Morgunblaðið - 30.08.1989, Page 1
40 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
195. tbl. 77.árg.
MIÐVIKUDAGUR 30. AGUST 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bréf von Weizsáckers til Jaruzelskis:
Yfirlýsing’ forsetans
„lítilvægnr þvættingxir“
- segja vestur-þýskir repúblikanar
Bonn. Reuter.
REPÚBLIKANAR í Vestur-Þýskalandi gagnrýndu Richard von Weiz-
sacker, forseta landsins, harðlega í gær fyrir að aftieita öllu tilkalli til
pólsks landsvæðis. Von Weizsacker sendi Wojciech Jaruzelski, forseta
Póllands, yfirlýsingu þess efiiis á mánudag í tilefni þess að 1. septem-
ber nk. er hálf öld liðin síðan Þjóðveijar réðust inn í Pólland.
Talsmenn repúblikana sögðu að
von Weizsacker talaði ekki fyrir
munn allrar þýsku þjóðarinnar. For-
setinn vitnar í yfirlýsingu sinni til
samnings sem gerður var árið 1970
og staðfestir núverandi vesturlanda-
mæri Póllands. Hann segir að land
sitt hafi heitið því „að gera hvorki
nú né síðar kröfur til pólsks lands-
svæðis".
Repúblikanar vísuðu þessu orða-
lagi á bug í gær sem „lítilvægum
þvættingi". „Við mótmælum í nafni
tveggja milijóna kjósenda Repúblik-
anaflokksins þessum sögufölsunum
Líbýa:
Afimælishá-
tíð í „para-
dís á jörðu“
Kúvæt. Reuter.
„KOMIÐ öll til paradísar á
jörðu“ sagði í gær í flenni-
stórri auglýsingu á forsíðu
eins dagblaðsins í Kúvæt og í
öðru sagði: „Við bíðum komu
ykkar.“
Mikli, sósíalski alþýðuflokk-
urinn í Líbýu er um þessar
mundir að bjóða „vinum og
velunnurum um heim allan“ að
koma til landsins í tilefni af
því, að 1. september eru liðin
20 ár síðan Muammar Gaddafi
og nokkrir herforingjar aðrir
steyptu Idris konungi af stóli.
Verður mikið um dýrðir á af-
mælinu og á tilstandið meðal
annars að sýna umheiminum,
að Gaddafi sé ekki jafn um-
komulaus og sumir segja.
„Við köllum til alla vini okk-
ar og bræður og bjóðum þeim
að koma til þessa lands ástúð-
ar, ofgnóttar og frelsis; að
verða vitni að sköpunarmættin-
um, sem gegnsýrir þetta sam-
félag hinna hamingjusömu,“
sagði í einni auglýsingunni og
í annarri er væntanlegum gest-
um boðið að „upplifa það, sem
er að gerast í þessu græna landi
hins fullkomna einstaklings-
frelsis".
Gaddafi heldur þvi fram, að
í Þriðju Mgildu kenningunni,
sem hann setti sjálfur saman,
sé að finna lausn á öllum
vandamálum mannanna og
hvetur hann aðrar þjóðir til að
fara 'að dæmi Líbýumanna og
tileinka sér beint lýðræði án
nokkurra afskipta ríkisvalds-
ins. Þeir menn finnast þó, sem
fullyrða, að Gaddafi sjálfur sé
upphafið og einnig endirinn á
líbýsku lýðræði.
og lögbrotum,“ sagði í yfirlýsingu frá
flokknum.
Repúblikanar halda til streitu rétti
Þjóðvetja til sameiningar innan
landamæra Þýskalands frá árinu
1937 á þeirri forsendu að ekki hafi
verið gert friðarsamkomulag eftir
seinni heimsstyijöldina.
Þótt fjármálaráðherra vestur-
þýsku ríkisstjórnarinnar, Theo
Waigel frá Kristilega sósíalsamband-
inu í Bæjaralandi, hafi sjálfur sagst
líta svo á að Þjóðveijar hafi lagaleg-
an rétt til pólsks landsvæðis, luku
ráðherrar upp einum rómi í gær og
fordæmdu yfirlýsingar repúblikana.
„Árás þessara hægriöfgamanna í
óþroskuðum anda Hitlers-æskunnar
á hinn virta þjóðhöfðingja ætti að
taka af öll tvímæli um að á meðal
leiðtoga repúblikana eru nýnasistar,"
sagði Jurgen Möllemann, mennta-
málaráðherra Vestur-Þýskalands.
Amnesty:
Reuter
Eiturlyfjastríðið íKólumbíu
Sprengjur sprungu í sex áfengisverslunum í Medellin-borg, þar
sem samnefndur eiturlyQasmyglhringur er með höfúðstöðvar
sinar, og í ferðaskrifstofú í borginni Bogota. Á myndinni virða
starfsmenn skrifstofiinnar verksummerkin fyrir sér. Enginn lýsti
árásunum á hendur sér en lögreglan telur að hópur, sem tengist
Médellin-hringnum, hafi þar verið að verki. Hópurinn er einnig
grunaður um sprengjuárásir á níu banka í Medellin-borg á sunnu-
dag.
Þúsundir
Kínverja
ofsóttar
Lundúiium. Reuter.
Mannréttindahreyfingin Amn-
esty Intemational skýrði frá því í
gær að þúsundir Kínveija ættu
yfir höfði sér aftökur eða langa
fangelsisvist vegna ofsókna
kínverskra sljórnvalda á hendur
andófsmönnum eftir mótmælin í
landinu í júní siðastliðnum.
Hreyfingin sakaði kínversk stjórn-
völd um að hafa beitt fjöldahapd-
tökum, pyndingum, skyndiréttar-
höldum og aftökum gegn andófs-
mönnunum. Hún hvatti Li Peng, for-
sætisráðherra Kína, til þess að binda
enda á kúgunina og hætta að beita
aftökum í pólitískum tilgangi.
Stjórnvöld í Kína hafa vísað á bug
ásökunum um að kínverskir hermenn
hafi gerst sekir um fjöldamorð á
mótmælendum er þeir létu til skarar
skríða á Torgi hins himneska friðar
í Peking 3. og 4. júní. Amnesty Int-
ernational heldur því hins vegar fram
að hermennirnir hafi að minnsta
kosti myrt 1.000 manns.
Mótmælin í Sovétríkjunum:
Gorbatsjov samþykkti við
vörun til þjóðernissinna
Atök brjótast út að nýju á milli Armena og Azera
Moskvu. Reuter, Daily Telegraph.
MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétforseti
lagði blessun sína yfir harðorða
viðvörun miðstjórnar sovéska
kommúnistaflokksins til þjóðernis-
sinna í Eystrasaltsríkjunum, sem
birt var um helgina, að því er
Gennadíj Gerasímov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins
Vátryggð
fyrir einn
milljarð
Suzanne Mizzi, sýningar-
stúlka sem sérhæfir sig í
því að vera ber að ofan,
sést hér ganga glaðbeitt
út úr aðalbyggingu
Lloyd-tryggingarfélags-
ins í London. I gær vá-
tryggði hún líkama sinn
fyrir 10 milljónir punda
(tæpan milljarð ísl.
króna). Andlit sitt
tryggði Suzanne Mizzi
fyrir fimm milljónir
punda, fótleggina fyrir
eina milljón punda,
bijóst fyrir tvær milljón-
ir punda og handleggi
fyrir eina milljón punda.
Áfgang líkamans mat
hún á eina milljón punda.
Reuter
upplýsti í gær. Um 80.000 rússne-
skir verkamenn í MoldavíU fóru í
verkfall er Æðsta ráð lýðveldisins
ræddi á stormasömum fúndi hvort
moldavíska ætti að vera ríkismál
lýðveldisins. Sovésk stjórnvöld
ákváðu að senda hermönnum í
héraðinu Nagorno-Karabak og
nágrenni liðsauka eftir að átök
höfðu brotist út á milli Armena
og Azera vegna deilunnar um
héraðið.
Gennadíj Gerasímov skýrði frá því
á blaðamannafundi í Moskvu að
Míkhaíl Gorbatsjov hefði samþykkt
harðorða yfirlýsingu miðstjómar
kommúnistaflokksins um helgina,
þar sem þjóðernissinnar í Eystra-
saltslöndunum voru varaðir við því
að halda kröfum sínum til streitu
eftir fjölmenna mótmælafundi í lönd-
unum í síðustu viku. Miðstjórnin seg-
ir þar ineðal annars að „stórslys" sé
yfirvofandi verði ekki endi bundinn
á „sefasýki þjóðernissinna" og
„andsovéskar og andkommúnískar
aðgerðir" þeirra. Þar sem Gorbatsjov
hefur verið í sumarleyfi var talið að
harðlínumenn hefðu samið yfirlýs-
inguna án þess að Sovétforsetinn
samþykkti hana.
Leiðtogar þjóðemissinna í Eystra-
saltsríkjunum kváðust furðu lostnir
yfir því hve harðorð yfirlýsing mið-
stjórnarinnar var og sögðu að það
væri slæmt fyrir orðstýr Gorbatsjovs
sem umbótasinna tengdist nafn hans
slíkri yfirlýsingu. Þjóðernissinnarnir
óttast að viðvörun miðstjórnarinnar
sé fyrirboði róttækra aðgerða, jafn-
vel valdbeitingar.
Verkföll rússneskra verkamanna
breiddust út í Moldavíu í gær og
talsmaður skipuleggjendanna sagði
að vinna hefði verið lögð niður í 99
verksmiðjum í borgunum Tíraspol,
Benderíj og Kíshínev. Verkfalls-
mennirnir eru óánægðir með nýtt
frumvarp, sem Æðsta ráð lýðveldis-
ins hefur tekið til afgreiðslu, þar sem
gert er ráð fyrir því að moldavíska
verði ríkismál lýðveldisins og tekið
verði upp latneskt letur í stað kýr-
ilísks. Hundruð Moldava komu sam-
an fyrir utan þinghúsið til að krefj-
ast þess að frumvarpið yrði sam-
þykkt. Talið er að greidd verði at-
kvæði um frumvarpið í dag.
Vadím Bakatín, innanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, sagði að átök
hefðu brotist út að nýju í grennd við
héraðið Nagorno-Karabak í síðustu
viku eftir að tilraun hefði verið gerð
til þess að koma á nýrri stjórn í hér-
aðinu, sem bryti í bága við stjórnar-
skrá Sovétríkjanna. Sovésk stjórn-
völd skipuðu nefnd til að stjórna
héraðinu í janúar eftir að 100 manns
höfðu fallið í átökum Armena og
Azera, sem hvorirtveggju gera til-
kalí til héraðsins.