Morgunblaðið - 27.08.1989, Síða 15

Morgunblaðið - 27.08.1989, Síða 15
15 b t MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1989 Ljósm. Morgunblaðið JK. o*pr t^ttoa httoa<tjvtt/tip ffroA t Takako Doi I símtali viö Morgunblaðió fyrir helgina EKKl ÓSEMEGT AD KOSMIVGAR VERÐI SIRW í AÓVEMBER „EINS og nú horfir finnst mér eins líklegt að Japanir þurfi að ganga á ný til kosninga í nóvember. Það ræðst að einhverju leyti af því hvort nýja forsætisráðherranum tekst að vinna upp traust fyrrverandi kjósenda. Sem stendur þykir mér það ekki líklegt, og ég get auðvitað ekki sagt annað en það væri ósköp spennandi að ganga til næstu glimu eftir þennan góða sigur okkar á dögunum. Hvort mér fínnst þessi aukna ábyrgð mikil byrði? Ja, ég veit nú ekki. Ég hef nokkuð sterkt bak og hræðist ekki ábyrgð." Takako Doi: Hef nokkuð sterkt bak og hræðist ekki ábyrgð... etta sagði Takako Doi, for- maður japanska Sósialista- flokksins, í símtali við Morgunblaðið nú fyrir helgina. Eins og kunnugt er náði flokkurinn und- ir forystu Doi meirihluta í efri deild Diet, japanska þingsins, og Kaifu núverandi forsætisráðherra varð síðan að slást um forsætisráðherra- embættið við hana og hefði það einhvem tíma þótt fráleitur kostur í hinu harðsvíraða japanska karl- mannasamfélagi. Vegnaþess að kosningamar vom aðeins til efri deildarinnar vann Kaifu þá kosn- ingu, þar sem flokkur hans hafði nægilegan meirihluta í neðri deild. „Þetta var ótrúlegur árangur," sagði Doi,, japanskar konur sýndu loks, að þær eru farnar að gera sér grein fyrir mikilvægi sínu og þýð- ingu þess að þær leggi sitt af mörk- um í stjómmálum. Eins og þið sjálf sagt vitið, var borinn fram sérstak- ur kvennalisti í þessum kosningum líka, og þótt hann fengi ekki telj- andi fylgi er þetta allt vísbending um að konur em að vakna og ég vona sannarlega að konur standi saman og fylgi eftir því sem vannst íkosningunum nú.“ Doi sagði að stjórnarflokkur Unos hefði vissulega staðið höllum fæti eftir margföld hneykslismál sem upp hafa komið, þar sem for- ystumenn hans hafa orðið uppvísir að hvers kyns spillingu og mútu- þægni. Hún sagðist þó ekki vera viss um að það hefði ráðið úrslitum. Sósialistaflokkurinn hefði verið eini flokkurinn sem hefði til dæmis bar- ist fyrir því frá því í fyrra að ill- ræmdur söluskattur sem hefði þyngt byrði heimilanna var lö- gleiddur, yrði afnuminn. Hennar flokkur hefði sömuleiðis sett á odd- inn að fjölga hæfum kvenframbjóð endum og nú væru fimmtán konur úr hennar flokki í efri deildinni í stað þriggja áður. Það mætti einnig túlka sem áhrif frá baráttu Sósiali- staflokksins að í núverandi stjórn ættu sæti tvær konur. „Ég er mjög stolt af þeirri sam- stöðu sem japanskar konur sýndu, fyrir utan að sjálf er ég himinlif- andi að flokkur minn skyldi fá svona góða útkomu. Mér finnst að konur víða um lönd geti glaðst; fyrst þetta er unnt í Japan leyfi ég mér að segja að það eigi að vera hægt hvar sem er í heiminum.“ Aðspurð um hvernig það legðist í hana að taka við forsætisráð- herraembætti ef flokkur hennar ynni ámóta sigur í næstu kosning- um, hvort sem þær verða í nóvem- ber eða ekki sagði hún:„Við skulum nú sjá til. Það er best að tala gæti- lega en ég hef aldrei skorast undan að axla ábyrgð og hef vonandi það sjálfstraust sem til þarf. (?r‘vTr) LJ "B 'm O -4- SAMTÖK GEGN ndUoi- ‘™a°'ofmmi ferðin verður farin sunnudaginn 3. september n.k. kl. 11. Ekið verður á Þingvelli með viðkomu í Hveragerði og grillað í Hrafiiagjá. Rútan fer frá skrifstofu SÍBS í Suðurgötu 10 kl. 11.00. Þátttökugjaldið er kr. 500,- Frítt fyrir böm 12 ára og yngri. Vinsamlegast látið skrá ykkur í ferðina, síminner 22150. SÍBS og Samtök gegn astma og ofnæmi Alúöarþakkir fceri ég öllnm þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum í tilefni af 95 ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug Eiríksdóttir, Ormsstöðum. BOÐSKORT Verið velkomin á sýningu mína í Eden 26. ágúst til 4. september. Ríkey Ingimundardóttir. A.EG caVera \/erbká oufWiP'Á 0 ^ uf.vr-9°°’ -margar vélar í einni Carrera er fullkomin ritvél með ótal sjálfvirkum vinnslum. Virkar einnig sem gæðaletursprentari sem tengja má við allar samhæfðar IBM-tölvur. Sannkölluð atvinnu-, heimilis-, ferða- og skólavél sem notuð er við kennslu í fjölmörgum skólum landsins. Carrera og Carrera S i eru fisléttar og fjölhæfar ritvélar sem hlotið hafa hin alþjóðlegu [ffi-hönnunarverðlaun fyrir útlit og notagildi. E KJARAN Síðumúla 14,108 Rvík, s: 83022 Útsölustaðir: Bókabúö Bryniars, Sauðárkróki. Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði. Bókabúðln Edda, Akureyri. Bókabúð Jónasar, Isafirði. Bókaskemman, Akranesi. Fyrirtækjaþjónustan, Hvolsvelli. Kaupf. A-Skaftfellinga, Höfn. Kaupf. Árnesinga, Selfossi. Kaupf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Penninn, Hallarmúla 2, Austurstræti 10 og Kringlunni, Rvík. Prentverk Austurlands, Egilsstöðum. Stapafell, Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.