Morgunblaðið - 27.08.1989, Síða 17

Morgunblaðið - 27.08.1989, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. AGUST 1989 17 IK Hægt að gera reyfara- kaup í Flórída Fró Atla Steinarssyni í VERZLUN ARFERÐIR til annarra landa hafa oft komist í tízku á íslandi — og eru líklega alltaf í tízku og mega því teljast klass ískar. Þeir sem eldri eru minnast Gullfossferðanna sem hófust 1950, þegar heilu skipsfarmamir af ís- lendingum stormuðu um verzlanir í Edinborg og Glasgow kaupandi allt sem hönd á festi, ekki alltaf vegna þess að hlutinn vantaði, heldur af því að hann var svo miklu ódýrari en á íslandi. Margir farandsalar i Skotlandi lögðu grundvöll að góðum efhahag sinum með því að selja ýmsan varaing á kæjanum þar sem Gull- foss lá bundinn milli flóða í Forth- firði 12 stundir í viku hverri. Það var meiri sala í tekexi, sælgæti og ýmsum smávarningi þann dag, en alla aðra daga vikunnar saman- lagt hjá farandsölunum. FS Mugfélögin byggðu síðar á þess- um sama grunni og fluttu kaup- óða Islendinga í förmum til Glasgow — og gera víst enn. Lundúnaborg og Amsterdam eiga líka miklum vin- sældum að fagna í þessum efnum. Islendingar þurfa ekki nema svona 10-12 klukkutíma til að eyða vertí- ðarhírunni sinni, afganginum af árs- kaupinu, eða úttektarheimild greiðslukortanna. En þetta hefur oft margborgað sig að sögn þátttakenda í slíkum ferðum, þeir hafa fatað sig og birgt upp fyrir miklu minni fjár- upphæð en þurfti til sömu kaupa heima á Fróni, og gátu að auki not- ið nokkurra klukkutíma eða nokk- urra kvölda gamans á börum og skemmtistöðum. Þetta hefur engan ergt nema íslenzka kaupmannastétt, sem misst hefur vænan spón úr aski sínum. Líklega hafa þeir íslendingar, sem Dómkirkjan Ferð eldri borgara í Dómkirkju- sókn ÁRLEGA hefur verið efiit til stuttrar ferðar með eldri borgur- um í Dómkirkjusókn. Á miðviku daginn kemur, þann 30. ágúst, verður lagt upp frá Dómkirkj unni klukkan 13. Ferðinni er heitið um Mosfells- heiði og Grafning að Nesjavöll- um og áfram um Ulfljótsvatn og Sog til Hveragerðis. Þar verður drukkið kaffi á Hótel Örk. Síðdegis verður Þorlákskirkja heimsótt, þar sem Gunnar Markússon kirkjuvörð ur mun sýna kirkjuna og muni hennar. Þar annast prestar Dóm- kirkjunnar helgistund áður en hald- ið verður heim á leið. Vænst er góðrar þátttöku eldri safnaðarsystkina og verður skrán- ing í ferðina á mánudag og þriðju- dag milli klukkan 14 og 16. - Sr. Jakob Iljálmarsson vilja verzla ódýrt, enn ekki almennt uppdagað ávinninging af því að verzla ódýrt í Flórída. Hér fæst margt sem er hræódýrt miðað við búðarverð á Islandi — og hér nær fólk sólbrúnku á mettíma. Hér var t.d. nýlega á ferð mjög veraldarvön íslenzk kona, sem öðrum betur þekkir verzlunarhætti austan hafs og vestan vegna búsetu um tíma vestan hafs og góðra möguleika til að komast þangað sem hugur hennar gimist hverju sinni. Hún kom hingað til að verða sólbrún á mettíma en konan mín sýndi henni nokkrar búð- ir, m.a. „heildsöluklúbb“ sem við hjónin höfum „fundið" á nokkurra mánaða dvöl okkar hér, og selur varning oft á ótrúlega lágu verði, sem án efa byggist að mestu á risainn- kaupum keðjuverzlana. Hér er vöru- verð lægra en víða annars staðar í Bandaríkjunum, m.a. á New York svæðinu. Söluskattur í Flórída er líka með lægsta móti, eða „aðeins" 6%. Konan veraldarvana hafði ekki áður heyrt á þessar búðir minnzt, þrátt fyrir fjölþætt kynni af ódýrum verzlunum víða um heim. Hún varð óð og uppvæg og keypti og keypti. Hún keypti ðtal hluti, stóra og smáa, og m.a. birgðir af sokkabuxum sem hún taldi nægja sér næstu árin. Hún hafði ekki í öðrum löndum, ríkjum eða borgum fundið slíkan vaming á jafn lágu verði. Þetta er ef til vill þarfi rannsóknarefni iyrir- innkaupa- stjóra Flugleiða, sem nú þurfa sokka- buxur á svo til alla flugfreyjustéttina á íslandi. Engin verzlunarmiðstöð eða „kringla" í Flórída er jafnþekkt með- al íslendinga og „Florida Mall“. Þar er hátt á annað hundrað verzlana, m.a. stórbúðir og J.C. Penny, Sears og Maison Blanche með öllum sínum deildum. Þessi „kringla" er áföst við Sheraton Crown Plaza-hótelið, þar sem íslendingum þykir gott að búa, þó þeir geti fengið ódýrari.gistingu. Mörgum finnst aðalkosturinn felast í því, að innangengt er í búðirnar. Sumir fara því aldrei út úr þessu húsi, fyrr en þeir halda út á flugvöll aftur heim á leið. Afgreiðslufólk í ýmsum verzlunum þarna hefur tjáð mér, að oft beri Islendinga að garði og þeir þykja aufúsugestir í búðunum. „Þeir hafa allir mörg greiðslukort — og flestir gullkort," sagði afgreiðslumaður í herrafataverzlun einni og mér fannst móta fyrir dollaramerkjum í augum hans. Kona mín og dóttir voru staddar í kvenfatabúð í „Mallinu" og hafði það borizt í tal við afgreiðslustúlku að þær væru íslenzkar. Meðan þær voru þarna hringdi síminn og fór stúlkan að sinna honum. Eftir nokk- urt þjark bað hún íslenzku mæðg- urnar um aðstoð, því í símanum var íslenzk kona að panta sé_r fatnað, sem átti að senda henni til íslands. Einu erfiðleikarnir við viðskiptin voru, að hún gat ekki stafað nafn sitt og götuheiti svo að afgreiðslustúlkan skildi. Með þær í búðinni leystist vel úr þessum vanda. Það eru því sjálf- sagt margir sem vita, hve ódýrt og gott það er að verzla í Flórída — og kannski hefjast verzlunar- og sólbök- unarferðir þangað fyrr en varir — • ef Flugleiðir fjölga þangað ferðum, eða önnur félög taka þær upp. Eins og er er ekki flogið til Orlando nema tvisvar í viku og vegna mikillar um- ferðar þarf að panta far með alllöng- um fyrirvara, — en það er önnur saga. Nú er möguleiki á að komast til Orlando á fimmtudegi og heim á sunnudegi — eða vera hér frá laugar- degi til föstudags. Verzlanir eru opn- ar alla daga fram á kvöld. Glæsilegasta feróaúrvaf haustsins Benidorm og Costa del Sol Benidorm og Costa del Sol sam- an í einni ferð. Hér færóu notið þess besta fró þessum vinsælustu sólarströnd- um Spánar meó því að dvelja í viku á hvorum stað og ferðast á milli með beinu flugi sem tekur aðeins 45 mínútur. Og að sjálf- sögðu nýtur þú þjónustu Verald- ar allan tímann. Brottför 19. sept. Verð frá kr. 49.600,- Frabærir mdguleikar í sólina Benidorm og Madrid Vika á Benidorm og 4 dagar í hinni fögru höfuðborg Spánar, Madrid. Hér færóu notið feg- urstu baðstrandar Spánar og lystisemda Madridborgar, m.a. hinna einstöku safna, Prado og Picasso, dagsferðar til Toledo og heimsótt einstaka vínkjallara gömlu miðborgarinnar með íslenskri fararstjórn. Brottför 19. sept. Verð frá kr. 49.900,- Costa del Sol og London Þú getur dvalið á okkar glæsi- lega gististað, Benal Beach, í viku og notið hins besta sem Costa del Sol hefur upp a'að bjóða og kórónað stuttan og velheppn- aðan sumarauka með 2-3 daga dvöl í höfuðborg Evrópu, Lon- don. Brottför 19. sept. Verð frá kr. 46.920,- Viðskiptaferiir Veraldar Farseólar um vióa Veröld Sérsamkomulag okkar vió flugfélög og hótelhringa erlendis tryggja hagkvæmasta verð í viðskipta- ferðum og ferð þín er skipulögð af sérfræðingum í sérfargjöldum. Singapore, Hong Kong, New York, Köln, London, Brussel eöa París. Vörusýningar Véröld er einkaumboósaðili á íslandi fyrir vörusýn- ingar í Þýskalandi. Aðgöngumiðar, upplýsingarit og gisting fyrir eftir- taldar sýningar: Frankfurter International, Spoga í Köln, ISPO í Munchen, Buchmesse í Frankfurt, ANUGA í Köln, K í Dusseldorf o.fl. Veraldarreisa 2 Jól i Thailandi Glæsileg ferð til Thailands með lúxus aðbúnaði og fararstjórn í Veraldarreisustíl. Bangkok, Pattaya og Chang Mai. Dvalió er á hinu glæsilega nýja Dusit Resort á Pattaya -ströndinni. Kynnisferðir í Bangkok og frá Pattaya. Brottför 18. desember. Verð kr. 128.900,- Sérferðir Veraldar Veraldarrreisa 1 Styttri valmöguleiki Nú er Veraldarreisa 1 til Suður- Ameríku uppseld og því bjóðum við nokkur sæti í frábæran nýjan valkost í veg fyrir Veraldarreis- una. Brottför 13. nóvember og nýr hópur hittir Veraldarreisufar- þega í Caracas og dvelur með hópnum síðari hluta ferðarinnar við frábæran aðbúríaó. Verð kr. 124.800,- Vinsmökkun I Móseldalnum Fegursti hluti Móseldalsins, sigl- ing á Mósel og sælkeramáltíðir með bestu vínum uppskerunnar í þessu heillandi umhverfi. íslensk fararstjórn, máltíðir, flug, gisting og vínsmökkun innifalin. Brottför 20. sept. Veró kr. 38.900,- FERflAMIflSIDfllN Látiu tasfóim í tmióiwstu smufmia feróina þína Austurstræfi 17, síml 622200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.