Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 204. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fyrstu yfirlýsingar pólsku ráðherranna: Kommúnisminn aflagður og komið á markaðskerfí í gærkvöldi hafði tekist að finna lík 32 manna í sjónum en leit varð að hætta sökum myrkurs. Danskar björgunarþyrlur og skip voru þá á slysstaðnum en það voru vestur-þýsk herskip, sem voru á flotaæfingu Atlants- hafsbandalagsins, sem fyrst komu á vettvang og var mynd- in tekin þegar komið var með lík hinna látnu til Hirtshals. Varsjá. Reuter. RAÐHERRAR Samstöðu í nýrri ríkisstjórn í Póllandi hétu því í gær að kasta strax fyrir róða efnahagskerfi kommúnismans og treysta i sessi sjálfstæði landsins eftir áratugalanga þjónkun við Moskvuvald- ið. Sögðu þeir, að pólsku þjóðinni hefði gefist sögulegt tækifæri til að koma á vestrænu markaðskerfi og það yrði hún að gera hvað sem það kostaði. „Við höfum fengið sögulegt tæki- færi til að koma á vestrænu mark- aðskerfi," sagði Leszek Balc- erowicz, fjármálaráðherra og sá aðstoðarforsætisráðherranna, sem fer. með efnahagsmál, og einnig að Samstaða væri reiðubúin að grípa til harðra aðgerða. Lagði hann áherslu á, að kveða yrði niður verð- bólguna með öllum ráðum en hún er nú um 200%. „Við verðum að draga stórlega úr peningaframboði og það mun vafalaust hafa mikil skammtímaáhrif á framleiðslu og atvinnuástand," sagði Balcerowicz og bætti því við, að lífskjör almenn- ings myndu versna en ekki í langan tíma. Þá sagði hann, að opinberar verðákvarðanir yrðu lagðar af nema í undantekningartilfellum og komið á fót sérstakri stofnun tii fylgjast með upprætingu hins kommúníska kerfis. Aðrir ráðherrar Samstöðu sögðu óhjákvæmilegt að loka mörgum verksmiðjum með tilheyrandi at- vinnuleysi og Jacek Kuron, atvinnu- málaráðherra og einn af kunnustu baráttumönnum Samstöðu frá upp- hafi, sagði, að best væri að viður- kenna strax óhjákvæmilega lífs- kjaraskerðingu — því fyrr myndi þjóðin rétta úr kútnum. Sagði hann, að verðbólgunni yrði að náð niður en tryggja um leið, að enginn sylti heilu hungri. Lagði hann til, að komið yrði upp matargjafamið- stöðvum á vegum einkaaðila til að hjálpa fátæku fólki í gegnum þreng- mgarnar. Utanríkisráðherra nýju stjórnar- innar, Krzysztof Skubiszewski, sem er utan flokka en kunnur fyrir starf sitt fyrir kaþólsku kirkjuna, sagði í gær í sinni fyrstu opinberu yfirlýs- ingu, að hann ætlaði að kreijast þess af Sovétstjórninni, að hundruð- um þúsunda Pólveija, sem Stalín flutti nauðuga til Sovétríkjanna, yrði leyft að snúa heim. Er litið á þessi orð hans sem eins konar sjálf- stæðisyfirlýsingu gagnvart Sov- étríkjunum. Samstaða hefur 10 ráðherra í nýju stjórninni, Kommúnistaflokk- urinn og Bændaflokkurinn fjóra hvor og Demókrataflokkurinn þijá. Tekur stjórnin formlega við nk. þriðjudag. Aftenposten Fimmtíu og fímm fórust í flugslysi við Jótland; Getgátur uppi um sprengingu í mesta slysi norskrar flugsögu Endi bundinn á kosningabaráttuna í Noregi í virðingarskyni við hina látnu Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. MARGT bendir til, að sprenging hafi orðið í norsku flugvélinni, sem hrapaði í sjóinn vestur af Jótlandi um kl. 16.30 í gær að staðartíma. Allir um borð, 50 farþegar og fimm manna áhöfn, eru taldir af en skömmu áður en slysið varð tilkynnti flugstjórinn, að ekkert Ungverjaland: Þjóðfélagið er rotið og’ við viljum frelsi - segja austur-þýskir flóttamenn í samtali við Morgunblaðið Búdapest. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgnnblaðsins. GETGATUR um hvenær og hvernig 6.200 Austur-Þjóðverj- um, sem nú halda til í flótta- mannabúðum í Ungverjalandi, verður hleypt til Vestur-Þýska- lands, voru efst á baugi í búðun- um í Búdapest í gær. Enginn virtist vita svarið, en Reznö Ny- ers, umbótasinni í ungverska kommúnistaflokknum, sagði í stuttu samtali við Morgunblaðið, að hann teldi víst að vandinn yrði leystur innan fárra daga. Ekki hafa þó allir þolinmæði til þess að bíða eftir að komast með löglegum hætti frá Ungveijalandi. Rétt í því, sem ég skrifa þetta, heyri ég símtal ungs Austur-Þjóð- veija við skrifstofur Rauða krossins í Austurríki. Hann segist ætla að reyna að komast yfir hina svoköll- uðu „grænu línu“ miili landanna í nótt og spyr hvert hann eigi að snúa sér ef það takist. Honum er sagt að gefa sig fram á fyrstu brautarstöð innan Austurríkis. Sumir hafa nú beðið eftir farar- leyfi í mánuð. Tveir piltar um tvítugt frá Meissen sögðust hafa reynt þrisvar fyrir fjórum vikum að komast ólöglega til Austurríkis en voru gripnir í öll skiptin. Danskennarahjón milli þrítugs og fertugs og sextán ára sonur þeirra frá Erfort hafa beðið í hálf- an mánuð. „Ég er bjartsýnismaður og er sannfærður um að vera far- inn héðan innan þriggja daga.“ Önnur hjón um þrítugt, sem flugu frá Austur-Berlín tii Búdapest á fimmtudag með fimm og tólf ára gamlan son sinn, sögðust reiðubúin að bíða eins lengi og þyrfti. „Við förum aldrei aftur til Austur- Þýskalands. Þjóðfélagið er rotið. Við viljum frelsi og tækifæri til þess að nýta krafta okkar,“ sagði maðurinn. „Það var sárt að fara en við getum skapað sonum okkar betri framtíð í Vestur-Þýskalandi,“ sagði konan. amaði að. Þetta er mesta flugslys, sem orðið heftir í norskri flug- sögu, og vegna þessara tíðinda ákváðu formenn norsku stjórn- málaflokkanna að binda enda á slaginn fyrir kosninganiar á mánudag. Það var norska útgerðarfyrirtækið Wilhelm Wilhelmsen, sem hafði flug- vélina á leigu, og var ferðinni heitið til Hamborgar þar sem átti að hleypa af stokkunum nýju skipi. Vitað er, .að allir um borð voru Norðmenn. Flugvélin, sem var af gerðinni Convair Metropolitan, var í eigu leiguflugfélagsins Partnair og komin til ára sinna, smíðuð í Bandaríkjun- um árið 1953, en nýkomin úr mikilli klössun í Kanada. Flugumsjónarmönnum í Noregi og Danmörku bárust engin boð um neitt athugavert en skyndilega hvarf vélin af ratsjárskermunum í Kastrup. Síðar kom í ljós, að flugvélin hafði hrapað í sjóinn 16 sjómílur norðvest- ur af Hirtshals á Jótlandi. Á litlu svæði flutu tík hinna látnu og brak úr vélinni maraði enn í sjávarborð- inu. Ekki er enn vitað hvað slysinu olli en ljóst þykir af brakinu í sjón- um, að flugvéiin hefur steypst niður mjög skyndilega. Segja sumir, að langlíklegast sé, að sprenging hafi orðið um borð eða að dyr á vélinni hafi svipst upp. Slysið við Skagerrak er það mesta í norskri flugsögu og einnig það mesta, sem orðið hefur í danskri lög- sögu. Vegna þessa ákváðu formenn norsku stjórnmálaflokkanna að hætta öllum áróðri og fundahöldum vegna þingkosninganna á mánudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.