Morgunblaðið - 30.08.1989, Side 19
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1989
ÍÍtírripmMúMí
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Ráðherra
án ráðuneytis
Aðalfundur Landssamtaka sauðflárbænda:
Leitað verði allra leiða til
að lækka verð til neytenda
Á aðalfundi Landssamtaka sauðQárbænda sem haldinn var á Hvann-
eyri 27. og 28. ágúst kom fram í máli Jóhannesar Kristjánssonar, form-
anns samtakanna, að leita beri allra leiða til að lækka verð á dilkakjöti
til neytenda. Hann sagði að draga mætti þá ályktun af reynslu Starfs-
hóps um sölu lambakjöts, að unnt væri að auka sölu á dilkakjöti umtal-
svert með lækkuðu verði til neytenda og breyttum áherslum í sölumál-
um. Á fundinum voru samþykktar ýmsar tillögur sauðQárbænda, sem
miða að því að stuðla að lækkuðu verði á dilkakjöti til neytenda.
framtíðinni, svo og af verðlagi á
innfluttu fóðri.“
Nýjasta uppátækið í til-
raununum til að fá
Borgaraflokkinn inn í ríkis-
stjórn Steingríms Hermanns-
sonar er að koma einum þing-
manni Borgaraflokksins á
ráðherralaun með því að gera
hann að ráðherra án ráðu-
neytis. Er þetta gert með
fyrirheiti um að hann taki
við umhverfisráðuneyti um
áramót, en í rúman áratug
hefur verið rætt um að nauð-
synlegt sé að stofna það. Þá
er sagt, að þessi ráðherra án
ráðuneytis eigi að vinna að
því að móta atvinnustefnu
fyrir rikisstjórnina á meðan
hann hefur ekki annað við
að vera. Eins og menn muna
var þessi ríkisstjórn mynduð
með það að höfuðmarkmiði
að fylgja fram nýrri atvinnu-
stefnu og hafa Patreksfirð-
ingar nú síðast kynnst henni
harkalega í framkvæmd.
Lög um stjórnarráðið voru
sett á árinu 1969. Á þeim
tuttugu árum sem síðan eru
liðin hafa verið uppi ýmsar
hugmyndir um breytingar á
þeim. Hafa nefndir unnið að
málinu og nú í sumar ein á
vegum ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar.
Vildi hún að ráðunejd;um yrði
fækkað úr 13 í 10. Tillagan
um að fjölga ráðherrum um
tvo og fjölga síðan ráðuneyt-
um í 14 til að báðir hafi eitt-
hvað við að vera gengur þvert
á þessar hugmyndir nefndar-
innar. í írafárinu við að ná í
Borgaraflokkinn verður allt
annað að víkja.
Ríkisstjórnin nýtur minna
fylgis en nokkur önnur síðan
mælingar á afstöðu almenn-
ings til stjórnmálaflokka og
ríkisstjórna hófust meðal
okkar. Hún gengur einnig
fram eins og hún þurfi ekki
að taka neitt tillit til annars
en þröngra eigin hagsmuna.
Flestir telja líklega meiri þörf
á öðru núna í atvinnumálum
en að gera fleiri stjórnmála-
menn að ráðherrum og það
meira að segja án ráðuneytis.
Allt er brýnna en slík at-
vinnubótavinna.
Þess er nú beðið, hvort
borgaraflokksmenn taki
gylliboðum Steingríms Her-
mannssonar um ráðherra-
stóla og aðrar vegtyllur.
Valda- og aðstöðubrask af
þessu tagi er einsdæmi. Þráin
eftir að halda í ráðherrastól-
ana stjórnar ferðinni og veld-
ur því að enginn viðmælend-
anna í þessum sérkennilegu
viðræðum um myndun nýrrar
ríkisstjórnar man eftir því,
að Borgaraflokkurinn er með
öllu fylgislaus meðal almenn-
ings.
Ólafur
gegn
Svavari
Sigurbjörn Magnússon,
formaður stjórnar Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna
(LÍN), hefur sætt þungri
gagnrýni frá Svavari Gests-
syni menntamálaráðherra
vegna þess að hann neitar
að beita sér fyrir hækkun
námslána nema samkvæmt
skýrum fyrirmælum. Lánin
verða ekki hækkuð nema
sjóðurinn fái aukið fjármagn.
Segist Sigurbjörn gjarnan
vilja láta fjárveitingar duga.
Menntamálaráðherra hefur
gefið til kynna, að í þessari
afstöðu felist flokkspólitísk
andstaða við sig.
í Morgunblaðinu í gær
gagnrýnir Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra
málstað Svavars Gestssonar,
flokksbróður síns, í deilum
hans við Sigurbjörn Magnús-
son. Telur Olafur Ragnar að
Svavar hafi ekki áttað sig á
nýjum forsendum, sem sé
þeim að ekkert aukið fé verði
veitt til LÍN nema Alþingi
samþykki það. „Mér sýnist
ýmsir vinir mínir, bæði á
Alþingi og annars staðar,
ekki vera búnir að átta sig á
því að nú fá þeir völina og
þá líka kvölina,“ sagði Ólafur
Ragnar í Morgunblaðinu.
Ætli Svavar skilji sneiðina?
Jóhannes Kristjánsson sagði að
til að ná þessu marki þyrfti að fella
niður söluskatt af matvæliim nú
þegar eða í áföngum, lækka neyt-
enda- og jöfnunargjald sem greitt
er til Stofnlánadeildar og lækka
þann skatt sem lagður er á dilkakjöt
vegna úreldingar sláturhúsa eða
leggja hann jafnframt á aðra slátr-
un. Þá þyrfti að stefna að aukinni
hagræðingu og hagkvæmni í rekstri
búanna, sem leitt gæti til iækkunar
á framleiðslukostnaði, og endur-
skoða þyrfti rekstur sláturhúsa með
tilliti til að draga úr slátur- og heild-
sölukostnaði. „Það er ljóst að framt-
íðarhorfur í sauðfjárbúskap ráðast
fyrst og síðast af því hvernig til tekst
með vöruþróun, markaðssetningu og
verðlagningu afurðanna, en einnig
af því hvort framleiðsla á svínakjöti
og nautakjöti verður stjórnlaus í
„Þetta eru ótíðindi mikil," sagði
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
annar þingmanna Sjálfstæðisflokks-
ins í Vestfjarðakjördæmi. „Að þessu
er langur aðdragandi og ömurleg
saga og er sú saga ekki einstök
fyrir Patreksfjörð. Staða sjávarút-
vegs og fiskvinnslu hefur staðið
höllum fæti hvar sem er á landinu
og það kemur óhjákvæmilega hart
niður þar sem um er að ræða undir-
stöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Verst
kemur þetta við þá landshluta sem
mest byggja á sjávarútvegi eins og
Vestljarðarkjördæmi.“
Þorvaldur Garðar sagði sjávarút-
veginn ekki hafa haft rekstrar-
grundvöll og hefðu meginástæðum-
ar fyrir því verið röng gengisstefna
og röng fiskveiðistefna. Afleiðing
af þessu hefði verið rekstrartap
frystihúsanna. „Allur þessi atvinnu-
vegur hefur verið á sömu vegferð.
Frystihúsin hafa verið mismunandi
sett til að mæta þessum vanda. Það
ANNAÐ og síðara uppboð á
frystihúsi Hraðfiystihúss Pat-
reksflarðar fór fram í gær. Bauð
Fiskveiðisjóður 20 m.kr. i eign-
ina. Þriðja og síðasta uppboð
mun fara fram 25. september
nk.
Þá fór í gær fram þriðja uppboð
Marka þarf skýra steftiu
fram til aldamóta
Jóhannes sagði ljóst að í framtíð-
inni gæti sauðfjárframleiðslan ekki
haldið uppi hinni dreifðu byggð
landsins eins og hún hefði gert til
þessa. Það yrði því að krefjast þess
af stjórnvöldum að þau taki ákvörð-
un um á hvaða svæðum landsins
eigi að leggja niður sauðfjárbúskap,
en að öðrum kosti benda á leiðir til
að viðhalda byggðinni sé það mark-
mið stjórnvalda. Ljóst sé að ekki
verði gengið lengra með flatri skerð-
ingu á framleiðslurétti, og marka
þurfi á skýran hátt þá stefnu sem
fara eigi eftir fram til næstu alda-
móta.
hefur farið eftir eiginfjárstöðu fyrir-
tækjanna, þegar þessi óáran gekk
yfir, og að sjálfsögðu stjórnunar-
máta hvers fyrirtækis fyrir sig. Öll
frystihúsin hafa verið á sömu leið
en mismunandi langt kornin." Sagði
hann sum húsin hafa getað haldið
uppi rekstri með því að ganga á
eigin fé en þegar það hefði ekki
getað gengið lengur hefðu fyrirtæk-
in lent í greiðsluerfiðleikum,
greiðslustöðvunum og gjaldþrotum.
Hraðfrystihús Patreksfjarðar væri
komið að leiðarlokum í þessum efnu-
im með gjaldþroti nú í sumar. Þeg-
ar svo var komið hefði aðalvið-
fangsefnið verið að halda skipum
frystihússins á staðnum og í þeim
tilgangi verið stofnað útgerðarfyrir-
tæki sem bauð árangurslaust í skip
Hraðfrystihússins við uppboðið í
fyrradag.
„Er nú vá fyrir dyrum þegar að
skip þessi eru farin af staðnum og
þar með óbærilega mikill hluti af
á íbúð í eigu Hraðfrystihússins og'
var Eyrarsparisjóði slegin íbúðin.
Á næstu dögum munu fara fram
uppboð á ýmsum öðrum eignum
úr þrotabúi Hraðfrystihússins.
Hraðfrystihús Patreksijarðar var
lýst gjaldþrota 31. júlí sl.
ræðum um frjálsan innflutning á
landbúnaðarafurðum, og sagði ljóst
vera að íslenskur landbúnaður yrði
fyrir verulegum skakkaföllum ef af
honum yrði, vegna margvíslegra nið-
urgreiðslna og útflutningsstyrkja
sem ættu sér stað í millilandaverslun
með landbúnaðarvörur. „Hætt er við
að verð myndi fljótlega hækka þegar
búið væri að leggja landbúnað hér
í rúst, en verslun með landbúnaðar-
vörur er mjög hörð og þar er sið-
gæði í lágmarki," sagði Jóhannes
Kristjánsson.
Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaðarráðherra vék að stöðu land-
búnaðarins í ávarpi sem hann flutti
á aðalfundi sauðfjárbænda. Hann
kvað helsta ljósa punktinn vera að
bændur væru fremur ríkir, þ. e. þeir
skulduðu lítið og ættu mikið. Þetta
gilti þó aðeins um þá sem ekki hefðu
fjárfest síðustu árin og hefðu stund-_
að búskap um nokkurt skeið. Hann
taldi ástandið hjá sauðfjárbændum
líklega vera verst, og það sem ein-
kenndi þá stétt væri hve margir
bændur væru smáir í sniðum, en það
hefði annaðhvort í för með sér lágar
þeim fiskkvóta sem úr hefur verið
að spila á Patreksfirði. Raunveru-
lega var hér verið að bjóða upp
kvóta á afarverði. Hér blasir við ein
af skuggahliðum kvótakerfisins í
allri sinni nekt. Það er fjármagnið
sem ræður hver hneppir kvótann
en ekki hvar hann verður nýttur á
hagkvæmastan hátt þjóðhagslega
séð. En hvað sem þessu líður er
augljóst að Patreksfirðingar verða
að fá sinn rétt til að draga fisk úr
sjó til jafns við það sem áður var.
Úm þetta hljóta allir að vera sam-
mála. Á fundi sem haldinn var 8.
júní í sumar um vandamál hrað-
frystiiðnaðarins á Vestfjörðum lof-
aði forsætisráðherra því að séð yrði
um að Patreksfjörður héldi kvóta
sínum hvað sem á dyndi. Ég vil
ekki efast um að staðið verði við
það loforð. Vandamál þau sem Pat-
reksfjörður stendur nú frammi fyrir
verða ekki leyst nema að stjómvöld
hafi vilja til þess og sýni vilja sinn
í verki. Ég geri ráð fyrir að forsvars-
menn Patreksfjarðar komi í dag eða
á morgun til viðræðna við ríkisstjórn
og þingmenn kjördæmisins um þessi
lífshagsmunamál byggðalagsins. En
hveijar sem úrlausnir verða á ein-
stökum vandamálum varðar auðvit-
að mestu að rekstrargrundvöllur
sjávarútvegsins verði tryggður með
því að horfið verði frá rangri gengis-
stefnu og rangri fiskveiðistefnu.
Annars er allt unnið fyrir gíg. Ef
sjávarútvegi er búinn almenn
rekstrarskilyrði er hins vegar engu
að kvíða með Patreksfjörð. Ef ekki
er hægt að reka sjávarútveg á Pat-
reksfirði er það hvergi hægt á
landinu, slík er aðstaðan og náttúru-
skilyrði þar,“ sagði Þorvaldur Garð-
ar að lokum.
Afleiðing
fískveiðistefhunnar
„Mér líst mjög illa á þetta. Þarna
eru að koma í Ijós afleiðingar fisk-
tekjur eða að tekjuöflun annarsstað-
ar frá þyrfti að koma til.
Framkvæmd sölunnar í
hendur framleiðenda
Steingrímur fy'allaði um söluher-
ferð stjórnvalda á lambakjöti, og
benti í því sambandi á að framleið-
endur og vinnsluaðilar þyrftu að
komast í betri tengsl við söluna. Það
væri tæpast framtíð í því að stjórn-
völd skuldbindu sig til að tryggja
sölu á ákveðnu magni, og því yrði
framkvæmdin að færast til framleið-
enda sjálfra. Hann sagði að leita
þyrfti allra leiða til að lækka fram-
leiðslukostnað svo sem unnt væri,
og auka þyrfti sveigjanleika í verð-
ákvörðunum þannig að meira rúm
gæfist fyrir aðgerðir í sölumálum
sambærilegar við grillkjötsútsöluna.
Koma þyrfti á laggirnar sérstökum
vinnuhóp um svæðaskipulag fram-
leiðslu, og efla þyrfti Jarðakaupasjóð
til að kaupa jarðir þeirra sem vildu
leggja niður búskap, og einnig til
að hjálpa til við fyrningu þeirra
mannvirkja sem dyttu út vegna bú-
háttabreytinga.
veiðistefnunnar, sem menn hefðu
raunar átt að vita fyrir,“ sagði Kar-
vel Pálmason, annar þingmanna
Alþýðuflokksins fyrir Vestfjarða-
kjördæmi. „Það verða hinir ríku sem
nýta sér svona stefnu og kaupa alla
kvóta. Þetta er nú eitt ljósasta dæmi
þess og trúlega er þetta því miður
fyrsta dæmið sem menn horfa upp
á og hið alvarlegasta til þessa. Áð
óbreyttri fiskveiðistefnu sýnist mér
sem þetta mun halda áfram og hin
óbreyttu sjávarpláss og landið í heild
munu blæða." Þegar fiskafli væri
heftur með þessum hætti þar sem
hentugast væri að nýta hann þá
hlyti landið að gjalda þess nema
menn væru bara á því að byggja
blokkir í Reykjavík og nýta allt þar.
Sagði Karvel að þá myndu menn
fyrr en seinna sjá á liði almennt ef
það ætti að vera stefnan.
„Vonandi opnast augu manna
sem þessari ferð hafa ráðið við
svona hnykk. Við Matthías Bjarna-
son beittum okkur gegn þessu þegar
kvótalögin voru endurnýjuð fyrir
tveimur árum síðan og lögðum
áherslu á að sjávarplássin yrðu að
njóta sérstakra fríðinda en það var
allt strádrepið á Alþingi. Þeir sem
ráðið hafa ferðinni í kvótamálum
bera ábyrgð á þessu. Það þarf hug-
arfarsbrejrtingu á Alþingi," sagði
Karvel Pálmason. Hann sagðist ekki
vilja vera með neinar spár um
framtíð Patreksfjarðar en það segði
sig sjálft að þegar grundvallarat-
vinnugreinin hrynur þá væri útlitið
ekki bjart og hlyti það að áhrif á
næsta nágrenni Patreksfjarðar.
„Kannski sjá þeir sem ferðinni ráða
ekki að sér fyrr en allt er komið í
auðn nema suðvesturhornið. Mér
sýnist allar ákvarðanir ráðamanna
í þessum efnum stefna í þá átt að
það beri að grysja þetta þangað til
það er komið á þá staði sem þeir
vilja hafa það,“ sagði Karvel að lok-
um.
í máli sínu vék Jóhannes að um-
Þorvaldur Garðar Kristjánsson;
Patreksfirðingar fái að
veiða sama magii og áður
ÞORVALDUR Garðar Kristjánsson, alþingismaður, segir að Patreks-
firðingar verði að fá sinn rétt til að draga fisk úr sjó til jafns við það
sem áður var. Um það hefðu ráðamenn gefið yfirlýsingar sem standa
yrði við. Sjávarútvegurinn hefði ekki haft rekstrargrundvöll vegna
rangrar fiskveiðistefiiu og rangrar gengisstefnu. Karvel Pálmason,
alþingismaður, segir ástandið á Patreksfirði vera afleiðingu fiskveiði-
stelhunnar. Að henni óbreyttri muni þetta halda áfram og hin óbreyttu
sjávarpláss og landið í heild blæða.
Fiskveiðisjóður bauð
20 milljómr í ftystihúsið
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1989
Björn Birkisson.
Guðbrandur Hannesson.
Leifiir Þórarinsson.
Rúnar Hálfdánarson.
Björn Birkisson,
Birkihlíð;
Samdrátt-
ur óhjá-
kvæmilegur
„ÞAÐ sem brýnast er í sauðfjár-
framleiðslunni í dag er að ná jafii-
vægi á milli framleiðslunnar og
þess sem hægt er að selja, og því
er frekari samdráttur í einhveiju
horfi að mínu mati óhjákvæmileg-
ur, þar sem útflutningur virðist
ekki vera mögulegur," segir
Björn Birkisson, bóndi í Birkihlíð
í Súgandafirði.
„Menn eru alls ekki sammmála
um hvaða leið eigi að fara í þessum
efnum, en mér sýnist að þróunin sé
sú að ekki sé langt í að jafnvægi
náist, án þess að grípa þurfi til sérs-
takra aðgerða. Menn ættu allavega
að fara varlega í þær, en þó er and-
inn gagnvart landbúnaði þannig að
hann gefur okkur ekki það svigrúm
sem við myndum þurfa, þannig að
við erum þarna í vissri klemmu.
Ég tel vera lítið svigrúm til þess
að við getum tekið á okkur eitthvað
það sem stuðlað gæti að lægra verði
á sauðfjárafurðum, en með kvóta-
skerðingunni höfum við verið píndir
til þess að hagræða hjá okkur sjálf-
um. Við fáum ákveðinn pening fyrir
afurðirnar og á því verðum við að
lifa. Ef við viljum svo bæta okkar
kjör eða þrauka í verstu tilfellum,
þá hefur ekki verið um annað að
ræða en að auka hagræðingu og
skipulagningu heimafyrir. Ég held
að búið sé að ná þessu verulega í
þessa átt, en tel samt að ef að er
gáð þá komi í ljós að bændur eru
með tekjulægstu stéttum hér í
landinu.
Umræður um innflutning á land-
búnaðarvörum tel ég fráleitar, þar
sem hann er meira og minna á
brengluðum verðforsendum. Ef
bændur hér eiga að framleiða á
raunverulegu kostnaðarverði og
keppa við verð á vöru sem búið er
að niðurgreiða erlendis, þá er það út
í hött. Menn eru að vaða reyk þegar
þeir bera saman verð á þessum vör-
um út úr verslunum hér og erlendis,
þar sem grundvöllurinn á þessum
verðum er ekki fyrirliggjandi. Þeir
sem láta hæst í sér heyrast í þessum
málum vilja ekki láta sannleikann
koma í ljós, og glöggt dæmi um
hvernig þessu er farið eru erlendu
kartöflurnar sem fluttar voru til
landsins í sumar, en þar má segja
að vel hafi komið á vondan."
Guðbrandur
Hannesson, Hæk-
ingsdal;
Mótfallinn
afskiptum
ríkisvaldsins
„ÉG hef verið mótfallinn þeim
tillögum sem fram hafa komið
um að ríkisvaldið ákveði á hvaða
svæðum verði bannað að vera
með sauðfé, heldur tel ég að
ftjáls uppkaup á fullvirðisrétti
séu eina færa leiðin til að stýra
því hvar á landinu framleitt er,“
segir Guðbrandur Hannesson
bóndi í Hækingsdal í Kjós.
Guðbrandur sagðist telja að sú
fækkun í sauðfjárframleiðslunni
sem stöðugt ætti sér stað í sam-
bandi við kynslóðaskipti væri gífur-
lega mikil, og myndi leiða til þess
að sá jöfnuður sem hann teldi að
þörf væri fyrir í framleiðslunni
kæmist á. „Til dæmis hefur verið
stöðug fækkun af þessum sökum á
hveiju ári síðan 1965 í Kjósinni,
og held ég að svo muni halda áfram
allt til aldamóta, og þá verði fáir
sauðfjárbændur eftir á þessu
svæði.“
Varðandi verðlagningu á dilka-
kjöti sagði Guðbrandur að frjáls
smásöluálagning sem leyfð var
1984 hefði leitt til þess að verðið
hefði rokið upp úr öllu valdi og
margfaldast. „Það virðist því þurfa
að vera ákveðið hámarksverð á
þessari vöru, eða að minnsta kosti
að fólk geti haft valkost, og á boð-
stólum sé ávallt haft kjöt í hálfum
eða heilum skrokkum á ákveðnu
hámarksverði. Mér lýst hörmulega
á þá umræðu sem átt hefur sér
stað um innflutning á landbúnaðar-
vörum, og hef oft sagt að frekar
ætti að flytja fólkið út en matvör-
una inn til landsins. Bændur eru
augljóslega ekki samkeppnisfærir
við innflutning, og þó þessar vörur
fengjust eitthvað ódýrari í dag, þá
er ekki víst að það yrði til frambúð-
ar. Ég held að við yrðum ekki lengi
sjálfstæð þjóð ef við hættum að
framleiða þau matvæli sem hægt
er að framleiða hérna með þokka-
Iega góðu móti.“
Leifiir Þórarins-
son, Keldudal;
Of há smá-
söluálagning
„ÞAÐ er alvarlegt mál hve salan
á dilkakjöti hefiir dregist saman
þrátt fyrir minnkandi framleiðslu,
og því er staðan ekki góð í bú-
greininni í dag. Ástæðan er of
hátt verð, en smásöluálagningin
á kjötið er alltof mikil. Fijálsa
álagningin hefur farið úr böndun-
um og hefur ekki náð þeim til-
gangi sem ætlast var til á sínum
tíma,“ segir Leifur Þórarinsson
bóndi í Keldudal í Skagafirði.
„Verðlækkunin í því söluátaki sem
staðið hefur yfir í sumar hefur sýnt
að salan eykst með lægra verði, en
ég tel að það ætti að bjóða upp á
svona tilboðsverð í byijun fram-
leiðsluársins, þannig að ekki þurfi
að eyða í kjötið kostnaði við fryst-
ingu og geymslu. Ég tel óvíst að til
frekari samdráttar í framleiðslunni
þurfi að koma frá því sem orðið er
ef tekst á þennan hátt að ná niður
gömlu kjötbirgðunum, en það myndi
leiða til jafnvægis milli framboðs og
eftirspurnar.
Annars er þetta pólitísk ákvörðun
ráðamanna hvernig þessum málum
er stýrt, og spurningin er hvort þeir
vilja að við framleiðum okkar mat-
væli hér innanlands eða flytjum þau
inn. Ég held að hinn almenni neyt-
andi verði að skoða hug sinn varð-
andi hvar hann stendur ef við yrðum
algjörlega háð innflutningi á þessum
vörum, og satt að segja hef ég
skömm á málflutningi Neytenda-
samtakanna í þessum efnum. Þarna
eru menn á ferðinni sem engu er
líkara en séu á móti bændastéttinni
sem slíkri, og því hef ég ótrú 'á
þeim.“
Rúnar Hálfdánar-
son, Þverfelli;
Útsöluverð
til neytenda
ofhátt
„ÞAÐ sem er ógnvekjandi í stöðu
sauðfjárræktarinnar í dag er sá
samdráttur sem orðið hefur í
neyslu kindakjöts. Hann skýri ég
eingöngu út frá verði, en endan-
legt útsöluverð til neytandans er
of hátt miðað við verð á öðrum
kjöttegundum,“ segir Rúnar Hálf-
dánarson, bóndi á Þverfelli í
Lundarreykjadal.
„Það sem leggja verður áherslu á
er að ná niður útsöluverðinu til neyt-
enda, en ég fæ ekki séð hvernig það
er framkvæmanlegt í dag vegna
þess hve þetta kerfi sem við búum
við er rígbundið varðandi verðlagn-
ingu á þessari vöru. Það er ekki
hægt að sjá að í verðlagsgrundvellin-
um sé neinir kostnaðarþættir sem
séu vanmetnir, þannig að leita verð-
ur annarra leiða til að lækka verðið.
Það er hægt með því að bændur
hagræði enn frekar hjá sér sjálfum
og síðast en ekki síst með því að
ná fram lækkun á slátur- og heild-
sölukostnaði, og jafnframt vinnslu-
kostnaði svo sem framast er kostur.
Ef neyslan hins vegar heldur
áfram að dragast saman verður eitt-
hvað að gera til að minnka fram-
leiðsluna, en ég tel að ekki sé lengur
hægt að skerða með flatri skerðingu
á alla framleiðendur. Það verður því
annaðhvort að fækka þeim sem
stunda sauðfjárrækt og stækka búin
svo þau verði lífvæniegri, eða þá að
koma á einhverri stjórnvaldsaðgerð
sem segi að eðlilegt sé að halda ein-
hveiju byggðamunstri. Þá yrði að
greiða bændum einhverskonar stað-
aruppbætur og hugsanlega greiða
mishátt verð fyrir afurðirnar eftir
því hvar þær eru framleiddar á
landinu.
Annað sem brennur mjög á bænd-
um eru ákveðnir þættir í uppbygg-
ingu félagskerfisins. Það er orðið
gífurlega stórt og viðamikið og virð-
ist þurfa stöðugt á meira fjármagni
að halda, þrátt fyrir samdráttinn
sem orðið hefur í framleiðslunni. Við
höfum ekki efni á að halda uppi
margföldu kerfi, og verðum því að
fækka grunneiningunum og stækka
þær svo að þær nái árangri, en það
tekur vafalaust mörg ár að breyta
þessu."
Guðrún Lárusdóttir, íramkvæmdastj óri Stálskipa;
Kominn tími til að Haftiar-
fjörður haldi sínum hlut
TOGARAR Hraðfrystihúss Pat-
reksfiarðar, Sigurey og Þrymur,
voru seldir á uppboði sl. mánu-
dag. Stálskipum hf. í Haftiarfirði
var slegin Sigurey á 257,5 m.kr.
Vátryggingarmat skipsins var
183,2 m.kr. 1. júní sl. og er þetta
kaupverð því um 40% yfir því
mati.
Stálskip hf. var stofnað árið 1970
og gerði út sinn fyrsta togara, Rán,
árið 1971. Stálskip hafa ávallt gert
út eitt til tvö skip í einu og áttu
fyrir frystitogarann Ymi, sem keypt-
ur var á síðasta ári. Hafði fyrirtæk-
ið um árabil gert út annan togara
með sama nafni.
„Það hafa mörg skip verið seld
úr Hafnarfirði að undanförnu og nú
er kominn tími til að Hafnarfjörður
haldi sínum hlut,“ sagði Guðrún
Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stál-
skipa, aðspurð um kaupin á Sigurey.
Guðrún rekur fyrirtækið ásamt eig-
inmanhi sínum, Ágúst Sigurðsssyni,
skipatæknifræðingi, og bróður hans,
Þorsteini Sigurðssyni, vélsmið.
Sagði hún skipið verða gert út frá
Hafnarfirði.
Guðrún sagðist ekki telja það verð
sem greitt hefði verið fyrir Sigurey
vera óeðlilega hátt. Þetta væri gang-
verð á skipum í dag. „Það sem skipt-
ir mestu máli er dugnaður þess fólks
sem stendur í þessu, þetta er ekki
auðvelt og kostar fórnir. En hvað
ef fólk er reiðubúið að leggja á sig
þessar fórnir?"
Byggðastofnun var sleginn Þrym-
ur á 150 m.kr. Guðmundur Malmq-
vist, forstjóri Byggðastofnunar,
sagði stofnunina hafa lánað fyrir-
tækinu mikið fé sem væri tryggt
með veði í þessum skipum. Þannig
ætti Byggðastofnun 75 rn.kr. í Þrym,
40 m.kr. í Sigurey og 20 m.kr. í
Hraðfrystihúsinu. Sagði Guðmundur
að nú yrðu lánin í Sigurey gjald-
felld. Þegar Guðmundur var spurður
hvað Byggðastofnun hygðist fyrir
með Þiym sagði hann skipið standa
Patreksfirðingum til boða ef þeir
vildu kaupa það en ekki hefði verið
rætt neitt nánar um það. Veiðiheim-
ildir Þryms eru bundnar við sóknar-
mark, fyrir utan þorskafla skipsins,
sem má að hámarki vera um 500
tonn.
Úlfar Thoroddsen, sveitarstjóri
Patrekshrepps, sagðist ekki eiga von
á að öðru en að reynt yrði að kaupa
Þrym til Patreksfjarðar.