háseti, stýrimaður og skipstjóri. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskól- anum 1923 eftir tveggja ára nám. Árið 1950 fór hann á námskeið í fisk- mati og stundaði fiskmat í 30 ár. Þá kenndi hann við Fiskvinnsluskól- ann frá því hann var stofnaður og fram undir áttrætt. Guðjón var alla tíð eftirsóttur starfsmaður hvort sem var til sjós eða lands, enda harðduglegur og verkhagur sem best mátti verða. Hann tók mikinn þátt í félagsmál.um stéttar sinnar. Var félagi í Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Öldunni og gjaldkeri þess félags um áratug eða meira. Hann átti sæti í ýmsum nefndum fyrir félagið og sat oft á þingi Farmanna- og fiski- mannasambands íslands. Þá sá hann lengi um að greiða úr styrktarsjóði félagsins til ekkna fyrrverandi fé- lagsmanna. Guðjón var einn af heiðursfélögum Öldunnar. Öll sín störf rækti Guðjón af stakri kostgæfni og samviskusemi, enda viðurkenndur af öllum sem til hans þekktu sem einstakt valmenni sem ekki mátti vamm sitt vita. Guðjón var mikill gæfumaður og átti afbragðs lífsförunaut, Jóhönnu Guðmundsdóttur frá Þjóðólfshaga í Holtum. Jóhanna var mikil dugnað- ar- og sómakona og honum samboð- in. Þau hjón voru vinmörg og heim- ili þeirra rómað fyrir gestrisni og höfðingsskap. Þeim varð ekki bama auðið, en voru miklir bamavinir og - Minning• þau voru ekki fá börnin og ungling- arnir sem áttu hjá þeim athvarf um lengri eða skemmri tíma. Jóhönnu missti Guðjón árið 1970 eftir 42 ára sambúð. Á stríðsárunum var Guðjón stýri- maður á botnvörpungnum Skalla- grími þegar hann ásamt skipshöfn vann það einstaka afrek að bjarga 353 mönnum af bresku skipi sem skotið hafði verið niður. Björgunar- afrek þetta þótti með eindæmum frækilegt og voru allir sem að því stóðu heiðraðir. í daglegu fari var Guðjón glaður og félagslyndur, oftast hrókur alls fagnaðar. Lífsgleðin og hin góðláta spaugsemi fylgdi honum á langri ævi, allt til síðasta dags. Það vakti eftirtekt hvað hann bar sinn háa aldur vel og hve mikla karl- mennsku og hugarró hann sýndi síðustu árin, eftir að hann var orðinn blindur. Þegar ég kveð vin minn, Guðjón Pétursson hinstu kveðju er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að vera hans samferðamaður og að hafa átt hann að fölskvalausum vini öll þessi ár. Systkinum hans ög ástvinum sendi ég samúðarkveðjur. Ragnar Á. Magnússon Þegar ég frétti andlát Guðjóns Péturssonar, en hann lést að morgni 20. júlí sl., leitaði hugur minn til baka til þeirra ára sem liðin eru síðan kynni okkar hófust. Það var árið 1962 að Guðjón ræðst sem fiskmatsmaður til Ferskfiskeft- irlitsins og starfaði hann þar og hjá Fiskmati ríkisins til ársins 1973. Fljótlega eftir að Fiskvinnsluskólinn tekur til starfa ræðst Guðjón sem stundakennari við skólann og kennir þar og á námskeiðum, sem skólinn heldur, í saltfísk- og skreiðarmati. Kom þar glöggt í ljós hans mikla kunnátta og reynsla í fiskmati og hversu vel hann gat miðlað öðrum af þekkingu sinni. Öll framkoma Guðjóns bar vitni um að hann var gæddur mikilli trúmennsku og skyldurækni og hann vann sér traust og virðingu allra þeirra nemenda sem hann umgekkst.' Guðjón var mikill félagshyggju- maður og lagði mörgum verkefnum á því sviði gott lið. Hann var um árabil gjaldkeri í skipstjóra- og stýri- mannafélagi Öldunnar og gegndi auk þess mörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið. í stjóm styrktar- og sjúkra- sjóðs Öldunnar komu mannkostir hans vel í ljós, þegar rétta þurfti hjálparhönd þeim sem bágt áttu. Vissulega setur að manni söknuð- ur við andlátsfregn góðs vinar, en dauðinn getur líka verið Iíkn og hvíld. Blessuð sé minning Guðjóns Pét- urssonar. Sigurður Óskarsson Foreldrar Guðjóns voru Agnes Felixdóttir og Pétur Jóakimsson á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysu- strönd. Systkinahópurinn varð stór, tvær stúlkur og sex drengir. Af systkinum Guðjóns lifa nú aðeins tvö, Margrét og Jóakim bæði gift og búsett í Hafnarfirði. Þegar Guðjón var tveggja ára var hann látinn í fóstur til hjónanna Jónínu Þorkelsdóttur og Guðmundar Jónssonar í Vestari Flekkuvík. Nokkru eftir að Guðjón kom í fóstrið, fórst Guðmundur í sjóróðri. Guðjón ólst því upp hjá ekkjunni Jónínu, þar til hann fullorðnaðist og fór að vinna. Jónína flutti til Hafnarfjarðar 1910, og þar fékk Guðjón sinn bamaskóla- lærdóm. Uppeldissystir Guðjóns er frú Jóna Guðmundsdóttir, gift og býr í Hafnarfirði. Eftir fermingu lá leið Guðjóns fljótlega suður í_Voga og vann hann mikið á vegum Ásmundar Árnasonar útvegsbónda í Hábæ í Vogum. Hann reyndist Guðjóni vel bæði þá og síðar. Guðjón heillaðist snemma af sjónum og stundaði hann. Mikið áhugamál Guðjóns var að komast í Stýrimanna- skólann í Reykjavík, sem og varð. Lauk hann meira fiskimannaprófi þaðan 1923 eftir tveggja vetra nám. Hann komst strax að námi loknu á togara, sem háseti og síðar stýrimað- ur. Guðjón var með þekktum afla- mönnum og undi hag sínum vel þar. Mikið gæfuspor steig Guðjón 19. maí 1928 er hann giftist Jóhönnu Guðmundsdóttur frá Þjóðólfshaga í Holtum mikilli myndar- og heiðurs- konu. Guðjón missti Jóhönnu eftir 42 ára hjónaband, hún dó 24. nóvem- ber 1970. Þeim varð ekki barna auð- ið, en oft voru börn hjá þeim lengri og skemmri tíma, því þau hjónin voru sérlega barngóð. Unnur Gísla- dóttir og • Ragnhildur Einarsdóttir, báðar frænkur Jóhönnu dvöldust um tíma hjá þeim hjónum. Þær eru báð- ar giftar konur búandi hér í Reykjavík. Eftir að Guðjón missti konu sína, bjó hann áfram á heimili þeirra Þykkvabæ 1 í Reykjavík. Guðjón var mjög duglegur að bjarga sér sjálfur, hann þá orðinn 68 ára gamall. Það mætti skipta starfsævi Guðjóns í tvo kafla. Sjómennsku frá unga aldri á árabátum, næst tók við starfið á tog- urunum, og síðan stýrimaður og skipstjóri á ýmsum vertíðar- og síldveiðiskipum. Guðjóni farnaðist giftusamlega á sjónum og skilaði sínum áhöfnum og skipum heilu í höfn. 1950 settist Guðjón aftur á skólabekk og aflaði sér réttinda, sem löggiltur matsmaður á saltfisk, skreiðarfisk og síðar ferskfiskmat. Guðjón stundaði síðan þetta starf af mikilli kostgæfni, var eftirsóttur til þessara starfa víða um landið. Þegar Fiskvinnsluskólinn var stofnaður var Guðjón fenginn sem kennari í fisk- mati við skólann. Einnig kenndi Guð- jón á ýmsum námskeiðum í saltfisk- og skreiðarmati, sem haldin voru vor og haust áýmsum stöðum á landinu. í fróðlegu blaðaviðtali sem rit- stjóri Sjómannablaðsins Víkings hafði við Guðjón árið 1983 í tilefni 90 ára afmælis skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar kom eftir- farandi fram, „Ég var til sjós 34 ár, matsmaður og leiðbeinandi við salt- fisk og skreiðarmat í 33 ár.“ Dijúg starfsævi það, bætir ritstjórinn við. Þegar þetta var skrifað var Guðjón 81 árs og sagði hann aðspurður að hann ætlaði að hætta þessu alveg. Guðjón hafði áhuga á félagsmál- um, og var hann mjög virkur félagi í skipstjóra- og stýrimannafélaginu Öldunni. Guðjón var í stjóm félagsins í mörg ár og gjaldkeri þess á annan áratug, fulltrúi þess á þingum FFSÍ og í mörgum ábyrgðarnefndum fyrir „Ölduna“. Hann átti mörg ár sæti í gamla styrktarsjóði Öldunnar, stofn- aður 1893. Markmið sjóðsins að styrkja og gleðja ekkjur fallinna Öldufélaga, ásamt öðrum líknar- störfum. Guðjón var einnig drifíjöður í skemmtinefnd sem sá um jólatrés- skemmtanir fyrir börn félaga um jólin. Ennfremur sá Guðjón um spila- kvöld fyrir Ölduna í mörg ár og þótti mönnum að honum tækist þetta með sóma. Guðjón gekk í Ölduna 1944 og starfaði af áhuga framundir 1982, eða til áttræðisaldurs. Mörg stund hefur farið í svo langt og gott starf. Guðjón var gerður heiðursfélagi Öld- unnar 1970, ásamt fjórum öðrum höfðingjum. Þegar Guðjón var 85 ára fór að ágerast sjóndepra hjá honum þannig að hann átti orðið bágt með að bjarga sér sjálfur eins vel og áðúr. í októ- ber 1986 fluttu hjónin Kristín Þórð- ardóttir og Hafsteinn Kröyer til Reykjavíkur frá Fljótsdalshéraði. Þau fengu inn hjá Guðjóni, og kom í staðinn mikil umhyggja, matseld og þrif af Kristínar hendi. Guðjón var afar þakklátur fyrir þetta fórn- fúsa starf, sem meðal annars gerði honum kleift að geta verið heima til hins síðasta, það þráði hann mest. Kristín reyndist Guðjóni afbragðs vel ekki síst þegar hann þurfti hvað mest á hjálp að halda, ,því hann missti svo til alveg sjón fyrir tveimur árum. — Þökk sé Kristínu. Sá sem ritar þessar línur var svo heppinn að kynnast Guðjóni og vera með honum til sjós. Guðjón var stýri- maður hjá mér árin 1947 og 1948 á haustsíld hér fyrir sunnan og sum- arsíld fyrir norðan land. Okkur varð fljótt gott til vina, og ekkert hefur skyggt á þá vináttu og virðingu sem myndaðist, þó liðnir séu rúmir fjórir áratugir frá fyrstu kynnum okkar. Guðjón var aðgætinn og góður sjó- maður, hann hafði mjög gott vit á veiðarfærum og kunni vel til verka. Samviskusemi, glöggskyggni og eft- irtekt hafði Guðjón í ríkum mæli. Sjötta skilningarvitið var í fullri þjálf- un eins og sagt er stundum til sjós. Þegar Guðjón hætti til sjós var smá vík á milli vina. Síðar þegar ég hætti sjómennsku lentum við aftur saman í félagsmálum fyrir skipstjóra- og stýrimannafélagið Ölduna báðum til gagns og gamans. Kvöldið áður en Guðjón lagði í sína síðustu siglingu var ég staddur heima hjá honum og röbbuðum við mikið um liðna tímann og landsins gagn og málefni. Guðjón hafði gaman af að fylgjast vel með landsmálum öllum og kryfja þau til mergjar á sína vísu. Ekki var neina breytingu að sjá á Guðjóni, hress og kátur að vanda. Arla morguns næsta dag 20. júlí leysti hann landfestar í síðasta sinn og sigldi á vit feðra sinna með sæmd. | Ég og fjölskylda mín þökkum Guðjóni trausta vinsemd, langa og góða samfylgd. Systkinum Guðjóns | og skyldfólki vottum við samúð okk- ar. Blessuð sé minning hans. „Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæslu geym 6, Guð minn alls valdandi." (V.Briem.) Þorvaldur S. Árnason Sveinn Isleifsson Hvolsvelli - Kveðja Síðasti strengurinn í lífshörpu Sveins, frænda okkar, ísleifssonar er hljóðnaður. Hann lést í heimahér- aði sínu, Rangárvallasýslu, laugar- daginn 22. júlí 1989. Við vissum vel að frændi okkar var heilsulítill og að lífsharpa hans var ekki eins hljóm- mikil síðustu árin og hún hafði verið meðan Sveinn var í blóma lífsins. Samt bregður okkur alltaf í brún þegar að dauðinn heggur skarð í ástvinahópinn. Um hugann fara ótal margar góð- ar minningar frá uppvaxtarárum okkar á Hvolsvelli. Það var gott og ómetanlegt að vera bam þar. Við bjuggum við mikið öryggi í frænda- og vinasamfélagi. Frumbyggjarnir voru að hluta til frá bænum Miðkoti í Fljótshlíð sem reistu sér hýbýli við götu sem síðar var nefnd Hvolsvegur á Hvolsvelli. Við hliðina á húsi for- eldra okkar bjó Sveinn, móðurbróðir okkar, ásamt konu og bömum. Afi okkar og amma bjuggu handan gö- tunnar og þar við hliðina bjó Lilja móðursystir okkar ásamt fjölskyldu sinni. Við bárum mikla virðingu fyrir Sveini frænda okkar og það ekki að ástæðulausu. Því hann hafði svo margt til brunns að vera. Við krakk- amir hændumst mjög að honum því hann var afar bamgóður og hafði gott lag á bömum sem og af öðru fólki. Alltaf var frændi tilbúinn að rétta okkur krökkunum hjálparhönd þegar mikið stóð til. Margir telja að það lýsi oft mönnum best hvernig þeir ná til barna. Sveinn var glettinn og grallaralegur og það átti vel við okkur. Sveinn var afburða lagtækur mað- ur og alltaf að fást við einhver spenn- andi og forvitnileg viðfangsefni. Hann átti ekki langt að sækja hand- lagnina, því að nafni hans, langafi okkar, Sveinn í Miðkoti í Fljótshlíð og afí okkar og amma, þau Isleifur Sveinsson og Ingibjörg Kristjáns- dóttir voru öll mikið hagleiksfólk þó ekki sé dýpra í árina tekið. Það má segja að allir hlutir hafí leikið í hönd- um Sveins og alltaf fann hann ný óg ný viðfangsefni til að glíma við og þau voru svo sannanlega marg- breytileg. Gamlir bílar urðu á nokkr- um vikum að glæstum eðalvögnum, eftir að Sveinn hafði farið höndum um þá. Gamla klukkan sem hætt var að ganga varð á nýjan leik að nytja- hlut sem telur stundirnar sem eru svp ótrúlega fljótar að líða þegar skyggnst er til baka. Aftur fór að heyrast í gítarmagnaranum eftir að Sveinn hafði skrúfað nokkrar skrúfur og kveikt á lóðboltanum. Við þótt- umst menn meiri eftir að Sveinn hafði klippt hár okkar og í kaupbæti fengum við mynd af okkur sem hann tók og framkallaði á staðnum. En á tíipabili hafði Sveinn mikinn áhuga á Ijósmyndum og var. oft leitað til hans þegar mikið lá við og birtust margar ljósmyndir hans í dagblöðum. Enginn bjó betur um skrámur en Sveinn frændi, enda sótti hann mörg námskeið í skyndihjálp og kenndi þá grein um tíma v ið Gagnfræðaskól- ann á Hvolsvelli. Okkur er í fersku minni þegar Sveinn hafði gert upp gamla drossíu, það var löngu fyrir tíð sjónvarpsins, að hann bauð okkur krökkunum til Reykjavíkur til þess að sjá barnaleikritið Kardi- mommubæinn. Sumir höfðu að orði að jafnvel hefði' verið enn skemmti- legra í bílnum með frænda en á sjálfu leikritinu sem var þó sérlega skemmtilegt. Sem ungur maður fékk Sveinn mikinn áhuga á bílum. Enda var hann um áratugaskeið bifreiðastjóri m.a. hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli. Sveinn þótti afar traustur og farsæll bílstjóri og laginn við að komast áfram hvernig sem veður og færð var. Síðar starfaði Sveinn sem deildarstjóri í byggingarvörudeild Kaupfélagsins, en á þeim árum var hann einnig héraðslögreglumaður og sá um sjúkraflutninga í héraðinu. Sveinn var frumkvöðull og brautryðj- andi á þessum sviðum og varð síðar fastráðinn lögreglumaður og varð- stjóri lögreglunnar í Rangárvalla- sýslu. I þessum störfum fann Sveinn sig mjög vel enda var hann einkar samvisku- og áhugasamur lögreglu- maður. Þrátt fyrir heilsuleysi á síðustu árum, dó ekki áhuginn á nýjum við- fangsefnum. Hann fékk brennandi áhuga fyrir flugi. Hann lærði fluglist- ina og eignaðist hlut í flugvél. Frá því um síðustu áramót sá Sveinn um flugvöllinn á Hellu. Ekki naut Sveinn langrar skóla- göngu, frekar en svo margir að hans kynslóð. Hæfileikana sem Guð gaf honum ræktaði hann af alúð og var sífellt að bæta við sig. Ungur að árum kynntist Sveinn, Gunnþórunni Sigurðardóttur, sem síðar varð kona hans og lífsförunaut- ur. Hjónaband þeirra var farsælt. Þau stóðu þétt saman þó á stundum blési á móti. Aldrei heyrðust þau kvarta eða bera tilfinningar sínar á torg. Gunnþórunn var Sveini stoð og stytta í veikindum hans. Gunnþó- runni og Sveini varð þriggja barna auðið. Börn þeirra eru Margrét fædd 14. nóvember 1948, Inga Kristín fædd 20. október 1952 og ísleifur fæddur 22. janúar 1958. Einnig ólu þau upp dótturdóttur sína Þórunni Grétarsdóttur. Þó lífsharpan hans Sveins frænda okkar sé nú þögnuð, óma enn minn- ingarnar um góðan dreng. Frænda sem ekki var einungis góður okkur systkinunum, heldur einnig börnun- um okkar, eftir að við uxum úr grasi. Því ómælt var virðingin sem þau báru fyrir Sveini „löggu“. Fyrir þetta erum við öll mjög þakklát. Gamla lífsharpan hans fræna er þögnuð, en nýr hljómur af sama meiði berst okkur til eyrna frá auga- steinunum hans, barnabörnunum, og þá sérstaklega bræðrunum ungu Gunnari og Sveini Rúnarssonum, en þeir eru synir Ingu Kristínar og Rúnars Kristjánssonar. Þeir bera svipmót afa síns og vonandi fáum við að finna fyrir öllu því góða í fari frænda okkar í gegnum nýja kynslóð. Það saxast stöðugt á stofn frum- byggjanna við Hvolsveginn. Amma okkar Ingibjörg var alla tíð mjög stolt af stráknum sínum, enda eini strákurinn í stóra barnahópnum. Nú hverfur Sveinn af sjónarsviðinu, til nýrra heimkynna, þangað sem leið okkar allra á eftir að liggja. í faðm ástvina sem horfnir eru úr okkar jarðneska heimi. Þar þarf sjálfsagt líka að taka til hendinni og stilla hörpuna á nýjan leik. Guð blessi minningu Sveins frænda okkar og styðji Gunnþórunni og alla ástvini í sárum söknuði. Minn- ingin um góðán dreng verður aldrei frá okkur tekin. Guðríður, Ingibjörg og ísólfur Gylfí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.