Morgunblaðið - 30.08.1989, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1989
fclk f
fréttum
DANS
Lambada — eggjandi dans
nýrrar kynslóðar
Lamba’da heitir dans sem farið
hefur sigurför um Evrópu í
sumar og á rætur sínar að rekja
til Brasilíu. Fjölmiðlar um öll Evróp-
ulönd fjalla mikið um dansinn og
hefur verið sagt að hann boði „end-
urreisn kynþokkans á tímum al-
næmis“. Því er einnig haldið fram
að þetta sé fyrsti alþýðudansinn
sem komið hefur fram í 25 ár þar
sem gert er ráð fyrir að dansararn-
ir snertist. Lagið Lambada er einn-
ig sumarsmellurinn í Frakklandi og
trónir efst á vinsældalistum þar-
lendis. Yfir ein miljón lítilla platna
auk yfir 400.000 safnplatna, þar
sem lagið er að finna, hafa selst í
Frakklandi frá því að það var gefið
út 21. júní síðastliðinn. Segja kunn-
ugir að annað eins fár hafi ekki
geisað í frönskum danssölum frá
því að Madonna tók Frakka með
trompi um árið.
Uppruna dansins má rekja til
Porto Seguro í norðausturhluta
Brasilíu. „Lambada" þýðir hring-
ferð, heitar lendur, eða einfaldlega
dans, allt eftir því hvaða tímarit á
að taka trúanlegt. Þessi frjálsmann-
lega brasílsk-karabíska dansblanda
byggir í aðalatriðum á rúmbu-hljóð-
falli og trinidadískum socca-dansi
með ívafi af sölsu, zouk og reggí.
Við tónlistarflutninginn eru notuð
blásturhljóðfæri, ásláttarhljóðfæri
og stundum bregður fyrir tónum
bandeons (hljóðfæri skylt harmón-
ikku), og svuntuþeysis (synthesiz-
er), auk radda og kynferðislega
vekjandi söngtexta á portúgölsku.
Dansinn byggir á sérstökum
danssporum þar sem ástleitið dans-
par beitir hnjánum óspart og oft
er þeim ætlaður staður á milli læra
dansfélagans. „Dansinn snýst um
Lambada fer nú sem eldur í sinu
í danssölum í Frakklandi.
þrána,“ segir Olivier Lorsac, sem
hefur staðið að kynningu dansins í
Evrópu. „Þú faðmar dansfélagann,
hörfar frá honum og faðmar hann
aftur. Dansinn er eggjandi,“ sagði
Lorsac.
í Sao Paulo og Rio í Brasilíu eru
svonefndir „Lambadarias“, þar sem
gestir dansa eingöngu Lambada.
Jean Karakos, félagi Lorsacs,
segir að fólk á dansstöðum sé á ný
farið að snerta hvert annað. „Fram
að þessu hafa unglingar dansað líkt
og foreldrar þeirra gerðu. Lambada
er þeirra dans.“
Karakos starfaði áður við hljóm-
plötuútgáfu í New York og við aug-
lýsinga- og kvikmyndagerð í
JYakklandi. Á síðasta ári fór hann
til Porto Seguro ásamt fornvini
sínum Lorsac. Þar kynntust þeir
Lambada-tónlist, hrifust af henni
og ákváðu að kynna hana fyrir
Evrópubúum.
Núna heldur 25 manna hópur
tónlistarmanna, dansara, söngvara
og tæknimanna uppi Lambada-
sýningum víðs vegar um Suður-
Frakkland. Platan „Lambada“ er í
fyrsta sæti vinsældarlistans í
Belgíu, fjórða sæti á Ítalíu og hún
á stöðugt auknum vinsældum að
fagna í Hollandi, Þýskalandi og á
Spáni.
FIMLEIKAR
Björk á Riccione
Tólf stúlkur frá Fimleikafélaginu Björk héldu til
Riccione nú fyrr í sumar og tóku þar þátt í
evrópsku sýningarmóti. Allar Evrópuþjóðir máttu
senda fulltrúa á þetta mót. Að sögn íslenskra ferða-
langa sem voru á Riccione þegar mótið fór fram
var íslensku stúlkunum einstaklega vel tekið og
þótti sýning þeirra margbrotin og glæsileg. Þessar
sömu fimleikastúlkur urðu íslandsmeistarar 1989 í
hópakeppni þriðja árið í röð.
Stúlkurnar með þjálfúrum og ferðafélögum sínum.
Sýningaratriðin þóttu einstaklega glæsileg.
Lambada-sýn-
ingar eru nú
haldnar víðs
vegar í Suð-
ur-Frakkl-
andi úti undir
beru lofti.
Mörg nýstárleg dansspor, eins og hné á milli læra, eru einkenni
nýja dansins.
COSPER
Fyrst nágranninn hefúr efni á að kaupa sér hjólbörur
hlýtur þú að hafa það líka.