Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 26
26 ---------------------------------------------MÓKGtjNÉLA-ÐIÐ LAUGAEDÁGUE- 9: SEFTEÉBER .1989 . „Nauðsynlegra en að borða“ Spjallað við Sólveigu Eggerz listmál- ara, sem opnar sýningu í Gamla Lundi á Akureyri nú um helgina „Hvernig byijaði þetta hjá þér?“ „Þegar ég var tveggja ára gömul og fjölskylda mín átti heima úti í Skotlandi og pabbi minn gaf mér liti og blað og sagði mér að búa til myndir, þá fór ég að byija að teikna og mála alla daga meira og minna. Ég var alltaf að fara upp á loft til að sýna þetta hjá vinafólki, skozk- um eldri hjónum — svo einn daginn var ég að fara tii þeirra — en freist- ingin að fara út á götu, þó það væri bannað, var yfirsterkari. Ég fór með teikniblaðið mitt út á götu og týndist. Það næsta, sem ég veit af, það er lögregluþjónn, bobbýinn með svarta hattinn, sem grípur mig í fangið og fer með mig heim og ég þurfti að sýna honum myndina á leiðinni. Þetta var fyrsta sýningin mín, fyrsta opinbera sýningin mín — úti á götu í Glasgow. Eftir það held ég að ég hafi aldrei verið öðru vísi en teiknandi og litandi og segj- andi sögur — ég var alltaf að segja sögur í myndunum — og ég man, að eftir að við fluttum heim í Svarf- aðardal, sem er uppspretta svo margs — mín tilvera þar, þá var það dásamlegasta sem ég vissi, að sitja úti í hlöðu í rigningu eða regn- ið byljandi á blikkinu og búa til myndir eða reyna að segja sögu, framhaldssögu jafnvel...“ Það er hádegi í miðri viku á veit- ingastaðnum Gullna hananum að Laugavegi 178. Það er kyrrð í saln- um, sem Sólveig Pétursdóttir Egg- erz listmálari segir að minni sig alltaf á París eða eitthvað álíka glæsilegt. Vertinn er ættaður að vestan (frá Hnífsdai) og í ofanálag frá Akureyri. Hann kom að borðinu og heilsaði. Það hafði áhrif. Og örskömmu síðar tróðu tvær prúð- búnar konur inn í salinn. Ónnur þeirra var auðþekkjanleg, Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur og doktor, ættuð úr Svarfaðardal eins og Sólveig. Þær heilsuðust eins og heimsins beztu vinkonur. „Þegar manneskjur eins og þú og ég stundum málaraiist jafnt og þétt — hvernig áhrif fínnst þér slíkt hafa á sálarlífið og lífshvötina?" „Ég held það sé bara nauðsyn- legra en að borða — næst því að sofa.“ Veitingarnar höfðu þegar verið pantaðar á borðið. Safaríkt schnitzl framreitt með óvenjulegum hætti „pour moi“ og hins vegar fiskréttur á heimsmælikvarða handa Madame Eggerz. Og nú kom þjónninn með þetta hvort tveggja og manni varð hugsað til svarsins hennar Sólveig- ar: „Að mála — ég held það sé bara nauðsynlegra en að borða — næst því að sofa.“ Því var ekki að neita — hins vegar — að málsverð- urinn var fallegur á að líta og freist- andi og bauð upp á, að á hann væri ráðizt. I miðjum klíðum máltíðar var spurt: „Sólveig — er það eitthvað sér- stakt í lífi þínu, sem hefur mótað þig sem málara, eitthvað sem er framar öðru — eitthvað sérstakt, sem er kannski lykillinn að þessari þörf þinni?“ „Ég held, að það hafi mótað mig mikið, ekki bara íslenzk náttúra — heldur hvar sem ég fer — það er landslagið, veðrið og hinn almenni borgari í kringum mig, börnin, gamla fólkið og þessi snerting við lífið, synd og sælu ...“ Þetta síðastgreinda varð tilefni að þessari spurningu: „Heldurðu, að synd og sæla fari kannski oftast saman?“ „Ég veit ekki. Það er einhver sem segir: Allt sem er gott og skemmti- legt og áhugavert — það er bann- að.“ „Telurðu þig vera fijálsa mann- eskju?“ „Einhvem tímann sagði danskur gagnrýnir við mig: „Vi er jo ikke frigjorte her i det her værelse (við vorum fimm saman) men jeg tror den islandske kunstnerinde er den mest frigjorte — det er máske fordi de aldrig har haft lov til að sige nej tak eller ja tak for de islandske bare gor hvad de har lyst til.““ „Segðu mér eitt — hvernig ferðu að því að halda þér á vissri lífshreyf- ingu í málaralistinni — þannig að þú sért ekki alltaf í sama farinu? Reynirðu að leita einhvers, reynirðu að búa þér til ævintýri?“ „Ég reyni ekkert — að ég held — það kemur allt sjálfkrafa. Það er mikið, sem mig langar til að gera — ég vona, að ég verði að mála fram yfir hundrað ára aldur- Sólveig Eggerz listmálari (mynd- in tekin á málverkasýningu henn- ar í Mosfellssveit í vor). inn, svo að mér fari eitthvað fram.“ Nú var gætt sér á matnum og skálað í vatni og pepsíkóla með sítrónu og klaka. Svo var farið að tala um listáhugann á Islandi. „Þeg- ar Sigurður heitinn Benediktsson kom hingað með fullt af góðum Constable, Turner, brezkum súper- klassamálurum, þá varð að senda þær myndir út. Það var ekki litið við þeim. Það er eins og ekkert sé talið list nema það sé íslenzkt." Sólveig hefur sýnt víða erlendis. Ofan á myndlistamám hjá Kurt Zier í gamla handíða- og myndlist- arskólanum hér hlaut hún list- menntun í Englandi (í London). Hún er hrifin af Englandi og kvaðst hafa notið þess að sýna þar. Og eins og faðir hennar, Pétur heitinn Eggerz Stefánsson frá Völlum, er hún heimsborgari í hugsun og at- höfn — gædd andlegu hugrekki og ekki í orðabók hennar að gefast upp. Hún hefur orðið fyrir miklum áföllum. Þegar hún var spurð að því, hvaðan og hvemig hún hefði styrkieikann, kvað hún trúna hafa gefið sér hann. „Ég trúi á almættið og guð og ljósið í tilverunni. Móðir mín og Sólveig amma kenndu mér að trúa á guð.“ „Hvemig leggst í þig að fara norður til Akureyrar og sýna í Gamla Lundi?“ „Ég pantaði Gamla Lund fyrir tveim árum. Ég vinn alltaf eftir prógrami. Ég hef haft fyrir þessari sýningu." Að Hæðardragi. TEXTI: Steingrímur St.Th. Sig- urðsson Kristniboðs- kaffiá sunnudag Kristniboðsfélag karla í Reykjavík heldur hina árlegu kaffisölu sína í félagsheimili kristniboðsins, Háaleitisbraut 58—60, sunnudaginn 10. sept- ember. Allur ágóði af kaffisöl- unni rennur til starfs Kristni- boðssambandsins. Mörg undanfarin ár hafa karl- arnir í kristniboðsfélaginu selt kaffið sitt í „Betaníu" við Laufás- veg en það hús var selt fyrir nokkm. Fyrir rúmri viku vom hin nýju húsakynni kristniboðsins á Háaleitisbraut vígð við hátíðlega athöfn. Hefur Kristniboðssam- bandið nýlega haldið þar aðalfund sinn, svo og fjölmennar samkomur í tengslum við þingið. Nú er verið að hefja kristniboð og hjúkmnarstarf á nýjum stað í S-Eþíópíu, í Voitó, um 100 km vestur af Konsó. Þangað era kom- in ung íslensk hjón og norsk hjúkrunarkona. Kristniboðssam- bandið hefur gefið út bækling með fróðlegri frásögn um fólkið í Voitó, „Voitó kallar“. Hann fæst á Aðalskrifstofunni, Amt- mannsstíg 2 B, og kostar 200 krónur. Kaffísalan stendur yfir frá klukkan tvö til sex síðdegis og em allir velkomnir. (F réttatilkynningf) Gönguferð um Öskjuhlíð Frístundahópurinn Hana-nú í Kópavogj stendur fyrir göngu- ferð um Öskjuhlíð í dag, 9. sept- ember, og lýkur göngunni í Kjarvalsgarði. Hafliði Jónsson fyrrum garðyrkjustjóri verður leiðsögumaður. Frístundahópurinn Hana-nú hef- ur staðið fyrir ýmsum ferðum í sumar, meðal annars út í Viðey í fylgd Þorleifs Guðmundssonar leið- sögumanns. Þá var opnaður á veg- um hópsins og Tómstundaráðs Kópavogs púttvöllur á Rútstúninu í Kópavogi. Lokaferð sumarsins verður farin þann 23. september til Stokkseyrar og Eyrarbakka undir leiðsögn Þor- leifs Guðmundssonar. Alla laugar- dagsmorgna stendur Gönguklúbb- ur Hana-nú fyrir gönguferðum og er lagt upp frá Digranesvegi 12. I frétt frá frístundahópnum segir, að allir Kópavogsbúar séu vel- komnir í þær heilsubótargöngur, sem gengnar em undir kjörorðinu samvera, súrefni, hreyfing. Setning Stóru- Vogaskóla Stóru-Vogaskóli í Vogum verður settur klukkan 14 sunnu- daginn 10. september nk. Nemendur eiga að mæta í skólann þriðjudaginn 12. septem- ber. 7. 8. og 9. bekkur eiga að mæta klukkan 9 þann dag. 4. 5. og 6. bekkur klukkan 10 og for- skóli, 1. 2. og 3. bekkur klukkan 11. Taiji í Kram- húsinu NÁMSKEIÐ í taiji fer fram í Kramhúsinu við Skólavörðustíg dagana 11.-18. september. Leiðbeinandi verður Khain Titsa. Hún fæddist í Rangoön árið 1952, stundaði nám í austurlenskum list- um og heimspeki í London og var jafnframt um tíu ára skeið læri- sveinn Gerdu Geddes, frumkvöðuls taiji-kennslu í Evrópu. Khain Thitsa hefur kennt taiji í rösk tíu ár. Síðan 1982 hefur hún einnig starfað með dönsurum við London Contemporary Dance- School. Frá örófi alda hafa Kínveijar lagt stund á hefðbundnar listrænar lækningaaðferðir og taiji quan er ein þeirra. (Úr frcttatilkynningu) • • Pétur Ostlund heldur námskeið PÉTUR Östlund, hinn víðfrægi trommuleikari, heldur námskeið fyrir slagverksleikara í tónlist- arskóla FÍH við Brautarholt næstkomandi mánudag og þriðjudag. Námskeiðið er einkum ætlað nemendum slagverksdeildar tón- listarskóla FÍH en er þó öllum op- ið. Kennt verðurí hóptímum frá klukkan 10-12 báða daga en eftir hádegi verða einkatímar frá 14-18. Gjald er 1000 krónur fyrir hóptíma, 2000 krónur fyrir hóp- og eink- atíma. KENNSLA Frá Listdansskóla Þjóðleikhússins Nemendur frá fyrra skólaári komi mánudag- inn 11. september kl. 17.00 í hús Jóns Þor- steinssonar, og hafi með sér stundatöflu. Því miður verða engin inntökupróf nú í haust, þar sem ekki verða teknir neinir nýir nemend- ur að svo stöddu. Skólastjóri. Enskunámskeið fyrir byrjendur Enskunámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Námskeiðið stendur yfir í 7 vikur (14 klst.) og er lögð áhersla á að tala ensku. Kennarinn er frá Englandi og hefur mikla reynslu í að kenna börnum. Verð kr. 4.900,- Upplýsingar veitir Priscilla Bjarnason í síma 78207. Ásta Ólafsdóttir, Ármúla 32 Hef opnað skóla í eigin nafni í Ármúla 32. Barnajazz: Frá 2 ára aldri, fjölbreytt kennsla. Jazzballett: Listdans sem skilar gleði og ár- angri eftir hörkuþjálfun. Almenn þjálfun fyrir konur á öllum aldri. Vönduð kennsla - markviss þjáifun. Hef 12 ára reynslu í kennslu. Innritun í síma 31355. Ásta Ólafsdóttir, jazzballettkennari, F.Í.D. Stýrimannaskólinn í Reykjavík 30 rúmlesta réttindanám Innritun Innritun á haustnámskeið stendur yfir á skrif- stofu Stýrimannaskólansfrá kl. 08.30-14.00, sími 13194. Öllum er heimil þátttaka. Stýrimannaskólinn í Reykjavík. Tilsölu 10 bráðefnilegir tamningafolar, mjög góð rúllubaggabindivél og mörg önnur landbúnaðartaeki. 10 folöld (faðir: Háfeti 804). Upplýsingar í sima 98-78551. Krossinn Auöbrekku 2, 200 Kópavogur Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SIMAR11798 Ofl 19533. Dagsferðir sunnudaginn 10 sept. Kl. 10.30 Harðarsaga - Hólm- verja Ekiö um Hvalfjörð og Borgar- fjörð um söguslóðir þessarar kunnu ísl.sögu undir leiðsögn kunnugs fararstjóra. Verð kr. 1500 gr. v/bílinn. Kl. 13.00 Meðalfell í Kjós Meðalfellið liggur miðsvæðis í Kjósinni. Tiltölulega létt ganga. Verð kr. 1000 gr. v/bilinn. I dagsferðir er frítt fyrir börn og unglinga 15 ára og yngri. Farið frá Umferðarmiðstöðinni að austanverðu. Ferðafélag (slands. Kaffisala Kristnisboðsfélags karla verður á morgun, sunnudag, kl. 14-18, í kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58-60. Tekið á móti kök- um frá kl. 10 á sunnudag. Stjórnin. Hvítasunnukirkjan Ffladeifía Almenn bænasamkoma i kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. iyjj útivist Dagsferðir sunnudaginn 10. sept. Kl. 08.00 Þórsmörk - Goða- land. Stansað 3-4 klst. i Mörk- inni. Verð 1.500,- kr. Kl. 10.30 Álftavatn - Þóru- staðir. Létt láglendisganga meðfram Álftavatni og hliðum Ingólfsfjalls. 19. ferð í land- námsgöngunni. Verð 1.000,- kr. Kl. 13.00 Tannastaðir - Þóru- staðir. Sameinast morgun- gönguferðinni undir hlíðum Ing- ólfsfjalls. Verið með í síðustu landnámsgönguferðunum. Verð 1.000,- kr. Miðvikudagur 14. sept. kl. 20. Tunglskinsganga íViðey. Brott- för frá Viðeyjarbryggju, Sunda- höfn. Verð 400,- kr. Sjáumst! Útivist, ferðafélag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.