Morgunblaðið - 27.08.1989, Síða 14
I
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1989
TAKAKODOl,
FORMADTR JAPAASKA SÓSÍALISTAFLOIiKSlNS
Hún hefnr brotið
blað í sögn
japanskra kvenna
FRAM AÐ þeim tíma að Takako Doi varð formaður japanska Sósíalistaflokks-
ins fyrir tæpum þremur árum höfðu konur hvorki látið að sér kveða í stjórn-
málum né opinberu lífi. í Japan hefur verið og er dæmigert karlmannasam-
félag, og það liggur við að ég leyfi mér að segja að konur séu fyrirlitnar í Japan
í samræmi við fjölda þeirra — en þær eru um helmingur þjóðarinnar. Konur
hafa samkvæmt lögunum jafhræði og jafnrétti til náms og starfa, en þær hafa
tregðast við að nýta sér það, enda hefðin varla ríkari í öðru landi.
Það var aukinheldur Doi
hinn mesti fjötur um fót
að hún er kona ein og
hefur aldrei bundið
trúss sitt við karlmann og í kosn-
ingabaráttunni nú var það óspart
notað gegn henni af karlframbjóð-
endum. En allt kom fyrir ekki;
Sósíalistaflokkurinn vann sinn
mikla sigur og það er fyrst og
fremst sigur Takako Doi persónu-
lega. Konur flykktust á kjörstaði
sem aldrei fyrr og kusu Sósíalista-
flokkinn — og þó voru þær framar
öllu að votta Doi stuðning sinn og
virðingu.
Ég hitti Takako Doi þegar ég
var í Japan fyrir ári. Hún hafði
þá gegnt forystu í Sósíalista-
flokknum í tvö ár og menn þóttust
sjá merki þess að hún hefði gert
töluverðar breytingar á stefnu
hans, fært sig frá vinstri nær miðj-
unni, hún barðist fyrir umhverfis-
og mengunarmálum og hún réðst
harkalega gegn söluskattsfrum-
varpi sem stjómin hafði þá lagt
fram og var síðar samþykkt. Ekki
er vafi á að þessi söluskattur varð
mjög dijúgur á metunum í kosn-
ingabaráttunni og Doi notfærði sér
auk þess spillinguna innan stjórn-
arflokksins út í æsar.
Áður en ég kom til Japans í
fyrra hafði ég skrifað til Blaða-
mannamiðstöðvar landsins sem sér
um alls konar fyrirgreiðslu við er-
lenda blaðamenn. Elskuleg stúlka
þar, Midori Hanabusa, tók niður
spurningar mínar en sagði mér að
það væri ákaflega erfitt að fá sam-
tal við Doi, hún væri önnum kafin
og veitti sjaldan viðtöl. „Hún hefur
þó ekki sagt nei,“ sagði Midori.
Þá var mér hins vegar ekki kunn-
ugt um hvað
Japanir eiga
erfitt með að
segja nei, svo
að ég var hin
bjartsýnasta.
Það liðu dagar
MANNSIVIYND
eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur
og aldrei kom formleg neitun og
heldur ekki samþykki. Midori
hringdi daglega en allt kom fyrir
ekki, það var ekkert svar að hafa.
Ég hafði lesið um það í ritinu
Far Eastern Economic Review
þegar Doi var kosin formaður Só-
síalistaflokksins. Það þótti tíðind-
um 'sæta og þann tíma sem ég var
í Japan heyrði ég hvarvetna að hún
nyti mikillar virðingar meðal
kvenna. Konur hikuðu ekki við að
gera kröfur til hennar og þær dáð-
ust að henni og sögðu að hún
ætti eftir að koma miklu til leiðar
fyrir japanskar konur. Þær bættu
stundum við „hún er ekki kvenleg
og talar eins og karlmaður".
Ég þurfti að beita Midori for-
tölum til að hún léti mig fá síma-
númerið á skrifstofu Doi. Konan
þar talaði nægilega ensku til að
skilja um hvað ég var að spyija
þegar ég bað um heimasíma yfir-
manns hennar. Ég undraðist að
hún gaf mér númerið umyrðalítið.
Midori hafði sagt að Doi talaði litla
ensku en ég gerði tilraun engu að
síður.
Það var ógemingur að heyra
hvort fröken Doi mislíkaði að ég
hringdi heim til hennar að kvöld-
lagi. Hún hafði þægilega rödd, laus
við þennan skræka tón sem japan-
skar konur leggja sér til og er
ómissandi partur af áðurnefndum
kvenlegum þokka. Hún hló við
þegar hún heyrði að _það var
íslenska blaðakonan. „Ég gefst
upp,“ sagði hún. Við bundum fast-
mælum að hittast á skrifstofu
hennar í þinghúsinu tveimur dög-
um seinna.
Á leiðinni trúði Midori mér fyrir
því að konan á skrifstofu fröken
Doi hefði hringt til sín og kvartað
yfir mér. „Það er ekki venja að
vera svona ágengur og maður
hringir ekki heim til ókunnugs
fólks um kvöld hér,“ bætti hún við
kurteislega og þar hafði ég það.
Konur höfðu sagt að Takako
væri ekki kvenleg og ég gat því
eins búist við að hitta hin skverleg-
asta svark, ófrýnilegan útlits. En
þvert á móti, hún er fíngerð og
vel snyrt. Hún var í kátum rósótt-
um kjól með rauða eyrnalokka og
hálsfesti. I kringum hana voru
bangsar sem hún safnar á ferða-
lögum og mikið af blómum.
Yfirleitt kvaðst hún ekki veita
einkaviðtöl. „En þú varst kona og
virtist hafa lesið um mig áður. Og
ísland var spennandi. Auk þess
hef ég orðið vör við það síðustu
vikumar að þú varst nokkuð
ákveðin í að hitta mig . . . það
getur verið að mér hafi þótt nóg
um að þú hringdir heim til mín.
yti líkaði mér það vel. Ég er svo
glöð yfir því þegar konur hörfa
ekki.“
_______________ Hún sagði að
japanskar hefð-
ir hindruðu
konur í að taka
þátt í stjórn-
málum, Japan
væri karl-
mannasamfélag númer eitt, tvö og
þijú. Það yrði líka að viðurkenna
að konur hefðu ekki brotist áfram
af þeim krafti sem í þeim hlyti að •
búa.
„Auðvitað reyna karlmenn að
koma í veg fyrir að konur nái ár-
angri í stjórnmálum. Það er ekki
kvenlegt að vera í stjórnmálum —
gætir þess ekki líka á íslandi?
Karlmenn hafa tilhneigingu til að
segja að konur hugsi um „mjúku
málin“ og í niðrandi merkingu.
Þeir skilja ekki að það eru þau
mál sem heimurinn þarf að sinna
til að komast af. Ég skil ekki af
hveiju skattamál, mengunarvandi
og umhverfismál eru svona hallær-
isleg. Ég get orðið sárlega gröm
að hlusta á umræður karla um
þessi mál.
Karlmaður í Japan,“ hélt hún
áfram — „veltir ekki vöngum yfir
smámálunum, hann ryðst áfram
og hugsar ekki um atriði eins og
það hver eigi að annast börnin
hans meðan hann flytur gáfulegar
og óskiljanlegar ræður um kjarn-
Teikning/Pétur Halldórsson
„Auðvitað reyna
karlmenn að hindra
að konurnái árangri
í pólitík."
„Hún erekki kvenleg
og hún talareins og
karlmaður" segja
kynsysturhennar.
í tómstundum spilar
hún kúluspil og hef-
urgaman af söng; á
ferðalögum safnar
hún böngsum.
orkukapphlaup og efnahagsundur.
Hann telur að hann hafi sannað
eitthvað með málflutningi sínum.
En hann skortir oftar en ekki
venjulegan manneskjulegan skiln-
ing.“
Hún sagðist stefna að því að
auka stórlega hlut kvenna á fram-
boðslista flokks síns á næstunni,
að þær verði orðnar um 20 prósent
hið minnsta eftir eitt til tvö ár. „Ég
gef fjarska lítið fyrir tækniundur
og aðdáun heimsins á efnahagsaf-
rekum okkar, dugnaði og fram-
leiðni ef við týnum okkur í þröng-
sýni og kreddum,“ sagði hún.
Takako Doi er fædd í nóvember
árið 1928. Hún er uppalin í Kyoto
og stundaði þar nám og kenndi
réttarfræði við háskólann. Hún
þótti skeleggur kennari og aðsóps-
mikil af japanskri konu að vera.
Hún gekk ung til liðs við Sósíalista-
flokkinn og fyrir um tuttugu árum
birtist frétt um það í blaði í Kyoto
að Takako Doi hygðist gefa kost
á sér til þingmennsku.
Rektor skólans komst í hið
mesta uppnám við þessi fráleitu
tíðindi og rétt í þann mund er
hann var að velta fyrir sér til hvaða
aðgerða hann ætti að grípa kom
Takako á fund hans til að skýra
honum frá því að fréttin væri á
misskilningi byggð, en þess hefði
verið farið á leit við hana að hún
gæfi kost á sér. Rektor hreytti út
úr sér að það væri eins gott að
hún léti sér ekki detta í hug þvílíka
fásinnu og fjarstæðu. „Kona í
stjórnmálum er hlægileg,11 sagði
hann.
Takako Doi stóð upp og sagði
kurteislega: „Ég var að ákveða það
hér og nú að ég ætla að bjóða
mig fram til þings.“ Það gerði
hún, vann sætið og síðan hefur
vegur hennar smátt og smátt farið
vaxandi. Hún þótti róttæk í upp-
hafi ferils síns, en hefur eins og
áður hefur komið fram færst nær
miðju japanskra stjórnmála með
árunum.
Fyrir flokksþingið 1986 hafði
Takako Doi verið einn af varafor-
mönnum flokksins, getið sér ágætt
orð og í hugum samþingmanna
henna höfðu þeir sýnt sérstakt
fijálslyndi og djörfung með því að
setja kvenmann í þá stöðu. í kosn-
ingunum nokkru áður hafði flokk-
urinn sem þá var undir stjórn
Massahi Ishibashi beðið mikið af-
hroð. Ishibashi lagði mjög hart að
þingfulltrúum að velja Doi í form-
annssætið. Hvað sem líður allri
framþróun var þetta í meira lagi
byltingarkennd tillaga. Ishibashi
tókst að fá þingfulltrúa til að taka
höndum saman og vinna að kjöri
Doi. Þó svo hún væri kona ein,
hafði hún að karlmannanna dómi
nokkra viðsættanlega kosti. Hún
hafði ekki beitt sér um of í vinstri
armi flokksins þótt skoðanir henn-
ar væru mörgum kunnar. Og hún
hefur aldrei verið orðuð við neitt
sem gagnrýnisvert gæti talist og
slíkt fer að verða í frásögur fær-
andi með hliðsjón af atburðum
síðasta árs.
Takako Doi háði mjög djarfa og
hressandi kosningabaráttu nú í
sumar. Uno fráfarandi forsætis-
ráðherra gerði þá skyssu í upphafi
kosningabaráttunnar að hæðast
að henni og mátti hann þó vita
að slíkt yrði honum ekki til fram-
dráttar eftir það sem á undan var
gengið. Ut um allt land flykktust
menn og sérstaklega konur á kosn-
ingafundi hennar og létu ekki þar
við sitja heldur veittu flokki henn-
ar stórbrotinn stuðning í kosning-
unum.
Takako Doi mun á næstunni
glíma við það erfiða verk að vera
leiðtogi stjórnarandstöðunnar í
Japan. Þó svo að núverandi stjórn-
arflokkur sé í hálfgerðri rúst og
nýr forsætisráðherra sé af fáum
talinn til stórræðanna er ekki vafi
á því að karlþingmenn munu reyna
að gera henni lífið og baráttuna
eins flókna og þeir megna. Jafn-
lyndi hennar og festa og léttur
húmor ætti að auðvelda henni það
sem framundan er.
En þeir eru margir sem þurfa
að sleikja sár og verða að kyngja
því að kona hefur farið með meiri
sigur af hólmi en þeir hefðu talið
fræðilega hugsanlegt fyrir ári.
Eigi hún lausa stund sinnir hún
hugðarefnum sínum, að syngja
fyrir sjálfa sig og skreppa í Ieik-
tækjasalina og spila pachinko, sem
er vinsælt kúluspil. Og svo mætti
enda þetta á þeim orðum sem við
lukum viðtali okkar með í skrifstof-
unni hennar í fyrra. Hún sagðist
ekki hafa átt í erfiðleikum með að
vinna með karlmönnum og háðs-
glósur þeirra léti hún sér í léttu
rúmi liggja. Lengst af hefði hún
ekki átt annarra kosta völ því að
nær engar konur hefðu verið virk-
ar í japönsku stjórnmálalífi. Hún
sagðist gera sér grein fyrir að hún
færi í taugarnar á mörgum sam-
þingmanna sinna.
Svo dreypti hún á teinu, hló við,
ógefin japönsk kona og þá senn
sextug. „Karlmenn eru stundum
seinir að skilja sjónarmið kvenna.
En ósköp væri nú lífið dauft án
þeirra.“