Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9, SEPTEMBER 1989 15 Gott fóstur er gnlli betra Rætt við Helgu Þórólfsdóttur félagsráðgjafa um fósturforeldra og fósturbörn Enginn vafi leikur á að margir fá sting í hjartað þegar birtast auglýsingar í blöðunum þar sem óskað er eftir fósturheimili fyrir barn. Margir fara eflaust í flýti yfir aðstæður sínar, væri mögu- legt að koma til aðstoðar þessu vegalausa bami. En ansi margir komast að þeirri niðurstöðu að slíkt sé ómögulegt. Og svo em allir þeir sem ekki velta þessum möguleika einu sinni fyrir sér. Við liggjum forfeðrum okkar á hálsi fyrir meðhöndlun þeirra á munaðarlausum og illa stöddum börnum þess tíma. Hvernig fömm við og samtímafólk okkar með þau börn sem eru svo ógæfusöm að eiga foreldra sem ekki geta annast þau ýmissa hluta vegna? Vissulega eigum við nú stofn- anir, nefndir og ráð sem hlutast til um að fjarlægja börn úr von- lausum aðstæðum. En hvert fara þessi börn,. hver tekur að sér að ala þau upp? í ársskýrslu um starf barnaverndarnefndar Reykjavík- ur kemur fram að nefndin kom 26 bömum í fóstur. Þar af var 20 börnum úr 15 ij'ölskyldum komið í langtímafóstur til 16 ára aldurs, allflestum með samþykki foreldra. Að auki var 9 bömum úr 7 fjölskyldum komið í fóstur til reynslu með framtíðarfóstur í huga. í tveimur málum rofnaði fóstur, sem barnaverndarnefnd hafði áður komið á. Meðmæli, sem hæfir fósturforeldrar, fengu 14 hjón. Auk þess voru 116 börn vist- uð í skamman tíma utan foreldra- heimilis. Sum þeirra barna snúa ekki aftur til kynforeldra sinna. Eftir að hafa lesið þetta vakna ótal spurningar. Hvernig gengur að fá fólk til þess að taka böm í fóstur? Er það yfirleitt barnlaust fólk sem fóstrar börn? Hver eru réttindi og skyldur fósturforeldra? Hvemig gengur að ala upp börn sem áður hafa sætt misjafnri meðferð? Ég gekk á fund Helgu Þórólfs- dóttur félagsráðgjafa hjá Félags- málastofnun Reylqavíkur, en hún vinnur við að koma illa stöddum smábörnum, allt frá fæðingu til sex ára, í fóstur til langframa. „Það er yfirleitt mikið búið að ganga á áður en barn er tekið af foreldrum sínum,“ segir Helga. „Það er ekki gert nema að undan- genginni athugun barnaverndar- nefndar og þá vegna þess að að- stæður barnsins eru taldar óvið- unandi. Þegar barnið hefur verið fjarlægt frá heimili sínu er því komið fyrir á vistheimili sem starfar allan sólarhringinn. Þar er bamið þar til heppilegt fóstur- heimili finnst fyrir það, sé niður- staðan sú að til slíkra ráðstafana verði að grípa. Við höfum hér hjá okkur lista yfir fólk sem leitað hefur til okkar og viljað fá börn. Flest af þessu fólki er barnlaust. Okkur gengur venjulega vel að finna fósturforeldra fyrir ung börn, allt upp í fimm ára gömul börn. En eftir það verður erfiðara um vik. Bæði vegna þess að börn- in eru þá orðin bundnari því fólk sem þau verða að yfirgefa og svo hitt að þessi börn hafa séð og reynt miklu meira en nokkrum manni er hollt og eiga því í mikl- um tilfinningalegum erfiðleikum. Það er því oft ekki á færi nema vanra uppalenda að taka slík börn að sér og leiðbeina þeim í erfið- leikum þeirra. Heppilegustu fóst- urforeldrarnir fyrir slík börn er fólk sem áður hefur alið upp böm og gengið það vel. Áður en barn er sett í fóstur er rætt rækilega við það og því leitt fyrir sjónir að það þurfi að fara til fósturforeldra. Þetta er útskýrt með tilliti til aldurs við- komandi barns. Mikil áhersla er lögð á að að þessar útskýringar leiði til jákvæðra viðhorfa hjá barninu. Því er sagt að hlutverk foreldra séu mismunandi. Eitt hlutverk foreldra er að koma barni í heiminn. Annað er að ala bamið upp. Sumir foreldrar geta annast fyrra hlutverkið, en ekki það síðara. Þá þarf viðbótarforeldra til að annast það. Reynt er að setja ekki þessa staðreynd fram sem harmleik heldur sem ávinning fyrir barnið. Fá það til að skilja að það getur verið ávinningur að eiga tvenna foreldra. Mikil áhersla er lögð á að sambandið slitni ekki milli barns og uppmnaforeldra. Fósturforeldrum er gert ljóst áð þeir þurfi að sjá um að þetta sam- band slitni ekki. Uppmnaforeld- amir heimsækja þá barnið einu til til fjórum sinnum á ári og þá í fylgd með starfsmanni Félags- málastofnunar. Mikilvægt er að það sé ljóst að fósturforeldrar em alltaf viðbótarforeldrar, jafnvel þó barnið hafi aldrei búið hjá kynfor- eldrum sínum. Áður en fólk snýr sér til Félags- málastofnunar til þess að bjóða fram aðstoð sína þarf það að hafa gert upp við sig að það sé reiðu- búið til þess að taka að sér barn og vita fyrir víst að það geti það, heilsu sinnar og aðstæðna vegna. Það þarf að átta sig á þeim erfið- leikum sem fóstrinu getur verið samfara og vita að langur tími getur liðið þar til barnið er fært um að endurgjalda tilfinningar fósturforeldranna. Loks þarf það að gera sér ljóst að það er að mörgu leyti erfiðara að ala upp fósturbarn en sitt eigið barn. Sé allt þetta fyrir hendi ætti fólk að snúa sér til Félagsmálastofnunar og ræða þar við starfsfólk sem setur nöfn fólks á lista. Nokkrir mánuðir em yfirleitt látnir líða frá því fólk hefur samband við Fé- lagsmálastofnun og þar til af hugsanlegu fóstri verður. Þetta er gert til þess að fólk flani ekki að neinu heldur viti fyrir víst hvað það sé að gera. Gangi þetta allt eftir er haft samband við tilvon- andi fósturforelda þegar fram kemur barn sem á þeim þarf að halda. Áður en barnið fer heim til fósturforeldranna er komið á kynningu milli barnsins og þeirra. Fyrst er fólki sagt lauslega frá barninu án þess að nefna nokkur nöfn. Síðan ef fólkið er ákveðið er því sagt nánar frá málsatvikum og loks er það kynnt fyrir barninu og þá er ekki aftur snúið. Síðan em væntanlegir fósturforeldrar látnir ganga í mánaðartíma vakt- ir á vistheimilinu þar sem barnið er. Eftir það fá þeir barnið heim til sín. Stundum kvíðir fólk þeim tengslum sem það verður að vera í við kynforeldra fósturbarns síns. Oftast er það mikill óþarfi. í nán- ast öllum tilvikum vilja foreldrar að bömum þeirra líði vel og að þeim famist vel í lífinu. Flestir kynforeldrar sem ekki geta ann- ast böm sín em fúsir til samvinnu svo þetta megi takast. Sérstak- lega ef þeir gera sér ljóst að barn- inu líður vel hjá fósturforeldrun- um og þeir hjálpi börnunum til þess að hugsa jákvætt til kynfor- eldra sinna. Að ofangreindu má sjá að fóst- urforeldrar þurfa að tileinka sér töluvert óeigingjarnt viðhorf í sambandi sínu við börnin og kyn- foreldranna. Þeir þurfa að átta sig á því fyrirfram að hlutskipti þeirra er fyrst um sinn að gefa mun meira en þeir fá í aðra hönd. Því ver sem barn er farið því lengri tími líður áður en þeir upp- skera ávöxt erfiðis síns. En upp- skeran kemur alltaf fyrr eða síðar og kannski verður hún enn sætari hafi erfiðleikarnir verið miklir. Öllum þeim sem unna bömum hlýtur að vera það mikið gleðiefni að sjá barn sem áður var vega- laust og örvæntingarfullt verða að glöðum og hamingjusömum einstaklingi sem sér margar færar leiðir í lífinu. Takist fósturforeldr- um að leiða bam sitt til þeirrar niðurstöðu verða tár og vonbrigði léttvæg þegar upp er staðið. Þá þokar sá tími sem mótaðist af til- finningalegum erfiðleikum barns- ins. Þá fyrnist yfir þann tíma sem sorg þess stóð veginum fyrir því að það gæti bundist hinum nýju foreldram nánum böndum. Það er nauðsynlegt að hafa hugfast að uppalendur sem eiga til kær- leika, þolgæði og skilning upp- skera í samræmi við það, hvort sem um er að ræða kynforeldra eða fósturforeldra. Böm sem alast upp undir handarjaðri slíks fólks fá það veganesti sem dugir þeim til þess að gerast nýtir og góðir þegnar þessa lands í öllu tilliti.“ Að loknu samtalinu við Helgu Þórólfsdóttur gat ég ekki annað en verið henni sammála um að góðir fósturforeldrar væru gulls ígildi sem fólk. Ég gat heldur ekki annað en verið henni sam- mála um nauðsyn þess að þeir sem ánægju hafi af börnum og vilji gera þeim gott snúi sér til Félags- málastofnunar til þess að bjóða fram aðstoð sína. Börn sem erfið- ast eiga fara gjaman til hjarta- hlýrra kvenna og manna í sveitum þessa lands. Margfalt fleiri búa í þéttbýli.og í þeim hópi era vafa- laust margir sem eiga stórt hjarta og hafa sæmilega góðar aðstæður til þess að fóstra barn sem sárlega þarfnast ástúðar, verndar og um- hyggju. Guðrún Guðlaugsdóttir 1990 ÁRGERDIR MASE RAFSTÖÐVAR BULL1600 Vinsæl, fjölhæf. 1500 wött 220 volt, 20 amper 12 volt, 15 amper 24 volt. HAUSTSÝNING Stofnun Combi-Camp ferðklúbbs. M óttaka í vetrargeymslu er hafin. Opið laugardag kl. 14-17, sunnudag 14-17 TJALDVAGNAR BENCO hf. Lágmúla 7, sími 84077.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.