Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 36
Ást er... . . . margra kossa virði. TM Reg. U.S. Pat Oft.—all rigíits reserved • 1989 Los Angeles Times Syndicate Mamma, sósan er að fara í steik. Hvað á ég að gera? Með morgimkaffrnu Þú verður sjálfúr að hreinsa eftir sjálfan þig. Þjóðin vill öflugt Ríkisútvarp Til Velvakanda. Andrés Magnússon lét gamminn geisa í hugleiðingu um Ríkisútvarp- ið, sem birtist hér á síðu Velvak- anda sl. laugardag. í framhjáhlaupi beindi hann nokkrum spurningum til undirritaðs, ef spurningar skyldi kalla, því að bréfritari var fyrirfram búinn að gefa sér svörin, sem öll virðast byggjast á ótrúlegum hræri- graut af hugarórum, rangfærslum og hleypidómum um stofnunina, þannig að manni er vandi á höndum að meta hvað er svaravert af svona skólablaðaæfingum og hvað leiða skuli algjörlega hjá sér. Bréfritari er haldinn þeim ósið, sem talinn er ljóður á ráði góðra fréttamanna, að spyija leiðandi spuminga, sem mengaðar eru af persónulegum skoðunum og útlistunum hans sjálfs á málefninu. Kveður þar við sama tón og við heyrðum hjá hópi nokkurra sér- hyggjumanna sem eru óvægnastir í gagnrýni á dagskrá Ríkisútvarps- ins i ræðu og riti en þykjast aldrei sjá hana né heyra nema fyrir tilvilj- un í leigubílum og á öldurhúsum! í tilefni af skrifum Andrésar Magnússonar skal eftirfarandi tekið fram: 1. Bréfritari nefnir m.a.: „sí- felldar auglýsingar um ágæti og lífsnauðsyn þess að stofnunin sé til“, „sjálfsánægjuhjal“ og að „gíf- urlegum fjármunum sé varið í sjálfshól starfsmanna stofnunarinn- ar“. Allt er þetta staðhæfulaust full- yrðingaglamur. Hins vegar er sjálf- sagt að árétta, að Ríkisútvarpið er reiðubúið að heyja samkeppni á fjöl- miðlamarkaði og hefur gert það undanfarin þrjú ár. Fyrirtæki í sam- keppnisgreinum þurfa að kynna þjónustu sína fyrir notendum og treysta viðskiptasambönd sín, í þessu tilviki við auglýsendur. Ríkisútvarpið leggur mikið uppúr góðum tengslum við fólkið í landinu, vill hafa þau bein og náin. Kynningarstarf Ríkisútvarpsins, sem rekið er með lágmarkstilkostn- aði og, aðallega í eigin miðlum, stuðlar að þessu. Fólkið í landinu metur einnig mikils slíka viðleitni stofnunarinnar og þjónustu hennaryfir höfuð. Þjóð- in vill öflugt Ríkisútvarp í sam- keppni við einkastöðvar. Þetta má álykta af fréttum dagbiaða nýverið: „RÚV talið standa sig bezt ríkis- stofnana" (Fyrirsögn i Morgunblaðinu 22. júní 1989.) „Ríkisútvarpið langefst á vin- sældalistanum" (Fyrirsögn í Tímanum 29. júní 1989.) í þessum fréttum var vísað til skoðanakönnunar Félagsvísinda- stofnunar Háskólans meðal lands- manna um álit þeirra á ímynd opin- berra stofnana og hvernig þær gegndu hlutverki sínu. Töldu 66% svarenda að Ríkisútvarpið gegndi hlutverki sínu vel og 27% sæmi- lega. Ríkisútvarpið var í efsta sæti og Háskóli íslands i öðru sæti. 2. Bréfritari telur „fréttamatið stundum vafasamt, þegar starfs- maður stofnunarinnar má ekki bregða sér út á land án þess að það sé talið með mikilvægustu fréttum dagsins (fréttir kl. 19.00, 31. VIII).“ Þessi athugasemd er jafn ómál- efnaleg og flest annað í pistli Andr- ésar Magnússonar. Hann mun eiga við fréttaviðtal við framkvæmda- stjóra Útvarpsins í tilefni af upp- Gamla gufan þarf andlitslyftingii Til Velvakanda. Ekki veit ég hve margir halda enn tryggð við gömlu Gufurásina eða rás 1 — Sennilega aðeins hinir eldri. En þessi „undirmáls“hópur á þó rétt á því, að hægt sé með góðu móti, að ná samband við útsendingu þessa þ.e.a.s. FM-bylgju. Lang- bylgjan er þokkaleg, en hver kýs ekki fremur að nýta sér meiri tón- gæði últrabylgju? Tæknimeistarar rásar 1 fullyrða, að vægur kraftur útsendingar tryggi meiri tóngæði, einkum er varðar klassíska tónlist. Þessi rök á ég erfitt með að skilja. Það þarf tæpast sérfræðing til þess að heyra þann gífurlega mun sem er á tóngæðum t.d. rásar 1 og rásar 2. Gufan fellur á því prófi. Svo alls réttlætis sé gætt ber þess að geta, að plötusafn RUV af klassík og léttklassík er orðið lúið af ofnotkun og ef til vill ekki sann- gjarnt að bera það saman við nýleg- ar og nýjar hágæða upptökur af poppmúsík allra þessara fijálsu stöðva. En, ágætu valdsmennn, að lokum hógvær ósk og bæn til ykkar, sinnið betur minnihlutanum, sem enn heldur tryggð við gömiu rás- ina. Dagskrárefni fram að kveldi er jafnan ágætt, en má ég koma með tilögu um smá andlitslyftingu. Popp-músík verði gerð útlæg á rás 1 (það fer lítið fyrir henni satt er það). Miðdegissögur hafa margar verið ágætar, en ekki myndi „bóka- lýðveldið" missa virðingu sína þótt öðru hvoru slæddist inn á milli spennandi reyfarar. Oddur Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI „ ÚG K'ý'S HELDUR RÚ£>u6e>ANM, Þak-ica þéfz FyRjc." Ifylgiriti Morgunblaðsins, Dag- legu lífi, var í gær fjallað um ýmis mál er tengjast því að skólar eru að hefla störf. Meðal þess sem fram kemur í blaðinu er, að aga- vandamál verða meiri og erfiðari viðureignar með hverju árinu sem líður. Kemur það heim og saman við reynslu Víkveija. Grunnskóla- kennari einn sagði Víkveija t.d. að nær öll starfsorka hans færi í að fást við agavandamál og æ minni tími gæfist til _að sinna raunveru- legri kennslu. I því felst að orka kennarans fer að stærstum hluta í að fást við þá nemendur sem slak- astir eru og erfiðastir í umgengni. Lítill tími er aflögu til að sinna þeim nemendum sem skara framúr fyrir sakir dugnaðar og greindar. Útkoman er því miður sú að skólinn dregur þá oftar en ekki niður í meðalmennsku. Núverandi kerfi gefur þessum nemendum ekki þann byr undir vængina sem æskilegt væri og þvi finnst Víkveija að huga þurfi að endurbótum á skólakerfinu með hagsmuni þessara nemenda og framtíðarinnar að leiðarljósi. xxx Arangur Eyjólfs Sverrissonar, íþróttamanns á Sauðárkróki, hefur vakið verðskuldaða athygli. í þessari viku lék hann með landsliði 21 árs og yngri í knattspyrnu og skoraði öll fjögur mörk Islendinga í leik gegn Finnum. Tókst honum þar með að jafna 38 ára gamalt met Ríkharðs Jónssonar. Hann er markahæsti leikmaður 2. deildar íslandsmótsins í knattspyrnu. Sömuleiðis hefur Eyjólfur einnig getið sér góðan orðstír sem körfu- knattleiksmaður. Honum hefur tek- ist að sanna að hægt er að ná frá- bærum árangri, þrátt fyrir það að hann leikur með knattspyrnuliði í 2. deild íslandsmótsins og það úti á landi. Eyjólfur stendur örugglega frammi fyrir erfiðu vali á næst- unni, því öruggt má heita að Reykjavíkurliðin í 1. deild keppist um að fá hann til liðs við sig. Valið stendur þá milli frekari frama og árangurs annars vegar og tryggðar við heimabæinn hins vegar. Hvað sem því líður, þá mega forráðamenn ungmennafélagsins Tindastóls og aðrir Sauðkrækingar vera stoltir af Eyjólfi Sverrissyni. xxx Fjöldi þeirra íslendinga sem flutt hafa til Svþjóðar á síðastliðnum mánuðum er orðinn óvenju mikill. Víkveiji ræddi nýlega við fjöl- skyldumann sem ætlar að flytja þangað á komandi ári. Höfuðástæð- una fyrir flutningi af landi brott kvað hann vera þá miklu kaup- máttarskerðingu sem hann hefði orðið fyrir á nýliðnum misserum. Tekjur hans dygðu hreinlega ekki lengur til að framfleyta fjölskyld- unni og greiða afborganir af hús- næðislánum. Frekar en missa reisn- ina og lifa fátæktarlífi á íslandi vildi hann fara þangað þar sem afkoman væri tryggari. Flutningur á milli landa vegna bágs atvinnuástands er síður en svo einsdæmi á Islandi. Fjöldamargir Danir hafa t.d. flutt sig yfir Eyrar- sundið til Svíþjóðar, en þar er mjög gott og öflugt atvinnulíf um þessar mundir og eftirspurn eftir vinnuafli nokkur, öfugt við t.d. ísland og Danmörku. Á Norðurlöndum er opinn vinnumarkaður, þannig að mjög auðvelt er að flytja sig á milli landa og hefur þetta fyrirkomulag jafnað að hluta til sveiflur í atvinnu- lífi þessara fimm landa. Sams kon- ar fyrirkomulag mun síðan einnig taka gildi innan Evrópubandalags- ins árið 1992, sem Danir, einir Norðurlandaþjóða, eiga aðild að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.