Morgunblaðið - 27.08.1989, Side 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1989
.
Ráðuneytið óskar
sátta í Jónsmálinu
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefiir óskað eftir því að gerð verði sátt
í svokölluðu Jónsmáli. Kæru Jóns Kristinssonar á hendur íslenskum
stjórnvöldum til Mannréttindanefiidar Evrópu var síðastliðið vor vísað
til dómsmeðferðar hjá Mannréttindadómstólnum, og er fyrirhugað að
taka málið þar fyrir í febrúar næstkomandi. Óformlegar viðræður um'
sættir í málinu hafa átt sér stað, en að sögn Eiríks Tómassonar lög-i
manns Jóns hefjast formlegar viðræður væntanlega á næstunni.
Jón Kristinsson kærði íslensk
stjórnvöld fyrir rúmlega þremur
árum til Mannréttindanefndarinnar.
Kæruna byggði Jón á því að hann
sætti sig ekki við að sami maður
kæmi fram bæði sem lögreglustjóri
og dómari í ákærumáli sem höfðað
var gegn honum, þar sem það bryti
í bága við stjómarskrána, sem kveð-
ur á um aðskilnað dómsvalds og
Fjórir slösuð-
ust í árekstri
FJÓRIR menn slösuðust i hörðum
árekstri á Reykjanesbraut
skammt frá Straumsvík um klukk-
an sjö að morgni laugardagsins.
Meiðsli þriggja voru talin lítils-
háttar en einn slasaðist nokkuð,
þó ekki lífshættulega.
framkvæmdavalds. Mannréttinda-
nefndin ályktaði einróma að íslénsk
stjómvöld hefðu gerst brotleg við 1.
málsgrein 6. greinar mannréttinda-
sáttmálans, og óskaði eftir að málið
yrði tekið fyrir hjá dómstólnum til
að fá úr því skorið hvort brotið hefði
verið gegn réttindum kæranda sam-
kvæmt áðumefndri málsgrein.
Sáttaumleitanir dómsmálaráðu-
neytisins eiga sér stað á grundvelli
þess að síðastliðið vor vom samþykkt
á Alþingi lög um aðskilnað dóms-
valds og umboðsvalds í héraði, en
þau taka gildi 1. júlí á næsta ári.
Eiríkur Tómasson sagði það vaka
fyrir Jóni að fá réttlætingu á sínu
máli, og ef það tækist í sáttargjörð
og hann fengi þar með viðurkenningu
á sínum málstað, þá myndi hann
eflaust vera reiðubúinn til að gera
sátt í málinu.
ísaflarðardjúp;
Gullkista -
ruslakista?
fsafirðí.
LÍNUVEIÐAR smábáta hafa að mestu lagst af í
ísafjarðardjúpi, en þó eru tvær litlar trillur á
línu frá ísafirði. Sigurður Finnbogason formaður
á Einari ÍS 457 var með góðan afla á miðvikudag-
inn, sem hann fékk undan Óshlíð.
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Sigurður Finnbogason, formaður á Einari ÍS 457,
kemur að landi með góðan línuafla.
Sigurður var ánægður með aflann, en sagði að
alls kyns msl kæmi iðulega upp með lóðinni.
„Mér finnst þetta hafa lagast töluvert síðan Siglinga-
málastofnun kom af stað umræðum um þessi mál
og ég held að það hafi verið tii mikilla bóta þegar
settur var mslagámur á höfnina. En það kom við
mann að sigla hérna út í blíðviðrinu í morgun og
finna mengunarstybbuna af sjónum út allan fjörð
og fá netadræsur og poka með brotnum ölflöskum
með öðra á, lóðimar.
Ef marka má gömlu mennina þá er nú fiskur inn
eftir öllu Djúpi, þeir sögðu að þegar ýsan væri kom-
in inn með Óshlíðinni, þá fengist hún inn eftir Djúpi.
En við megum ekki gera Gullkistuna okkar að msla-
kistu,“ sagði Sigurður að lokum.
- Úlfar
Undanþáguveitingum til sláturhúsa hætt á næsta ári;
Fimm hús óska úreldingar
Rúta á leið frá Keflavík rakst á
Toyota Tercel bíl á leið í gagn-
stæða átt. Að sögn lögreglu er talið
að ökumaður rútunnar, sem var einn
í bílnum hafí dottað og misst bíl sinn
yfír á öfugan vegarhelming. Við
áreksturinn valt rútan eina veltu og
hafnaði á hjólunum utan vegar.
Fólksbíllinn er gjörónýtur eftir
áreksturinn og em mennimir þrír
sem í honum vom taldir hafa sloppið
ótrúlega vel frá árekstrinum.
UMSÓKNIR um úreldingu fimm I
sláturhúsa hafa nú borist land-
búnaðarráðuneytinu og er jafhvel
von á fleiri óskum um úreldingu, |
að sögn Níelsar Arna Lund, deild- I
arstjóra í landbúnaðarráðuneyt-
inu. Verðmiðlunarsjóður land-
búnaðarins greiðir bókfært verð |
fyrir eignir sláturhúsanna. Þau
hús, sem búið er'að úrelda, hafa
verið mjög verðlítil, að sögn Níels-
ar Árna.
au hús, sem nú hafa óskað eftir
úreldingu, era sláturhúsin á
Dalvík, Kópaskeri, Reyðarfírði, Fag-
urhólsmýri og Laugarási í Biskups-
tungum. „Fækkun sauðfjár og riðu-
niðurskurður á sumum svæðum hef-
ur kallað á fækkun sláturhúsa. Jafn-
framt er verið að úrelda léleg slátur-
hús, sem verða að byggja sig upp
með æmum tilkostnaði ef þau ætla
að standast löggildingu á næsta ári,“
sagði Níels Ámi.
Tuttugu og tvö af þeim 38 slátur-
húsum, sem starfandi vom í fyrra,
þurftu að sækja um undanþágu til j
landbúnaðarráðherra þar sem þau
vom ekki í löggiltu ástandi. Útlit er
fyrir að sláturhúsum fækki eitthvað
í haust frá því sem var í fyrra, en
umsóknarfrestur um sláturleyfí
rennur út þann 1. september nk.
Landbúnaðarráðherra er heimilt
að veita ólöggiltum sláturhúsum
undanþágu til slátranar í haust, en
á næsta ári fellur sú heimild úr gildi.
Afurðastöðvanefnd, sem skipuð er
tveimur mönnum, skilaði af sér svo-
kallaðri sláturhúsaskýrslu fyrir
tveimur ámm og lagði nefndin þá
til að sláturhúsum á landinu yrði
fækkað úr 49 í 18.
Ingi Bjöm flyt-
ur vantraust
á stjórnina
INGI Björn Albertsson, þingmað-
ur Frjálslynda hægri flokksins,
ætlar fyrir hönd flokksins að flytja
tillögu um vantraust á ríkisstjórn-
ina er þing kemur saman í haust.
Ingi Bjöm sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann hefði ekki kann-
að væntanlegan stuðning við van-
trauststillögu til hlítar. Hann teldi
sig eiga stuðning Sjálfstæðisflokks-
ins vísan, og einnig vænti hann
stuðnings Kvennalistans. Hann sagð-
ist einnig ætla að leita til Stefáns
Valgeirssonar um stuðning. Borg-
araflokkurinn væri tvístígandi þessa
dagana og erfítt væri að segja til
um afstöðu hans.
Aðspurður hvort hann myndi leita
til einhverra stjómarþingmanna til
að styðja vantraustið, sagði Ingi i
Björn að Skúli Alexandersson hefði
sagt strax eftir myndun stjórnarinn-
ar að hann myndi ekki veija hana j
vantrausti, og nú væri komið að efnd-
um á þeirri yfírlýsingu. „Aðrir stjórn-
arþingmenn hafa látið dólgslega,
krafizt kosninga og fleira í þeim
dúr. Það er spurning hveijir vilja
sýna vilja sinn í verki,“ s'agði Ingi
Björn.
Þróun inn- og útlánsvaxta þaó sem af er þessu ári í samanburöi við iánskjaravísitöiu
40—LÁNSKJ ARAVÍSIT ALA:
o/0 Breyting hvers mánaöar
reiknuö til árshækkunar
Alm. sparisjóðs-
bækur
JAN FEB MAR APR MAI JUN JUL AG
% LÁNSKJARAVI'SITALA:
30-s
10---#—Skiptikjara-
reikningar
JAN FEB MAR APR MAÍ JÚN JÚL ÁG
10—Óverötryggö
skuldabréf
JAN FEB MAR APR MAÍ JÚN JÚL ÁG
Verötryggö skuldabréf
JAN FEB MAR AR0 MAÍ JÚN JÚL ÁG
Búist við verulegri lækk-
un nafiivaxta 1. september
TREGÐA bankanna tíl að lækka nafnvexti í kjölfar minni verðbólgu
síðustu tvo mánuði skýrist að verulegu leyti af hundruð milljóna
króna tapi þeirra fyrr á árinu þegar verðbólgan þaut upp á við en
nafiivextímir sátu eftir. Það sést glögglega á meðfylgjandi línuritum
þegar nafiivextir eru bornir saman við hækkun lánskjaravísitölunn-
ar fyrstu mánuði ársins. Þess er hins vegar vænst nú að tiikynnt
verði um verulega lækkun vaxta um næstu mánaðamót, enda meðal-
vextír nú um 30% þrátt fyrir að hækkun lánskjaravísitölunnar í
júlí hafi verið rúm 8% og í ágúst rúm 13%.
Viðmælendur Morgunblaðsins
innan bankakerfísins nefndu
einnig að reynslan sýndi einfald-
lega að dálítinn tíma tæki fyrir
nafnvextina að laga sig að sveifium
verðbólgunnar bæði til hækkunar
og lækkunar. Það sýni meðal ann-
ars vandkvæði vaxtaákvarðaiia við
jafn sveiflukennt verðbólgustig og
ríkt hefur hér-
lendis undan-
farið. Þá verði
að skoða verð-
bólguþróunina
til lengri tíma,
þriggja mánuða
hið minnsta, og leggja ekki of mik-
ið upp úr verðbóigustigi einstakra
mánuða. Þannig sé reynt að jafna
út sveiflumar og halda eðlilegum
raunvöxtum til lengri tíma litið.
Þá er einnig nefnt að reynsla
bankanna af afskiptum ríkisvalds-
ins af vaxtamálum snemma árs,
þegar það beitti miklum þrýstingi
til að halda nafnvöxtunum niðri
þrátt fyrir vaxandi verðbólgu með
þeim afleiðingum að bankarnir töp-
uðu stórfé, hafi gert það að verkum
að þeim þyki skynsamlegt að fara
sér hægt í nafnvaxtalækkunum.
Það sé engan veginn tryggt að
sagan endurtaki sig ekki í haust.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, segist
BAKSVIÐ
eftir Hjálmar Jónsson
ekki í neinum
vafa um að
nafnvextir
lækki vemlega
um næstu mán-
aðamót. Mun-
urinn nú sé alltof mikill, þó segja
megi að hann hafí verið öfugur
fyrr á árinu. Hann hafí rætt málið
við bankastjóm Seðlabankans, sem
sé honum algerlega sammála og
muni leggja að bönkunum að vera
ekki svona svifaseinir. Hann sé í
litlum vafa um að tregða bankanna
skýrðist að veralegu leyti af tapi
þeirra í upphafi ársins.
Þjóðhagsstofnun spáði í maí-
mánuði 21% verðbólgu frá upphafi
til loka ársins, en spáir nú 23%
hækkun framfærsluvísitölunnar,
einkum vegna meira gengissigs en
gert hafði verið ráð fyrir. Láns-
kjaravísitalan mun væntanlega
hækka minna, þar sem laun munu
ekki halda í við verðlagshækkanir
það sem eftir er ársins, en launa-
vísitala vegur nú ys í lánskjaravísi-
tölu. Spáð er 19,7% hækkun henn-
ar frá upphafí til loka ársins og
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, segir að búast megi
við 1,5% hækkun hennar að meðal-
tali á mánuði út árið, en það jafn-
gildir um 20% verðbólgu.
Afar erfítt er að spá fyrir um
þróunina hvað varðar vexti af verð-
tryggðum skuldbindingum. Þeir
urðu hæstir rétt tæp 10% á verð-
bréfaþingi í júní í fyrra, en vom í
júlí í ár 6,9%. Meðalvextir ban-
kanna vom 8,8% í upphafi ársins
eftir að hafa orðið hæstir 9,5% á
síðasta ári, en em nú 7,4%. Eiríkur
Guðnason, aðstoðarbankastjóri
Seðlabankans, sagði að vaxtalækk-
unar hafí verið farið að gæta á
verðbréfaþingi áður en ríkisvaldið
fór að þrýsta á vextina. Hins vegar
kunni þrýstingur ríkisvaldsins að
hafa flýtt fyrir lækkun banka-
vaxta. Hann sagði óvissuna um
framhaldið afar mikla. Hann ætti
ekki von á miklum breytingum á
þessum vöxtum og ekki eiga von
á frekari lækkun að sinni. Hvað
bankavexti varði sé helst að vænta
breytinga í tengslum við kjörvaxta-
kerfi, sem sífellt fleiri bankar taki
í gagnið.
Sigurður B. Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar
Iðnaðarbankans, segir að markaðs-
aðstæður hafi haldist í hendur við
aðgerðir ríkisvaldsins og það sé
skýringin á því að vextirnir hafi
lækkað undanfarið. Horfurnar
framundan séu hins vegar afar
óvissar. Líklegast sé að þeir haldist
svipaðir, en kunni að hreyfast held-
ur upp á við er líður á árið.
í sambandi við óverðtryggðu
vextina benti Sigurður á að for-
vextir rikisvíxla hefðu verið 27%
þar til miðvikudaginn 23. ágúst að
þeir hefðu lækkað um 2%. 27%
forvextir af 90 daga víxli jafngiltu
liðlega 32% eftirágreiddum vöxt-
um. Þessir vextir hlytu að vera
gmnnvextir óverðtryggðra lána, á
sama hátt og spariskírteini mynd-
uðu vaxtagólfíð hvað varðaði verð-
tryggð lán, þar sem ríkið væri
traustasti lántakandinn. Það væri
því í hæsta máta óeðlilegt ef bank-
ar hefðu lækkað óverðtryggðu
vextina niður fyrir 30% þann 21.
ágúst síðastliðinn.