Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 21
ram! Þorsteinn Pálsson Stefán rifjar upp, að í byijun apríl á þessu ári hafi Steingrímur Her- mannsson sagt á stjórnmálafundi í Kópavogi að ríkisstjómin hefði í mesta lagi þrjá mánuði til umráða til að leysa vanda útflutningsfyrir- tækjanna. Hann bætir við: „Ég hygg að þegar þessi orð voru töluð hafi tíminn til aðgerða raunar verið lið- ’ inn.“ Og Stefán klykkir út með þessum orðum: „Ef ríkisstjórnin tekur á efna- i hags- og atvinnumálum í þessum mánuði [júní], samkvæmt þeirri stefnu sem mörkuð var þegar hún var mynduð, mun hún hafa meiri- ; hlutafylgi fyrir þeim aðgerðum á Alþingi. En hver vill bera ábyrgð á gim- ^ang Idsins ; veturinn 1988/89, sem dyggðu til ; að blása nýju lífi í atvinnuvegína. í stað þess juku þeir á erfiðleikana með aukinni skattheimtu, ómerkileg- um pólitískum leikfléttum og aðgerð- ■ um sem hafa svo til enga jákvæða i þýðingu fyrir atvinnulífið. Of langt f mál væri að tíunda öll þau atriði í neikvæðum athöfnum og/eða að- gerðarleysi núverandi ríkisstjórnar gagnvart einkarekstri sérstaklega sjálfstæðri viðleitni einstaklinga til ; að bjarga sér af eigin rammleik. Einkarekstur knésettur Eitt er víst. Sitji ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar lengi að völdum, sem er óskadraumur núver- andi formanna Alþýðuflokksins, Al- þýðubandalagsins og Framsóknar- flokksins, samanber yfirlýsingar þeirra þess efnis sl. vetur, munu vinstri flokkarnir leggja atvinnulífið í rúst og gera út af við einkarekstur í landinu. Stöðva verður vinstri stefnuna Hvar sem maður kemur í landinu ræðir fólk um þessa hættulegu stjórnarstefnu, en það spyr jafnframt hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi kjark og þor til að grípa til þeirra aðgerða, sem duga til að koma efna- hag þjóðarinnar á réttan kjöl. Fólk efast ekki um ágæti stefnu flokks- ins. Stefnu einkaframtaks. Stefnu, sem felur í sér vernd sjálfstæðs eign- arréttar og athafnafrelsis, Sjálfstæð- isflokkurinn hefur margsinnis sýnt í verki að þegar hann hefur haft völd og aðstöðu til hefur hann skapað þjóðinni þá pólitísku umgjörð, er leitt hefur til framfara og velmegunar. 6861 HaatAHTHaS .6 HUOAQHAOUAJ QIQ/>Ua/rJOHOM "THORGUNBLAÐIÐ -EAUGARDAGUR-9.- -SEPTEMBER 1989 - a it Svartnr sunnudagur eftir EyjólfKonráð Jónsson Sunnudaginn 10. september 1989 á að halda tvo fundi sem örlagaríkir geta orðið, annan á Bessastöðum, hinn í Landsbank- anum. Sá fyrrnefndi á að verða innsigli þeirra verka sem fyrir- hugað er að fremja á hinum síðarnefnda. En hvað er nú það, þá mynd er erfitt að fá birta á þess'ari stundu en þeim mun óhugnanlegri verður hún þegar öll kurl eru komin til grafar sem þó verður reynt með öllum ráðum að koma i veg fyrir, enda á ferð- inni sambland siðlausra og lög- lausra athafna. Það rifjast upp að Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra gerði því skóna í nóvemb- ermánuði í fyrra að Samband íslenskra samvinnufélaga yrði gjaldþrota innan 10-14 mánaða. Sá tími er að renna út. Ekkert gleðiefni er það þegar mikilvæg atvinnufyrirtæki fara á hausinn en hitt er hálfu verra þegar svik- um og prettum er beitt, valda- svikum. En valdasvindlið er allt- af versta svindlið. Það á að fremja á morgun. Á almannavitorði er, þótt reynt sé með öllum ráðum að „Ekkert gleðiefiii er það þegar mikilvæg atvinnufyrirtæki fara á hausinn en hitt er hálfu verra þegar svikum og prettum er beitt, valdasvikum. En vaidasvindlið er alltaf versta svindlið. Það á að fremja á morgun.“ dylja það, að samvinnufélögin setja yfirleitt engin veð fyrir skuldum sínum í bankakerfinu, hvorki hérlendis né erlendis. Sjálfir lýsa SÍS-herrarnir því að allt sé upp í loft í fjármálum og bankasukki. Þar er raunar um milljarða á milljarða ofan að ræða þannig að í mínum huga er ekki vafamál að það sem nú er reynt að knýja fram er þann- ig vaxið að Hafskips- og Útvegs- bankamál er barnaleikur við samanburð. Nauðsynlegt er að almenning- ur fylgist vel með framvindu mála og treysti fjölmiðlum mátu- lega þegar miklur fjármunir og fjármálalegt vald er annars veg- ar. Þá er öllum ráðum beitt, eink- 4i Eyjólfiir Konráð Jónsson um þögn —- að „greiðvikninni“ ógleymdri. Ég tala af reynslunni frá haustinu 1976 þegar mafían gat ekki unnt skagfirskum bændum þess að slátra sínu eig- in fé. Segði ég þá sögu alla mundi enginn trua. Gangi það fram sem nú er bruggað verða ekki aðeins millj- arðar heldur milljarðatugir hand- langaðir á næstunni frá fólki og heiðarlegum fyrirtækjum yfir í hítina. Engin vörn er gegn því önnur en öflug barátta frjáls- lynds fólks, sjálfstæðisfólks. Höfundur er einn af alþingismönnum SjiIfstæðisOokks fyrir Reykjavík. óbreyttu ástandi, gjaldþroti margra útflutningsfyrirtækja og auknu at- vinnuleysi? Gefi þeir sig fram sem vilja bera ábyrgð á slíku ástandi." Marklausar hótanir í þessum orðum Stefáns Valgeirs- sonar frá því í sumar er fólgin aug- ljós hótun. En sú hótun er jafn marklaus og aðrar hótanir sem frá þessum þingmanni hafa komið. Steingrímur Hermannsson veit að hann þarf ekki að taka meira mark á eindögum og frestum Stefáns Val- geirssonar en sínum eigin. Orð Stef- áns eru aðeins ætluð trúgjörnum fylgismönnum hans á Norðurlandi eystra. Og hver man nú og rifjar upp þriggja mánaða frestinn sem Steingrímur Hermannsson gaf sjálf- um sér fyrir rúmum fimm mánuðum? Tæpast dettur nokkrum manni í hug að búið sé að leysa vanda útflutnings- atvinnuveganna? Af þeim vettvangi heyrum við þessa dagana aðaliega fréttir um gjaldþrot og greiðsluvanda fyrirtækja, uppsagnir starfsfólks og fyrirsjáanlegt atvinnuleysi. Og síðan á enn að draga sparnaðinn frá at- vinnuvegunum yfir í ríkissjóð. Nú er tækifærið! „Gefi þeir sig fram sem vilja bera ábyrgð á slíku ástandi“, skrifaði Stefán Valgeirsson fyrir þremur mánuðum. Þeir fá tækifæri til þess í atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina. Þjóðin mun taka eftir því hveijir gefa sig fram þar til þess að veija orð í stað athafna. Ríkisstjórn sem lætur sér svo mik- ið sem detta í hug að skattleggja lífeyrissjóðina á þegar af þeirri ástæðu að fara frá. Og gefi þeir sig nú fram í liði ríkissijórnarinnar sem ætla að bera ábyrgð á lífeyrissjóða- skattinum! IJöfundur er formaður SjálfstaeðisOokksins. Guðmundur H. Garðarsson „Eitt er víst. Sitji ríkis- stjórn Steingríms Her- mannssonar lengi að völdum, sem er óska- draumur núverandi formanna Alþýðu- flokksins, Alþýðu- bandalagsins og Fram- sóknarflokksins, sam- anber yfirlýsingar þeirraþess efiiis sl. vet- ur, munu vinstri-flokk- arnir leggja atvinnulíf- ið í rúst og gera út af við einkarekstur í Iandinu.“ Viðreisn og framfarir Nægir að minna á það framfara- skeið er hófst um og eftir 1960 við myndun viðreisnarstjórnarinnar. Viðreisnin tryggði langþráð við- skiptafrelsi. Aralangri áþján hafta og skömmtunar var aflétt. Frelsinu fylgdi bjartsýni og það.leysti úr læð- ingi þrótt og kraft. Lífskjör bötnuðu á grundvelli mikillar sóknar í at- vinnulífi þjóðarinnar til sjávar og sveita. Viðreisnaráratugurinn 1960- 1970 efldi með Islendingum trúna á eigin getu á sama tíma og þeir tóku upp náið samstarf við erlenda aðila um uppbyggingu stóriðju. Framsókn- arflokkurinn og Alþýðubandalagið börðust á móti viðreisnarstefnunni. Þeir börðust gegn stefnu aukins frelsis í viðskipta- og atvinnumálum. Þeir börðust gegn stóriðju. í stuttu máli sagt, framsóknarmenn og al- þýðubandalagsmenn (kommúnistar) voru á móti nútíma framförum og raúnhæfum leiðum til bættra lfskjara. Nú hafa þessir flokkar öll pólitísk völd á íslandi. Stefna þeirra einkenn- ist enn af þröngsýni og afturhalds- semi. Atvinnuvegirnir hafi forgang Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem fyrr efst á stefnuskrá sinni að tryggja athafnafrelsi og vernda eignarrétt manna. I því felst sú skuldbinding, að flokkurinn leggur megin áherslu á uppbyggingu atvinnuveganna. At- vinnuvegirnir skulu og verða að hafa forgang. Annað hlýtur að vera vikjandi. Skapa verður atvinnuveg- unum heilbrigð rekstrarskilyrði. Al- menn orð. En hvað felst í þeim? Skuldbinding um að Sjálfstæðis- flokkurinn muni tryggja hag og stöðu útflutningsatvinnuveganna með gengisskráningu, sem byggist á rekstrar- og efnahagslegum forsend- um viðkomandi greina. Vöruútflutn- ingur og gjaldeyrisskapandi þjónusta eru grundvallaratriði fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Framhjá þeirri stað- ,_reynd verður ekki gengið, hvað sem líður skoðunum núverandi fjármáia- ráðherra að ríkið, ríkisútgjöldin og eyðslan, skuli hafa forgang. Skipting þjóðartekna Fyrirtæki atvinnulífsins, fólkið sjálft, sjómenn, verkafólk, verslunar- fólk, iðjufólk, iðnaðarmenn o.s.frv., o.s.frv., hlýtur og verður að hafa forgang í skiptingu þjóðartekna. Þessir aðilar ásamt iðnrekendum, útgerðarmönnum, kaupsýslumönn- um, bændum og öðrum forsvars- mönnum atvinnuveganna, eru fyrstu hlekkirnir í hinni raunverulegu verð- mætasköpun þjóðarbúsins. Þeir, sem viðurkenna ekki þessi einföldu sann- indi, skilja ekki í hveiju raunveruleik- inn er fólginn. Stjórnmálamenn, sem virða ekki þessa grundvallarreglu um forgangsaðild þegnanna á skiptingu þjóðartekna og þjóðarverðmæta eru hættulegir stjórnendur. Þeir bijóta niður og eyðileggja forsendur al- mennrar velmegunar fyrir fólkið, þjóðina í heild. Það er þetta, sem er að gerast á íslandi í dag. Núverandi valdhafar í ríkisstjórn og á Alþingi hafa fótum troðið hagsmuni atvinnu- veganna og þar með hagsmuni fólks- ins. Versnandi afkoma fólksins Stærri og stærri hluti þjóðarfram- leiðslunnar er tekinn í auknum skött- um til ríkisvaldsins til að þjóna milli- færslum og sameiginlegum þörfum. Staða atvinnuveganna, fyrirtækj- anna og fólksins, skerðist að sama skapi. Minna verður til skiptanna. Hlutur launafólksins minnkar og verður enn minni og afkoman lakari eftir því sem þessi stefna varir leng- ur. Én þessi stefna hnignunar og lífskjaraskerðingar er grundvallar- stefna núverandi fjármálaráðherra Ólafs Ragnars Grímssonar. Efling ríkisvaldsins, auknir skattar, meira til ríkisins, minna til fólksins. Þetta er stefna Alþýðubandalagsins í dag. Gegn þessari stefnu berst Sjálf- stæðisflokkurinn. HanS' hlutverk er að snúa þessari þróun við. Skattarn- ir verða að lækka, fullnægingu sam- eiginlegra þarfa í gegnum hið opin- bera verður að stilla í hóf, stærri hluti verðmætasköpunarinnar verður að vera eftir úti í atvinnulífínu. Það verður að auka við og bæta nettó- hlutdeild fyrirtækja atvinnulífsins. Tilræði við eignarréttinn Það er tilræði við sjálfstæðan eign- arrétt að skattleggja eigur fólks með þeim hætti, sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar gerir. Eignarskattar einstaklinga hafa í tíð þessarar ríkisstjórnar hækkað á bil- inu 26% til 108%. Á sama tíma hefur almenn tekjuskerðing orðið um 15%. Þessi skattheimta felur í sér hreina eignaupptöku hjá fjölda fólks, sér- staklega einstæðu fólki, sem hefur í góðri trú tekið þátt í því að byggja yfir sig og sína. Sú aðferð sem Al- þýðubandalagsmenn nota í skatt- heimtu á íslandi í dag í skjóli Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks er ekki ósvipuð því, sem tíðkaðist í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu, þegar unnið var að því í þessum ríkjum eftir valdatöku kommúnista, að gera millitekju- og millieignafólk eignalaust. Það tókst. Þessar þjóðir búa nú við mikla fátækt og eru skuld- um vafnar. Pólland er gott dæmi þessa. En valdastéttin, kommúnistar, skoðanabræður alþýðubandalags- manna, héldu velli. Þá skortir ekk- ert. Ríkið, kerfið, sér um þá. Þetta er sú þjóðfélagsmynd, sem Olafur Ragnar er að framkalla á ís- landi. Hans markmið er að bijóta niður og eyðileggja íslenska eigim,- stétt, hvort sem það eru stóreigna- menn eða fólk með litlar eignir. Völd- in í hendur fárra. Það er og verður markmið kommúnista. í þeim efnum eru forystumenn Alþýðubandalags- ins engir eftirbátar fyrirrennara sinna. Hlutverk Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðissflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á íslandi, sem hefur í reynd barist fyrir sjálfstæðum eignarrétti einstaklinga. Hann hefur staðið gegn hækkun eignaskatta og skattlagningu á sparifé í hvaða mynd sem er. Tvísköttun er svívirðileg að- gerð, sem kemur í bakið á þeim sem af ráðdeildarsemi hafa sparað. Tvísköttun kemur sérstaklega illa við eldra fólk. Nú ætlar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar að taka upp tvísköttun í ríkum mæli. Gegn þessum áformum verða allir lands- menn að sameinast og Sjálfstæðis- flokkurinn verður að beita öllu sínu afli til að koma í veg fyrir þessi vondu áform. íslendingar vilja ekki búa við ríkissósíalisma, sem gerir fólk eigna- laust og vansælt. Sjálstæðismenn hafa mikið verk að vinna. Þeir verða að sýna enn betur í verki þegar þeir komast ffi valda á ný að Sjálfstæðisflokkurinn mun vernda og efla sjálfstæða eigna- stöðu fólksins. í því felst ein veiga- mesta tryggingin fyrir viðhaldi ein- staklingsfrelsis og lýðræðis. Höfundur er einn af alþingismönnum SjálfstæðisOokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.