Morgunblaðið - 30.08.1989, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIRUDAGUR 30. .ÁGÚST 1989
wmmm
Morgunblaðið/Julíus
íslensk getspá byggir í Laugardalnum
„Við erum að undirbúa byggingu húss undir starf-
semi okkar, í samvinnu við ÍSI og sérsamböndm;
Húsið verður áfast núverandi íþróttamiðstöð ÍSÍ
í Laugardal og framkvæmdir tieíjast í næsta mán-
uði,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmda-
sljóri íslenskrar getspár. Hann sagði að kostnaður
íslenskrar getspár við bygginguna væri áætlaður
50-60 milljónir króna.
íslensk getspá, sem rekur Lottóið, hefúr verið
með skrifstofur í húsi ÍSÍ í Laugardalnum, en
verkstæði og lager í húsi Öryrkjabandalagsins.
Nýja húsið verður um 2000 fermetrar og íslensk
getspá verður í 1100 fermetra húsnæði. Þar af
fara um 500 fermetrar undir skrifstofúr, en 600
fermetrar undir tölvur, verkstæði og lager. Húsið
verður byggt áfast við hús ÍSÍ upp í hlíðina og
inngangur í húsið verður sá sami og nú.
Vilhjálmur sagði að ekki lægi ljóst fyrir enn hvem-
ig íslensk getspá myndi fjármagna bygginguna.
„Frá þvi að fyrirtækið tók til starfa hefúr einn
hundraðshluti af veltu rannið í varasjóð, sem nú
eru í um 30 milljónir króna,“ sagði Vilhjálmur.
„Ég á von á að eignaraðilar fyrirtækisins sam-
þykki á aðalfúndi í haust að þessi sjóður verði
nýttur til byggingarinnar."
VEÐUR
I/EÐURHORFUR í DAG, 30. ÁGÚST
YFIRLIT í GÆR:
SPÁ: Norðan eða noröaustan stinningskaldi á Vestur- og norðvest-
urlandi en hægari suðaustlæg átt í öðrum landshlutum en gengur
í norðan og norðvestan stinningskalda um allt land síðdegis. Rign-
ing norðanlands en fer að létta til sunnanlands undir kvöldið. Hiti
8-16 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FiMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðtæg átt og fremur
kalt. Skýjað og dálitil rigning norðanlands er þurrt og víðast léttskýj-
að syðra.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■J0° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
y Skúrir
*
V E'
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
R Þrumuveður
m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 16 hálfskýjað Reykjavik 12 skýjað
Bergen 13 skýjað
Helsinki 12 skýjað
Kaupmannah. 17 léttskýjað
Narssarssuaq 6 súld
Nuuk 3 rigning
Ósló 18 hálfskýjað
Stokkhólmur 17 hálfskýjað
Þórshöfn 12 skýjað
Algarve 26 skúr
Amsterdam 18 skýjað
Barcelona 25 léttskýjað
Berlín 15 skýjað
Chlcago 21 þokumóða
Feneyjar 22 léttskýjað
Frankfurt 17 skýjað
Glasgow 16 skýjað
Hamborg 17 skýjað
Las Palmas 28 léttskýjað
London 17 rigning
Los Angeles 16 þokumóða
Lúxemborg 15 skýjað
Madríd 28 skýjað
Malaga 27 skýjað
Mallorca 26 alskýjað
Montreal 19 skýjað
New York 22 þokumóða
Orlando 26 heiðskírt
Paris 19 skýjað
Róm 26 léttskýjað
Vín 13 rigning
Washington 24 þokumóða
Winnipeg vantar
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra:
Engin þörf er á
nýjum skipum
Menn geri út á eigin ábyrgð og ráði
sjálfír gerð og stærð skipsins
„ÉG TEL að það sé engin þörf á nýjum skipum," sagði Halldór As-
grímsson sjávarútvegsráðherra aðspurður um hvort lánveitingar
Fiskveiðasjóðs ættu að halda áfram á næsta ári eins og áður. 11 ný
skip eru nú í smíðum fyrir íslendinga erlendis og bæði ráðherrann
og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa lýst því yfir að minnka þurfi
fiskiflotann til að auka hagkvæmni í rekstrinum. Halldór segist telja
að almennar*reglur eigi að gilda um veiðiheimildir þannig að þeim
verði ekki stjórnað frá degi til dags með stjómvaldsákvörðunum.
Hann segir að útgerð, sem fengið hefúr ákveðna veiðiheimild, eigi
að hafa sjálfsvald um hve stórt og vel búið skip sé notað til að ná
hinum ákveðna afla, enda beri útgerðin sjálf ábyrgð á sínum rekstri.
Reglur um lánveitingar til skipasmíða segja að 40% kaupverðs skuli
vera eigið fé útgerðarinnar, en Halldór segir að í þeim efiium hafi
lánastofnanir ekki farið að reglunum.
„Eg hef nú eins og vitað er verið
andvígur því að fjölga skipum í flot-
anum,“ segir Halldór. „Hins vegar
voru settar þær reglur fyrir fáum
árum að aðilar sem eru í útgerð
hefðu heimildir til að erndurnýja
skip sín. Þá þótti nauðsynlegt að
þeir gætu breytt þeim, meðal ann-
ars með tilliti til breyttra aðstæðna,
til dæmis að meiri þörf væri fyrir
rýmri íbúðir manna og breytta
meðferð afla. Út frá þessu voru
settar reglur og um það rætt mjög
ákveðið, að þeir sem fengju lán hjá
Fiskveiðasjóði þyrftu að leggja 40%
fram sem eigið fé. Ég lagði til á
sínum tíma í ríkisstjórn að stjórnin
samþykkti að aðrar lánastofnanir
lánuðu alls ekki til skipakaupa.
Þetta fékkst ekki samþykkt og var
andstaða við því í þáverandi ríkis-
stjórn. Ég átti hins vegar fund með
forsvarsmönnum lánastofnana, þar
sem sá almenni skilningur var stað-
festur að viðkomandi aðilar þyrftu
að leggja fram 40% eigið fé. Eg tel
að hinar ýmsu lánastofnanir í
landinu, án þess að ég tiigreini nein-
ar sérstakar í því sambandi, hafi
ekki unnið samkvæmt þessum regl-
um og þar af leiðandi hafi verið
ráðist í ýmsar fjárfestingar sem
viðkomandi aðilar höfðu ekki burði
til."
Fiskveiðilöggjöfin gildi
í sem lengstan tíma
Halldór segir að einnig hafi skort
á að viðkomandi íjármálastofnanir
væru reiðubúnar að líta á hagsmuni
sína og sinna umbjóðenda á breið-
um grundvelli, það er að segja að
ýmsar aðrar fjárfestingar sem þær
höfðu áður lánað til tengdust hinum
nýju. „Eins og ljóst má vera þá er
mikilvægt að það gildi reglur í þessu
sambandi sem séu bæði skýrar og
almennar og ekki háðar duttlungum
einstakra aðila í stjórnkerfínu,"
segir Halldór. „Ég hef einnig haldið
því mjög ákveðið fram í mörg ár
að mjög mikilvægt sé að fiskveiði-
löggjöfín gildi í sem lengstan tíma.
Um það náðist heldur ekki sam-
staða. Stjórnmálamenn voru
andvígir því og hagsmunaaðilar
reyndar líka. Menn vildu gjarnan
að lögin yrðu framlengd í eitt, tvö
ár í þeirri von að eitthvað væri
betra hinum megin, sem í sjálfu sér
var ekkert annað en sjálfsblekking.
Það var jafnframt rík krafa í því
samkomulagi sem gert var um fisk-
veiðistefnuna og þeim málamiðlun-
um sem áttu sér þar stað, að sókn-
armarkið væri mjög virkt, þannig
að samkeppni gæti notið sín sem
alira best. Þessi regla varð þess sem
sé valdandi, að menn töldu sig geta
farið út í íjárfestingar í þeirri von
að geta bætt mjög afla sinn með
því að nýta hið svokallaða sóknar-
mark. Þetta hefur verið mikilvægur
reynslutími og almennt eru menn
nú að viðurkenna að sóknarmarkið
hafí verið of rúmt og fiskveiðilög-
gjöfin hafi gilt til of skamms tíma.
Það má segja að við höfum þurft
að greiða það meðal annars því
verði að fjárfesting hafí verið meiri
en góðu hófi gegndi. Hitt er svo
annað mál að við verðum ávallt að
eiga góðan fiskveiðiflota og ég býst
við því að tiltölulega mikil íjárfest-
ing nú allra síðustu árin en lítil sem
engin næstu árin á undan muni
fyrst og fremst koma fram í því
að sáralítil fjárfesting muni eiga sér
stað í flotanum á næstu árum og
jafnvel áratug.“
Halldór segir ástæðuna fyrir því
að rýmkað var um reglurnar á
sínum tíma hafa verið þá, að forð-
ast slíkar sveiflur. „Nú eru ýmsir
famir að sjá að það er rétt að sam-
eina veiðiheimildir og jafnvel þótt
gildistími laganna hafí aðeins verið
þijú ár síðast, þá er það fyrst þá,
þegar menn sjá svo langan tíma,
að þeir fara í einhveijum mæli að
sameina veiðiheimildir og úrelda
skip. Það hefur verið gert í allmikl-
um mæli og sá áhugi fer vaxandi."
Halldór segist munu beita sér
fyrir minnkun flotans, meðal annars
með stofnun úreldingarsjóðs sem
hlíti almennum reglum." Hins vegar
verði menn að beygja sig fyrir þeim
staðreyndum að nútímafískveiðar
krefjast betri skipa og betri að-
búnaðar en áður, bæði fyrir menn,
afla og tæki. Afkastageta skipanna
hafi aukist mjög mikið, ekki síst
vegna tæknivæðingarinnar. Skip
sem afkastaði ákveðnum afla fyrir
15-20 árum geti aflað miklu meira
í dag, aðeins vegna bættrar tækni.
Óánægður með aukna
sókn smábáta
„Á sama hátt getur lítil trilla
aflað miklu meira í dag en hún gat
fyrir nokkrum árum vegna þess að
vélvæðing og tækni hefur aukist
mjög mikið. Þannig að afkastageta
flotans verður ekki mæld eingöngu
í stærð hans, heldur líka í þeirri
þekkingu sem við höfum öðlast og
við getum ekki af þeim sökum ver-
ið á móti tækninni. Við hljótum að
tileinka okkur hana og reyna þá
að takmarka aflann sem mest við
hvert skip þannig að hver og einn
geti ákveðið með hvaða hætti er
hagkvæmast að sækja hann í stað
þess að vera að stýra því frá degi
til dags hvaða búnað skipið hefur
og hvað það er stórt. Ég tel að það
eigi að hverfa og menn eigi að
ákveða hveiju skipi aflaheimildir
og síðan sé það ákvörðun hvers og
eins hvort hann notar til þess tíu
tonna skip eða tvö hundruð tonna
skip að ná í þann afla. Það verður
að vera mat þess einstaklings sem
fer með stjórn þeirra verðmæta."
Halldór segist vera mjög
óánægður með þróun smábátaút-
gerðarinnar, hve mikið sókn þeirra
hefur aukist og afli um leið, og
ekki hafa legið á þeirri skoðun
sinni. „Ég er enn þeirrar skoðunar
að þar þurfí að koma til endurskoð-
unar.“ Hann segist hafa ýmsar
hugmyndir um með hvaða hætti
sókn smábáta verði takmörkuð, en
segir ekki rétt að ræða þær á þessu
stigi. „Við erum að vinna að endur-
skoðun laganna og að því er unnið
í nefnd sem hefur fengið það við-
fangsefni og fyrstu hugmnyndir
varðandi þessa endurskoðun verða
væntanlega kynntar á næsta vetri,“
sagði Halldór Ásgrímsson.
Í
i
>
i
i
i
h