Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 16
i 16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1989 Svíar hlera austur- evrópsk sendiráð Stokkhólmi. Frá Erik Liden, frettantara Morgunblaðsins. SÆNSKA öryggislögreglan stundar umfangsmiklar hleranir við sendiráð Austur-Evrópuríkjanna i Stokkhólmi og einnig við heimili einstakra sendiráðsmanna. Var frá þessu skýrt í blaðinu Dagens Nyheter í gær en embættismenn og leiðtogar stjórnarandstöðunnar vildu ekkert um málið segja. í blaðinu sagði, að ríkisstjórn jafnaðarmanna hefði heimilað hler- anirnar til að geta fylgst betur með njósnastarfsemi Austur-Evrópu- mannanna en þetta mál er samt dálítið vandræðalegt fyrir hana og utanríkisráðuneytið. Það er nefni- lega ekki langt um liðið síðan sænska stjórnin mótmælti harðlega hlerunum Sovétmanna í sænska sendiráðinu í Moskvu. Auk þess eru hleranir í húsakynnum erlendra sendimanna bannaðar samkvæmt Vínarsamþykktinni og Svíar eru aðilar að henni. Talsmenn austur-evrópsku sendi- ráðanna vildu ekkert segja um fréttina í Dagens Nyheter og svo var einnig um forystumenn stjórn- málaflokkanna. Kváðust þeir bundnir þagnareiðum um þessi mál. Polland: Stj órnar myndun dregst á langinn Varsjá. Reuter. TADEUSZ Mazowiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur frestað því að skipa nýja ríkisstjórn landsins til loka næstu viku. Kom þetta fram í viðtali dagblaðs pólska kommúnistaflokksins Trybuna Ludu við Bron- islaw Geremek, leiðtoga þingflokks Samstöðu. Að sögn Geremeks náðist ekki samkomulag um stjórnarstefnu og ráðherraskiptingu í viðræðum Mazowieckis og leiðtoga samstarfs- flokkanna á mánudag. Það veldur því að forsætisráðherrann getur ekki tilkynnt ráðherraskipan ríkisstjórn- arinnar á morgun, fímmtudag, eins og hann ætlaði sér. Kommúnistaflokkurinn krefst þess enn að fá fleiri ráðuneyti en Heimsbikarmótið: Kasparov í forystu GARRÍ Kasparov, heimsmeistari í skák, náði forystu á heims- bikarmótinu í Skellefteá í Svíþjóð þegar 12. umferðin var tefld í gær. Úrslitin í gær urðu þessi: Ka- sparov — Vaganjan 1-0, Short — Nicolic li-h, Andersson — Ribli 'k-h, Sax — Seirawan 14-14, Salov — Ehlvest 1-0, Portisch — Nunn 0-1, Hiibner — Kortsnoj 0-1, Tal — Karpov 14-14. Á mánudag voru tefldar tvær biðskákir Salovs. Þær fóru þannig að Salov tapaði fyrir Portisch en gerði jafntefli við Nunn. Staðan að loknum 12 umferðum af 16 er þessi: 1. Kasparov með 8 vinninga, 2.-3. Karpov og Short 714 vinning, 4.-5. Seirawan og Salov 7 vinninga, 6.-7. Andersson og Port- isch 614 vinning, 8.-9. Ehlvest og Sax 6 vinninga, 10.-11. Tal og Ribli 514 vinning 12.-14. Hubner, Kortsnoj og Nunn 5 vinninga, 15. Nikolic 414 vinning, 16. Vaganjan S4 vinning. varnarmála og innanríkismála og það tefur stjórnarmyndunina. Ut- anríkisráðuneytið virðist helsta bit- beinið hjá flokkunum íjórum sem nú ræða stjórnarmyndun, Samstöðu, Bændaflokknum, Lýðræðisflokkn- um og kommúnistum. Bændaflokk- urinn og kommúnistar vilja utanrík- isráðherraembættið en Samstöðu- menn segjast ekki reiðubúnir að láta það af hendi. Fregnir herma að kommúnistar íhugi nú að breyta um nafn á flokki sínum til að gefa honum sósíaldem- ókratískt yfirbragð. Formaður þing- flokks þeirra, Marian Orzechowski, á að hafa lagt til að nafni flokksins verði breytt úr „Pólski sameinaði verkamannaflokkurinn" í „Pólski sósíalíski verkamannaflokkurinn". Danmörk: Fyrstu spila- vítin árið 1991 Kaupmannahöfh. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRSTU spilavítin í Danmörku geta að öllum líkindum hafíð starfsemi sína 1. janúar 1991, að því er Berlingske Tidende hefúr eftir H. P. Clausen dómsmálaráð- herra, sem í haust ætlar að leggja fram lagafrumvarp um löggild- ingu spilavíta þar í landi. Samkvæmt lagafrumvarpinu verður að greiða aðgangseyri að spilavítunum, en gestir þeirra verða ekki skráðir. Þó verður fólk að sýna skilríki, sé þess krafist. Lágmarks- upphæð, sem leggja verður undir, verður 5-10 dkr. (40-80 ísl. kr.), en hámark 10.000 dkr. (80.000 ísl. kr.). Að sögn Berlingske Tidende er ör- uggur meirihluti fyrir samþykkt frumvarpsins í þinginu. Góðar fréftir f ró sólríkri Kýpur DIDACTA fnt. (I.A.T.A. - U.F.T.A.A. viðurkenndur skóli) Tilkynning Skólinn hefur ákveðið að bjóða þeim nemendum, sem hefja nám í sept- ember, frítt húsnæði og gildir það út skólatímann. Viðkomandi fá sent bréf þess efnis fljótlega. Skólastjórinn hefur tekið ástfóstri við íslensku nemendurna og hefur þar af leiðandi ákveðið að bjóöa 50% afslátt af námskeiðum sem hefjast I janúar og apríl 1990, 20 nemendum sem uppfylla skilyrði I.A.T.A. Ef þú hefur áhuga á ferða- og feröamannaþjónustu og þau alþjóðlegu réttindi sem I.A.T.A. veitir þér, sendu þá úrklippuna til: Auður Proppé, pósthólf 3084, 123 Reykjavík, sem jafnframt veitir frek- ari upplýsingar í síma 675208 eftir kl. 19 virka daga. Nafn ....... Heimilisfang Simi........ Reuter Olíuskip íljósum logum Björgunarmenn börðust við elda í gær um borð í oliuskipinu Sun Shield fyrir utan strendur Líban- ons. Skipið varð fyrir sprengjuárás sýrlensks her- skips aðfararnótt þriðjudags og er talið að níu skipveijar hafí beðið bana i eldhafinu um borð. Skipið, sem er skráð í Möltu, var á leið til hverfís kristinna manna í Beirút með eldsneytisfarm en um hverfíð hefúr verið umsátursástand í fímm mánuði. „Við björguðum tveimur skipveijum, ann- ar þeirra var með alvarleg brunasár. Hinir níu eru þarna niðri,“ sagði líbanskur björgunarmaður og benti í eldhafið í stefiii olíuskipsins. íran: Allir ráðherrar Raf- sanjanis samþykktir Nikósíu. Jteuter. ALI Akbar Rafsanjani, forseti írans, fagnaði í gær miklum sigri en þá samþykkti þingið alla ráðherrana 22, sem hann hafði gert tillögu um. Vegna þessarar óvæntu niðurstöðu hefúr Rafsanjani nú fijálsari hendur við að bæta samskiptin við önnur ríki og vinna að lausn vestrænu gíslanna í Líbanon. Rafsanjani var kosinn forseti í júní með miklum meirihluta at- kvæða og úrslitin í gær treysta enn stöðu hans sem mesta ráða- manns í íran eftir að Khomeini leið. Á þessum áratug, sem liðinn er frá byltingunni, hefur engin stjórn verið samþykkt án ein- hverra breytinga harðlínumanna. Rafsanjani þótti djarfur þegar hann ákvað að kasta fyrir róða harðlínumanninum AIi Akbar Mohtashemi, fyrrum innanríkis- ráðherra og stuðningsmanni Hiz- bollah-hreyfingarinnar í Líbanon, og var búist við, að harðlínumenn- imir á þingi reyndu í staðinn að hafna tveimur eða þremur ráð- herrum forsetans. í þingumræðum kvaðst Rafsanjani hafa valið mennina vegna hæfileika sinna, ekki vegna stjómmálaskoðana, og lagði áherslu á, að hann þyrfti á þeim öllum að halda við endurreisn efnahagslífsins. Meðal nýju ráð- herranna eru ýmsir, sem menntað- ir eru á Vesturlöndum. Nýr flokkur á Grænlandi? Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA alþýðusam- bandið, SIK, heldur aukafúnd í septembermánuði. Rædd verður tillaga um stofiiun verkamanna- flokks á Grænlandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fram koma tillögur innan alþýðu- sambandsins um stofnun stjórn- málaflokks. Námaverkamenn í Marmorilik við Umanak hafa til dæmis lagt fram tillögu í þá átt. Undir lok umræðunnar um nýju stjórnina gerðist Rafsanjani harð- orður í garð andstæðinga sinna. „Ef ég þekkti ykkur ekki gæti ég ímyndað mér, að þið vilduð grafa undan stjórninni með því að ham- ast gegn þremur eða fjórum mönn- um,“ sagði hann en þegar Kar- rubi, leiðtogi harðlínumanna, tók til máls, lýsti hann yfir fullum stuðningi við ráðherraval Rafsanj- anis. Finnland: Gert ráð fyrir rekstrar- afgangi hjá ríkissjóði Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNAR eiga að borga minna í beinum sköttum en meiri söluskatt á næsta ári. Það er eitt af helstu nýmælum í fjárlagafrumvarpi finnsku ríkissljórnarinnar. Harri Holkeri forsætisráðherra (hægrim.) og Erkki Liikanen Qármálaráðherra (jafnaðarm.) eru báðir afar ánægð- ir með fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir tekjuaf- gangi sem er mjög sjaldgæft í Finnlandi. Þetta er þriðja Qárlagafinm- varp hægrimanna og jafnaðarmanna en þeir hafa setið í stjórn sam- an síðan 1987. Heildarskattbyrði Finna er nú 37,5%. Samt vilja hægri menn benda á að tekjuskattar eru nú komnir undir það sem var árið 1987. Hins vegar hefur ríkissljóm- inni ekki tekist að endurskipuleggja skattakerfíð og hefur hún verið harðlega gagnrýnd af hálfu sljórn- arandstöðunnar fyrir að fara illa með þjóðarbúskapinn. Helsta vandamálið sem snertir einstaklinga er skortur á íbúðar- húsnæði. Ríkisstjórnin reynir nú að beina auknu fjármagni í smíði fé- lagslegara íbúða en sérfræðingar telja að kostnaður við þær fram- kvæmdir sé ranglega áætlaður. íbúðaverð og einkum byggingar- kostnaður er hár í Finnlandi. íbúðir á höfuðborgarsvæðinu kosta allt að 15-20 þúsund mörk fermetrinn, þ.e. ERLENT 50 fm íbúð getur kostað 9 milljónir ísl. króna, sem kaupandi verður að borga út. Fólk sem þarf að fjár- festa í húsnæði verður að fá lán í banka en raunvextir eru allt að 10%. Markmið ríkisstjórnarinnar er að stuðla að samdrætti í þjóðfélaginu bæði hvað varðar íbúðarkaup og neyslu yfirleitt. Núverandi efna- hagsstaða stefnir í umframneyslu, auknar skuldir og verðbólgu. Fýrir nokkru skilaði OECD skýrslu um efnahagshorfur Finna en í þeirri skýrslu var alvarleg gagnrýni vegna þenslu sem einkennir efnahags- ástandið. Finnar safna skuldum erlendis en það fjármagn er ekki notað til þess að fjárfesta í fram- leiðslu heldur hefur stórfé farið beint í neyslu. Viðskiptahalli Finna er um 17 milljarða marka (um 200 millj. ísl. króna) og áætluð verð- bólga 5,5%. Nú áætlar ríkisstjórnin að draga úr þenslunni með því að hvetja menn til þess að spara. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu geta menn haft 20.000 mörk (um 240.000 ísl. króna) skattfijálsar fjármagnstekj- ur næsta ár, þ.e. tekjur eins og vexti af hávaxtareikningum og verðbréfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.