Morgunblaðið - 27.08.1989, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
mnaAJTA
ATVINIMA/RAÐ/SMA SÚNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1989
23
Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri tók til starfa haustið
1987. Við skólann eru 3 deildir:
Heilbrigðisdeild.
Rekstrardeild.
Sjávarútvegsdeild.
Auglýstar eru til umsóknar eftirtaldar stöður
(allt heilar stöður):
★ Við heilbrigðisdeild, staða lektors í
hjúkrunarfræði.
★ Við rekstrardeild, staða lektors í rekstr-
arhagfræði.
★ Við rekstrardeild, staða lektors í iðn-
rekstrarfræði.
★ Við sjávarútvegsdeild, staða forstöðu-
manns deildarinnar.
★ Við sjávarútvegsdeild, staða lektors í
stærðfræði.
★ Við sjávarútvegsdeild, staða lektors í
tölvufræði.
Umsóknir skulu berast menntamálaráðu-
neytinu fyrir 10. september ásamt ítarlegum
upplýsingum um menntun og vísindastörf.
Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu háskól-
ans á Akureyri í síma 96-27855 og í mennta-
málaráðuneytinu.
Ýmis störf í boði
Nokkur fyrirtæki hafa beðið okkur að útvega
sér starfsfólk til eftirfarandi starfa.
Afgreiðsla og sölustarf hjá innflutningsversl-
un (pípulagningamaður).
Afgreiðslustarf í bakaríi (vinnutími frá kl.
09.00-18.00).
Aðstoðarforstöðumaður í íþróttamiðstöð.
Sölumenn (verktakar og/eða % af sölu).
Umsjón og verslunarstjórn í verslun á Vest-
fjörðum í ca. 6 mánuði.
Afgreiðslustarf í nýlenduvöruverslun (mikil
vinna).
Tölvunarfræðing við sölu á vélbúnaði, þekkt
merki.
Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar
um störf þessi eru veittar á skrifstofu okkar
Hafnarstræti 20, 4. hæð.
TEITUR LÁRUSSON
STARFSMANNA ráðningarþjónusta, launaútreikningar,
ÞJÓNUSTA NÁMSKEIÐAHALD, RÁÐGJÖF.
hf. HAFNARSTRÆTI 20, VIÐ lækjartorg. 101 REYKJAVÍK.
SÍMI 624550.
RIKISSPITALAR
Sjúkraliðar
Barnaspítali Hringsins
Sjúkraliðar óskast á barnadeild 4, ungbarna-
deild, og á vökudeild, gjörgæslu nýbura.
Góður aðlögunartími með reyndum starfs-
manni. Þægileg vinnuaðstaða.
Þriðja hver helgi unnin.
Leitið upplýsinga.
Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, sími 601033, 601000.
Lyfjadeildir
Sjúkraliðar óskast á næturvaktir og allar vakt-
ir á lyfjadeildum.
Upplýsingar gefur Laufey Aðalsteinsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601290
eða 601300.
Öldrunarlækningadeild
Sjúkraliðar óskast. Um er að ræða almenna
vaktavinnu frá 1. september. Starfshlutfall
eftir samkomulagi.
Upplýsingar gefur Guðrún Karlsdóttir, hjúkr-
unarframkvæmdastjóri, í síma 602266.
Reykjavík, 27. ágúst 1989.
RÍKISSPÍTALAR
Vaktavinna
Óskum eftir aðstoðarfólki í brauðabakstur.
Vinnutími frá kl. 16.00-24.00 og frá kl.
22.00-06.00.
Upplýsingar veittar á staðnum hjá verkstjóra.
Brauð hf.
Q
KVENNA
ATHVARF
Barnastarfsmann
vantar í Kvennaathvarfið. Um er að ræða
fullt starf með sveigjanlegum vinnutíma.
Starfið felst í stuðningi og ráðgjöf við börn
og mæður þeirra.
Starfið er fjölbreytt og sjálfstætt og krefst
uppeldismenntunar ásamt starfsreynslu.
Starfið er laust nú þegar.
Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
samtakanna, sími 23720.
Umsóknir sedist til Samtaka um kvennaat-
hvarf, Vesturgötu 3, 101 Reykjavík, fyrir 6.
september.
KAUPSTAÐUR
IMJÓDD
Verslunarstörf
íhverfinu þínu
Viljum ráða nú þegar starfsfólk, karla og
konur, til framtíðarstarfa í eftirtaldar verslan-
ir okkar. Um heils- og hálfsdagsstörf er að
ræða:
Mikligarður vestur í bæ:
- Starfsmann á búðarkassa og til uppfyllingar.
- Umsjónarmann með grænmetistorgi.
- Starfsmann til kjötafgreiðslu.
- Starfsmann til umsjónarstarfa.
Mikligarður við Sund:
- Starfsmenn á búðarkassa og til uppfylling-
ar.
- Starfsmann til upplýsinga (hlutastarf).
Kaupstaður í Mjódd:
- Starfsmann í uppvask og til frágangs frá
kl. 13.00.
- Starfsmann í kaffiteríu frá kl. 11.30.
- Starfsmann til afgreiðslu á heitum mat
og til frágangs frá kl. 9.00 til 17.00.
Kaupstaður Eddufelli:
- Starfsmann til að sjá um kjötborð.
Miðvangur Hafnarfirði:
- Starfsmann á búðarkassa.
- Starfsmann til almennra verslunarstarfa.
Upplýsingar í verslununum og hjá starfs-
mannastjóra á þriðju hæð í Kaupstað í Mjódd
frá kl. 10 til 12 og 14 til 16 mánudag og í
Miklagarði við Sund þriðjudag frá kl. 14 til 17.
/MIKLIG4RDUR
Afgreiðslustörf
Viljum ráða nú þegar starfsfólk í eftirtalin
störf í verslunum HAGKAUPS:
Kringlan - matvöruverslun
★ Afgreiðsla og uppfylling í ávaxtatorgi.
★ Afgreiðsla í fiskborði.
Kringlan - sérvöruverlsun
★ Afgreiðsla á kassa.
Skeifan 15
★ Afgreiðsla í sérvörudeildum.
★ Afgreiðsla og uppfylling í ávaxtatorgi og
ostaborði.
★ Afgreiðsla í bakaríi.
Eiðistorg, Seltjarnarnesi
★ Afgreiðsla á kassa.
★ Afgreiðsla í kjötborði.
★ Afgreiðsla og uppfylling í ávaxtatorgi.
Upplýsingar um störfin veita verslunarstjórar
á stöðunum.
HAGKAUP
K-R I STA ‘
HÁR& SNYRTTSTOFA
I Kringlunni
óskar að ráða í eftirfarandi störf:
Snyrtifræðing
Um er að ræða hlutastarf.
Hárskera
Um er að ræða fullt starf.
Afgreiðslustúlku
í starfinu felst m.a. móttaka viðskiptavina,
símavarsla, auk sölu hár- og snyrtivara frá
Sebastian og Trúcco. Vinnutími er fimmtu-
daga og föstudaga frá kl. 13 til 18 og laugar-
daga frá kl. 10 til 16.
Hárgreiðslunema
Neminn þarf að hafa lokið 9 mánaða skóla
og geta byrjað strax.
Umsóknir um ofangreind störf sendist aug-
lýsingadeild Mbl. fyrir 1. september, merkt-
ar: „Krista í Kringlunni".
SEBASTIANB
LANDSPITALINN
Sérfræðingur
Staða sérfræðings, 75% hlutastarf, við svæf-
inga- og gjörgæsludeild Landspítalans, er
laus til umsóknar frá 1. október 1989.
Æskilegt er að umsækjandi sé reiðubúinn
að starfa að hluta við hjarta-lungnavél eftir
starfsþjálfun.
Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna,
ásamt prófskírteini, upplýsingum um starfs-
feril og meðmælum, skal senda stjórnar-
nefnd ríkisspítala fyrir 22. september nk.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Ólafsson
í síma 60 1375.
RIKISSPITALAR