Morgunblaðið - 27.08.1989, Síða 22

Morgunblaðið - 27.08.1989, Síða 22
2§ 27. AGUST 1989 (UU.vinWirilHf.-' Mmk m mr ■ ■NHW Þrif Stórt fiskvinnslufyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða starfsfólk til þrifa í móttöku, véla- og vinnslusal frá og með 1. september. Um er að ræða fullt starf. Vinnutími á kvöld- in og næturnar. Mikil vinna - góð laun. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudaginn 29. ágúst merktar: „Þrif - 2397“. Duglegir menn Okkur vantar nu þegar nokkra duglega menn til þrifalegra starfa. Æskilegt er að umsækj- endur séu á aldrinum 20-35 ára og séu van- ir að vinna. Byrjunarlaun eru 81 þús kr. á mánuði. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf skilist auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. ágúst merktar: „T - 8127". Lager- og skrifstofustarf er laust hjá lítilli heildverslun. Viðkomandi þarf að vera drífandi, röskur og heiðarlegur og vilja vinna jafnt á lager og við einföld störf á skrifstofu. Umsóknir, merktar: „Lager - 7220“, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir mánudagskvöld. m Fóstrur - Kópavogur Leikskólinn Grænatún Starfsfólk og börn á leikskólanum Grænatúni vantar fleiri fóstrur eða starfsfólk með aðra uppeldismenntun til að taka þátt í tilrauna- verkefni nú í haust. Um er að ræða hluta- störf eftir hádegi. Hafið samband við for- stöðumann í síma 46580 og kynnið ykkur starfsemina. Leikskólinn Kópasteinn v/Hábraut Deildarfóstrustaða á deild með 1 —3ja ára börnum er laus til umsóknar. Hafið samband við forstöðumann í síma 41565 og kynnið ykkur starfsemina. Leikskólinn Efstahjalla Starfsfólk og börn á leikskólanum Efstahjalla vantar fleiri fóstrur eða starfsfólk með aðra uppeldismenntun til að taka þátt í tilrauna- verkefni nú í haust. Um er að ræða sveigjan- legan vinnutíma. Einnig vantar aðstoðarfólk við uppeldisstörf. Upplýsingar gefur for- stöðumaður í síma 46150. Leikskólinn Marbakka Starfsfólk og börn leikskólans Marbakka vinnur í anda „Reggio Emilia". í haust vantar okkur fóstrur eða annað uppeldismenntað fólk með fjölbreytta kunnáttu. Um er að ræða starf eftir hádegi. Námskeið í tengslum við starfið verður haldið í haust. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 641112. Leikskólinn Kópahvoll v/Bjarnhólastíg Deildarfóstra. Staða deildarfóstru við nýja leikskóladeild, sem tekur til starfa nú í haust, er laus til umsóknar. Um er að ræða stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefurforstöðumað- ur í síma 40120. Einnig gefur dagvistarfulltrúi upplýsingar um ofangreind störf í síma 45700. Umsóknum skal skila á þar til gerðurn eyðu- blöðum, sem liggja frammi á Félagsmála- stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Félagsmálastofnun Kópavogs. „Au pair“ - Stokkhólmur íslensk hjón óska eftir barngóðri stúlku um tvítugt til að passa 1 árs gamalt barn. Þarf að geta hafið störf ekki seinna en 1. nóv. en gjarnan fyrr. Upplýsingar í síma 25419 í dag og eftir kl. 17.00 virka daga. Fjölritun Prentari óskast til starfa á fjölritunarstofu. Um er að ræða sjálfstætt starf við hin fjöl- breyttustu verkefni. Þeir, sem áhuga hafa á starfinu, sendi upp- lýsingar með nafni og símanúmeri til auglýs- ingadeildar Mbl. fyrir 1. september nk. merktar: „Fjölritun - 6387“ Ritari Opinber stofnun vill ráða ritara til starfa sem fyrst. Tölvukunnátta er nauðsynleg. Einhver bókhalds- og/eða stærðfræðikunnátta er æskileg. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merkt- ar: „Ritari - 7720“, fyrir hádegi þriðjudag. BORGARSPITALINW Lausar Stðdur Hjúkrunarfræðingar Á skurðlækningadeildum eru eftirtaldar stöð- ur lausar til umsóknar: Tvær stöður hjúkrunarfræðinga á A-4, sem er almenn skurðlækningadeild og HNE-deild. Tvær stöður hjúkrunarfræðinga á A-3, sem er heila- og taugaskurðlækningadeild og slysa- og bæklunarlækningadeild. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga á fastar næturvaktir á skurðlækningadeildir og end- urhæfinga- og taugadeild Borgarspítala, Grensás. Á deildunum eru lausar K-stöður (kennsla, fræðsla, sérverkefni) hjúkrunarfræðinga. Starfsaðstaða er mjög góð. Skipulagður að- lögunartími. Nánari upplýsingar gefur Gunnhildur Valdi- marsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696364 og Erna Einarsdóttir, hjúkrunar- fræmkvæmdastjóri starfsmannaþjónustu, í síma 696356. Heilsuverndarstöð Hjúkrunar- og endurhæfingadeild E-63 Sjúkraliðar óskast til frambúðar frá 1. sept. ’89. Hvítaband Öldrunardeildir Sjúkraliði óskast frá 1. sept. ’89. Oldrunardeildir B-álmu Hjúkrunarfræðingur óskast á fastar nætur- vaktir frá miðjum sept. ’89 í B-álmu. Vinnu- tími frá kl. 23.00-8.30. Upplýsingar veita Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri öldrunardeilda, í síma 696358, eða Erna Einarsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri starfsmannaþjón- ustu, sími 696356. Meinatæknir Lausar eru stöður meinatækna á rannsókna deild. Upplýsingar gefur forstöðumeinatæknir í símum 696405 og 696403. LANDSPITALINN Hjúkrunarfræðingar Lyflækingadeild 1,11-A Nú eru lausar stöður aðstoðardeildarstjóra og hjúkrunarfræðinga. Deildin er almenn lyflækningadeild og býður upp á fjölbreytilegt hjúkrunarstarf. Þetta er lítil eining og þar er lítið um næturvaktir. Krabbameinslækningadeild 11-E Hjúkrunarfræðingar óskast. Starfið er mjög áhugavekjandi og er góður starfsandi á deild- inni. Einstaklingshæfð aðlögun. Gjörið svo vel að koma og skoða deildina. Deildarstjóri er Kristín Sophusdóttir, sími 60 1225. Taugalækingadeild 32-A Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga við dejldina. Hún er eina deildin sinnar tegundar á íslandi. Starfsaðstaða þar er mjög góð. Mjög lítið er um næturvaktir. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir Laufey Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 60 1290 eða 60 1300. Gjörgæsludeild Staða deildarstjóra er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. október nk. Á deildinni dveljast um 1200 sjúklingar (börn og fullorðn- ir) árlega með hin ýmsu heilsufarsvandamál. Þar vinna á milli 30 og 40 hjúkrunarfræðing- ar og sjúkraliðar við hjúkrun. Starfið krefst góðrar menntunar og reynslu varðandi hjúkr- un mikið veikra einstaklinga, skipulagshæfi- leika, auk mjög góðrar færni í samskiptum og umgengni við aðra. Upplýsingar gefur Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, ísíma60 1300. Skurðstofa Við skurðstofu Landspítalans eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: Staða aðstoðardeildarstjóra, sem ber ábyrgð á hjúkrun á sviði þvagfæraskurðlækn- inga. Starfshlutfall er 80-100%. Krafist er sérmenntunar í skurðhjúkrun og æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í stjórnun. Staða hjúkrunarfræðings K-1, sem ætlað er að sinna margvíslegum fræðsluverkefnum á skurðdeild, s.s. starfsaðlögun, móttöku nýs starfsfólks, sjúklingafræðslu o.fl. Staða hjúkrunarfræðings K-2, sem ætlað er að sinna viðameiri verkefnum og stærri fræðsluverkefnum á skurðdeild. K-1 og K-2 hjúkrunarfræðingar ganga vaktir og gegna hjúkrunarstörfum á deild jafnframt því að sinna fræðsluverkefnum. Starfshlut- fall er 80-100%. Þessar stöður veitast frá 1. október nk. eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar gefur Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 60 1000 eða 60 1300. Handlækningadeild 2,13-A Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við lýta- lækningadeild frá 17. september nk. Um er að ræða tvær hlutastöður, lítið af kvöldvökt- um. Deildin er 11 rúm og annast meðal ann- ars bráðaþjónustu vegna brunaslysa. Öll vinnuaðstaða er mjög góð. Handlækningadeiíd 4,13-D Við deildina eru lausar tvær stöður hjúkr- unarfræðinga. Boðið er upp á mjög áhuga- samt og fjölbreytilegt hjúkrunarstarf. Skipulögð einstaklingsbundin aðlögun er í boði á báðum deildum. Upplýsingar gefur Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, í síma 60 1366 eða 60 1000. Reykavík, 27. ágúst 1989. RIKISSPITALAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.