Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989 Arnarsjón Þeir stangveiðimenn sem veiða á flugu fussa stundum yfir veiði- skap Þórarins, segja það miklu auðveldara að veiða á maðk eins og hann geri, en hvað hefur hann sjálfur um þetta að segja? „Ég veiddi nú oft á flugu hér áður fyrr, en mér finnst miklu skemmtilegra að veiða á maðk. Það er erfiðara og krefst meiri nákvæmni. En ég hef aldrei rekist á mann sem hefur fúlsað yfir góðri veiði, aftur á móti eiga þeir til að tala um græðgi í öðrum þá daga sem þeir fá ekkert. Ég vil hafa mikið fyrir veiðinni, þykir ekkert gaman að sitja við sama hylinn og kappdraga. Það er eins og að fá alltaf þrettán spaða á höndina! En ég virði þá misjöfnu ánægju sem menn hafa af veiðiskap og lasta það ekki þótt menn fái mest út úr því að ganga meðfram ár- bakkanum án þess að fá fisk. Þótt ég sé himinlifandi með fimm fiska í laxleysi, þá finnst mér þó tilgang- inum náð þegar ég veiði vel!“ Þórarinn segir þetta óhemju dýrt sport, en hann veiði þó vel upp í kostnaðinn. Sjálfum finnist honum nýr lax afbragðs góður. Menn hafa sagt að Þórarinn sé mikill göngugarpur og reyndar maður í „toppformi" og hann upp- lýsir mig um það að hann skokki í vinnuna hvern dag, frá Kringl- unni og niður í miðbæ. „Ég verð að gera þetta svo mér líði vel, því tannlækningar eru erfið vinna. En ég fæ lífsþróttinn á sumrin, því laxveiði er ein sú besta líkamsrækt sem völ er á. Þetta eru heiftarleg- ar göngur, oft með Iaxabyrði á bakinu, enda eru fýrstu dagarnir á sumrin eins og „sjokk“ fyrir mann.“ Auk þess að vera fílhraustur þá hefur Þórarinn arnarsjón að sögn manna, en það vill nú bara þannig til að maðurinn er nærsýnn og Þórarinn staðfestir þessa sögu með laxana tvo, en þegar ég spyr hann hvort það sé rétt sem ég heyri, að hann sé eins og fiskur á þurru landi í vatnsmiklum ám þar sem hann geti ekki vaðið upp í háls, þá hristir hann höfuðið og segir það ekki rétt, hann hafi til dæmis fengið mokveiði í Laxá í Aðaldal. En skemmtilegast þyki honum að veiða í meðalstórum ám, og uppáhaldsámar hans séu Laxá í Kjós, Kjarrá, Miðljarðará og Laxá á Asum. „Ain er nokkurs konar undirspil, kemur mér oft fyrir sjón- ir eins og hún hafi ákveðinn per- sónuleika," segir hann. Mönnum hefur verið tíðrætt um þetta sjötta skilningarvit sem Þór- arinn hafí, hann flengist um ána og sé óhemju glöggur á það hvar fiskinn sé að finna, konii stundum að hyl, rétt líti á hann og segi: Hér er enginn fiskur. Fari svo aðeins ofar og mokveiði. Einhveiju sinni var hann að niðurlotum kom- inn eftir langan og góðan veiðidag og mikinn laxaburð langa leið. Fleygir hann sér niður til að kasta mæðinni, en rís svo allt í einu upp við dogg, rýnir út í ána og segir: Þama er einn við steininn. Og að skilgreina veiðihvötina en þetta er eitthvað innra með manni sem er ólýsanlegt, einhver kitlandi spenna." Bridsspilari Þórarinn er fæddur og uppalinn í Borgarfirði, sonur hjónanna Sigríðar Guðmundsdóttur og Sig- þórs Þórarinssonar hreppstjóra í Einarsnesi. Hann starfar nú sem tannlæknir í Reykjavík, en var ekki hár í loftinu þegar hann byij- aði að veiða, því ef hann komst í pytt þá var stöngin á lofti, eins og hann sjálfur segir. Veiðiskapinn fór hann þó ekki að stunda fyrir alvöru fyrr en á Verslunarskólaárunum og hefur vart sleppt úr sumri síðan. Ein- ■hveiju sinni fór þó Þórarinn Sig- þórsson á sólarströnd, en var flúinn eftir fjóra daga því honum leiddist svo. Veiðimannseðlið er þó ekki ein- göngu bundið við laxinn, því hann stundar einnig ijúpnaveiðar á haustin. Bridsspilan er hann líka góður, margfaldur íslandsmeistari, Lifsþróttínn fær hann á sumrin og tilganginum er náð þegar hann veiðir vel. í Laxá á Ásum með 12 tíl 14 punda laxa. Veiðimaðurinn sér eins og fugl„og þegar fiskurinn opn- ar hjaftínn tíl að anda þá slakar hann maðkinum beint upp í hanri. Þetta leika fáir eftír honum.“ og segir hann mér að fyrir skömmu hafi þau verið í Laxá í Ásum. „Um morguninn fer ég með veiðifélaga mínum upp á efra svæðið og konan kemur með. Eitthvað er þetta tregt, ekki nema einn eða tveir fiskar eftir tæpa tvo tíma, svo hún segir snúðugt: Hér er ekkert að ske, ég fer bara og halla mér aftur. En þetta var nú einmitt dagurinn sem við fengum 58 fiska!“ MorgvnDlilu,“' notar gleraugu. Honum leiðist t.a.m. að veiða í rigningu, „því þá er ég alltaf að pússa gleraugun", kýs að hafa skýjað en þó bjart á milli. En hann er sem sagt fljótari en margur annar að greina hluti. „Ég fer alltaf með bridsfélögum mínum eða „Veiðisveitinni“ eins og hún er kölluð, austur í Selá í Vopnafirði að veiða,“ segir Þórar- inn, „en svo datt einhveijum það snjallræði í hug að breyta til og fara á sjóstöng í lúðu á Breiðafirð- inum. Segir þá einn félagi minn: Ég skal veðja að nú veiðir þú ekk- ert á við hina, því nú duga ekki þessi gleraugu þín til að sjá ofan í kolgrænan sjóinn. En ég veiddi nú það sem veitt var í þessari ferð, hinir urðu ekki einu sinni varir. En það var nú bara slembilukka!“ MAÐUR NOKKUR stóð í miðri á með stöngina sína en varð ekki var. Annar sem stóð eilítið ofar tók hins vegar laxa allt í kring og krækti að lokum í einn milli fótanna á þeim sem ekkert fékk. Sá fyrrnefiidi varð að vonum miður sín enda ekki fyrir neinn meðalmann að þola slíkar aðfarir, en sá fengsæli hélt vitaskuld áfram að fá hann því hér var á ferð- inni hinn frækni og margum- ræddi veiðimaður, Þórarinn Sigþórsson tannlæknir í Reykjavík. þótt magnþrota væri renndi hann eftir honum og bætti honum í kös- ina. „Þetta minnir mann á íslend- ingasögumar," sagði maður nokk- ur, „þeir lágu svo vel við höggi að ekki var annað hægt en að kljúfa þá í herðar niður.“ Þórarinn segist vissulega oft finna það á sér hvar fiskurinn sé. „En auðvitað kemur þessi tilfinn- ing þegar maður er orðinn öllum hnútum kunnugur. Veiðin fer líka eftir vatninu, veðráttu, árstíma og t.d. hvort stórstreymt sé. Gífurleg- ur áhugi og góð ástundun hefur líka mikið að segja. Menn hafa nú stundum reynt og gat oft hér á árunum gleymt sér í þeim leik. Segir sagan að hann hafi eitt sinn verið að spila í Domus að sumri til og hafi þá verið heitt í veðri og mikil sól. Var hann allvel búinn, í tvennum peys- um og jakka, og fara menn að taka eftir því að „manninum líður djöfullega“ eins ög sögumaður komst að orði, svitinn bogaði af honum og hann hálfdottaði. En allt í einu stekkur hann upp og segir: Hver skrambinn, er ég í peysu? Ég hélt ég væri orðinn veik- ur! Þórarinn keppti í brids í 18 ár en er hættur því núna, spilar þó oft við kunningjana. En allar helg- ar er hann að veiða, stundum í miðri viku líka og hefur þann hátt- inn á, að í staðinn fyrir að fara í sumarfrí þá vinnur hann hálfa vik- una, og segir það koma betur út fyrir sjúklinga sína sem geti þá náð í hann allt sumarið. — En er ekki konan þín að verða /vitlaus á þessu? spyr ég hann./ „Nei, mér hefur nú ekki enn tekist að gera hana það,“ segir hann, „því ég er tiltölulega nýgift- ur.“ En kona hans, Ragnheiður Jóns- dóttir, fer oft með honum að veiða Einn daginn er hann að veiða uppi í Kjós og þá spyr ég hann hvað sé nú það mesta sem hann hafi fengið? Og hann verður ekkert nema hógværðin þessi prúði maður og segir mér að mest hafi hann fengið 812 fiska á einu sumri. Það er því ekki að undra þótt margar og miklar sögur fari af veiðimanninum. Segja menn að Þórarinn noti ákveðna tækni sem kennd er við Kristján í Crystal, en hún felst helst í því að sjónrenna. Þórarinn hefur fimm til sex sökkur á stöng- inni og lýsti ungur stangveiðimað- ur aðferðum hans á þessa leið: „Tóti gengur niður eftir ánni, veð- ur hana upp undir hendur, sér fisk- inn, því hann sér eins og fugl maðurinn, og þegar fiskurinn opn- ar kjaftinn til að anda þá slakar hann maðkinum beint upp í hann. Þetta leika fáir eftir honum.“ Einhveiju sinni átti Þórarinn líka að hafa fengið tvo laxa í einu rennsli í Elliðaánum. Hafði þá öng- ullinn með maðkinum farið út um tálknin á fyrri laxinum og ofan í þann næsta sem við hlið hans var. Sjötta skilningarvitið Honum finnst skemmtilegra að veiða á maðk því það er erfiðara. Hér fékk hann þó einn 19 punda á flugu í Myrkhyl í Austurá. LAXAKÓNGURINN GOÐSAGMR í LIFANDA LÍFI ÞÓRARINN SIGÞÓRSSON^^^^^^*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.