Morgunblaðið - 27.08.1989, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINIMA/RAÐ/SMÁ SUNNUUAGUR 27.
AGUST 1989
ATVINNU
FÉLAGSMÁLASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Droplaugarstaðir,
Snorrabraut 58, Reykjavík.
Hjúkrunarfræðing vantar á næturvaktir frá
1. september nk.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
25811 milli kl. 9 og 12 f.h. virka daga.
RÍKISSPÍTALAR
Þroskaþjálfar
Nokkrar stöður þroskaþjálfa eru lausar á
vinnustofum Kópavogshælis. Um er að
ræða skipulagningu og framkvæmd þjálfunar
í hæfingu og/eða verkstjórn og viðhald þjálf-
unar í vinnusal. Ásamt góðri vinnuaðstöðu
og hagstæðum vinnutíma frá kl. 9.30 til kl.
15.30 eða eftir samkomulagi bjóðum við
gott mötuneyti, möguleika á plássi á
skemmtilegu faglega reknu dagheimili. Einn-
ig eru möguleikar á ýmsum námskeiðum á
vegum Ríkisspítala ásamtfleiri hlunnindum.
Upplýsingar gefur yfirþroskaþjálfi á vinnu-
stofum í síma 45130 eða 602700.
Reykjavík27. ágúst 1989.
RÍKISSPITALAR
Fóstrur
og starfsmenn
Dagheimilið Sunnuhlíð
Áhugasamar fóstrur óskast til starfa nú
þegar á Sunnuhlíð við Kleppsspítala.
Einnig vantar starfsmenn sem áhuga hafa
á uppeldisstarfi undir handleiðslu fóstra.
Upplýsingar í síma 602600(95) og hjá Kol-
brúnu Vigfúsdóttur í síma 31519, utan vinnu-
tíma.
Dagheimilið Stubbasel
Deildarfóstra óskast í fullt starf frá 1. sept-
ember nk. við Stubbasel, Kópavogsbraut 19.
Stubbasel er einnar deildar heimili með 14
rýmum.
Upplýsingar gefur Ásdís Reynisdóttir í síma
44024.
Dagheimilið Sólhlíð
Áhugasamar fóstrur og starfsmenn óskast
til starfa strax í Sólhlíð við Engihlíð. Vinnu-
tími og starfshlutfall samkomulagsatriði.
Upplýsingar gefur Elín María Ingólfsdóttir í
síma 601594 og 611589 (á kvöldin).
Dagheimilið Sólbakki
Okkur vantar áhugasama fóstru og starfs-
mann til starfa frá 1. september nk. í fullt
starf á Sólbakka við Vatnsmýrarveg.
Upplýsingar gefur Kristín P. Birgisdóttir, yfir-
fóstra í síma 22725.
Barnadeild Hringsins
Tvær stöður deildarfóstra eru lausar nú
þegar eða síðar. Gefandi starf með börnum
að 16 ára aldri.
Upplýsingar gefur Hertha W. Jónsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 601033.
Reykjavík, 27. ágúst 1989.
Framleiðslustjóri
Vaxandi framleiðslufyrirtæki í málmiðnaði,
sem er að flytja starfsemi sína út á land,
óskar eftir framleiðslustjóra.
Leitað er að einstaklingi með verk- eða
tæknifræðimenntun á rekstrarsviði.
í umsóknum skal koma fram aldur, menntun
og fyrri störf, og skal umsóknum skilað á
auglýsingadeild Morgunblaðsins merkt: „I-
808“ fyrir 9. september nk. Farið verður með
umsóknir sem trúnarðamál.
Verkamenn
Verkamenn óskast í vinnu nú þegar.
Upplýsingar í síma 641340 frá kl. 15.00-18.00.
/S
IÁLFTÁRÓS HFI
SMIÐJUVEG 11 - 200 KÓPAVOGI - S: 91-641340
Framkvæmdastjóri
Við leitum að viðskiptafræðingi með starfs-
reynslu á fjármálasviði til að taka við stöðu
framkvæmdastjóra hjá meðalstóru fyrirtæki.
Af sérstökum ástæðum þarf viðkomandi að
geta byrjað sem fyrst.
Allar upplýsingar eru veittar á skrifstofu okk-
ar í fullum trúnaði.
(tIIÐNI íónsson
RÁÐCJÓF & RÁÐN I NCARMÓN LISTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22
Skrifstofustarf
Skrifstofumaður óskast til framtíðarstarfa hjá
ríkisstofnun í miðbænum.
Leitað er eftir nákvæmum, áreiðanlegum og
töluglöggum manni, á aldrinum 25-40 ára,
með almenna menntun. Æskilegt er að við-
komandi reyki ekki.
Umsóknir er tilgreini menntun, fyrri störf og
almennar persónuupplýsingar sendist aug-
lýsingadeild Mbl. fyrir 1. september nk.
merktar: „Skrifstofustarf - 1266“.
Hjúkrunarheimilið Skjól, Kleppsvegi 64
Lausar stöður
Hjúkrunarfræðingar óskast á morgun- og
kvöldvaktir.
Sjúkraliðar óskast á allar vaktir.
Starfsfólk óskast við umönnun.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
688500.
Störf með unglingum
Unglingadeild Félagsmálastofnunar Kópa-
vogs vantar starfsmenn í hlutastörf í vetur.
Starfssvið er bæði tómstundastarf með ungl-
ingum og útideildarstarf.
Upplýsingar veitir unglingafulltrúi í síma
45700.
Félagsmálastofnun Kópavogs.
Matsmaður
Óskum að ráða matsmann til starfa í Vest-
mannaeyjum. Starfið er að mestu fólgið í
ferskfiskmati fyrir þrjú frystihús.
Nánari upplýsingar veitir Arnar Sigurmunds-
son, framkvæmdastjóri, í síma 98-11950,
Vestmannaeyjum.
Samfrost,
Vestmannaeyjum.
Vélstjóri
Sláturfélag Suðurlands óskar að ráða starfs-
mann í frystihús/sláturhús félagsins á Kirkju-
bæjarklaustri.
Helstu verkefni eru vélgæsla, umsjón og við-
hald húsa og afgreiðsla úr frystihúsi.
Leitað er eftir manni sem er vélstjóri eða
hefur sambærilega menntun. Viðkomandi
verður að geta hafið störf fljótlega og mun
SS aðstoða við útvegun húsnæðis á staðnum.
Upplýsingar um starfið gefur starfsmanna-
stjóri á Skúlagötu 20, Reykjavík, og skal
umsóknum skilað til hans fyrir 2. september.
Sláturfélag Suðurlands.
SY.ÍÐISSTJORN MALEFNA FATLAÐRA
NORÐL'RLANDI EVSTRA
Stórholti 1
600 AKUREYRI
Forstöðumenn
Svæðisstjórn málefna fatlaðra auglýsir eftir-
taldar stöður lausar til umsóknar:
a. Staða forstöðumanns á Vistheimilinu Sól-
borg.
b. Staða forstöðumanns við sambýli á Akur-
eyri.
Umstækjendur hafi menntun á sviði félags-,
uppeldis- eða sálarfræði, auk reynslu af
stjórnunarstörfum.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
Svæðisstjórnar í síma 96-26960.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
fyrri störf þurfa að berast fyrir 21. sept. nk.
Svæðisstjórn málefna fatlaðara Noðurl. eystra,
Stórholti 1,
603 Akureyri.