Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1989 7 Tel okkur borga Græn- lendingum sanngjarnt loðnuverð - segirJónatan Einarsson for- stjóri Einars Guð- finnssonar hf. „ÉG TEL 7,2 danska aura fyrir kílóið af loðnu, sem við kaupum af Grænlendingum, vera sann- gjarnt verð,“ sagði Jónatan Ein- arsson, forstjóri Einars Guð- fínnssonar hf. í Bolungarvík, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að Færeyingar hefðu greitt Grænlendingum 14 danska aura fyrir kílóið af loðnu á síðustu vertíð en vegna mikill- ar lækkunar á verði loðnuaf- urða frá því í fyrra greiddu þeir nú einungis 7,2 danska aura fyrir kilóið. Jónatan Einarsson sagði að- spurður um það af hveiju Græn- lendingar vildu selja Einari Guð- finnsyni hf. sérstakan loðnukvóta nú, að óvíst væri hversu mikið loðnuskipið Júpíter, sem Einar Guðfinnsson hf. á 47,5% hlut í, fengi mikið af þeim 31 þúsund tonnum af loðnu sem Grænlend- ingar vilja selja íslendingum á þessari vertíð. Landssamband íslenskra útvegsmanna vill að þess- um afla verði skipt á milli íslensku loðnuskipanna í hlutfalli við loðnukvóta þeirra. „Við hjá Einari Guðfinnssyni hf. vorum á undan öðrum íslenskum aðilum að eygja þann möguleika að kaupa loðnu af Grænlendingum og áttum viðræður við Kaj Egede, sjávarútvegsráðherra Grænlands, og útgerð grænlensku landstjórn- arinnar um þessi mál í mars síðast- liðnum," sagði Jónatan. Hann sagði að skömmu síðar hefðu út- gerðarmenn íslenskra loðnuskipa samþykkt að fela Landssambandi íslenskra útvegsmanna að sjá um að bjóða í grænlenska loðnukvó- tann fyrir hönd íslenska loðnuflot- ans en þá hefði Einar Guðfmnson hf. hins vegar ekki átt neitt loðnu- skip. „Kaj Egede er mjög áhugasam- ur um nýsköpun í grænlensku at- vinnulífi og Grænlendingar hafa ekki eingöngu áhuga á að læra af okkur loðnuveiðar og -vinnslu, heldur ræða þeir um samstarf á fleiri sviðum,“ sagði Jónatan Ein- arsson. Sakadómur Reykjavíkur: Fimmtán mán- aða fangelsi fyrir nauðgun TUTTUGU og fjögurra ára ganiall maður hefiir verið dæmdur í Sakadómi Reykjavíkur til 15 mánaða fangelsisvistar fyrir að nauðga konu á líku reki. Hann var einnig dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur. Maður- inn hefur neitað sakargiftum og hefur áfrýjað dóminum til Hæstaréttar. • • Atburðurinn átti sér stað í húsi í Vesturbænum í apríl á síðasta ári en ákæra var gefin út nú í vor. Pétur Guðgeirsson sakadómari kvað upp dóminn og taldi sannað að um full- framda nauðgun hefði verið að ræða. SÍÐASTI INNRITUNARDAGUR Dans er góð skemmtun fyrir fólk á öllum aldri Tari,, HoKk & Free style Batman-dansar Kennslustaðir: ' REYKJAVÍK: Brautarholt 4 (austurbær), Drafnar- fell 4 (Breiðholt), Ársel (Árbæjar- hverfi), Foidaskóli (Grafarvogur). MOSFELLSBÆR: Hlégarður. HAFNARFJÖRÐUR: Góðtemplarahúsið (Gúttó). Innritun daglega í símum: (91)74444 og 20345 klukkan 14-18. cxSS HVERAGERÐI, SELFOSS: Innritun daglega í síma: (91) 74444. KEFLAVIK, GRINDAVIK, SANDGERÐI, GARÐUR Innritun daglega í síma: (92)68680 klukkan 21-22 Verslunin Habitat, Laugavegi 13, býður upp á falleg húsgögn í barna- herbergið. Einnig gjafavörur í úrvali fyriryngri kynslóðina. Rúmgóð verslun í hjarta Reykjavíkur. Vörulistinn frá Habitat er þægilegur verslunarmáti. Póstsendum um land allt. habitat Laugavegi 13 — 101 Reykjavík W 91-625870 VISA EURQCARD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.