Morgunblaðið - 27.08.1989, Qupperneq 1
88 SIÐUR B/C
193. tbl. 77. árg.
SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1989
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS
Skylda að bera
skilríki í Peking
Peking. Reuter.
ÖLLUM Pekingbúum, 16 ára og eldri,
hefur verið fyrirskipað að bera alltaf
á sér persónuskilríki og framvísa þeim
þegar her- eða lögreglumenn krefjast.
Lög þessa efhis taka gildi 1. september
nk. en í Peking hefur enn ekki verið
aflétt herlögunum, sem sett voru 20.
maí sl. Eru vopnaðir hermenn enn á
verði við brýr og mikilvæg gatnamót
og krefjast þess reglulega, að vegfar-
endur sýni skilríki. I október nk. eiga
allir Kínverjar að vera komnir með ný
persónuskilríki. Vestrænir stjórnarer-
indrekar í Peking telja, að nokkur
þúsund manns hafi verið handtekin
síðan andóf námsmanna var brotið á
bak aftur í júní sl.
Gáleysisleg
skíðamennska
Lillehammer. Reuter.
SAUTJÁN ára norskur skíðamaður
hefur verið ákærður fyrir gáleysislega
skiðamennsku, sem leiddi til þess, að
sjö ára stúlka slasaðist illa. Litla stúlk-
an þurfti að liggja á spítala í tvo mán-
uði. Pilturinn er ákærður fyrir að hafa
með gáleysi sínu valdið slysinu og á
yfir höfði sér allt, að sex mánaða fang-
elsisdóm.
Danmörk:
Prinsarnir í
frjálsu falli
Kaupmannahöhi. Frá Nils Jörgen Bruun, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
DÖNSKU prins-
arnir, Friðrik
og Jóakim,
munu í fyrsta
skipti stökkva í
fallhlíf úr
þriggja kíló-
metra hæð á
mánudag. Er
það liður í þjálf-
un þeirra hjá
orrustuflug-
sveit, sem hefur
aðsetur í Ála-
borg. Þeir munu
einnig læra að
stjórna F-16-
orrustuþotu.
Prinsarnir munu stökkva fjórum sinn-
um hvor og hefja hvert stökk á ftjálsu
falli í um það bil eina mínútu, áður en
fallhlífarnar verða opnaðar. Móðir
þeirra, Margrét Þórhildur, hefur sett
sem skilyrði, að drengirnir verði ekki
um borð í sömu flugvélinni samtímis.
LEYNDARDOMAR TRITONS
Reuter
Myndir frá Trítoni, fylgitungli reikisfjörnunnar Neptúnusar, hafa vakið mikla athygli vísindamanna, sem segja þær sýna að
á tunglinu séu eldflöll og jöklar, Qallahryggir og klettabelti, frosin vötn og mýrlendi. Myndina að ofan tók bandariska könnun-
arfarið Voyager af Tríton á fostudag. Sjá „Afrakstur ferðar Voyagers ...“ á bls. 4.
Takako Doi í samtali við Morgunblaðið:
Útílokar ekki þingkosningar
í Japan eftir nokkrar vikur
TAKAKO Doi, formaður japanska Sósíalistaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar á japanska þinginu eftir sigur flokksins í kosningunum til öldungadeildar
japanska þingsins í júlí, sagði í símtali við Morgunblaðið nú fyrir helgina, að hún
útilokaði ekki að efiit yrði til kosninga þegar í nóvember. Að öllu óbreyttu ætti
að kjósa til neðri deildarinnar eftir tvö ár. Staða stjórnarflokksins, helsta andstæð-
ings Doi, veiktist enn í vikunni vegna hneykslismála og afsagnar helsta aðstoðar-
manns forsætisráðherrans. Var kona skipuð í hans stað í von um að unnt yrði að
skáka Doi.
Takako Doi er fyrsta konan sem kemst
til pólitískra áhrifa í Japan og jókst
fylgi flokksins mjög mikið í kosningunum
nú í júlí. í símtalinu sagðist hún stolt af
þeirri samstöðu sem japanskar konur hefðu
sýnt. „Mér finnst að konur víða um lönd
geti glaðst, fyrst þetta er unnt í Japan leyfi
ég mér að segja það eigi að vera hægt
hvar sem er í heiminum."
Þegar hún var spurð hvernig það legðist
í hana að taka við forsætisráðherraembætti
ef flokkur hennar ynni ámóta sigur í næstu
kosningum hvort sem þær verða í nóvember
eða ekki sagði Takako Doi: „Við skulum
nú sjá til. Það er best að tala gætilega en
ég hef aldrei skorast undan að axla ábyrgð
og hef vonandi það sjálfstraust sem til þarf.“
Sjá Mannsmynd og símaviðtal við
Takako Doi á bls. 14 og 15.
ÞORP í HELJARÞRÖM
I\KVKO
10