Morgunblaðið - 27.08.1989, Síða 6

Morgunblaðið - 27.08.1989, Síða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT -J8ei T2U0A .VS flUOAG’JVIMUe OICÍAJaVÍUOaOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1989 Guðmundur Emilsson nýráðinn tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins: Eldhugi með popparafortíð Guðmundur Emilsson GUÐMUNDUR Emilsson var i síðustu viku ráðinn tónlistar- sljóri Ríkisútvarpsins til fjög- urra ára. Guðmundur hefur komið víða við í tónlistinni. Samhliða námi í Tónlistarskó- lanum vann hann fyrir sér með því að leika í dægurlagahljóm- sveitum en eftir að hann kom heim úr tónlistarnámi í Banda- ríkjunum árið 1981 stofiiaði hann íslensku hljómsveitina og hefur verið potturinn og pann- an í henni síðan auk þess að sinna ýmsum öðrum störfum. Líf Guðmundar snýst um tónlist og Qölskylduna, og kemst þar fátt annað að, um það voru all- ir viðmælendur sammála. Einn vissi reyndar til þess að hann hefði farið einu sinni í golf fyr- ir skömmu en taldi það hafa verið í fyrsta skipti. Guðmundur Emilsson fæddist í Reykjavík 24. apríl 1951. Foreldrar hans eru Álfheiður Guð- mundsdóttir, húsmóðir og söng- kona, og sr. Emil Björnsson, fyrr- um dagskrárstjóri sjónvarpsins. Eftir að hafa lokið landsprófi við Réttar- holtsskóla hóf Guðmundur nám í undir- búningsdeild að kennara- prófi við Tón- listarskólann. Hann lauk kennara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1971, tvítugur að aldri. Guðmundur hélt síðan utan til náms og lauk BA-prófi í tón- menntum frá Eastman School of Music 1975 og master-prófi í tón- fræðum frá sama skóla árið 1981. Guðmundur hefur undanfarið unnið að doktorsritgerð um kór- og hljómsveitarstjóm við Indiana University í Bandaríkjunum. Það má segja að tónlistarferill Guðmundar Emilssonar hafi haf- ist er hann dvaldi þijú sumur sem barn á Efri-Brú í Grímsnesi, æskuheimili Tómasar Guðmunds- sonar, skálds. Húsfreyjan á Efri- Brú, Amheiður Böðvarsdóttir, átti mikið og vandað stofuorgel, sem hafði verið flutt með hestakerru frá Reykjavík, og fékk Guðmund- ur að spila á orgelið í stað þess að reka kýrnar. „Hann var ljúfur og skemmtilegur drengur og hef- ur alla tíð snúið sér að tónlist- inni. Ég held að það eigi vel við hann enda foreldrar hans líka mjög músíkalskir," sagði Arn- heiður. „Þegar hann tók í orgelið þá spilaði hann bara það sem honum datt í hug. Ég varð ekki vör við að hann notaði nótnabæk- umar en það hljómaði allt vel.“ Hún sagði að Guðmundur hefði ekki verið mikið fyrir að umgang- ast kýrnar heldur mun frekar vilj- að vera úti í náttúrunni og hlusta á fuglasönginn. Það hefði þó lítið gert til þar sem nóg hefði verið um aðra drengi. Arnheiður hefur haldið sam- bandi við Guð- mund í gegn- um árin og finnst henni hann lítið hafa breyst frá því á sumrunum á Efri-Brú. Hann væri alltaf sami hugljúfinn. í Réttarholtsskóla hélt Guð- mundur áfram á tónlistarbraut- inni og spilaði þar með í skóla- hljómsveitum. Tónlistin varð þó ekki að atvinnu hans fyrr en í Tónlistarskólann var komið en á námsárum sínum þar vann hann fyrir sér með þvi að leika með dægurlagahljómsveitum. Guð- jnundur lék t.d. einn vetur með hljómsveitinni Oríon í Þjóðleik- húskjallaranum ásamt m.a. Snorra Snorrasyni, tónlistar- manni. „Við hefðum ekki getað fengið betri mann en Guðmund, hann var með þetta allt á hreinu,“ sagði Snorri. „Hljómsveitin hafði spilað saman í nokkurn tíma þeg- ar hann kom inn í hana og var hann eldsnöggur að læra alla efn- isskrána." Þeir sem til þekkja telja að Guðmundur hafi þegar verið bú- inn að fá hugmyndina að því að stofna aðra hljómsveit hér á landi, við hlið Sinfóníuhljómsveitarinn- ar, meðan hann var við nám í Bandaríkjunum. Árið 1980, um það leyti sem Guðmundur var að koma heim frá námi, fékk hann það verkefni að setja saman kammersveit fyrir Listahátíð. Þar með var skrefið stigið til hálfs og skömmu síðar var Islenska hljóm- sveitin stofnuð. Ásgeir Sigurgestsson, sálfræð- ingur, sem tók þátt í-að stofna íslensku hljómsveitina með Guð- mundi og sat í stjórn hennar allt fram til ársins 1988, segir Guð- mund hafa komið til sín og farið fram á að hann tæki þátt í því verkefni að stofna aðra hljóm- sveit. Hefðu flestir talið það vera fásinnu í upphafi. Guðmundi hefði þó tekist að gera þessa hugmynd að veruleika. „Guðmundur er í einu orði sagt eldhugi og það sem meira er, eldhugi sem hefur út- hald og er óþijótandi hugmynda^*, brunnur. Á þessu hefur Islenska hljómsveitin flotið. “ Ásgeir sagði Guðmund fyrst og fremst vera mjög laginn og flinkan að fá fólk með sér til vinnu. Það væri eitt af því sem gerði það að verkum að ýmislegt hefði orðið að veru- leika sem fáir hefðu haft trú á. Ólafur Jónsson, upplýsingafull- trúi Reykjavíkurborgar, tók í sama streng, en þeir Guðmundur hafa undanfarin' ár verið með skrifstofu í sama húsi við Fríkirkjuveg. „Guðmundur hefur mjög mikla skipulagshæfileika og mikinn eldmóð til starfa,“ sagði Ólafur. „Það er ótrúlegt að einum manni skuli hafa tekist að gera allt sem hann hefur gert. Hann hefur skipulagt starf íslensku hljómsveitarinnar, stjórnað henni og séð um að afla tekna samhliða því að skrifa doktorsritgerð, stjórna kórum, skrifa greinar, vinna að dagskrárgerð og kenna. Maðurinn er einstaklega duglegur og atorkusamur og sú vinna sem hann innir af hendi er mjög vönd- uð.“ SVIPMYND eflir Steingrím Sigurgeirsson Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jón Guðmundsson sérfi-æðingur í frærækt og Karl Einarsson sláttu- maður kanna árangurinn af slættinum. Landgræðsla ríkisins: Fræuppskera af lúp- ínu í ár nægir til upp- græðslu 2.000 hektara Selfossi. LÚPÍNUSLÁTTUR og frætekja eru nýhafin hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti. í ár verða slegnir 27 hektarar sem er helmingi meira en í fyrra. Búist er við að fræuppskeran af lúpínunni verði um 2 tonn í ár. í landgræðslusán- ingu nægir það magn á 2.000 hektara lands. Melskurður og söfiiun melfræs eru einnig nýhafin á vegum Landgræðslunnar í Mý- vatnssveit og í Meðallandi. Avegum Landgræðslunnar er búið að sá lúpínu í rúmlega 100 hektara fræakra. Næsta vor verða 80 hektarar af ökrunum komnir í gagnið og 1991 verður unnt að slá um 100 hektara til fræöflunar. Ekki er reiknað með að bæta við fræökr- um að sinni. Kornbændur í Landeyj- um eru byijaðir að slá lúpínu til fræ- tekju. í ljós hefur komið að markað- ur er fyrir lúpínufræ hjá sveitarfé- lögum sem vilja standa að upp- græðslu. Lúpínufræið er þurrkað í fræverk- smiðju Landgræðslunnar í Gunnars- holti og hreinsað. Að sögn Jóns Guðmundssonar sérfræðings í fræ- rækt getur lúpínufræið orðið álíka viðbót og öll sáning með grasfræi er nú hjá Landgræðslunni. Reiknað er með að lúpínunni verði fyrst sáð innan landgræðslugirðinga svo sem á söndunum við Þorlákshöfn og á Skógasandi. í landgræðslusáningu fer eitt kíló af fræi á hektara. Með því að 90 kíló fáist af hektara á fræ- ökrunum nægir fræuppskeran, eftir að allir fræakrar eru komnir í gagn- ið, til uppgræðslu 8-9000 hektara. I ár er ekki reiknað með mikilli uppskeru melfræs vegna þess hversu veðurfar hefur verið óhagstætt á Suðurlandi og á Vestfjörðum í sum- ar. Melurinn blómstraði seint og óvíst hversu fræmyndunin verður mikil en gott haust getur skipt miklu máli. Settur hefur verið upp nýr búnað- Unnið að lúpínuslætti á fræakri við Gunnarsholt. ur til að þurrka, hreinsa og flokka melfræ og annað fræ sem berst til fræverksmiðjunnar í Gunnarsholti. Melfræið er forþurrkað með einföld- um súgþurrkunarbúnaði í gámum á stöðunum þar sem melurinn er skor- inn. Gámarnir eru síðan fluttir til verksmiðjunnar og tengdir þar við þurrkara. Fræið er hreinsað og flokkað yfir veturinn og búið undir sáningu. Við hreinsun á melfræinu er hismið burstað af og þá verður eftir nakið fræ sem hægt er að sá með raðsáningarvélum eða úr flug- vél eftir að það hefur verið húðað og þyngt með steinefnum. í fyrra var gerð tilraun með að sá melfræi í fræakra með það fyrir augum að spara vinnu við að ná fræinu. Reiknað er með að árangur af þessari tilraun komi að einhveiju leyti í ljós næsta ár. Sig. Jóns. Óhrædd við stein- bítinn Þegar Suður- eyrarbátarnir koma inn á kvöldin fara margir niður á höfti til að fylgj- ast með lífínu þar og sýna sig og sjá aðra. Þessi unga hnáta var að taka á móti pabba sínum og ekki var sú stutta hrædd við vígalega tann- garða steinbít- anna, sem lágu þarna í karinu. Stúlkan heitir Petra Guðmunds- dóttir. Gjaldþrot í Reykjavík: Steftiir í 50% flölgun milli ára ÁLÍKA margar gjaldþrota- beiðnir á einstaklinga og félög hafa borist skiptaráðandanum í Reykjavík í ár og allt árið í fyrra. 1240 beiðnir um gjald- þrotaskipti höfðu borist síðast- liðinn miðvikudag en allt árið í fyrra bárust 1327 beiðnir. Gjald- þrotabeiðnum hefur Qölgað ár frá ári síðan 1983 þegar 246 beiðnir bárust borgarfógeta. í ár hafa hins vegar borist að meðaltali 37 beiðnir borist á viku sem þýðir að hverjar tvær stundir sem afgreiðsla embætt- isins er opin berast þrjár beiðn- ir um gjaldþrotaskipti. etta kemur fram í fréttatil- kynningu sem Verzlunarráð íslands hefur sent frá sér. Þar segir einnig að með sama áfram- haldi verði gjaldþrotabeiðnir 1930 á árinu öllu eða meira en 50% fleiri en í fyrra. Beiðnum haldi hins vegar áfram að fjölga og enn haili undan fæti í atvinnulífinu almennt. Sé gengið útfrá óbreyttri efnahagsstefnu stjórnvalda það sem eftir lifir ársins kæmi ekíri á óvart þótt gjaldþrotabeiðnir í Reykjavík yrðu nær 2100 en 2000, segir Verzlunarráð. Aðalheiður Skarphéðins- dóttir sýnir í Hafnarborg AÐALHEIÐUR Skarphéðins- dóttir opnaði í gær sýningu í Hafnarborg, lista- og menning- armiðstöð Hafnarfjarðar. Á sýn- ingunni er grafík og teikningar, samtals 38 verk. Sýningin er önnur einkasýning Aðalheiðar. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga í Reykjavík, á Norðurlöndunum og víðar, síðast í Japan. Sýningin stendur til 10. október.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.