Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989 17 Stangaveiðimenn velta laxafæðinni fyrir sér Stangaveiðimenn og fiskifræðingar velta nú fyrir sér hvað aflaga fór í laxagöngum þessa sumars, en spárnar voru feikna- góðar. Raunin aftur önnur. Stórlaxagöngur skiluðu sér seint og illa og víðast hvar hafa smálaxagöngur verið litlar og slitr- óttar og fiskurinn horaður og smár. Fram eftir öllu sumri hafa menn beðið og vonað að úr rættist, því hinir miklu vor- kuldar seinkuðu óumdeilanlega laxagöngum, en fátt bendir til þess að einhverjar Iaxagöngur sem talandi er um sýni sig héðan af. Morgunblaðið snéri sér til nokkurra kunnra stanga- veiðimanna og leitaði eftir kenningum þeirra um aflabrestinn. Þórarinn Sigþórsson sagðist telja að ástæðurnar væru af nátt- úrulegum toga, ástandið á beit- arslóðum laxins hlyti að hafa verið slæmt, til vitnis um það væri óeðlilega rýr smálax. Hvort að árgangurinn hafi misfarist í hafinu af þessum sökum væri aftur á móti ógerningur að segja til um, en auðvitað vonuðu menn að kuldi og átuleysi í hafinu hefði einungis tafið vöxt laxins og meira en venjulega myndi skila sér af honum sem vænni lax næsta sumar. Þórarinn sagðist einnig hafa áhyggjur af sívax- andi umsvifum hafbeitarstöðva bæði hérlendis og erlendis, því þær slepptu milljónum seiða í hafið á ári hverju og þau kepptu um viðurværi á sömu slóðum og árlaxinn. „Svo veltir maður líka fyrir sér hvort að of mikið sé veitt af laxinum í hafinu, mér segja kunnugir menn norður Á Aðaldal, að þar hafi aldrei veiðst annað eins af netasærðum laxi, þriðji hver lax sem er þetta 10 punda og upp úr. Það hljóta að vakna spurningar við það,“ sagði Morgunblaðið/Sverrir Jón G. Baldvinsson Þórarinn. Jón G. Baldvinsson formáður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sagði að hann hefði engan til- tækari sökudólg en náttúruna sjálfa og ef það væri rétt hjá sér yrðu menn bara að sætta sig við það. „Auðvitað er maður von- svikinn eftir góðu spárnar, en það getur svo margt spilað inn í að maður veit varla hvar maður á hengja hattinn sinn,“ sagði Jón. Hann sagði enn fremur að það ætti í raun eftir að sýna sig hversu lélegt veiðisumar þetta var, „ég á eftir að sjá tölur og bera saman, sjá hvort að þetta er sú hörmung sem margir vilja vera láta eða ekki. Það var allt að því metveiði í ánum í fyrra og þá eru kröfurnar og vænting- Morgunblaðið/rh Stefán A Magnússon Þórarinn Sigþórsson arnar alltaf meiri. Þetta var minni veiði heldur en spáð hafði verið, miklu minni og eitthvað virðist hafa komið fyrir í hafinu, hvað sem það nú var. Þetta ligg- ur einfaldlega ekki fyrir enn þá,“ sagði Jón að lokum. Stefán Á. Magnússon sagði að hann hefði mælt hitastig allra þeirra áa sem hann renndi í í sumar og hann minntist þess ekki að annars eins vatnskuldi hafi loðað við heilt veiðitímabil, hann hefði til dæmis mælt Norð- urá í Borgarfirði 8 gráður um mánaðamót júlí og ágúst, en það gæti talist eðlilegt júníhitastig á ánni að morgni dags. Slíkt hlyti að tefja göngur, en samt taldi hann meginástæðuna liggja í hafinu, kuldi og átuleysi þar hefði seinkað kynþroska laxins. Uthafsveiðar gætu leikið rullu, svo og teldu margir að sel fjölg- aði mjög og þeir tækju alltaf sinn toll, en ýmislegt benti til þess að það væra ekki meginástæð- urnar. Veiði er lokið í sumum ám og lýkur á næstu dögum í öðrum. Svo virðist sem flestar ár hafi gefið þriðjung til helming af því sem þær gáfu í fyrra. Einstaka minni háttar á stendur upp úr eins og Fljótaá og Rangámar. í Laxá í Kjós og Elliðaánum hefur veiði mátt heita ágæt, en annars staðar hefur veiði verið í slöku meðallagi eða beinlínis léleg. -gg Samtök lýðræðissinnaðra stúdenta; Vökumaður kjör- inn varaformaður LILJA Stefánsdóttir var kjörin varaformaður Samtaka lýðræðissinn- aðra stúdenta, EDS, á aðalfúndi samtakanna í Grikklandi fyrir skömmu. Lilja er fyrrverandi varaformaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta, og var varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Islands síðastliðinn vetur. Vaka er eitt af átján aðildarfélög- um EDS, en samtökin eru saman sett af stúdentahreyfingum íhalds- manna, kristilegra demókrata og frjálslyndra. Lilja sagði í samtali við Morgunblaðið að í EDS væru bæði stúdentahreyfingar, sem væru beinlínis hluti af stjórnmálaflokkum eða sterkt tengdar þeim, og svo sjálf- stæð félög, á borð við Vöku og „Protoporia" á Kýpur. Vaka væri hins vegar eina félagið í samtökun- um, sem ekki nyti fjárstyrkja frá neinum stjórnmálaflokki eða hlítti hugmyndafræðilegri forsjá einhvers flokks. Fyrir þær sakir nyti félagið virðingar innan samtakanna. EDS var stofnað 1961, og að sögn Lilju hefur Vaka verið með frá 1972. Lilja sagði að Vaka væri hátt skrif- uð innan EDS, enda hefði félagið átt velgengni að fagna í kosningum til stúdentaráðs hin síðari ár, fengið yfir 50% í kosningum, sem væri mjög mikið miðað við fylgi flestra aðildar- félagaga EDS. „Síðan Vaka breytti stefnu sinni og fór að einbeita sér meira að hagsmunamálum stúdenta, Morgunblaðið/BAR Lilja Stefánsdóttir, nýkjörinn varaformaður EDS. höfum við getað sannað fyrir hinum að það er hægt að starfa mjög mik- ið á þeim vettvangi, með góðum ár- angri,“ sagði Lilja. Vaka hefur átt tvo varaformenn í EDS fram að þessu, þá Atla Eyjólfs- son og Eyjólf Sveinsson. Fofmaður samtakanna, sem kjörinn var á aðal- fundinum, er Grikki, Stavros Pap- astavrou. Kór Langholtskirkju. Kór Langholtskirkju: Vetrarstarfið að heflast KÓR Langholtskirkju hefiir vetrarstarf sitt í byijun september. Fyrsta verkefni vetrarins verður óratórían „Sköpunin" eftir Haydn sem flutt verður ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum 7. desember. Jólasöngvar kórsins verða 22. des- ember. Á þeim tónleikum verða flutt lög og verk tengd jólum og aðventu. Að sögn Jóns Stefánssonar stjórn- anda kórsins er jafnan húsfyllir á þessu tónleikum. Eftir jól hefjast æfingar á H-moll messunni eftir J.S. Bach sem flutt verður í vor. Starfinu lýkur með tónleikaferð úti á land í vor. Til stóð að fara þá ferð síðastlið- ið vor en vegna Israelsferðar kórs- ins, er honum var boðið að flytja þar Messías eftir Handel, varð að fresta henni. Stefnt er að því að halda tón- leika á Akureyri, í Mývatnssveit, Skagafirði og Grímsey en það hefur lengi verið draumur kórsins. Efniskrá tónleikanna verður blönduð. Undirbúningur að næstu utanlands- ferð kórsins stendur yfir en fyrir- hugað er að halda til Skotlands og Bretlandseyja vorið 1991. Raddþjálfari kórsins verður eins og undanfarin ár Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.