Morgunblaðið - 27.08.1989, Síða 20

Morgunblaðið - 27.08.1989, Síða 20
ATVINNU RAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR A TVINNUA UGL ÝSINGAR Franska sendiráðið óskar eftir ritara með góða frönskukunnáttu. Sími 17621 eða 17622. Fóstra Fóstra óskast til starfa á leikskólann Tjarnar- brekku á Bíldudal. Upplýsingar í síma 94-2165. Verkstjóri óskast til starfa í rækjuverksmiðju. Æskilegt væri að viðkomandi hefði reynslu í meðferð frystivéla. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 2. september merktar: „Rækjuverk- smiðja - 7108“. (Klíic® KAÖPFÉLAG AUSTUR-SKAFTFELLINGA 780 HÖFN — HORNAFIRÐI Fiskvinnslustörf Óskum eftir vönu starfsfólki í snyrtingu og pökkun. Mikil vinna framundan. Nægur kvóti til. Fæði og húsnæði á staðnum. Fiskiðjuver KASK, Höfn, Hornafirði, sími 97-81200. Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra Hátúni 12 - Sími 29133 - P&rthólf 5H7 - 105 Reykjavik - tsland Sjúkraliðar - aðstoðarfólk Væri ekki gaman að breyta til og taka þátt í uppbyggjandi starfi með fötluðum? Upplýsingar veitir Guðrún Erla Gunnars- dóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 29133. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM BRÆÐRATUNGA 400 ÍSAFJÖRÐUR Framkvæmdastjóri Svæðisstjóm málefna fatlaðra á Vestfjörðum vill ráða framkvæmdastjóra frá 1. október nk. eða eftir nánara samkomulagi. Aðsetur Svæðisstjórnar er á ísafirði. Æskilegt er að umsækjendur séu félagsráð- gjafar, félagsfræðingar eða hafi uppeldis- fræðilega menntun en reynsla af störfum fyrir fatlaða kemur einnig til greina þegar ráða skal í starfið. Upplýsingar um starfið gefur formaður Svæðisstjórnar, Magnús Reynir Guðmunds- son, í síma 94-3722 og 94-3783 (utan vinnu- tíma). Umsóknarfrestur er til 15. september nk. Umsóknir skulu sendar til formanns Svæðis- stjórnar, pósthólf 86, ísafirði. Reykjavík, 24. ágúst 1989. Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vestfjörðum. Stefnt er að því að meðal annars að bæta verkmenntun og vinnuumhverfi, auka framleiðni fyrirtækja og treysta stöðu einstaklingsins á vinnumarkaðinum. Félagsmálaráðuneytið: Frumvarp um starfs- menntun íatvinnu- lífinu í burðarliðnum FEÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur skipað nefnd til að semja frumvarp til laga um starfsmenntun í atvinnulífinu. Einnig hefur ráðherra ákveðið að skipa sérstakan ráðgjafarhóp til að vinna með nefndinni að verkefni hennar. Hlutverk nefndarinnar er að semja drög að lagafrumvarpi á grundvelli álitsgerðar vinnuhóps sem skipaður var af félagsmálaráðherra 27. janúar 1988. Markmiðið með löggjöfinni er að bæta verkmenntun og vinnuumhverfi, auka framleiðni fyrirtækja og treysta stöðu ein- staklingsins á vinnumarkaðinum með því að gera honum kleift að takast á við ný eða breytt verk- efni í kjölfar nýrrar tækni eða laga sig að breyttum atvinnuhátt- um. Markmiðið er enn fremur að auka virkt atvinnulýðræði með því að búa starfsmenn undir þátttöku og ábyrgð í stjórnun og rekstri fyrirtækja. Ætlunin er að starfsmenntun í atvinnulífinu taki til endurmennt- unar hópa og einstaklinga svo og viðbótarmenntunar (eftirmennt- unar) faglærðra og grunnmennt- unar ófaglærðra sem fram fer á vinnumarkaðmum. Þess skal getið að við undirritun kjarasamninga í lok apríl sl. lýsti ríkisstjórnin því yfir að hún myndi hafa forgöngu um að komið yrði á samræmdu starfsmenntunar- kerfi á vegum félagsmálaráðu- neytisins. Gylfi Kristinsson deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu hefur verið skipaður formaður nefndar- innar. Auk hans eiga sæti í nefnd- inni: Halldór Grönvold, tilnefndur af Alþýðusambandi íslands, Karl Kristjánsson, tilnefndur af menntamálaráðuneytinu, Ólafur B. Birgisson, tilnefndur af Vinnu- veitendasambandi íslands, og Sjöfn Ingólfsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Ráðgjafarhópur skipaður full- trúum frá Bandalagi háskóla- manna, Bandalagi íslenskra bankamanna, Bandalagi kennara- félaga, Fræðslumiðstöð iðnaðar- ins, iðnaðarráðuneyti, landbúnað- arráðuneyti, sjávarútvegsráðu- neyti, starfsfræðslunefnd fisk- vinnslunnar, Verkamannasam- bandi íslands og Vinnumáiasam- bandi samvinnufélaganna vinnur með nefndinni. Nefndinni er ætlað að ljúka störfum fyrir 1. nóvember nk. . Eyrarbakki: Atvinnu- ástandgott Eyrarbakki. ATVINNA hefúr verið mikil það sem af er árinu. Aðeins 4 eru á atvinnuleysisskrá, 3 verslunar- konur og einn verkamaður. Kaupfélag Amesinga lagði af verslun sína á Eyrarbakka og sagði starfsfólkinu upp. Verslun- in Olabúð tók húsnæði og áhöld kaupfélagsins á leigu og færði þangað stafsemi sína, en nokkrar breytingar á starfsmannahaldi fylgdu i kjölfarið. Bakkafiskur hf. rekur útgerð, frystingu og salfiskverkun. Búast þeir við að hafa næg verk- efni fyrir sitt fasta stafsfólk í haust. Fyrir dyrum stendur að setja upp sérstaká flatfiskvinnslulínu nú 'a haustdögum og mun því fram- vegis verða aukin áhersla á vinnsu kola og annars flatfisks. Hjá Bakkafiski vinna að jafnaði 50-60 manns. Fiskiver sf. rekur útgerð, saltfisk og skreiðarverkun. Þar hafa verið um 20 manns á launaskrá í sumar, en mun fækka um nokkra starfs- menn þegar piltar sem þar vinna fara í skóla. Hjá Alpan hf. vinna 50 manns við framleiðslu á pottum og pönn- um til útflutnings. Þar er nú nokk- uð af skólafólki við vinnu og er séð fram á að ráða þurfi allt að 5 manns þegar skólar byija. Auk þessa sem hér hefur verið upp talið eru nokkur smærri fyrir- tæki á staðnum og virðast öll hfa næg verkefni. Rétt er að geta þess, að fjöldi manns úr nágrannabyggðum sækir vinnu hingað til Eyrarbakka, en þrátt fyrir mikla vinnu og góðar samgöngur hefur íbúum ekki fjölg- að í samræmi við atvinnutækifærin sem hér bjóðast. Oskar Bíldudalur: Góður afli næg atvinna Bíldudalur. ATVINNUÁSTAND á Bíldud- al hefúr verið gott í sumar. Togarinn Sölvi Bjarnason hef- ur aflað vel og t.d. hefúr hann komið inn með 150-160 af fiski þrisvar sinnum nú í ágúst. Togarinn fer nú í slipp í hálf- an mánuð, en vinna verður í frystihúsinu á meðan því nóg hráefni fæst. Smábatar fiska vel á dragnót en heldur minna á skaki. Illa horfði í júnímánuði með sumarvinnu skólafólks en úr því rættist þegar Bíldudalskirkja réð nokkur ungmenni til starfa við éndurbyggingu „gamla skóla" á Bíldudal, sem verður safnaðarheimili kirkjunnar. Ut- lit er fyrir að þokkalegt atvinnu- ástand verði á Bíldudal áfram. RJ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.